Morgunblaðið - 21.11.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.11.1998, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Auðlindagjald til umræðu á ráðstefnu um kvótakerfíð „Málamiðl- un líkleg- lausn“ Skiptar skoðanir komu fram um auðlinda- gjald á ráðstefnu um forsendur og reynslu kvótakerfisins í gær. Fjöldi erlendra sér- fræðinga flutti erindi á ráðstefnunni. Morgunblaðið/Kristinn FJÖLMENNI sótti ráðstefnu um forsendur og reynslu kvótakerfisins sem haldin var í gær. KVÓTAKERFIÐ - for- sendur og reynsla, var yf- irskrift ráðstefnu á veg- um Hagfræðistofnunar Háskóla Islands og sjávarútvegs- ráðuneytisins sem haldin var í gær. Talsverð umræða um auðlindagjald á sjávarútveginn skapaðist á ráð- stefnunni. í erindi sínu varaði Ron- ald N. Johnson, prófessor við ríkis- háskólann í Montana, íslendinga við frekari skattlagningu á sjávarút- veginn. Hún hefði aðeins þau áhrif að minnka tilhneigingu til þess að nýta auðlindina á skynsamlegan hátt. Anthony Scott, prófessor í hagfræði við British Columbia-há- skólann í Vancouver í Kanada, sagði að endalaust mætti karpa um auð- lindagjald út frá öllum sjónarhom- um. Sagan sýndi hins vegar að í deilumálum sem þessu væri niður- staða ætíð málamiðlun af einhverju tagi. Hann sagði því líklegt að fyrr eða síðar þyrftu þeir sem nýta auð- lindina að greiða fyrir það en þó ekki samkvæmt hugmyndum þeirra sem harðast ganga fram í þessu máli. í erindi sínu, Renta, veiðigjald og kvótakerfi, fjallaði Ronald N. John- son, um skattlagningu kvóta. Hann sagði rökin fyrir sérstakri skatt- lagningu útgerðarinnar byggð á þeirri hugmynd að markaðsvirði og arð af veiðiheimildum mætti skatt- leggja án þess að það hefði neikvæð áhrif á rekstur útvegsins. Johnson fellst ekki á þessi rök. Hann segir að almennt hafi slík skattlagning þau áhrif að minnka tilhneigingu til þess að nýta auðlindina á skynsam- legan hátt og tryggja viðgang henn- ar. „Þótt auðlind sé talin sameign þjóðar er nýting hennar í höndum ákveðinna aðila og það er ekki hægt að ganga út frá því sem vísu að aulindagjald hafi engin áhrif á hegðun þeirra. Jafnvel þótt gjald- inu sé ekki ætlað að innheimta allt leiguvirði kvótans, þá setti það rík- ið samt sem áður í stöðu landeig- enda yfir leiguliðum sínum. Þar með minnkar frumkvæði útgerðar- innar til þróunar og vaxtar, sem aftur kemur ríkinu í klípu þegar ákveða á hvar skuli fjárfest í sjáv- arútvegi,“ sagði Johnson í erindi sínu. Hann tók fram að röksemda- færsla sín þýddi ekki að sjávarút- vegurinn ætti að vera undanþeginn sköttum. Reynslan hefði sýnt að kvótakerfið væri kostnaðarsamt í framkvæmd og því væri rétt að kvótaeigendur greiddu gjald sem rynni til viðhalds og stjórnunar fiskveiðikerfisins. Fijálst framsal höfuðkostur kvótakerfísins Anthony Scott fjallaði í erindi sínu á ráðstefnunni um aflaheimild- ir sem eignir og eiginleika eignar- réttarins. Máli sínu til skýringar bar Scott saman lagalegt og hag- fræðilegt sjónarhorn á eignarrétt- inn: „Lögfræðin einblínir á það hver nýtur eignarréttarins, en hagfræðin reynir að svara spurningunni um það hvernig fólk nýti eignarréttinn, þ.e.a.s. hvaða áhrif hann hefur á hegðun þess.“ I hagfræðinni telst það gott fyrirkomulag eignarréttar sem hvetur fólk til þess að nýta eignir sínar á hagkvæman og arð- bæran hátt. Prófessor Scott rakti kosti þess að stýra fiskveiðum með kvóta- kerfi, sem leiði til hámarkshag- kvæmni. Hann telur réttinn til nýt- ingar auðlindarinar og réttinn til framsals höfuðkosti kvótans, þ.e. þá er tryggi hámarkshagkvæmni veiðanna. Gegn þessu verði hins vegar að vega gaíla, svo sem kostn- aðinn við það að framfylgja kerfinu og hættuna á því að veiðiheimild- irnar safnist á fárra hendur. Að auki benti hann á að kvótakerfið gæti haft nokkra byggðaröskun í för með sér. Kvóti keyptur til vemdar Ragnar Ámason, prófessor við Háskóla Islands, rakti hvernig kvótakerfið hefði leitt til framfara í fiskveiðistjómun og komst að þeirri niðurstöðu að framseljanlegar afla- heimildir auðveldi lausn ýmissa vandamála sem tengjast fiskveið- um. Auk þess að stuðla að hag- kvæmni í veiðum gæfu markaðir með veiðiheimildir stjórnendum fiskveiða kost á besta leyfilega há- marksafla á hverju ári. Þá færði kvótakerfið ábyrgðina á og kostnað- inn við að reka kerfíð frá ríkinu til atvinnugreinarinnar sjálfrar. Eign- arhald kvótans tryggði einnig að sjávamtvegurinn gæti stjórnað veiðunum á sem hagkvæmastan hátt fyrir samfélagið. Að síðustu taldi Ragnar framselj- anlega kvóta opna leiðir til þess sætta hagsmuni sjómanna og um- hverfisvemdarsinna á markaði, á þann hátt að þegar meiri hagur væri af því að vernda fiskistofn en að veiða hann, þá gætu verndar- sinnar einfaldlega keypt kvóta þess stofns af útgerðarmönnum. Rök og sjónarmið í deilunni um kvótakerfi og veiðgjald, var yfir- skrift erindis Þórólfs Matthíasson- ar, dósents við Háskóla Islands. Hann lagði áherslu á það í máli sínu að almenn umræða um kvótakerfið og veiðileyfagjald hefði á stundum verið mglingsleg, enda væri fisk- veiðistjómun mjög flókin í sjálfri sér. Deilt væri um ágæti kvótakerf- isins sjálfs og svo um það hver ætti að njóta arðsins af auðlindinni. Þórólfur telur fiskveiðistjómunar- kerfi með framseljanlegum kvóta ekki vera það eina sem geti há- markað hagnað af fiskveiðum. Onn- ur kerfi gætu það líka. Kvótakerfíð þjónar tilgangi si'num Birgir Þór Runólfsson, dósent við Háskóla Islands, reifaði tilurð og gerð íslenska kvótakerfisins fyrir fundarmönnum. Hann telur reynsl- una af kerfinu almennt góða. Stöðugt komi fram nýjar sannanir þess að kerfið hefur tilætluð áhrif, þ.e. að hámarka afrakstur veiðanna. Ástand fiskistofna er gott og leyfi- legur heildarafli sumra tegunda hefur verið aukinn. Afkoma sjávar- útvegsins hafi tekið stórkostlegum breytingum til hins betra eftir til- komu kvótakerfisins. Birgir Þór tel- ur kerfið ekki hafa valdið byggða- röskun, þrátt fyrir kvótaleigu og verslum með kvóta. Helst megi greina flutning veiðiheimilda frá suðvesturhorni landsins til norð- austurhomsins, sem sé í raun í takt við byggðastefnuna. En í almennri umræðu sé aðallega deilt um hvort heimta eigi gjald af þeim sem nýta auðlindina eður ei. Gervitunglaeftirlit með veiðum í erindi sínu um nýja tækni og myndun afnotaréttinda af sjávar- gæðum kynnti Michael De Alessi nýstárlegar aðferðir sem nota má til þess að skilgreina og vemda afnota- rétt af auðlindum sjávar, rétt eins og hægt er að varna öðmm aðgang að einkaeign á landi. De Alessi nefndi meðal annars að með hjálp gervitungla sem em útbúin hita- næmum myndavélum mætti jafnvel fylgjast með ferðum fiskitorfa og senda upplýsingarnar um hæl í tölv- ur fiskibáta. Hann benti á að einka- framtakið væri allsráðandi í tækni- þróun við fiskveiðar um allan heim og gæti gert gæfumuninn er frum- kvöðlar leituðu nýrra leiða til þess að tryggja viðgang fiskistofna í heimshöfunum. Julian Morris frá Institute of Economic Affairs í Lundúnum fja.ll- aði um umhverfisverndarstefnu hins frjálsa markaðar. Hann sagði virðingu fyrir einkaeign í samfélagi sem byggðist á frelsi og virðingu fyrir lögum mynda gmnninn að um- hverfisvernd sem væri í takt við al- mannavilja. Ríkisafskipti gætu haft ófyrirséðar afleiðingar, t.d. að geng- ið væri á eignarrétt einstaklinga og þannig grafið undan einkaframtaki við verndun umhverfisins. Að vísu væri ríkisafskipta stundum þörf, en þá aðeins í félagi við þá sem glímdu við beint við umhverfisvandann. Margt áunnist Phil Major, fyrrverandi ráðu- neytisstjóri sjávarútvegsráðuneytis Nýja-Sjálands, rakti í erindi sínu fiskveiðistjómun Nýsjálendinga síð- asta áratug. Sagði hann að þrátt fyrir erfiðleika í upphafi 9. áratug- arins hefði margt áunnist og sigrast hefði verið á mörgum vandamálum sem upp hefðu komið. Verulega hefði þurft að skera niður aflaheim- ildir til að ná fram sjálfbæram veið- um en almennt hefði ríkt sátt um stjómun fiskveiðanna. Major sagði í hringborðsumræðum að Nýsjálend- ingar hefðu fallið frá auðlindagjaldi á sjávarútveginn vegna þess al- menningur teldi sig hæfari til að verja arðinum sem kynni að skapast í sjávarútvegi heldur en yfirvöld. Með því að innheimta skatt af þess- um arði hafi útvegurinn einnig kröfu á yfirvöld um stuðning í ein- hverju formi lendi greinin í þreng- ingum. Þjóðin á að njóta arðsins í hringborðsumræðum á ráð- stefnunni varð nokkur umræða um auðlindagjald eða skattheimtu af sjávarútvegi. Markús Möller hag- fræðingur benti á að betri stjórnun fiskveiða skilaði útgerðinni sífellt meiri arði. Samkvæmt lögum ætti þjóðin auðlindina og því ætti þjóðin að fá að njóta arðsins sem af henni skapaðist og njóta þannig um leið betri stjórnunar. Benti Markús á útboð veiðiheimilda í þessu sam- bandi. Ronald Johnson sagðist hins vegar sannfærður um að útboð veiðiheimilda væri í raun eignaupp- taka á þeim fjárfestingum sem at- vinnugreinin hefði staðið að. Julina Morris sagði ágóða hvata til að fjár- festa í nýrri tækni. Ef þessi ágóði væri skattlagður drægi þannig úr hvatanum. Phil Major tók undir þetta og sagði reynslu Nýsjálend- inga sýna að arður sem myndaðist innan sjávarútvegsins væri tilkomin vegna þess að auðlindin væri nýtt á skynsaman hátt. Utgerðarmenn nýttu síðan ágóðann til fjárfestingar sem samfélagið nyti góðs af.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.