Morgunblaðið - 21.11.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.11.1998, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Þingsályktunartillaga um ofbeldi í sjónvarpi Ekki sýnt á þeim tíma sem börn horfa á ÓLAFUR Hannibalsson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokks, hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsá- lyktunar um ofbeldisatriði í sjón- varpi. Meginefni tillögunnar er að Alþingi álykti að fara þess á leit við fulltrúa sína í útvarpsráði að þeir beiti sér fyrir því að hætt verði að sýna ofbeldisatriði í sjónvarpinu á þeim tíma sem þess er helst að vænta að börn séu að horfa á það. I greinargerð fjallar þingmaður- inn um ofbeldisatriði í kvikmynd- um og segir m.a. að sérstaklega hafi verið bent á þá samþjöppun ofbeldisatriða sem er að finna í bíó- auglýsingum á fréttatíma eða kringum annað efni, þegar búast má við að fjölskyldan hyggist njóta samverustunda fyrir framan skjá- inn. „Síðan er þar að finna í viku hverri fleiri eða færri sjónvarps- þætti, sem mega teljast kennslu- stundir í ofbeldi, spörkum, lamn- ingu og lemstrun fólks, með þeim árangri sem endurspeglast í mið- bæ Reykjavíkur um helgar. Þessu er fram haldið af því sama ríkis- valdi og um áratuga skeið hefur talið íslendinga of viðkvæmar sálir til að kaupa sig inn á sýningar á hnefaleikum og raunar bannað mönnum að þjálfa sig í þeirri íþrótt." Alþingi láti vilja sinn í ljós I lok greinargerðar segir þing- maðurinn að um það megi deila hvort Alþingi geti gefið þeim sem sitja í nefndum og ráðum á þess vegum nokkur fyrirmæli. Vænt- anlega sitji þeir þar vegna þess að Alþingi treysti þeim til sjálf- stæðra ákvarðana um málefhi þeirra stofnana sem þeir eigi að hafa áhrif á. „Flutningsmaður getur þó ekki séð að það sé úr vegi að Alþingi láti vilja sinn í ljós um þau efni ef ástæða þykir til og beini til þessara fulltrúa sinna til- mælum um aðgerðir. I það minnsta sýnist flutningsmanni að stjórnvöld stæðu sterkar að vígi um aðgerðir gegn ofbeldisvand- anum ef þau bæru sjálf hreinan skjöld í þeim efnum." Kátt á hjalla í þinginu Morgunblaðið/Ásdís Tillaga um uppbyggð an veg yfír Kjöl ÞINGMENNIRNIR Guðni Ágústsson, Framsóknarflokki, og Hjálmar Jónsson, Sjálfstæðis- flokki, hafa lagt fram á Alþingi til- lögu til þingsályktunar um upp- byggðan veg yfir Kjöl. Segja þeir í greinargerð að slík Orðsending til kjósenda VIÐ undirrituð vekjum athygli kjósenda á stofnfundi Frjálslynda flokksins, sem haldinn verður í Reykjavík dagana 28. og 29. nóvember nk. Frjálslyndi flokkurinn er til þess stofnaður að verða nýtt afl í íslenzkum stjórnmálum til framtíðar. Flokkn- um verður sett stefnuskrá þar sem tekin verður af- staða til allra helztu þjóðmála. Hann mun verða stjórn- málahreyfing þeirra, sem standa vilja vörð um jafnræði þegnanna og frelsi einstaklinganna til orða og athafna. I upphafí mun Frjálslyndi flokkurinn einbeita sér að þremur meginmálum: Sjávarútvegsmálum, umhverfis- málum og samfélagsþjónustu. Flokkurinn mun beita öllum kröftum til að gjör- breyting verði á fiskveiðistjórn, þar sem aðaláherzla verður lögð á að skila þjóðinni lögmætri eign sinni og afnema með öllu brask með veiðiheimildir og brottkast fisks. Ennfremur að allir þegnar þjóðfélagsins eigi þess kost að hefja sókn í eigin auðlindir í hafinu. Frjálslyndi flokkurinn mun beita sér eindregið fyrir vernd íslenzkrar náttúru og hreinleika hennar, til lands og sjávar. Hann leggur til að öllu frekara jarðraski á hálendinu vegna nýrra framkvæmda verði hætt meðan fram fer ítarleg úttekt færustu sérfræðinga á gögnum þess og gæðum og varðveizlugildi til frambúðar. Flokk- urinn vill hrinda þeim fljótfærnislögum, sem sett voru um þessa dýrmætu sameign þjóðarinnar á vordögum 1998. Frjálslyndi flokkurinn telur til þess brýnustu nauð- syn að slá skjaldborg um velferðarkerfið á tímum, þeg- ar erlend hægri öfgastefna hefir að markmiði að draga úr samfélagsþjónustunni. Flokkurinn vill jafna laun karla og kvenna og stórbæta kjör aldraðra og öryrkja. Flokkurinn boðar gerbreytta stefnu í heilbrigðismálum og sókn í þeim málum í stað nauðvarnar, sem of lengi hefir tíðkast. Flokkurinn leggur höfuðáherzlu á að aukin alhliða Yfírlýsing frá Sverri Hermannssyni UNDIRRITAÐUR vill vekja sérstaka athygli á að stjórn Samtaka um þjóðareign hefur formála- laust hafnað samstarfi við Sverri Hermannsson og fylgismenn hans og ákveðið að halda uppi eigin merki undir forystu Bárðar Halldórssonar fast- eignasala, Péturs Einarssonar, fyrrverandi flug- málastjóra, og Valdimars Jóhannessonar, fyrrver- andi blaðamanns. menntun er undirstaða í framfarasókn þjóðarinnar. Frjálslyndi flokkurinn heitir á þig, kjósandi góður, að veita athygli og atfylgi þessu nýja þjóðmálaafli. Þeir sem hafa hug á að sitja stofnfundinn, 28. og 29. nóvember nk., eru beðnir að tilkynna sig í síma 562- 4515 frá kl. 14-22 alla daga. Anna Þóra Björnsdóttir, verslunareigandi, Seltjarnarnesi, Auður Karlsdóttir, kennari, Reykjavík, Auður Þórisdóttir, bankastarfsmaður, Reykjavík, Árni Jónsson, verkstjóri, Stykkishólmi, Áslaug Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri, Reykjavík, Ásthildur Sveinsdóttir, þýðandi, Hafnarfirði, Barði Friðriksson, hæstaréttarlögmaður, Reykjavik, Benedikt Antonsson, viðskiptafræðingur, Reykjavík, Bergljót Halldórsdóttir, kennari, ísafírði, Björn Björnsson, bifreiðarstjóri, Reykjavík, Björn Guðjónsson, tónlistarmaður, Reykjavík, Eðvarð Árnason, yfirlögregluþjónn, Stykkishólmi, Einar Kristjánsson, sjómaður, Höfn, Hornaf., Eiríkur B. Eiríksson, bókavörður, Reykjavík, Erna Ágústsdóttir, skrifstofustjóri, Reykjavík, Eyjólfur K. Sigurjónsson, endurskoðandi, Kópavogi, Eyþór Sigmundsson, matsveinn, Kópavogi, Geir Birgir Guðmundsson, framkvæmdastjóri, Reykjavík, Guðmundur Oddsson, málari, ísafirði, Guðmundur Wíum Stefánsson, skógræktarbóndi, Vopnafirði, Gunnar Ingi Gunnarsson, læknir, Reykjavík, Gunnar Þ. Gunnarsson, fv. forstjóri, Reykjavík, Gylfi Björnsson, sjóntækjafræðingur, Seltjarnarnesi, Gylfi Ingason, matreiðslumeistari, Reykjavík, Halldór Hermannsson, skipstjóri, Isafirði, Haraldur Sigurðsson, vélfræðingur, Öxarfjarðarhreppi, Haraldur Þórarinsson, fv. verkstæðisform., Kvistási, Heiðar Sigurðsson, framkvæmdastjóri, ísafirði, Heimir Guðbjörnsson, stýrimaður, Reykjavík, Helgi G. Þórðarson, verkfræðingur, Hafnarfirði, Hlynur Arnason, járniðnaðarmaður, Seltjarnarnesi, Ingibjörg Jónasdóttir, fv. framkvæmdastjóri, Reykjavík, Jón M. Arason, skipstjóri, Þorlákshöfn, Jón Sigurðsson, fv. framkvæmdastjóri, Reykjavík, Jórunn Sigfúsdóttir, húsmóðir, Stykkishólmi, Kjartan Eggertsson, tónlistarskólastjóri, Ólafsvík, Kolbrún Björnsdóttir, læknaritari, Reykjavík, Kristleifur Þorsteinsson, landeigandi, Húsafeíli, Kristrún Pétursdóttir, ritari, Reykjavík, Magnús Þorgilsson, bifreiðarstjóri, ísafirði, Margrét Sverrisdóttir, kennari, Reykjavík, Pétur Bjarnason, forstj. skólaskrifst., Isafirði, Pétur Hilmarsson, framkvæmdastjóri, Reykjavík, Ragnheiður Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri, Þingeyri, Ragnhildur Sverrisdóttir, blaðamaður, Reylqavík, Sigríður B. Asgeirsdóttir, húsmóðir, Akranesi, Sigurður Kristjánsson, skrifstofustjóri, Mosfellsbæ, Svava Hjaltadóttir, ritari, Reykjavík, Sverrir Hermannsson, stjórnmálamaður, Reykjavík, Þorbjörn Ólafsson, bifreiðarstjóri, Reykjavík, Þorsteinn Barðason, jarðfræðingur, Reykjavík, vegagerð yrði mikil hagræðing fyr- ir landsmenn alla og áætla að framkvæmdirnar myndu kosta inn- an við einn milljarð króna. Taka þeir ennfremur sem dæmi að vega- lengdin milli Selfoss og Akureyrar myndi styttast um 69 km með slík- um vegi. Meginefni tillögunnar er að Al- þingi álykti að fela samgönguráð- herra að láta Vegagerðina gera at- hugun á vegstæði, kostnaði og þýð- ingu þess fyrir byggðaþróun og umferð milli landshluta að gera uppbyggðan veg með slitlagi um Kjöl. „Kanna þarf ýmsar áhuga- verðar tengingar út frá núverandi Kjalvegi sem mundu stytta veru- lega allar leiðir norður og austur um. Til dæmis um Blöndustíflu og niður Mælifellsdal eða Gilhagadal í Skagafirði. Síðan má hugsa sér að Héraðsvötn verði brúuð í sambandi ALÞINGI við virkjunarframkvæmdir við Vill- inganes í Skagafirði," segir í grein- argerð. „Trúlega yrði Kjölur torfarinn yfir háveturinn en ekki endilega verri en margir aðrir fjallvegir í landinu. Ný tækni býður upp á allt aðrar upplýsingar á veðurfari, ferðamönnum til glöggvunar, en áður var," segir ennfremur. Bifreiðagjöld skv. gildandi lögum og framlögðu frumvarpi (eitt tímabil, 6 márt.) Þyngd bifreiðar Gjöld skv. gildandi lögum Gjöld skv. frumvarpi Breyting í upphæð Hlutfallsl. breyting 800 kg kr. 4.688 kr. 4.800 kr. +112 +2,39% 1.050 6.343 6.405 +62 +0,98% 1.300 8.758 8.430 -328 -3,75% 1.500 10.690 10.050 -640 -5,99% 2.000 15.520 14.100 -1.420 -9,15% 2.500 20.350 18.150 -2.200 -10,81% 3.000 26.214 24.200 -2.014 -7,68% 5.000 30.214 28.200 -2.014 -6,67% 7.000 34.214 32.200 -2.014 -5,89% 10.000 15.000 40.214 36.200 -4.014 -9,98% 50.214 36.200 -14.014 -27,91% 20.000 60.214 36.200 -24.014 -39,88% Breytingar á bifreiða- gjöldum eftir áramót GEIR H. Haarde fjármálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingar m.a. á lögum um bifreiðagjald. Þar er lagt til að lágmarksgjald verði hækkað úr 2.993 kr. í 3.000 kr. eða innan við 1% og ennfremur að sett verði inn að nýju ákveðin há- marksupphæð bifreiðagjalds sem verði 36.200 kr. Þá er lagt til að gjald fyrir hvert kg af eigin þyngd bifreiðar að 1.000 kg hækki úr 5,86 kr. í 6 kr. en að gjald fyrir hvert kg umfram 1.000 kg lækki úr 9,66 kr. í 8,10 kr. eða um 16,5%. Lagt er til að frumvarpið öðlist gildi 1. janúar 1999. Samkvæmt gildandi lögum greið- ir eigandi bifreiðar sem er yfir 1.000 kg 3,80 kr. meira fyrir hvert kíló sem er yfir 1.000 kg, að 3.000 kg. Með frumvarpinu er hins vegar lagt til að úr þessum mun verði dregið þannig að hann verði 1,10 kr. Fleiri breytingar eru lagðar til í frum- varpinu m.a. að þungaskattur af er- lendum skráðum ökutækjum verði lækkaður til samræmis við þunga- skatt af innlendum skráðum öku- tækjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.