Morgunblaðið - 21.11.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 21.11.1998, Blaðsíða 41
4. foekkurB í Réttarholts- skóla veturinn 1965-66. Fremst frá vinstri: 1. María Dagsdóttir 2. Elsa Baldursdóttir 3. Sigrún Erlendsdóttir 4. Ragnhildur Ásgeirsdóttir kennari 5. Steingerður Hilmarsdóttir 6. Ingibjörg Gíestsdóttir 7. Elísabet Daníelsdóttir. Miðröð frá vinstri: X. Lucinda Hoover, skiptinem andi 2. Steinunn Guðbjartsdóttir 3. Hulda Ólafsdóttir 4. Guðrún Magnúsdóttir 5. Sigdis Sigmundsdóttír 6. Ingrid Björnsdóttír 7. Bryndís Guðbjartsdóttir 8. Bima Dís Benediktsdóttír 9. Ingibjörg Jóhannsdóttir 10. Hiiligerður Arnórsdóttir 11. María Jensen 12. Ástráður Sigursteindórsson, skólasijóri. Efsta röð frá vinstrí: 1. Vilmundur Jónsson 2. Randver Þorláksson 3. Ómar Skúlason 4. Páll Ragnarsson 5. Bjarni Sigurðsson 6. Ásbjöm Jóhannsson 7. Jón Guðiaugsson 8. Kristján Karlsson 9. Guðmundur Ásgeirsson 10. Pétur A. Maack 11. Brynjólfur Þór Brynjólfsson 12. Þórður Hall Pétur A. Maack virðir fyrir sér bekkjarmyndina og brosir þegar hann horfir á hana. Hér í fremstu röð, til vinstri, er María Dagsdóttir. Hún er starfandi hjúkrunarfræðingur á Barnaspítala Hringsins. Hún er gift Jóni As- bergssyni hjá Útflutningsráði. Hér hægra megin við hlið Ragnhildai- kennara er Steingerður Hilmars- dóttir. Steingerður starfar sem skrifstofumaður hjá Slysa- varnafélaginu. í miðröð, þriðja frá vinstri, er Hulda Ólafsdóttir, sem býr í Kefla- vík. Hulda er framarlega í öllu starfi hjá Leikfélagi Keflavíkur og hefur tekið þátt í leiksýningum á vegum félagsins. Fyrir miðju hér í miðröð er Ingrid Bjömsdóttir, hjúkrunar- fræðingur á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Þriðja frá hægri í miðröð er Ingibjörg Jóhannsdóttir. Hún býr í Prag í Tékkóslóvakíu. Hún rekur þar veitingahús með manni sínum, Þóri Haraldssyni. I efstu röð frá vinstri er Vilmund- ur Jónsson. Vilmundur er sölumaður hjá Bílanausti. Við hlið Vilmundar er Randver Þorláksson, leikari og Spaugstofumaður. Þriðji frá vinstri við hlið Randvers er Ómar Skúlason. Ómar og Þórður Hall voru í Combói Þórðar Hall, sem var framúrstefnu- band á sínum tíma og spOaði sér- stæða músík. Við hlið ðmars er Páll Ragnarsson. Páll er rafvirkjameist- ari og Ijósameistari hjá Þjóðleikhús- inu. Fimmti frá hægri er Kristján Karlsson, sem er trésmiður. Eg er hér þriðji frá hægri, ungur og sak- laus piltm' með brilljantín í hárinu. Annar frá hægri við hliðina á mér er Brynjólfur Þór Brynjólfsson, sem er útibússtjóri Landsbankans á ísafirði. Lengst til hægri er svo Þórður Hall, myndlistarmaður og músíkant með meiru. Pétur A. Maack er fæddur í Reykjavík 21. febrúar árið 1949. Sonur Aðalsteins P. Maack húsa- smíðameistara og Jarþrúðar Þór- hallsdóttur, sem er látin. Hann er fæddur í húsi við Nesveginn í Reykjavík en ólst upp á Ránargöt- unni í vesturbænum þar til hann flutti í Smáíbúðahverfið. Pétur er næstelstur fimnv systkina. Kona Péturs er Kristjana Kristjánsdóttir. Kristjana starfai' hjá Geðhjálp sem aðstoðarmaður framkvæmdastjóra. Pétur og Kristjana eiga fjögur börn; Kristján, Erlu Vigdísi, Aðal- stein og Ómar Val, og fjögur barna- börn. Að loknu gagnfræðaskólaprófi vann Pétur um sumarið á lyftara hjá Eimskip í Borgarskála. Þá um haustið, 1966, hóf hann störf hjá Flugfélagi Islands og síðar Flugleið- um hf. Fyrst í vöruafgreiðslunni í innanlandsfluginu en síðan I farþegaafgreiðslunni og starfaði þar í nokkur ár, síðari árin sem vakt- stjóri og afgreiðslustjóri allt til árs- ins 1982. Eftir að hann hætti hjá Flugleiðum hóf hann störf hjá Verzl- unarmannafélagi Reykjavíkur og vann við fræðslu- og útbreiðslustörf fyrstu árin og tók að sér að sjá um VR-blaðið. Frá 1. nóvember 1987 hefur Pétur verið framkvæmda- stjóri Verzlunarmannafélagsins og síðustu árin vai'aformaður. Þá hefur hann setið í stjórn VR frá árinu 1976. pabba mínum og systur minni. Mér fannst eins og þessi afgirti skiki væri fullur af gömlu og ónýtu drasli. Allt í einu rek ég augun í mjög fal- legan gullhring. Hringurinn var þykkur, úr möttu gulli með stórri hvítri perlu. Ég sýni pabba hringinn og hann segir að ég þurfi að skila honum því einhver hljóti að eiga hann og hafa týnt honum. Mér fannst ég mjög ósátt við að fá ekki að eiga hringinn, en fannst eins og ég féllist á að skila honum. Pabbi og systir mín fundu ekki neitt. Mér fannst ég síðan ganga lengur um í þessum garði en finna aðeins ómerkilegt skart, einskis virði. September ‘98. Mér fannst ég vera að gifta mig ungum manni sem ég þekkti ekki. I upphafi var ég innan um fjölskyldu mína, pabba, mömmu og systur en mundi þá allt í einu eftir giftingunni og var að verða of sein í brúðkaupið. Ég hljóp af stað með litla tösku en var þá allt í einu úti í hálku. Ég stoppaði á svellinu, opnaði töskuna og þá stóð systir mín upp úr töskunni. Mér fannst eins og hún ætlaði með mér en þá var pabbi kominn þarna og sagði að hún færi á sínum bíl, göml- um sendibíl, ljósum. Þá var ég skyndilega komin í stórt og bjart stigahús stórs fjölbýlishúss þar sem maðurinn bjó sem ég ætlaði að gift- ast. Við gengum af stað og pabbi og foreldrar hans á eftir en ekki sam- ferða. Mér fannst ég þekkja mann- inn lítið sem var dökkhærður og eitthvað yngri en ég, þó fannst mér eins og allt færi vel og okkur myndi líða vel saman. Ég fann til mikillar öryggiskenndar. Við gengum aust- ur Hafnarstræti í átt til kirkju, hann tók þá skyndilega upp hring- ana og sýndi mér gullhring sem mér fannst allt of stór. Þá spurði hann hvernig mér litist á að hann hefði keypt mattan hring handa mér með sléttu mynstri. Mér leyst vel á það og fannst þá hringir okkar eins, mattir en ekki úr gulli, heldur silfri með sama mynstri. Þá þurfti hann að fara yfír götuna að hjálpa fólki en við mundum hittast í kirkj- unni. Ég hélt áfram (þá var komin kona að hlið minni (fannst það vera systir mín) framhjá Ramma- gerðinni, þar inni var veitingastofa og við borð sátu Steinunn Ólína og aðrar leik- og söngkonur. Ég hélt áfram og sá þá unga ljóshærða konu þar inni sem grét sáran. Hún var grátbólgin og það lak úr nefínu á henni meðan hún söng tregafullt dægurlag. Ráðning Báðir draumamir sýna þig sem manneskju þrúgaða af kröfum ann- arra og tilfinningalegum yfirgangi þeiiTa. Þessu oki reynir þú að brjót- ast undan en verður lítið ágengt þrátt íyrir góðan vilja til að þóknast og hlýða í von um umbun. Fyrri draum- urinn lýsir þessu vel þegar þú finnur gull í sorpinu, þá skal því hent. En þetta gull mun vera piltur einn, vænn að kostum en þó ekki þóknanlegur þinni fjölskyldu. Seinni draumurinn gefur í skyn að þú látir hjarta þitt ráða og hefjir sjálfstætt líf. Framhald draumsins gefur svo í skyn að sú ganga verði þymum stráð þrátt fyrir ákveðið öryggi í lífinu. Draumamir era að segja þér að skoða hlutina vel og kanna hvert skref áður en stigið er inn í framtíðina, það muni draga úr erfiðleikum eða eyða þeim jafnvel al- veg, enda er gull málmur sem þroskast með áranum. •Þeir lesendur sem vilja fá drauma sína birta og ráðna sendi þá með fullu nnfni, fæðingardegi og ári ásamt heimilisfangi og dulnefni til birtingar tih Draumstafir Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 41 Veriö velkomin í rúmgóöa og bjarta verslun okkar í Ármúla 15. Höfum einnig opnað verslun á Internetinu: http//:www.borgarljos.is BORGARLJÓS Ármúla 15 • slmi 581 2660 • fax 531 2656 borgarljos.is Fjölbreytt úrval tækifærisgjafa frá Mulberry, fyrir dömur og herra, fáanlegar nú í Veiðimanninum, Hafnarstræti. Töskur • Veski • Lyklakippur • Treflar • Belti • Bolir • o.fl. 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.