Morgunblaðið - 21.11.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.11.1998, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 MORGUNB LAÐIÐ FRÉTTIR Opinber heimsókn forsetans til Svíþjóðar Sjálfstæðisflokkur Flokks- ráðsfund- ur hald- inn í dag FLOKKSRÁÐSFUNDUR Sjálfstæðisflokksins verður haldinn í dag, laugardag, í Val- höll og hefst klukkan 10 með ræðu formanns Sjálfstæðis- flokksins, Davíðs Öddssonar, forsætisráðherra. Ráðherrar flokksins munu síðan sitja fyrir svörum og eft- ir það verða umræður um kjördæmamálið. Friðrik Soph- usson, varaformaður Sjálf- stæðisflokksins, mun kynna það. Einnig verða umræður um skólamál, sem Björn Bjarnason, menntamálaráð- herra, kynnir. Gert er ráð fyr- ir því að fundinum ljúki um klukkan 17. Beit lög- regluþjón í lærið Morgunblaðið/Árni Sæberg DAVID Architzel flotaforingi (t.v.) og Daniel L. Kloeppel skera saman tertu í tilefni af yfirmannaskiptum hjá varnarliðinu. LÖGREGLUMAÐUR var bitinn í lærið við störf sín í fyrrinótt. Tildrögin voru þau, að dyra- vörður á veitingahúsinu Glaumbar við Tryggvagötu óskaði eftir aðstoð lögreglu vegna óláta drukkins gests kl. 2 aðfaranótt föstudags. Lög- reglan handtók gestinn og flutti hann í fangamóttöku lög- reglustöðvarinnar við Hverfis- götu. Hann sýndi mótþróa við handtöku og sló til lögreglu- mannanna og beit einn þeirra í vinstra lærið ofan við hné. Meiðsl lögreglumannsins voru minniháttar en gert var að sárinu á slysadeild, eins og vaninn er þegar um mannsbit er að ræða, að sögn lögregl- unnar. Varnar- liðsins DANIEL L. Kloeppel flotaforingi lét í gær af störfum sem yfirmaður vam- arliðsins á Keflavíkurflugvelli og við tók David Architzel, sem einnig er flotaforingi í Bandaríkjaflota. Kloeppel hefur verið yfírmaður varnarliðsins undanfarna sjö mán- uði. Hann tekur nú við starfi yfir- manns áætlunarsviðs flutningadeild- ar Bandaríkjahers. Architzel lauk námi í Háskóla Bandaríkjaflota árið 1973 og hóf feril sinn sem flugliðsforingi í flotanum að lokinni þjálfun árið 1975. Hann stund- aði eftirlitsflug og kafbátaleit frá flug- vélamóðurskipum á flugvélum af gerðinni S-3 Viking um nokkurra ára skeið í upphafi ferils síns. Hann var kennari við Háskóla spænska flotans í Madríd um skeið uns hann tók við stjórn 30. kafbátaleitarsveitar flotans. Architzel flotaforingi hefur auk þess Ai uiim:-f» v i iiT-jrwi—nr ~ " Tt n~r»n gegnt skipstjóm á flugvélamóður- skipum, þar á meðal USS Theodore Roosevelt síðastliðin tvö ár. Eigin- kona hans er Barbara Ai-chitzel og eiga þau þrjú börn. aldrei SÖNGVARINN heimskunni Boy Ge- orge kom ekki til landsins á fimmtu- daginn eins og áætlað hafði verið, að sögn Guðmundar Þóroddssonar, sem ætlaði að fá hann hingað fyrir skóla- ball Menntaskólans við Sund. Fyiár vikið urðu nemendur skólans að dansa undir tónlist annara tónlistarmanna. „Við fórum út á flugvöll til að sækja Boy George ásamt sérstökum öryggisvörðum fyi’ir hann en þá hafði hann ekki komið með vélinni. Við eig- um eftir að kanna hvað fór úrskeiðt is,“ Guðmundur. Guðmundur hefur í nokkur ár fengið erlenda tónlistarmenn tií landsins. „Við fluttum inn 14 manna hóp í október og munum flytja inn fleiri plötusnúða fyrir áramót og það hefur aldrei neitt brugðið út af fyrr en núna,“ segir hann. Annað innbrotið á hálfu öðru ári Nýr yfír- maður Söngvar- inn kom Kynningarráðstefna á vegum Út- flutningsráðs og sýning á íslenskum bókum og prentverki í Stokkhólmi FORSETl íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, fer á mánudag í opinbera heimsókn til Svíþjóðar. Heimsóknin var upphaflega á dag- skrá í október í fyrra en þá var henni frestað vegna veikinda Guð- rúnar Katrínar Þorbergsdóttur. í fylgdarliði forsetans verða auk Halldórs Asgrímssonar, utanríkis- ráðherra, ráðuneytisstjórinn í utan- ríkisráðuneytinu, sendiherrann i Svíþjóð, forsetaritari og fleiri emb- ættismenn. Einnig verður í Stokk- hólmi heimsóknardagana sveit for- ystumanna úr íslensku atvinnulífi en sérstök kynningarráðstefna verður á vegum Utflutningsráðs og sýning verður haldin á íslenskum bókum og prentverki. Forsetinn kemur til Svíþjóðar að kvöldi mánudagsins 23. nóvember og gistir þá um nóttina í Haga höll- inni en heimsóknin hefst formlega á hádegi næsta dag. Þá taka Carl Gustaf Svíakonungur og ríkisstjóm Svíþjóðar á móti __ Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Islands, við kon- ungshöllina en síðan snæðir forseti íslands hádegisverð með sænsku konungs- hjónunum.Eftir hádegi á forseti íslands fund með Birgittu Dahl, for- seta þingsins, Göran Persson forsætisráð- herra og sænskum blaðamönnum. Síðan hittir forsetinn íslend- inga búsetta í Stokk- hólmi og um kvöldið halda sænsku konungshjónin hátíð- arkvöldverð til heiðurs forseta ís- lands. Heimsækja fyrirtæki Miðvikudaginn 25. nóvember heimsækja Ólafur Ragnar Grímsson og Carl Gustaf Svíakonungur lyfja- fýrirtækið Astra og fjarskiptafyrir- tækið Ericsson sem eru bæði for- ystufyrirtæki á heimsmarkaði. For- setinn og konungur koma síðan á fund sænskra og íslenskra athafna- manna sem helgaður er viðskipta- tengslum Islands og Svíþjóðar. Borgarstjóm Stokkhólms býður til hádegisverðar og að honum loknum heim- sækja forseti og kon- ungur Karolinska vís- indastofnunina, SIPRI friðarrannsóknastofnun- ina og sýningu á íslensk- um bókmenntum. Um kvöldið býður forseti Is- lands sænsku konungs- hjónunum, Islandsvin- um í Svíþjóð og ýmsum Islendingum sem starfa í Svíþjóð til kvöldverðar þar sem íslenskur hátíð- armatur verður á borð- urn. Fimmtudaginn 26. nóvember heldur forsetinn til Lundar og heimsækir háskólann í Lundi, dómkirkjuna, vísindabæinn Ideon og framkvæmdir við Eyrar- sundsbrúna sem er helsta sam- göngumannvirki _ Norðurlanda. Einnig hittir hann Islendinga bú- setta í Málmey og Lundi. Föstudaginn 27. nóvember tekur forsetinn þátt í rannsóknarfundi um lýðræði og mannréttindi sem há- skólinn í Lundi og Raoul Wallen- berg mannréttindastofnunin efna til og heldur fyrirlestur í boði þeirra. Komið verður til Islands að kvöldi föstudags. Ólafur Ragnar Grímsson I heimsókn HIN árlega heimsókn skólabarna á höfuðborgar- svæðinu í Granda var í gær. Að þessu sinni komu um 2.000 börn í heimsókn ásamt kennurum sínum. Börnin skoðuðu sögusýningu og fylgdust með Morgunblaðið/Ásdís hjá Granda vinnslu sjávarafla. Meðal annars skoðuðu þau nýja snyrtilínu, sem er ein fullkomnasta vinnslulina sem notuð er í fískvinnslu í dag. Þá var öllum boðið að smakka á framleiðslunni. Þetta er í annað sinn sem brotist er inn hjá Óla Jóhanni síðan hann opnaði Gullsmiðjuna 19. júní 1993, en í fyrravor var brotist inn í versl- un hans og skartgripum stolið fyrir 800 þúsund. Eftir þann skaða var sett tvöfalt 8 millimetra þykkt ör- yggisgler í gluggana. Það kom Óla Jóhanni og fulltrúum Sjóvár-Al- mennra hins vegar á óvart að ekki stærri steinn en sá sem notaður var við innbrotið skyldi fara svo auð- veldlega í gegnum glerið. „Maður þarf að vera með óbrjótanlegt gler, eða setja rimla fyrir gluggann," sagði Óli Jóhann. Skartgripirnir voru allir tryggðir hjá Sjóvá-Almennum, en eftir stendm- sem áður, að auk þess að sakna gripanna sem sýna átti í Jóla- höllinni verður Óli Jóhann að byrgja gluggann í versluninni uns sett verður nýtt gler í hann eftir helgina. Morgunblaðið/Ásdís STEINNINN sem notaður var við innbrotið í Gullsmiðju Ola var ekki stór, en fór samt í gegnum tvöfalt 8 millímetra þykkt. öryggisgler. Skartgripum fyrir 2 milljónir stolið SKARTGRIPUM fyi’ir tæpar tvær milljónir ki’óna var stolið úr Gull- smiðju Óla í Hamraborg 5 í Kópa- vogi rétt fyrir kl. 4 aðfaranótt föstu- dags. Rannsóknardeild Kópavogs- lögreglunnar veit ekki enn hvort einn eða fleiri voru að verki. Þjófurinn eða þjófarnir brutu sér leið í gegnum þykkt öryggis- gler í sýningarglugga verslunar- innar með hnefastórum steini og stálu skartgripum, sem Óli Jó- hanns Daníelsson gullsmiður hafði ætlað stað á sýningunni Jólahöll- inni í Laugardagshöll um helgina. „Verðmætasti skartgripurinn sem var tekinn var platínhringur með stórum demant upp á 1,27 karöt að verðmæti 1,2 milljónir,“ sagði Óli Jóhann. „Það var mjög sárt að sjá á eftir honum, því ég var búinn að vinna að honum í tvo daga.“ Hann telur lík- legt að tveir hafi verið að verki vegna þess hve snöggir þeir hafi verið að forða sér undan lögi’eglu sem kom á staðinn örskotsstundu eftir að viðvörunarkerfíð fór í gang. Hann segir jafnframt að innbrots- þjófarnir hafi greinilega vitað eftir hverju þeir væru að slægjast, þótt hann sjái ekki beinlínis hvort þeir hafí þekkt til í búðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.