Morgunblaðið - 21.11.1998, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998
MORGUNB LAÐIÐ
FRÉTTIR
Opinber heimsókn
forsetans til Svíþjóðar
Sjálfstæðisflokkur
Flokks-
ráðsfund-
ur hald-
inn í dag
FLOKKSRÁÐSFUNDUR
Sjálfstæðisflokksins verður
haldinn í dag, laugardag, í Val-
höll og hefst klukkan 10 með
ræðu formanns Sjálfstæðis-
flokksins, Davíðs Öddssonar,
forsætisráðherra.
Ráðherrar flokksins munu
síðan sitja fyrir svörum og eft-
ir það verða umræður um
kjördæmamálið. Friðrik Soph-
usson, varaformaður Sjálf-
stæðisflokksins, mun kynna
það. Einnig verða umræður
um skólamál, sem Björn
Bjarnason, menntamálaráð-
herra, kynnir. Gert er ráð fyr-
ir því að fundinum ljúki um
klukkan 17.
Beit lög-
regluþjón
í lærið
Morgunblaðið/Árni Sæberg
DAVID Architzel flotaforingi (t.v.) og Daniel L. Kloeppel skera
saman tertu í tilefni af yfirmannaskiptum hjá varnarliðinu.
LÖGREGLUMAÐUR var
bitinn í lærið við störf sín í
fyrrinótt.
Tildrögin voru þau, að dyra-
vörður á veitingahúsinu
Glaumbar við Tryggvagötu
óskaði eftir aðstoð lögreglu
vegna óláta drukkins gests kl.
2 aðfaranótt föstudags. Lög-
reglan handtók gestinn og
flutti hann í fangamóttöku lög-
reglustöðvarinnar við Hverfis-
götu. Hann sýndi mótþróa við
handtöku og sló til lögreglu-
mannanna og beit einn þeirra
í vinstra lærið ofan við hné.
Meiðsl lögreglumannsins
voru minniháttar en gert var
að sárinu á slysadeild, eins og
vaninn er þegar um mannsbit
er að ræða, að sögn lögregl-
unnar.
Varnar-
liðsins
DANIEL L. Kloeppel flotaforingi lét
í gær af störfum sem yfirmaður vam-
arliðsins á Keflavíkurflugvelli og við
tók David Architzel, sem einnig er
flotaforingi í Bandaríkjaflota.
Kloeppel hefur verið yfírmaður
varnarliðsins undanfarna sjö mán-
uði. Hann tekur nú við starfi yfir-
manns áætlunarsviðs flutningadeild-
ar Bandaríkjahers.
Architzel lauk námi í Háskóla
Bandaríkjaflota árið 1973 og hóf feril
sinn sem flugliðsforingi í flotanum að
lokinni þjálfun árið 1975. Hann stund-
aði eftirlitsflug og kafbátaleit frá flug-
vélamóðurskipum á flugvélum af
gerðinni S-3 Viking um nokkurra ára
skeið í upphafi ferils síns. Hann var
kennari við Háskóla spænska flotans
í Madríd um skeið uns hann tók við
stjórn 30. kafbátaleitarsveitar flotans.
Architzel flotaforingi hefur auk þess
Ai uiim:-f» v i iiT-jrwi—nr ~ " Tt n~r»n
gegnt skipstjóm á flugvélamóður-
skipum, þar á meðal USS Theodore
Roosevelt síðastliðin tvö ár. Eigin-
kona hans er Barbara Ai-chitzel og
eiga þau þrjú börn.
aldrei
SÖNGVARINN heimskunni Boy Ge-
orge kom ekki til landsins á fimmtu-
daginn eins og áætlað hafði verið, að
sögn Guðmundar Þóroddssonar, sem
ætlaði að fá hann hingað fyrir skóla-
ball Menntaskólans við Sund. Fyiár
vikið urðu nemendur skólans að dansa
undir tónlist annara tónlistarmanna.
„Við fórum út á flugvöll til að
sækja Boy George ásamt sérstökum
öryggisvörðum fyi’ir hann en þá hafði
hann ekki komið með vélinni. Við eig-
um eftir að kanna hvað fór úrskeiðt
is,“ Guðmundur.
Guðmundur hefur í nokkur ár
fengið erlenda tónlistarmenn tií
landsins. „Við fluttum inn 14 manna
hóp í október og munum flytja inn
fleiri plötusnúða fyrir áramót og það
hefur aldrei neitt brugðið út af fyrr
en núna,“ segir hann.
Annað innbrotið á hálfu öðru ári
Nýr yfír-
maður
Söngvar-
inn kom
Kynningarráðstefna á vegum Út-
flutningsráðs og sýning á íslenskum
bókum og prentverki í Stokkhólmi
FORSETl íslands, herra Ólafur
Ragnar Grímsson, fer á mánudag í
opinbera heimsókn til Svíþjóðar.
Heimsóknin var upphaflega á dag-
skrá í október í fyrra en þá var
henni frestað vegna veikinda Guð-
rúnar Katrínar Þorbergsdóttur.
í fylgdarliði forsetans verða auk
Halldórs Asgrímssonar, utanríkis-
ráðherra, ráðuneytisstjórinn í utan-
ríkisráðuneytinu, sendiherrann i
Svíþjóð, forsetaritari og fleiri emb-
ættismenn. Einnig verður í Stokk-
hólmi heimsóknardagana sveit for-
ystumanna úr íslensku atvinnulífi
en sérstök kynningarráðstefna
verður á vegum Utflutningsráðs og
sýning verður haldin á íslenskum
bókum og prentverki.
Forsetinn kemur til Svíþjóðar að
kvöldi mánudagsins 23. nóvember
og gistir þá um nóttina í Haga höll-
inni en heimsóknin hefst formlega á
hádegi næsta dag. Þá taka Carl
Gustaf Svíakonungur og ríkisstjóm
Svíþjóðar á móti __ Ólafi Ragnari
Grímssyni, forseta Islands, við kon-
ungshöllina en síðan snæðir forseti
íslands hádegisverð
með sænsku konungs-
hjónunum.Eftir hádegi
á forseti íslands fund
með Birgittu Dahl, for-
seta þingsins, Göran
Persson forsætisráð-
herra og sænskum
blaðamönnum. Síðan
hittir forsetinn íslend-
inga búsetta í Stokk-
hólmi og um kvöldið
halda sænsku konungshjónin hátíð-
arkvöldverð til heiðurs forseta ís-
lands.
Heimsækja fyrirtæki
Miðvikudaginn 25. nóvember
heimsækja Ólafur Ragnar Grímsson
og Carl Gustaf Svíakonungur lyfja-
fýrirtækið Astra og fjarskiptafyrir-
tækið Ericsson sem eru bæði for-
ystufyrirtæki á heimsmarkaði. For-
setinn og konungur koma síðan á
fund sænskra og íslenskra athafna-
manna sem helgaður er viðskipta-
tengslum Islands og Svíþjóðar.
Borgarstjóm Stokkhólms býður til
hádegisverðar og að
honum loknum heim-
sækja forseti og kon-
ungur Karolinska vís-
indastofnunina, SIPRI
friðarrannsóknastofnun-
ina og sýningu á íslensk-
um bókmenntum. Um
kvöldið býður forseti Is-
lands sænsku konungs-
hjónunum, Islandsvin-
um í Svíþjóð og ýmsum
Islendingum sem starfa
í Svíþjóð til kvöldverðar
þar sem íslenskur hátíð-
armatur verður á borð-
urn.
Fimmtudaginn 26.
nóvember heldur forsetinn til
Lundar og heimsækir háskólann í
Lundi, dómkirkjuna, vísindabæinn
Ideon og framkvæmdir við Eyrar-
sundsbrúna sem er helsta sam-
göngumannvirki _ Norðurlanda.
Einnig hittir hann Islendinga bú-
setta í Málmey og Lundi.
Föstudaginn 27. nóvember tekur
forsetinn þátt í rannsóknarfundi um
lýðræði og mannréttindi sem há-
skólinn í Lundi og Raoul Wallen-
berg mannréttindastofnunin efna til
og heldur fyrirlestur í boði þeirra.
Komið verður til Islands að kvöldi
föstudags.
Ólafur Ragnar
Grímsson
I heimsókn
HIN árlega heimsókn skólabarna á höfuðborgar-
svæðinu í Granda var í gær. Að þessu sinni komu
um 2.000 börn í heimsókn ásamt kennurum sínum.
Börnin skoðuðu sögusýningu og fylgdust með
Morgunblaðið/Ásdís
hjá Granda
vinnslu sjávarafla. Meðal annars skoðuðu þau nýja
snyrtilínu, sem er ein fullkomnasta vinnslulina sem
notuð er í fískvinnslu í dag. Þá var öllum boðið að
smakka á framleiðslunni.
Þetta er í annað sinn sem brotist
er inn hjá Óla Jóhanni síðan hann
opnaði Gullsmiðjuna 19. júní 1993,
en í fyrravor var brotist inn í versl-
un hans og skartgripum stolið fyrir
800 þúsund. Eftir þann skaða var
sett tvöfalt 8 millimetra þykkt ör-
yggisgler í gluggana. Það kom Óla
Jóhanni og fulltrúum Sjóvár-Al-
mennra hins vegar á óvart að ekki
stærri steinn en sá sem notaður var
við innbrotið skyldi fara svo auð-
veldlega í gegnum glerið. „Maður
þarf að vera með óbrjótanlegt gler,
eða setja rimla fyrir gluggann,"
sagði Óli Jóhann.
Skartgripirnir voru allir tryggðir
hjá Sjóvá-Almennum, en eftir
stendm- sem áður, að auk þess að
sakna gripanna sem sýna átti í Jóla-
höllinni verður Óli Jóhann að
byrgja gluggann í versluninni uns
sett verður nýtt gler í hann eftir
helgina.
Morgunblaðið/Ásdís
STEINNINN sem notaður var við innbrotið í Gullsmiðju Ola var ekki
stór, en fór samt í gegnum tvöfalt 8 millímetra þykkt. öryggisgler.
Skartgripum fyrir
2 milljónir stolið
SKARTGRIPUM fyi’ir tæpar tvær
milljónir ki’óna var stolið úr Gull-
smiðju Óla í Hamraborg 5 í Kópa-
vogi rétt fyrir kl. 4 aðfaranótt föstu-
dags. Rannsóknardeild Kópavogs-
lögreglunnar veit ekki enn hvort
einn eða fleiri voru að verki.
Þjófurinn eða þjófarnir brutu
sér leið í gegnum þykkt öryggis-
gler í sýningarglugga verslunar-
innar með hnefastórum steini og
stálu skartgripum, sem Óli Jó-
hanns Daníelsson gullsmiður hafði
ætlað stað á sýningunni Jólahöll-
inni í Laugardagshöll um helgina.
„Verðmætasti skartgripurinn sem
var tekinn var platínhringur með
stórum demant upp á 1,27 karöt að
verðmæti 1,2 milljónir,“ sagði Óli
Jóhann.
„Það var mjög sárt að sjá á eftir
honum, því ég var búinn að vinna að
honum í tvo daga.“ Hann telur lík-
legt að tveir hafi verið að verki
vegna þess hve snöggir þeir hafi
verið að forða sér undan lögi’eglu
sem kom á staðinn örskotsstundu
eftir að viðvörunarkerfíð fór í gang.
Hann segir jafnframt að innbrots-
þjófarnir hafi greinilega vitað eftir
hverju þeir væru að slægjast, þótt
hann sjái ekki beinlínis hvort þeir
hafí þekkt til í búðinni.