Morgunblaðið - 03.12.1998, Page 30
30 FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Uppákomur í réttar-
höldum yfír Anwar
Einkabílstjórinn ítrekaði ásökun sem
hann hafði áður dregið til baka
Kuala Lumpur. Reuters.
í VITNALEIÐSLUM
í gær í réttarhöldun-
um yfír Anwar Ibra-
him, fyrrverandi að-
stoðarforsætisráð-
herra Malasíu, sagði
Azizan Abu Bakar,
sem áður var einkabíl-
stjóri Anwars, að
hann stæði við fyrri
yfirlýsingu sína um að
Anwar hefði ítrekað
neytt hann til að eiga
við sig kynmök árið
1992.
Anwar er sakaður
um spillingu og kyn- Anwar
ferðisafbrot, en sam- Ibrahim
kynhneigð er bönnuð
með lögum í Malasíu. Hafði Azizan
dregið yfirlýsingu sína til baka í
ágúst 1997, skömmu eftir að hann
sendi hana frá sér, en þá hafði
hann verið handtekinn. Er það
einmitt eitt af ákæruatriðunum
gegn Anwar að hann hafi beitt lög-
reglunni til að þvinga Azizan til að
draga ásakanir sínar til baka.
Sagði Azizan að athafnir sínar
með Anwar hefðu
valdið sér miklum
andlegum sársauka og
vegna sektarkenndar
hefði hann átt mjög
erfitt með að vera í
návist eiginkonu
Anwars, sem hann
sagði afar góða mann-
eskju.
„Eg ákvað loks að
sætta mig ekki lengur
við að vera hvað eftir
annað kynferðislegt
fómarlamb þessa
manns, Anwars Ibra-
hims, sem ég tel öf-
ugugga.“
Verjandi Anwars
biðst afsökunar
Fyrr um daginn hafði dómarinn
í máli Anwars fellt úr gildi hand-
tökuskipun á hendur einum af níu
verjendum Anwars eftir að sá hinn
sami hafði beðist afsökunar á þeim
staðhæfingum sínum að saksókn-
arar í málinu hefðu reynt að falsa
sannanir gegn Anwar.
+80 aurar á bensínlítra inn á Safnkortið
Brúarlandi Mosfellsbæ
Olíufélagiðhf
www.esso.is
Hafði dómarinn á mánudag
dæmt Zainur Zakaria, verjanda
Anwars, í þriggja mánaða fangelsi
fyrir að sýna réttinum óvirðingu
en Zakaria hafði þá lagt fram eið-
svama yfirlýsingu frá Anwar þar
sem hann sakaði saksóknarana um
að hafa boðist til að falla frá ákæru
á hendur gömlum vini ráðherrans
fyrrverandi gegn því að hann bæri
vitni í málinu.
Dómarinn sagði að þessi ásökun
væri tilhæfulaus og óvirðing við
réttinn þar sem markmiðið með
henni væri að gefa í skyn að öll
málsóknin byggðist á tilbúnum
sakargiftum.
Skrautleg réttarhöld
Fangelsisdómurinn yfir Zainur
kom bæði verjendum og sak-
sóknuram í opna skjöldu og þykja
reyndar réttarhöldin yfir Anwar
hafa verið æði skrautleg.
Leyfði dómarinn á þriðjudag til-
raunir verjenda Anwars til að
sanna að ásakanimar á hendur
Anwar væra liður í samsæri gegn
honum en það kom mjög á óvart
því dómarinn hafði í síðasta mán-
uði úrskurðað að verjendur ættu
ekki að eyða tíma réttarins í sam-
særiskenningar sínar.
Líknsöm
hönd
RICK Herman, forngripasafnari í
Florida í Bandaríkjunum, heldur
hér á 4.000 ára gamalli hendi,
smyrlingi, sem á sínum tíma til-
heyrði egypskri prinsessu. Var
hún uppi á dögum konungsins
Merenre en vann sér það til
óhelgi að líkna fátækum og gefa
þeim mat. Fyrir það missti hún
höndina. Verður höndin seld á
uppboði til styrktar börnum
þannig að segja má, að eftir allan
þennan tíma sé hin líknandi hönd
prinsessunnar enn að verki.
Reuters
Viðskiptafröm-
uðir stunda
klámklúbbana
Kaupmaiinahöfn. Morgunblaöið.
MENN úr viðskiptalífinu eru helstu
viðskiptavinir klámklúbba, ef marka
má könnun sem sænska sjónvarps-
stöðin TV4 hefur gert. Par kom
fram að rúmlega helmingur við-
skiptavina á slíkum stöðum kemur
úr viðskiptalífinu. Þrátt fyrir að
konum hafi fjölgað í valdamiklum
stöðum í viðskiptalífinu virðist það
enn tíðkast í ríkum mæli að farið sé
með gesti á klámklúbba.
Reikningar fyrir ráðgjöf
og tækjakaup
Viðskiptalífsfrömuðimir virtust
þó eitthvað setja fyrir sig að leggja
reikninga klúbbanna á borð bók-
haldaranna, því á reikningana var
iðulega skrifuð ráðgjöf, tækjakaup
eða önnur viðskipti, sem ekki koma
heim og saman við þá þjónustu, sem
klúbbaroir veita. Pað er alkunna að
verðlag í klúbbum af þessu tagi er
uppsprengt og því voru reikning-
arnir háir.
Margvísleg fyrirtæki virðast fara
með viðskiptavini á klámklúbba og
voru ýmis þeirra nafngreind, en
stór og þekkt fýrirtæki hafa ekki
komið við sögu.
Risnan fari í annað
Forstjóri eins fyrirtækjanna, sem
nafngreind hafa verið, sagðist ekki
sjá neitt athugavert við að fara á
slíka staði, það tíðkaðist víða, en
viðurkenndi að röng uppáskrift á
reikninga væri auðvitað ekki æski-
leg;
Ymsir aðrir frammámenn í við-
skiptalífinu hafa bent á að ekki sé
eðlilegt að fyrirtæki noti risnu sína í
klámklúbba og röng uppáskrift
reikninga sé heldur ekki eðlileg.
Þjóðarmorðið
í Rúanda
7 6 sleppt úr
haldi vegna
ónógra
sannana
Kigalí. Reuters.
SJÖTIU og sex manns, sem allir
höfuð verið handteknir granaðfr
um aðild að þjóðai-morði, vai- í gær
sleppt úr haldi í Afríkuríkinu Rú-
anda vegna ónógra sannanna.
Greindi Rwanda News Agency frá
því að stjórnvöld í landinu hygðust
sleppa allt að tíu þúsund manns úr
haldi vegna skorts á sönnunum en
þessi ákvörðun, sem tekin var í
október síðastliðnum, olli mikilli
reiði samtaka þeirra sem lifðu af
þjóðarmorðin í Rúanda og sögðu
talsmenn samtakanna að um um
svik af hálfu dómsmálayfrrvalda
væri að ræða.
Talið er að öfgasinnaðir Hútú-
menn hafi murkað lífið úr átta
hundrað þúsund Tútsímönnum og
hófsömum Hútúmönnum í hundrað
daga morðæði sem gekk yfir í
borgarastríðinu árið 1994. Era öll
fangelsi í Rúanda yfirfull vegna
þessara atburða enda era meira en
hundrað tuttugu og fimm þúsund
manns granuð um aðild að drápun-
um.
Saksóknari sagði í gær að fang-
amir sem nú fengu frelsi að nýju
yrðu sendir til sinna heimabyggða
en tók fram að hægt yrði að hand-
taka þá á nýjan leik kæmu fram
frekari sannanir um aðild þeirra að
ódæðunum. Segjast samtök þeirra
sem lifðu þjóðarmorðið af óttast að
fangarnfr fyirverandi taki upp sína
fyrri iðju og myrði mann og annan
til að ryðja úr vegi hugsanlegum
vitnum gegn sér.
Glœsilegar jólagjafir
Vegna þeirra fjölmörgu er misstu af okkur á húsgagnadögum í
Blómavali í nóv. og haft hafa samband símleiöis.viljum við benda
á að við verðum að Laufásvegi 17 til jóla. 30% - 50% afsláttur
Opið virka daga 10-18
ogHelgar 11-18
Sendum heim!
COLONY ehf.
Laufásvegi 17
Sími 893 8100