Morgunblaðið - 03.12.1998, Side 31

Morgunblaðið - 03.12.1998, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1998 31 ERLENT Skerðing olíufram- leiðslu í Noregi? MARIT Arnstad, ráðherra olíu- og orkumála í Noregi, útilokar ekki að Norðmenn skerði olíu- framleiðslu sína vegna þess hversu lágt verð fæst fyrir olíu á heimsmarkaði. I apríl síðast- liðnum ákvað ríkisstjórnin að skerða olíuframleiðslu um 3% og hækkaði þá olíuverð nokkuð. Síðustu vikur hefur verðið hins vegar hrapað niður úr öllu valdi og sagði Arnstad í samtali við Aftenposten norsk stjórnvöld því hugleiða að grípa til enn frekari skerðinga fram að ára- mótum. Umsvifamikil aðgerð LUNDÚNALÖGREGLAN réðst til inngöngu í meint eitur- lyfjabæli á þriðjudagskvöld og var hér um að ræða eina um- svifamestu aðgerð hennar í bar- áttunni við eiturlyfm, því meira en fimm hundruð lögreglumenn tóku þátt í aðgerðinni. Handtók lögreglan þrjátíu og níu manns og fann mikið magn eiturlyfja í fjögurra hæða byggingunni, sem stendur við Charing Cross Road í miðborg London, og hef- ur verið notuð sem eins konar vörugeymsla fíkniefnasala. Hiti af skorn- um skammti BORGARSTJÓRI í Petropa- vlovsk-Kamtsjatskí, sem er um 240.000 manna borg í austur- hluta Rússlands, fór í gær fram á það við íbúa borgarinnar að þeir héldu sig í kjallara heimila sinna og byrgðu fyrir ofna til að spara rafmagnsnotkun, en nán- ast ekkert eldsneyti er til svo hægt sé að halda hitaveitukerfi gangandi í borginni. Jólainnkaup hættuleg heilsu karla? NÝ RANNSÓKN sýnir að heilsu kai-la stafar hætta af jólainnkaupum, en samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar fer taugakerfi hjá um 70% karla úr skorðum þegar þeir þurfa að velja jólagjafir handa sínum nánustu innan um múg og margmenni, sem jafnan ein- kennir jólavertíðina, og ekki síður valda langar biðraðir há- um blóðþrýstingi og hröðum hjartslætti. Fjölmargar nýjungar 35 ljósa innisería með áföstum sogskálum Fjöltengi með straumrofa og gaumljósi kr. 350,- « Stór upplýstur jólasveinn í garðinn In. 43^9. 4U ljosa utisena ^ ^ stærri skrúfaðar perur kr. 4399,- Grenilengja 2.75m Hm, ©#9,- 4.50m kr. I BILINN HEFÐBUNDNAE INNISERÍUR 20 ljósa kr.189,- 35 ljósa kr, 350,- 50 ljósa kr. 499,- 100 ljósa kr. 899,- ÚTISERÍUR 40 ljósa 80 ljósa 120 ljósa 160 ljósa 240 ljósa 480 ljósa Sogskálar fyrir glugga. kr.399, Ljósaslöngur Aðventuljós í bíla í bíla 899 1319 2100 2990 4190 7990 Ljósaslöngur í metratali Anna & útlitið. verður í verslun okkai Smáratorgi föstudagii ZmÆ 4. desember milli 14:| 18:00 og gefur viðsídpi mm vinum okkargóð ráð. á 1999 línunnifrá GLERAUGN AVV E R S L U Nj Smáratorgi • S: 564-3200

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.