Morgunblaðið - 03.12.1998, Síða 32
32 FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Upplifunin var engn lfk
Bandaríkjamaðurinn Stephen L. Mosko
✓
mun stjórna Sinfóníuhljómsveit Islands á
tónleikum í Háskólabíói í kvöld. Orri Páll
Ormarsson tók hann tali en Mosko er
-----------------------7---------------
mikill áhugamaður um Island, ekki síst
þjóðlagaarf þjóðarinnar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
STEPHEN L. Mosko lætur verkin tala á æfingu með Sinfóníunni
í Háskólabíói.
FERÐAMENN koma og
fara frá íslandi. Sumir
staldra stutt við, aðrir
lengur, sumir koma aftur,
aðrir ekki. Ætla má að flest haldi
þetta fólk áfram að lifa eins og ekk-
ert hafí í skorist. Þeir eru þó til sem
verða fyrir vitrun hér á landi - hug-
hrifum sem vara fyrir lífstíð. Fæstir
geta skýrt þetta út. „Það er bara
eitthvað við Island," svo vitnað sé í
mann sem talar af reynslu, banda-
ríska hljómsveitarstjórann, tón-
skáldið og tónsmíðakennarann
Stephen L. Mosko.
Mosko sótti Island fyrst heim ár-
ið 1970. „Ég lærði forníslensku í há-
skóla vestra og allir sem læra hana
vilja koma til Islands. Ég ákvað því
að drífa mig. Við komuna leigði ég
mér Land Rover og ferðaðist vítt og
breitt um landið í þrjár vikur. Það
var hásumar og birtan einstök.
Upplifunin var engu lík - landið
vann hug minn!“
Tónlistarmaðurinn gat ekki á sér
setið að líta inn í plötubúðir meðan
á dvölinni stóð. Segir hann úrvalið
hafa komið sér í opna skjöldu. „Ég
hafði ekki gert mér grein fyrir því
að tónlistarlíf stæði í svo miklum
blóma á íslandi. í kjölfarið kviknaði
áhugi á því að kynna mér íslenska
tónlist, sérstöðu hennar fyrr og nú.“
Mosko sótti um styrk hjá Ful-
bright-stofnuninni til að hefja rann-
sóknir á íslenskri tónlist, með
áherslu á þjóðlög. Bjartsýni réð fór
í þessu efni því fram að þessu hafði
stofnunin aldrei veitt styrk til rann-
sókna á sviði tónlistar. „Ég skrifaði
stofnuninni bréf, þar sem ég rök-
studdi umsóknina. Sagði meðal ann-
ars frá dvöl minni á Islandi og hve
mikla þýðingu tónlist hefði fyrir lff
fólksins í landinu. Og viti menn, ég
fékk styrkinn!"
Rannsóknir hefjast
Arið 1974 sneri hann aftur til Is-
lands og dvaldist hér í átta mánuði
við rannsóknir. Komst Mosko þá í
kynni við Hrein Steingrímsson sem
lagt hafði á sig ómælda vinnu við
rannsóknir á íslenskum þjóðlögum,
með áherslu á rímur. Hreinn var
með bók í smíðum á þessum tíma,
sem hann helgaði þessu efni, og
kveðst Mosko hafa liðsinnt honum
eftir bestu getu. „Við ræddum fram
og til baka um efnið og vonandi hef
ég orðið að einhverju liði - Hreinn
var mér svo sannarlega hjálplegur.
Við tókum svo upp þráðinn fjórum
árum síðar þegar ég kom aftur. Þá
dvaldist ég hér í mánuð.“
Bók Hreins var aldrei gefín út.
Astæðan er, að áliti Moskos, sú að
höfundurinn hafí verið haldinn full-
komnunaráráttu og hreinlega ekki
verið sáttur við bókina. Þegar
Hreinn féll frá, ekki alls fyrir löngu,
hafði hann lokið við aðra útgáfu
bókarinnar, sem Mosko segir hann
hafa verið mun ánægðari með.
Stendur hugur fjölskyldu Hreins nú
til þess að gefa hana út og hefur
hún farið þess á leit við Mosko að
hann lesi bókina yfir.
„Það mun ég svo sannarlega
gera. Hreinn var ákaflega hlédræg-
ur og feiminn maður, sem helgaði líf
sitt, svo að segja, rannsóknum á
þessu efni. Bókin hefur því ótvírætt
gildi fyrir rannsóknir á sviði ís-
lenskra þjóðlaga í framtíðinni og
vonandi verður hún gefin út sem
fyrst, jafnvel þegar á næsta ári.“
í framhaldi af bókinni lætur
Mosko sig dreyma um að setja á
markað CD-ROM-disk með mynd-
bandi, texta, ljósmyndum og tón-
dæmum úr íslenskum þjóðlögum.
Hyggst hann gera þetta í samvinnu
við tvo nemendur sína við tónsmíða-
deild California Institute of the
Arts, Hilmar Þórðarson, tónskáld
og tónlistarkennara í Kópavogi, og
Kolbein Einarsson tónsmíðanema.
En Mosko hefur ekki aðeins
áhuga á þjóðlögum og fomum kveð-
skap, hann fylgist einnig með því
sem er á seyði í heimi íslenskrar
tónlistar í dag. „Það vekur undrun
mína hve mörg tónskáld eru starf-
andi á íslandi - það hlýtur að vera
heimsmet miðað við höfðatölu! Það
er heldur ekki eins og allir séu að
gera það sama, fjölbreytnin er mik-
il. Jón Leifs er í sérstöku uppáhaldi
hjá mér, tónlist hans er í senn sér-
stök og stórkostleg. Og hann sótti
nú aldeilis í þjóðlagaarfinn."
Mosko kemur nú til íslands í
fyrsta sinn í tvo áratugi. Tengslin
við landið bláa hafa þó aldrei rofnað.
„Nemendur mínir frá Islandi hafa
séð til þess, við Hilmar höfum verið í
góðu sambandi frá því hann sneri
aftur til Islands. Þá skrifuðumst við
Hreinn heitinn reglulega á og oft
sendi hann mér hangikjöt og harð-
fisk á jólum. Ég hef því reglulega
upplifað íslensk jól um langt árabil."
Atla Heimi Sveinssyni tónskáldi
kynntist Mosko meðan á Islands-
dvöl hans stóð árið 1974. Hafa þeir
haldið vinskap síðan en eitt verk-
anna sem flutt verða á tónleikunum
í kvöld er einmitt eftir Atla, Flower
Shower. ,Atli var reglulega hjálp-
legur á sínum tíma og hann hefur
heimsótt mig nokkrum sinnum síð-
an til Kalifomíu. Ég held meira að
segja að það hafi verið hans hug-
mynd og Hilmars að fá mig hingað
aftur til að stjórna Sinfóníuhljóm-
sveitinni á þessum tónleikum."
Mosko ber Sinfóníunni vel sög-
una. „Ég heyrði í hljómsveitinni ár-
ið 1974 og henni hefur fleygt fram.
Þá var hún að stórum hluta skipuð
útlendingum en nú era heimamenn í
yfirgnæfandi meirihluta. Það er
ákaflega ánægjulegt og sýnir styrk
íslensks tónlistarlífs. Sinfóníuhljóm-
sveit íslands er hljómsveit í fremstu
röð, metnaðarfull, viljug og kraft-
mikil. Þá er þetta afar þægilegt fólk
í viðkynningu."
Vinnusemi íslendinga
Dugnaðurinn kemur Mosko svo
sem ekki í opna skjöldu. „Ég veit
allt um hina íslensku vinnusemi.
Hér á landi vinnur fólk ýmist á
tveimur stöðum eða er í vinnu sem
tekur 12 tíma á dag, að minnsta
kosti. Kolbeinn, nemandi minn í
Kaliforníu, er gott dæmi um þetta,
hann er alltaf að, sama hvenær sól-
arhrings maður rekst á hann. Ég
held hann sofí aldrei!“
Mosko þykir Reykjavík hafa tek-
ið miklum breytingum frá því hann
bjó í miðbænum fyrir hartnær ald-
arfjórðungi - og þó! „Borgin hefur
auðvitað þanist út. Arið 1974 fannst
manni langur vegur til Hafnarfjarð-
ar, nú er þetta bara skottúr. Þá hef-
ur menningin breyst nokkuð, nú úir
og grúir af knæpum og kaffihúsum.
Sjónvarpsstöðvum hefur líka fjölg-
að. Islendingar eru ekki lengur
sjónvarpslausir á fimmtudögum.
Samt sem áður hefur blærinn lítið
breyst, Reykjavík er alltaf Reykja-
vík, það fer ekki á milli mála þegar
maður gengur um bæinn og drekk-
ur í sig stemmninguna, menning-
una. Það er eitthvað sérstakt við
þessa borg!“
Sinfóníuhljómsveit íslands flytur
þrjú verk á tónleikunum, Flower
Shower eftir Atla Heimi Sveinsson,
sem hljómsveitin flutti áður 1974,
Konsert fyrir víólu og klarínettu
eftir Max Bruch og Sinfóníu nr. 3
eftir Robert Schumann.
Endurfundir
Einars og Unnar
EINLEIKARAR á tónleikunum í
kvöld verða Einar Jóhannesson
klarínettuleikari og Unnur Svein-
bjarnardóttir víóluleikari. Munu
þau flytja konsert sem þýska tón-
skáldið Max Bruch skrifaði fyrir
þessi hljóðfæri árið 1911 en klar-
ínetta og víóla heyrast sjaldan
saman sem sólóhljóðfæri.
Er þetta frumflutningur
konsertsins hér á landi og í
fyrsta sinn sem Einar og Unnur
leika hann. Reyndar stóð til að
Einar flytti hann á tónlistarhátíð
í Singapúr fyrir fáei num fárum
en af því varð ekki þar sem hátið-
in féil niður.
Einar og Unnur hafa ekki oft
leikið saman á tónleikum - því
fer þó víðsfjarri að þau séu að
hittast í fyrsta sinn. Kynni þeirra
hófust í Tónlistarskólanum í
Reykjavík, en þaðan brautskráð-
ust þau saman vorið 1969. „Ein-
hverra hluta vegna fór ég að
telja stikurnar í lífi mi'nu í fyrra
og gerði mér þá grein fyrir því
að á þessu starfsári eru þijátíu ár
liðin frá því ég lauk prófi frá
Tónlistarskólanum í Reykjavík.
Varð mér þá hugsað til Unnar,
sem útskrifaðist með mér, og
datt í hug að skrifa verkefnavals-
nefnd Sinfóniunnar bréf, þar sem
ég stakk upp á því að við spiluð-
um þennan konsert Bruchs sam-
an á tónleikum hljómsveitarinnar
í vetur. Það var samþykkt."
Einar kveðst hlakka mikið til
að leika með Unni, sem hann seg-
ir alltof sjaldséðan gest í íslensk-
um tónleikasölum. Unnur hefur
búið erlendis frá því hún hélt í
framhaldsnám til Bretlands
haustið 1969, lengst af í Þýska-
landi.
Eftir brautskráningu héldu
Unnur og Einar bæði til Lund-
úna, þar sem þau lögðu stund á
framhaldsnám við Royal College
of Music næstu árin. Unnur út-
skrifaðist sem fiðluleikari árið
1969 en eftir fyrsta veturinn í
Lundúnum skipti hún yfir í víólu.
Var fiðlan þá lögð á hilluna, þar
sem hún hefur verið svo til óslitið
síðan. „Ég sé ekki eftir þeim
skiptum!"
Einar hélt aftur á móti tryggð
við klarínettuna, þótt hann þyrfti
endrum og sinnum að leika óbó-
rödd á kammertónleikum í tón-
listarskólanum, þar sem enginn
óbóleikari var til staðar. „Við
reyndum að bjarga okkur.“
Einar flentist í Englandi eftir
að hann lauk framhaldsnámi og
sneri ekki heim fyrr en árið 1980.
„Ætli sé ekki best að nefna það
ártal, ég hef nefnilega ekkert
tímaskyn, helst að ég geti talið í
áratugum," segir hann.
Frá Lundúnum fluttist Unnur
til Þýskalands, nánar tiltekið
Detmold, þar sem hún hélt áfram
námi. Kynntist hún þar Tibor
Varga sem varð hennar aðal-
kennari. Fyrir tuttugu árum sett-
ist hún að í bænum Bamberg í
Þýskalandi, þar sem hún hefur
búið síðan. Unnur hefur að mestu
einbeitt sér að kammermúsík og
leikið með ýmsum kammerhóp-
um víðsvegar um Evrópu, Japan
EINAR Jóhannesson
og Unnur Svein-
bjarnardóttir æfa
konsert Bruchs.
Hefði þeirra ekki notið við væri
tónlistarlíf á Islandi ekki á svo
háu plani,“ segir hún og Einar
tekur upp þráðinn: „Nú vantar
bara eitt - og allir vita hvað það
er!“
Unnur er sannfærð um að tón-
listarhús myndi styrkja tónlistar-
lífið í landinu enn frekar. „I
Bamberg, sem er um sjötiu þús-
und manna byggðarlag, var reist
tónlistarhús fyrir nokkrum árum
og það hefur verið mikil lyfti-
stöng fyrir tónlistarlíf á svæðinu.
Vonandi gerist það hér líka!“
Þess má geta að Einar og Unn-
ur munu halda ennfrekar upp á
tímamótin á kammert ónleikum
hér á landi í febrúar á næsta ári.
Þar mun Gerrit Schuil leika með
þeim á píanó. Munu þau fiytja
sónötur eftir Brahms og tríó eftir
Schumann, Bruch og Þorkel Sig-
urbjörnsson.
„SVEI niér þá þú
liefur ekkert
breyst!" „Ekki þú
heldur!" Einar og
Unnur árið 1969,
þegar þau luku námi
frá Tónlistarskólan-
um í Reykjavík.
og Suður-Ameríku. Meðal sam-
leikara hennar eru fiðluleikarinn
Salvatore Accardo og víóluleikar-
inn Bruno Giuranna.
Annað veifið hefur Unnur
komið heim til Islands til að leika
á tónleikum, meðal annars ein-
leik með Sinfóníunni. Segir hún
þessum ferðum hafa Ijölgað í
seinni tíð, enda sé gróskan í ís-
lensku tónlistarlífi mikil og
möguleikarnir fleiri en áður.
Unni þykir mikið hafa breyst
frá því hún var við nám hér
heima. „Gæðin hafa aukist veru-
lega og íslenskt tónlistarlíf er
orðið mun fjölbreyttara en áður.
Þökk sé betri menntun og auðvit-
að brautryðjendunum, sem við
Einar kynntumst mörgum hverj-
um í Tónlistarskólanum í Reykja-
vík. Þeir neituðu að gefast upp.