Morgunblaðið - 03.12.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.12.1998, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1998 MORGUNB LAÐIÐ LISTIR „Angar af hangikjöti og laufabrauði“ Jólaplata, tónleikar í Japan, Bosníu og Króatíu og frumglíma við Wagner. Kristján Jóhannsson tenórsöngvari situr svo sannarlega ekki auðum höndum um þessar mundir. Orri Páll Ormarsson sló á þráðinn til söngvarans í Miinchen, þar sem hann syngur í II Trovatore. Morgunblaðið/Golli KRISTJÁN Jóhannsson á jólatónleikum með Mótettukór Hallgríms- kirkju í fyrra. Tónleikamir hafa nú verið gefnir út á geislaplötu. / G ER ofsalega stoltur og ánægður með útkomuna. Þetta er fyrsta raunveru- lega jólaplatan mín - og hún angar af hangikjöti og laufabrauði,“ segir Kiistján Jóhannsson tenórsöngvari um geislaplötuna Helg eru jól sem hefur að geyma upptökur frá jólatónleikum hans og Mótettukórs Hallgrímskirkju 18. desember 1997. Stjómandi var Hörður Askelsson, orgelleikari Douglas A. Brotchie en jafnframt lék Hljóm- skálakvintettinn á tónleikunum. Skífan gefur plötuna út. Kristján segir að Helg eru jól sé stemmningsplata - þar sé and- rúmsloft tónleikanna fangað. „Ég var virkilega ánægður með kórinn og tónlistarfólkið allt á tónleikun- um. Þá er hljóðblöndun og tækni- vinna til fyrirmyndar á plötunni en hafa ber í huga að þetta var tekið upp „beint“, eins og maður segir, og ekki í sérstökum tónlistarsal. Að mínu mati skilar tónleika- stemmningin, sem var mjög góð, sér vel á plötunni, auk þess sem fram kemur, bæði í túlkun og upp- tökum, að sungið er í kirkju. Fyrir vikið fínnur maður vel fyrir and- rúmsloftinu - yfír þessu er mikil værð, tilfinning, hátíðarstemmn- ing. Það er helsti kostur plötunn- ar.“ Eins og margir muna héldu Kristján og Mótettukórinn fímm tónleika á sex dögum fyrir jólin í fyrra, þrenna í Hallgrímskirkju og tvenna á Akureyri. Þykir Kristjáni eftirtektarvert að upptakan skuli hafa verið gerð á þriðju og síðustu tónleikunum syðra, sem haldnir voru eftir mikla „svaðilfór“ norður yfir heiðar og suður aftur. „Fólk er eigi að síður í góðu formi.“ ristján kveðst hafa orðið var við að beðið hafí verið eftir plötu af þessu tagi frá hon- um. „Ég held að þama sé komin góð og skemmtileg jólaplata sem ég vona svo sannarlega að eigi eftir að gleðja marga.“ A plötunni rekur hver söngperla jólanna aðra, fomir sálmar og nýrri lög, svo sem Heims um ból, Nóttin var sú ágæt ein, 0 helga nótt, Ave María eftir Bach og Ave Man'a eftir Sigvalda Kaldalóns, Það aldin út er sprangið og Guðs kristni í heimi. Þá er á plötunni lagið Betlehemsstjaman eftir Áskel Jónsson, fyrsta tónlistar- kennara Kristjáns á Akureyri, en það hefur ekki komið út á plötu áð- ur. „Það var virkilega ánægjulegt að geta flutt þetta lag Áskels í út- setningu sonar hans, Jóns Hlöðvers, og undir stjóm annars sonar, Harðar. Áskell var mikill fjölskylduvinur á Akureyri, ýmist hann inni á gafli hjá okkur eða pabbi inni á gafli hjá honum.“ Kristján minnist þess að þegar hann kom fyrst fram opinberlega, svo heitið geti, á Hólahátíð skömmu eftir 1970, lék Áskell undir. „Ekki það að „standardinn" á þessu hafi verið burðugur hjá mér,“ segir söngvarinn og hlær dátt. Af þessu tilefni rifjar Kristján upp að á næsta ári verða liðin tutt- ugu ár frá því hann þreytti frumraun sína sem söngvari í Gamla bíói. Vonast hann til að geta haldið upp á þau tímamót með ein- hverjum hætti. „Allra skemmtileg- ast væri auðvitað að halda upp á þetta í Gamla bíói, þar sem Is- lenska óperan er nú til húsa, og jafnvel með sömu efnisskrá." Kristján kveðst hafa haft mikinn sviðsskrekk á tónleikunum í Gamla bíói. „I hléi kom Valdimar Örnólfs- son, sem giftur er náfrænku minni, til mín og spurði hvort ég væri þreyttur. Það er ekki laust við það, svaraði ég, en kvaðst þó aðallega vera stressaður. „Stingdu tungunni upp í harða góminn og farðu með faðirvorið einu sinni,“ sagði þá Valdimar.“ Að svo búnu neyðist söngvarinn til að gera hlé á máli sínu vegna hláturs. Og hvað, spyr blaðamaður forvitinn? Virkaði þetta? „Já, blessaður vertu, þetta virkaði. Ég slakaði á. Hann kann þetta hann Valdimar!" Kristján er staddur í Múnchen, þai- sem hann syngur í uppfærslu á II Trovatore eftir Giuseppe Verdi þessa dagana. „Við gerðum nýja sýningu af II Trovatore 1995 og er- um að taka hana upp aftur núna. Það hefur gengið mjög vel og stemmningin verið frábær. Á annarri sýningu um síðustu helgi þurftum við að fara sjö sinnum fram fyrir tjaldið.“ Alls verður óperan sýnd fjómm sinnum. rá Múnchen heldur Kristján til Sarajevo í Bosníu og Split í Króatíu, þar sem hann kemur fram á jólatónleikum, 8. og 10. desember. „Það er vinur minn Viekoslav Sutej sem stendur fyrir þessum tónleikum en hann er frá Zagreb í Kiúatíu. Markmiðið er auðvitað að reyta eitthvert smá- ræði saman fyrir þetta blessaða fólk á þessum stöðum. Domingo fór með honum í fyrra, en þeir era miklir mátar líka, og nú er komið að mér. Þetta verður öragglega gaman.“ Óhætt er að segja að Kristján hendist heimshoma á milli því hann er nýkominn úr tónleikaferð um Japan ásamt tenórsöngvuran- um Ben Heppner og Luca Canon- ici. Reyndar átti Roberto Alagna að vera með í fór en hann heltist úr lestinni eftir stuttar æfíngar. Ca- nonici tók við af honum. Þremenningarnir héldu tvenna tónleika í Tókýó og eina í Osaka og segir Kristján gífurlega vel hafa tekist til. „Við náðum vel saman og fengum frábærar viðtökur. Og ekki spillti sinfóníuhljómsveitin í Tókýó fyrir, hún er frábær. Ég hef sjaldan unnið með hljómsveit sem er eins fljót að átta sig á hlutunum. Að- sóknin var reyndar ekki eins góð og við var búist, að vísu var kjaftfullt í Osaka en í Tókýó var ekki uppselt. Menn kenndu kreppunni í Asíu um þetta, almenningur fínnur fyrir henni. Hinh’ tenórarnir þrír [Dom- ingo, CaiTeras og Pavarotti] urðu til dæmis að aflýsa tónleikum sem þeir ætluðu að halda á íþróttaleik- vangi í Tókýó í haust. Þeh- áttu von á fímmtíu þúsund manns en vora búnir að selja átta eða níu þúsund miða þegar þeir hættu við.“ Kristján kveðst ánægður með samstarfið við þessa starfsbræður sína og hlakkar til að vinna með þeim á ný en fyrirhuguð er önnur tónleikaferð til Japans á næsta ári. Hyggjast þeir þá heimsækja Hiroshima og fleíri borgir. Annars er það Richard nokkur Wagner sem á hug Kristjáns allan um þessar mundir en, eins og fram hefur komið, þreytir hann þrumraun sína í Tannhauser í Ma- dríd í febrúar næstkomandi. „Þetta er eins og að reyna að hlaupa hundrað metrana á tíu sek- úndum afturábak," segir Kristján og skellir upp úr. „Wagner er strembinn. Ég er hins vegar með mjög góðan þýskan þjálfara og staðráðinn í að gera mitt besta. Þetta er ofsalega ólíkt þeirri tón- list sem ég er vanur, þótt Tann- hauser sé einna líkust ítölsku óper- unum af óperam Wagners. Ég finn að ég fæ strengi í hálsinn eftir tveggja tíma söng, eða svo. Tungu- málið spilar reyndar eitthvað þar inn í.“ Kristján gefur Wagner ekki „komplíment" fyi’ir að skilja tenór- röddina vel. „Hann skrifar þetta í ofsalega skrítinni tónhæð, skulum við segja. Legan er óskiljanleg á köflum og mér fínnst stundum tog- streita milli tónlistar og texta. Þetta er hins vegar alltaf spurning um að tileinka sér hluti og maður rembist bara við það. Raddlega finnst mönnum þetta sniðið fyrir mig, þannig að ég ætti ekki að verða í vandræðum. Miðsviðið hjá mér er mjög gott og ég syng það ekki opið en margir þýskh’ söngv- arar þreytast einmitt á því að syngja það þannig.“ Kristján kveðst hafa orðið var við að beðið sé eftir þessari eld- skírn hans á heimsvísu og hann muni annaðhvort „gera þetta al- mennilega eða hreinlega hætta við“. „Þetta verður að vekja at- hygli. Það er enginn til í þetta hlutverk eftir að Peter Hoffmann og þessir gaurar duttu úr skaft- inu.“ Ef að líkum lætur mun Kristján halda áfram að fást við Wagner því búið er að bjóða honum að syngja í annarri óperu tónskáldsins, Lohengrin, í Pétursborg árið 2000. Af öðram verkefnum sem framundan era má nefna Fídelíó í Covent Garden, þegai’ húsið verður opnað á ný, sennilega haustið 2001. „Þetta er alltaf að dragast hjá þeim, þannig að maður veit ekki hvað verður.“ egir Kristján vanda þeima Covent Garden-manna stafa af kreppunni sem ríki í óp- eraheiminum í dag - hún birtist í mörgum myndum. „Sum óperahús, sem eiga í peningavanda, era farin að slá af listrænum kröfum, bara til að fá ódýrari söngvara, og fyrir vikið hefur „standardinn“ fallið með dramatískum hætti. Maður heyrir líka á óperaaðdáendum að þeir verða sífellt oftar fyrh’ von- brigðum með sýningar, enda álitið að í stæm húsunum séu að syngja tenórar sem eigi þar alls ekki heima, og hefðu aldrei farið þar inn fyrir fáeinum áram. Það er hins vegar engin ástæða til að óttast - það sem er ekta hefur alltaf betur á endanum." Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Verðlaunin veitt í næsta mánuði BÓKMENNTAVERÐLAUN Norðurlandaráðs 1999 verða veitt á fundi í Kaupmannahöfn 26. janúar nk., en afhendingin fer fram á þingi Norðurlandaráðs í Helsingfors 8. febrúar nk. Islensku bækurnar sem lagðar hafa verið fram eru skáldsögurnar Brotahöfuð eftir Þórarin Eldjárn og 101 Reykjavík eftir Hallgrím Helgason. Danir leggja fram ferða- ritgerðasafnið Jeg har set verden begynde Jeg har hort et stjerneskud eftir Carsten Jensen og ljóðabókina Dronningeporten eftir Piu Tafdrup. Finnar tilnefna skáld- sögumar Divu eftir Moniku Fager- holm og Naurava neitsyt eftir Irja Rane. Frá Noregi kemur skáldsag- an Hutchinsons Eftf. eftir Geir Pollen og ritgerðasafnið Storytell- ers. En begrunnet antologi eftir Jan Erik Vold. Framlag Svía er leikritið Personkrets 3:1 eftir Lars Norén og ljóðasafnið Klangernas bok eftir Göran Sonnevi. Grænlendingar til- nefna eina bók, Uumasoqat eftir Ole Korneliussen. Verðlaunaupphæðin er 350.000 danskar krónur. Athygli vekur að Færeyingar og Samar nýta sér ekki að þessu sinni að leggja fram bækur til verðlauna, en samkvæmt reglun- um mega þeir líkt og Grænlending- ar tilnefna eina bók en löndin fímm tvær bækur hvert. KVIKMYJVPIR Bfóliorgiu, Kringlu- bíó, l\ýja bíó, Akureyri SAMNINGAMAÐURINN „THE NEGOTIATOR" irk'k Leikstjóri: F. Gary Grey. Handrit: James Demonaco og Kevin Fox. Tón- list: Graeme Rcvell. Aðalhlutverk: Samuel L. Jackson, Kevin Spacey, J.T. Walsh, Ron Rifkin, John Spencer. Warner Bros. 1998. BANDARÍSKA spennumyndin „The Negotiator" hefur á að skipa í helstu hlutverkunum tveimur af at- hyglisverðustu leikurum nútímans, Samuel L. Jackson og Kevin Spacey. Sá samsetningur einn ber þessa mynd langa leið og kannski lengra en hún á skilið að komast. Báðir leika þeir samningamenn lögreglunnar við gíslatökur, þeirra list er að fá gíslatökumenn ofan af Listin að semja verknaði sínum með því að tala ró- lega við þá, en þegar Jackson neyð- ist til þess að taka sjálfur gísla þeg- ar verið er að króa hann úti í horni og Spacey reynir að fá hann til að sleppa gíslum, magnast mjög orra- hríðin. Eða það er að minnsta kosti hug- myndin að baki myndarinnar, sem F. Gary Grey leikstýrir. Jackson leikur flekklausa lögregluhetju sem bjargar konum og bömum frá misindismönnum. Hann fær upp- lýsingar um spillingu innan raða lögi’eglunnai’, á meðal vina sinna, og brátt er farið að klína á hann glæpum og jafnvel morði. í ör- væntingu sinni tekur hann í gísl- ingu þann lögreglufulltrúa sem hann sjálfur hefur granaðan um eitthvað misjafnt ásamt starfsfólki hans. Hugmyndin er ágæt og hér er á ferðinni þokkalegur tryllir en hann hefði vel mátt þola styttingu um svona hálftíma. Samningaviðræð- urnar dragast um of á langinn. Með snarpari klippingu hefði mátt búa til meiri spennu auk þess sem fléttan virkar nokkuð rýr í mynd sem er um 140 mínútur. Jackson er kröftugur sem fyrr í hlutverki lög- reglumannsins, kjaftaglaður samn- ingamaður en eitilhai’ður og veitir ekki af. Spacey er eins og oft áður ekkert nema mýktin og kunnáttu- semin. Þetta era svo sem ekki krefjandi hlutverk en saman gera þeir margt gott fyrir þessa mynd. Með þeim er fjöldi kræsilegra aukaleikara sem fylla vel upp í sög- una þeirra á meðal Ron Rifkin og J.T. Walsh, sem nú er látinn. Fyrir aðdáendur leikaranna tveggja í að- alhlutverki er „The Negotiator" prýðileg skemmtun. Arnaldur Indriðason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.