Morgunblaðið - 03.12.1998, Side 56
56 FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
„Án athvarfsins
veit ég ekki hvar
ég stæði í dag“
EINELTI á ekki að
eiga sér stað. Einelti á
hvergi að líðast. Þetta
eru setningar sem hafa
heyrst aftur og aftur í
umræðunni undanfar-
ið. Eg er hjartanlega
jwmmála. Einelti á
ekki að eiga sér stað.
Við eigum að leita allra
ráða til að koma í veg
fyrir einelti, uppræta
það og koma þolendum
og gerendum til hjálp-
ar. Eg fagna þeirn op-
inskáu umræðu sem
hefur átt sér stað á síð-
um Morgunblaðsins
undanfarið og dáist
Þdrunn Ólý
Óskarsdóttir
mjög að þeim einstaklingum sem
hafa gengið fram fyrir skjöldu og
sagt sögu sína. Eg gleðst líka yfir
því að Menntamálaráðuneytið skuli
ætla að standa fyrir gagngerri
rannsókn á því hversu útbreitt ein-
élti er. Eg vænti þess að unnið
verði með þær niðurstöður og að
kennarar og foreldrar verði studdir
til að taka á þessu meini í íslensku
skólakei-fi.
I starfi mínu sem forstöðumaður
unglingaathvarfs hef ég alltof oft
séð gi-immilegar afleiðingar einelt-
is. Unglingaathvöi-fin tvö sem starf-
rækt eru af Reykjavíkurborg eru
úi-ræði fyrir unglinga, sem mörg
hver hafa upplifað einelti. Fyrsta
unglingaathvarfið er orðið 22 ára
‘SEimalt en hitt hefur verið starf-
rækt í 11 ár. Þau eru því alls ekki
ný af nálinni. Til að forðast mis-
skilning er hér ekki um að ræða
neyðarathvarf eða sólarhringsvist-
un heldur markvisst kvöldstarf með
unglingum sem á stuðningi þurfa
að halda. Starfsmenn skólanna í
Reykjavík, og þá sérstaklega náms-
ráðgjafar, þekkja orðið
vel til starfsemi ung-
lingaathvarfanna. Þeir
vita að þau nýtast vel
þeim unglingum sem
orðið hafa fyrir einelti,
eru einangi-aðh', ein-
mana og oft með
sjálfsímyndina og
sjálfstraustið í molum.
Nálægt 300 unglingar
hafa á þessum árum
notið þjónustu ung-
lingaathvarfanna. Stór
hluti þess hóps hefur
verið þolandi eineltis.
Markmið unglingaat-
hvarfanna er að hjálpa
unglingum sem eiga í
erfiðleikum til já-
félagslegum
kvæðra félagslegra samskipta. Við
leggjum mikla áherslu á að styrkja
sjálfstraust og sjálfsöryggi og að
stuðla að jákvæðri sjálfsmynd ung-
Unglingaathvörfín tvö
sem starfrækt eru af
Reykjavíkurborg, segir
Þórunn Olý Oskars-
dóttir, eru úrræði fyrir
unglinga, sem sum hafa
upplifað einelti.
linganna. Virðing er eitt af lykilorð-
unum. I unglingaathvörfunum er
unnið í hópum með allt að 8 ung-
lingum í hverjum hópi. Einn hópur
kemur 3 kvöld í viku í 1 til 2 ár.
Annar hópur kemur einu sinni í
viku. I honum hafa flesth' ungling-
anna verið með í þriggja kvölda
starfinu um tíma og halda svo
áfram einn vetur í viðbót. Það er
ekki að ástæðulausu að við gefum
unglingunum kost á svo löngum
tíma með okkur. Þegar sjálfsmynd
og sjálfstraust hefur verið fótum
troðið um margra ára skeið, þegar
kvíða- og þunglyndiseinkenni eða
aðrir félagslegir og tilfinningalegir
erfiðleikar hafa búið um sig í huga
unglingsins dugar oft ekkert
minna. Sem betur fer sjáum við ár-
angur af starfi okkar. Stór hluti
unglinganna er að lokinni dvöl sinni
í unglingaathvörfunum bjartsýnni,
glaðari, hefur öðlast aukið sjálfs-
traust og sjálfsvirðingu og er betur
í stakk búinn til að mynda varanleg
vináttusambönd. Sem dæmi um
skilaboð þein-a sem hafa nýtt sér
unglingaathvörfin má nefna: ,Án
athvarfsins veit ég ekki hvar ég
stæði í dag.“ „Þið hjálpuðuð mér í
þessari erfiðu lífsbaráttu.“ „Það
breytti lífi mínu.“ „Ég væri í al-
gjöru rugli í dag ef ég hefði ekki
komið til ykkar.“ „Ég veit núna
hvers virði það er að eiga vini.“
Einelti eða vísir að slíku byrjar
oft mjög snemma, jafnvel á fyrstu
dögum skólagöngu. Ég á litla 6 ára
vinkonu sem hlakkaði mikið til að
byrja í skólanum. Hún er metnað-
arfull og hlakkaði hvað mest til að
læra að lesa. Núna tæpum 3 mán-
uðum seinna er hún komin með
magabólgur af kvíða gagnvart skól-
anum. Frímínúturnar eru verstar,
segir hún. Það er enginn vandi að
ímynda sér hvernig skólaganga og
líf þessarai' litlu stúlku getur orðið,
ef kennari hennar og foreldrar taka
ekki höndum saman strax og finna
leiðir til að snúa þessari þróun við.
Ég vil því leggja ríka áherslu á
hversu mikilvægt það er að fyrir-
byggja eineltið strax í upphafí.
Styrkja vináttuböndin og hóp-
kenndina og kenna börnunum að
bera ábyrgð hvert á öðru áður en
vísbendingar um einelti byrja að
skjóta upp kollinum. Ég veit að það
er erfitt að fást við einelti þegar
það er komið af stað. En það verður
að vinna með það, og það er hægt.
Höfundur er forstöðumaður
Unglingaathvarfsins í Keilufelli.
I framhaldi af
verðlaunaverkefni
JARÐVEGS- og
gi'óðui'vernd á sér nú
betri tíð en stundum
áðm’. Framlög til um-
bótastarfsins hafa ekki
aukist mikið en ytri að-
stæður starfsins eru
því hagfelldar. Fólk
hefur miklu mehi
áhuga á náttúruvernd
en áður og bændur og
alls konar áhugafólk
tekur virkan þátt í
landgræðslu. Líklega
varðar þó mestu að
mun meiri þekking á
jarðvegs- og gróður-
vemd er nú til reiðu en
nokkru sinni fyrr.
Sannast þá sú staðhæf-
ing, sem oft heyrist, að þekking sé
ein helsta undirstaða réttra við-
bragða og aðgerða þegar bregðast
þarf við umhverfisvanda. Vísindaleg
þekking á vissulega .að auka sæmd
Meiri áhugí er á nátt-
úruvernd en áður, segir
Ari Trausti Guð-
mundsson, og fjöldi
fólks tekur virkan þátt
í landgræðslu.
mannsandans, en hún hefur oftast
líka hagnýtt gildi.
Viðurkenniiig vísar veginn
Fyrir skömmu hlaut verkefnið
Jarðvegsvernd umhvei’fisverðlaun
Norðurlandaráðs. Að því hafa staðið
bæði Rannsóknastofnun landbúnað-
arins og Landgræðslan með stuðn-
ingi annarra, undir foi'ystu Ólafs
Arnalds. Þar var lagt fram yfirlit yf-
ir eyðingu jarðvegs og gróðurs á Is-
landi og þau ferli útskýrð sem við
sögu koma. í vönduðu riti hefur
Ari Trausti
Guðmundsson
Fjarkennsla og tölvur
í FRÉTT í dagblaðinu Degi 20.
nóvember síðastliðinn og annarri í
Worgunblaðinu litlu síðar er greint
frá því að forseti íslands, hr. Ölafur
Ragnai' Grímsson, hafi opnað fjar-
námsvef Samvinnuháskólans á
Bifröst. Vitnað er í fréttatilkynningu
frá Samvinnuháskólan-
um og sagt að með fjar-
kennsluvefnum sé stigið
nýtt skref í fjamáms-
málum á Islandi. Síðan
segir orðrétt í dagblað-
inu Degi á grundvelli
fréttatilkynningarinnar:
„I fyrsta sinn er nem-
endum raunverulega
gert kleift að stunda
nám frá heimili sínu,
vinnustað eða annars
jjfaðar þar sem þeim
hentar, á þeim tíma þeg-
ar þeim hentar.“
Það er full ástæða til
þess að óska Samvinnu-
háskólanum á Bifröst til
Haukur Ágústsson
hamingju með það skref sem hann
hefur stigið með uppsetningu fjar-
námsvefs síns. Þar hefur hann farið
inn á braut sem í raun er undarlegt
að háskólar hér á landi skuli ekki
hafa gengið í meira mæli. Hins vegar
er það ekki rétt að Samvinnuháskól-
inn sé fyrstur til þess að bjóða ís-
lenskum nemendum upp á nám sem
^eir geta „stundað frá heimili sínu,
vmnustað eða annars staðar þar sem
þeim hentar, á þeim tíma sem þeim
hentar."
Stutt yfirlit helstu þátta
Á tímum bréfaskóla ASÍ og SÍS
var íslenskum nemendum boðið upp
á margs konar nám sem þeir gátu
jftundað frá heimili sínu. Það nám fól
'i sér bréfaskipti á milli kennara og
nemenda. Þar sem póstur gengur
ekki ýkja hratt manna á milli og get-
ur auk þess orðið fyrh' ýmsum töfum
var ekki unnt að setja tímamörk á
t.d. skil eða námslok nema að litlu
leyti. Þessi námsleið var fjölda fólks
kærkomin þó að nú á dögum sé hún
ekki lengur talin í takt
við tímann.
Árið 1993 hóf Kenn-
araháskóli Islands fjar-
nám fyrir kennara í
starfi. I fyrstu var mik-
ið stuðst við almennan
póst, en tölvusamskipti
komu fyrir þegar í upp-
hafi og hafa farið sívax-
andi. Þegai' í upphafí
var gert ráð fyrir
mörkum sem lutu að
skilum og námslokum.
Aukin tölvusamskipti
gera slíkar viðmiðanir
auðveldari þar sem
samskipti um tölvur
eru afar hröð. Margir
nemendur hafa þegar lokið námsferli
sínum í fjarnámi frá Kennaraháskóla
íslands og hafa gert það með góðum
árangri.
Árið 1994 á vorönn hóf Verk-
menntaskólinn á Akureyri tih'aunir
með fjarkennslu með tölvusamskipt-
um. Kennsla hans er á framhalds-
skólastigi og hefur fjarkennsludeild
skólans vaxið ört. Hún þjónar nem-
endum af öllu landinu jafnt í þéttbýli
sem dreifbýli auk þess sem mikill
fjöldi Islendinga erlendis hefur verið
og er í námi við deildina. Þeir hafa
stundað nám sitt frá heimilum sín-
um, vinnustöðum og öðrum stöðum
og vinna námsverk sín á þeim tíma,
sem þeim hentar, en þó með skil-
greindum mörkum um skil úrlausna
og námslok. Þegar hafa nokkrir
nemendur tekið lokapróf sín á fram-
haldsskólastigi fi'á fjarkennsludeild
Verkmenntaskólans á Akureyri.
Fleiri skóla mætti til tína sem hafa
boðið og bjóða fjarnám sem nemend-
ur stunda frá heimilum sínum að
meira eða minna leyti með tölvusam-
skiptum. Einnig má nefna fjarnám,
sem nýtir fjarskiptatækni, þótt með
öðrum aðferðum sé, svo sem í Há-
skólanum á Akureyri, sem kennh' í
gegnum fjarfundabúnað auk þess
Ekki er rétt, segir
Haukur Agústsson, að
Samvinnuháskólinn sé
fyrstur til þess að bjóða
íslenskum nemendum
upp á fjarnám.
sem nemendur við skólann njóta
kennslu frá öðram skólum með sama
hætti.
Fjarnámsvefir
Allir þeir skólar, sem hér hafa ver-
ið nefndir, nota vefinn í meira eða
minna mæli við kennslu sína. Þeir
vefir eru í mismiklum mæli fjar-
námsvefh', séu þeir skilgreindir svo
að í hugtakinu felist að kennsluefni,
ítarefni og annað sem náminu teng-
ist, sé á vefnum eða honum tengt
með beinum eða óbeinum hætti.
Svo dæmi sé tekið af umhverfi
náms og kennslu við fjarkennslu-
deild Verkmenntaskólans á Akureyri
era heilu áfangamir og námsgrein-
arnar að færast yfir á vefsíður. Auk
þess er vefurinn nýttur með ýmsum
hætti í fjölda áfanga t.d. í gagnvirk-
um æfingum, spjallsíðum, birtingu
ítarefnis, sýniprófa, kennsluáætlana
og annarra þátta sem lúta að námi
nemenda.
Þessi þróun er engan veginn á
enda komin enda mikið verk óunnið
sem þó er vitað að unnt er að vinna
jafnt hvað snertir tækni 1 tölvusam-
skiptum sem slíkum sem og það við-
mið að nemendur geti vandræða-
laust nýtt sér það, sem boðið er, með
þeim tækjabúnaði, sem þeir almennt
hafa. Hraði þróunarinnar fer vitan-
lega eftir því fjármagni, sem til fæst,
og ekki síður eftir þeim tíma sem
kennarai- og aðrir hafa til þróunar-
starfs. Þetta á við um allt það starf
sem unnið er á þessu mikilvæga
sviði.
Fjarkennsla þai'f að ná til nem-
enda þar sem þeir eru staddir. Hún
þarf líka að fela í sér það að nemend-
ur geti stundað nám sitt að sem allra
mestu leyti óháð tíma þó svo að sett
séu tímamörk á skil úrlausna og
námslok.
Tækni tölvusamskipta þjónar
þessum markmiðum mun betur en
aðrar aðferðir sem reyndar hafa ver-
ið til þessa. Það er því fagnaðarefni
að Samvinnuháskólinn á Bifröst
skuli hafa bæst í flokk þeiraa skóla
sem bjóða nám með þessum hætti.
Vonandi verður honum ekki skorinn
svo þröngur fjárhagslegur stakkur
að hann geti ekki þróað þetta nýja
svið starfsemi sinnar í takt við þarfir
nemenda eða eftirspurn eftir þessari
námsleið. Það hefur því miður gerst í
þróun tölvusamskipta í kennslu hér á
landi í nokkrum mæli og staðið vexti
og viðgangi þessara kennsluhátta
framtíðarinnar um of fyrir þrifum.
Höfundur er kennnri við Verk-
menntaskólunn á Akureyri.
verið gerð grein fyrir
samsafnaðri þekkingu
áratuga rannsókna.
Þegar þessi grundvall-
arþekking liggur fyrir,
vakna spurningar um
hvað næst skuli gera.
Vinnuhópur undir
stjórn Ólafs hefur þeg-
ar hafist handa við
næsta skref. Lögð
verður fram landnýt-
ingaráætlun fyrir
heimalönd bújarða vítt
og breitt um land.
Þama er auðvitað að-
eins tekið fyrsta skrefið
af mörgum. Landnýt-
ing er víðfemt hugtak
og snýr að öllum land-
notendum; búhöldum, ríkinu, orku-
vinnsluaðilum, sveitarfélögum,
ferðaþjónustunni o.fl. Hugakið tek-
ur líka til landsins alls.
Næstu skref
Hér á eftir fara stuttai' hugleið-
ingar um næstu skref. Fræðsla er
mikilvægur þáttur umhverfisvemd-
ar. Tvennt af mörgu vil ég þar
nefna til. Koma verður sérhæfðu
námsefni um jarðvegs- og gróður-
vernd inn í grannskóla og fram-
haldsskóla. Auk þess þarf að vinna
að því að fá hingað námsdeild úr
Háskóla Sameinuðu þjóðanna sem
menntar sérfræðinga í ýmsu sem
lýtur að myndun eyðimarka og
vörnum gegn jarðvegs- og gróður-
eyðingu. Nú þegar era hér nám-
skeið í jarðhitafræðum og sjávarút-
vegi. ísland er afar hentugt til sér-
hæfðs náms í set- og jarðvegsfræð-
um, en kennsluna geta bæði inn-
lendir og erlendir sérfræðingar
annast.
Hinn mikilvægi þáttur umhverfis-
verndar er verklegur. Þar er brýnt
að víkka út ofangreint starf að land-
nýtingaráætlun. Slík áætlun (eða
áætlanir) þarf í raun og sann að vera
margþætt og ná yfír meira en
heimalönd bújarða. Iðnaðar- og um-
hverfisráðuneyti hafa loksins hafist
handa við að semja landnýtingará-
ætlun vegna orkuvinnslu. Gott. En
nú þarf samþættun til og fleiri áætl-
anir. Áætlun Finns og Guðmundar
getur ekki verið ótengd áætlun
ðlafs og samstarfsfólks hans. Hvað
með aðra mannvirkjagerð, svo sem
vegalagningu? Hvað með aðstöðu
ferðaþjónustunnar? Allt snýr þetta
að landnýtingu.
Ég gagnrýndi starfshætti við svo-
nefnt hálendisskipulag í ljósi þess að
íslensk yfirvöld hafa hvorki mótað
grunnstefnu í virkjunar- og stóriðju-
málum né í málum ferðaþjónustu.
Hér ber að sama branni. Það er til
lítils að líta á hvern þátt hagkerfis-
ins sem einangraðan þegar kemur
að landnýtingu eða hefja skipu-
lagnigu án undirstöðu. Með öðrum
orðum: Skilgreina þarf landnýting-
arþörf allra anga hagkerfisins í ljósi
sjálfbærra landnota og samþætta og
búa til landnýtingaráætlanir fyrir þá
alla, þ.m.t. hálendisskipulag.
Umhverfismál eru álþjóðleg
Að lokum vil ég nefna annan verk-
legan þátt. Hingað ber að laða er-
lenda vísindamenn og skapa enn
betri aðstöðu fyrir þá innlendu með
því að setja upp alþjóðlega rann-
sóknastofnun í fræðum jarðvegseyð-
ingar, gi’óðureyðingar og eyðimerk-
urmyndunar. Þar gætu bæði stofn-
anir Sameinuðu þjóðanna (t.d. FAO)
og nýhafið, formlegt samstarf
margra þjóða um varnir gegn eyði-
merkurmyndun komið að fjármögn-
un og rekstri. Reyndar eru fleiri
matarholur til fjáiTnögnunar um-
hverfisrannsókna. Nú era íslend-
ingar í forystu Norðurlandasam-
starfs, með sérstaka áherslu á nátt-
úranytjar, og tveir þættir 5. ramma-
áætlunar Evrópusambandsins snú-
ast um umhverfismál og náttúra-
nytjar.
Höfundur er jarðeðlisfræðingur.