Morgunblaðið - 03.12.1998, Síða 63

Morgunblaðið - 03.12.1998, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1998 GS*' hversu margir hafa látist eða misst allt sitt þegar upp er staðið. Alls staðar sem maður fer um höfuðborgina sér maður risastór skörð í fjöllunum þar sem áður stóðu heilu íbúðarhverfm. Úti um allt eru hús sem vantar á veggi eða þak, bílar, strætisvagnar og annað lauslegt liggur á hvolfi úti í ám, risa- stór svæði eru undir vatni. Þar sem áður var stórt útivistarsvæði nálægt miðbænum stendur nú upp úr drull- unni aðeins efsti hlutinn af körfu- boltakörfu. Það er hægar sagt en gert að komast leiðar sinnar um borgina, því þótt strætisvagnar séu farnir að ganga eru alls staðar ónýtar götur og brotnar brýi- svo maður þarf að Fólk deyr úr hungri og sjúkdómum úti um allt land því engin hjálp berst og enginn matur. Sigrún Tómasdóttir er stödd í Hondúras og segist hún hafa upplif- að þar meiri hörmung- ar en hana óraði fyrir. fara rosalegar krókaleiðir, taka jafnvel þrjá vagna f staðinn fyrir einn áður og svo þarf maður að labba og labba og labba... Rotnunarlyktin liggur í loftinu Óhreinindin úr ánum eru alls staðar og ólyktin hi-yllileg, árnar eru fullar af rotnandi líkum og hræðilegur daunninn liggur yfir öllu. Þegar svo þornar í ánum og fnykurinn fýkur yfir borgina er loft- ið þannig að nú ganga borgarbúar með andlitsgrímur. Það svíður í augun, nefið er fullt af ryki og óbragð í munninum. Salerni eru víð- ast óvirk, svo fólk gerir þarfir sínar þar sem því verður við komið og fólk getur ímyndað sér Iyktina sem því fylgir. Skólar hafa allir verið lagðir niður það sem eftir er þessa skólaárs og í staðinn fara náms- menn um bæinn í hópum með skófl- ur og hjólbörur og moka og hjálpa til. Alls konar sjúkdómsfaraldrar Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. Nýbýlavegi 12, simí 5544433 eru að skjóta sér niður og eins gott að vera vel bólusettur. Bað- og drykkjarvatnið mengað Ennþá er mikill vatnsskortur, símalínur í ólagi og miklir erfiðleikar með rafmagn. Það baðvatn sem við fáum, sem er ekki mikið og stundum líða margh- dagar á milli þess að við komumst í bað, er drulluskítugt og meira að segja diykkjarvatnið sem selt er á flöskum þykh- ekki öruggt að drekka lengur. Hér í höfuðborginni erum við þó „heppin"; hingað kemur matur og heimilislausir fá lágmarksaðstoð. Það eru fjöldamörg þorp og bæir úti á landi sem enn fá enga hjálp og eru jafnvel algjörlega einangruð vegna götu- og símaleysis. Fólk deyr úr hungri og sjúkdómum úti um allt land, því það berst engin hjálp og enginn matur. Eg og nokkrir félagar úr skiptinemahópnum mínum, m.a. frá Noregi og Danmörku, ásamt öðrum vinum og vandamönnum bæði hér og í heimalöndum okkai’, viljum reyna að hjálpa einhverju af þessu fólki. Heima veit ég að Rauði kross íslands hefur gefið AUS um tvö tonn af fatnaði, sem Hondúrasmenn búsettir á Islandi (en nú á leið heim til að hjálpa fjölskyldum sínum sem misstu allt sitt), fyrrverandi íslensk- ir sjálfboðaliðar í Hondúras og fleiri velviljaðir hafa pakkað í kassa handa þurfandi hér. Allt sem við þm-fum nú er aðstoð við að senda fatnaðinn hingað. í Noregi og í Danmörku stendur yfir peningasöfnun til að kaupa mat og leikíong til að senda með fótunum frá Islandi út í þorp og bæi sem enn hafa enga hjálp fengið, því þar er jú þörfin mest. Við höfum þegar tekið við peningasendingu frá Noregi og hluta þeirra höfum við notað til kaupa á leikfóngum, litum, pappír og fleira sem við höfum farið með í athvörf heimilislausra hér í Tegucigalpa. Þai’ gefum við bömun- um gjaflr og leikum við þau. Það er skelfilegt til þess að vita hve heimil- islausum börnum hefur og á efth’ að fjölga hér. Nógu mörg voru þau fyr- ir. Geta íslendingar hjálpað okkur? Mig Iangar að vita hvort íslend- ingar séu ekki tilbúnir að ganga í lið með Norðmönnum og Dönum í að hjálpa okkur að hjálpa heimilislaus- um og matarlausum í Hondúras. Sérstaklega höfum við áhuga á því fólki sem býr úti í sveitum lándsins og hefur litla sem enga aðstoð feng- ið. Við sjálfboðaliðarnir á vegum AUS/ICYE hofum gengið í lið með samtökum lækna og hjúkrunarliðs frá Bandaríkjunum og annars stað- ar frá sem er á leið út á land. Þar hefur fólk misst allt sitt; hvorki er til matur né fatnaður, lyf né aðrar nauðsynjar, fólk deyr af næringar- skorti og sjúkdómum daglega og flestir eygja litla sem enga von. Þegar þetta birtist almennings- sjónum á Islandi verð ég komin með öðra hjálparfólki til Nacaome, suð- ur af Tegucigalpa. Þar sem engir vegir eru neyðumst við til að ganga lengi, lengi, lengi... Hvenær hefði mér dottið í hug að ég - venjulpg stelpa úr allsnægtunum uppi á ís- landi - ætti eftir að leggja þetta á mig? Til Hondúras hafði ég farið full af útþrá og eftirvæntingu og bjóst kannski við að þiggja meira en ég gæfi. En svona getur lif manns breyst á stuttum tíma. Mér er kunnugt um að Hjálpar- stofnun kirkjunnar á Islandi hefur ákveðið að hluti af söfnunarfé henn- ar þessi jól renni til þurfandi í Mið- Ameríku. Til þess hefur verið stofn- aður sérstakur bankareikningur, númer 27 í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis á Skólavörðustíg. Von mín er sú að Hjálparstofnun og aðr- ir velviljaðir heima geti aðstoðað við fiutning á þeim fatnaði sem Hondúrasbúar á íslandi og AUSar- ar, með aðstoð Rauða krossins, hafa pakkað til þurfandi í Hondúras. Þörfin er svo gríðarleg að það er ekki einu sinni hægt að biðja venju- legt fólk að setja sig í spor þessa fólks. Mig langar að biðja fólk, í miðjum önnum jólaundirbúningsins á ís- landi, að hugsa til okkar hér suður frá og leggja sitt af mörkum með því að styðja Hjálparstofnun jíirkj- unnar með framlagi sínu. Eg er ákveðin í að koma ekki heim fyrr en skiptinemaárinu mínu hér lýkur; hér vil ég vera og hvergi annars staðar. Ég vii reyna að leggja mitt af mörkum, hversu lítið sem það kann að verða, til þess að aðstoða þá sem svo sárlega þurfa á því að halda hér. Ég vona að Islendingar séu af- lögufærir þessi jól til aðstoðar þurf- andi meðbræðrum og -systrum. Höfundur er sjálfboðaliði á vegum AUS i Hondúras. Breiðir og með góðu innleggi Einir bestu „fyrstu" skórnir STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Domus Medica 551 8519 Kringlunni 568 9212 Toppskórinn 552 1212 Verð fró: 3.995,- Tegund: Jip 623 Hvílt, rautt, blótt, svart, bleikt og brúnt leður í stærðum 18-24 Lax & síld GóðgœtL a jóiabordid & ÍSLENSK MATVÆLI ^UNNEVA >ES\ON Hur Sölustaðir: Veiðimaðurinn, Hafnarstræti 5, Rvík, Leðuriðjan Atson, Laugavegi 15, Rvík, Sunneva Design, Hvannavöllum 14, Akureyri. t
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.