Morgunblaðið - 03.12.1998, Qupperneq 74
>74 FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
/2k /- Ý1KMVO LlF' //ýtV ( /14indoe és \ ( fKAL <SH5A HV-/10 SSM etz F/RlR 2 ^KtóAE>.SE/M ER?) !
síf\ l FmvAVíse-w '^Tr ' 3 - - Sfr3? . , „
Hundalíf
Ljóska
Smáfólk
o
£
œ
I NEVER 6ET
TO THE PART
ABOUTTHELIMO
AND THE FREE
Segjum sem svo að við séum gift, En segjum sem svo að
og að pabbi minn hafi boðið þér 70 þú krefjist, þess að spila
milljén kréna starf í fyrirtækinu á árans píanóið þitt í
sínu... einhverri sjúskaðri
búllu, og...
Ég komst aldrei til þess
að tala uin glæsivagn-
inn og ékeypis máltíð-
irnar...
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Þjóðfélag
fyrir alla
Frá Maríu Hreiðarsdóttur:
NÚ ÞEGAR þessi öld rennur sitt
skeið þá getum við verið stolt af
þeirri vinnu sem hagsmunasamtök
um málefni fatlaðra hafa unnið á
undanfórnum árum. Það eru ekki
nema um tuttugu ár síðan fólk
sem er fatlað var látið á stofnanir í
ríkum mæli. Ekkert þótti sjálf-
sagðra en að fólk sem er fatlað
byggi á stofnunum. Að mati ann-
arra öllum til heilla.
En nó er öldin önnur og er það
ekki síst að þakka hagsmunasam-
tökum um málefni fatlaðra. Sem
betur fer flytur fólk, sem er fatlað,
ekki inn á sólarhringsstofnanir svo
að ég viti til í dag. Þeir sem voru
sendir þangað fyrir mörgum árum
búa margir hverjir þar enn í dag.
Þessu fólki verðum við að bjarga.
Þetta fólk á ekkert val og að mínu
mati ekkert líf. Það á betra skilið
en að búa á stofnunum það sem
það á eftir ólifað. Þó að félagsmála-
yfírvöld hafí lofað að loka Kópa-
vogshæli býr fjöldi fólks, sem er
fatlað, þar enn. Þessir einstakling-
ar fá skerta þjónustu miðað við
annað fólk sem er fatlað í okkar
samfélagi. Stefna þjóðfélagsins
hefur verið að loka öllum stofnun-
um. Það er að sjálfsögðu mál sem
er virðingarvert og samfélaginu
öllu til heilla þegar til lengri tíma
er litið. Við verðum líka að skilja
það að fólk, sem er fatlað ki-efst
betri þjónustu á heimilum sínum
en það hefur fengið hingað til.
Þessir einstaklingar krefjast þess
af samfélaginu að þeir fái stuðning
til að búa sjálfstætt. Fólk, sem er
fatlað, sættir sig ekki við þá af-
komu sem jafningjar þeirra gerðu
hér áður fyrr. Við erum einfaldlega
að koma inn á nýja öld. Fólk, sem
er fatlað, er ekki öðruvísi. Það ger-
ir meiri kröfur til lífsins eins og
aðnr þjóðfélagsþegnar.
í dag er staðan sú að einstak-
lingar, sem eru fatlaðir, eru farnir
að eignast börn, en hvorki samfé-
lagið né sérfræðiþjónusta fyrir
fólk, sem er fatlað, býður upp á
stuðning nema af skornum
skammti. Þegar einstaklingar sem
eru fatlaðir taka þá ákvörðun að
eignast barn þá þykir það óhugs-
andi. Foreldrar þeirra fara í við-
bragðsstöðu, fordómar gagnvart
þeim, sem eru seinfærir eða
þroskaheftir á einhvern hátt, eru
ótrúlegir og að mínu mati engan
veginn við hæfi. Greindarskerð-
ingin ein og sér segir ekkert til
um hvort fólk sé hæft til foreldra-
hlutverks, heldur miklu frekar
hvort foreldrarnir séu ástríkir við
börn sín eða ekki. Eg hef velt því
fyrir mér af hverju fordómar
gagnvart fólki, sem er seinfært,
séu svo miklir en fæ enn fá svör.
Eg tel þó að um mikið þekkingar-
leysi sé að ræða. Þess vegna tel ég
vera kominn tíma til að veita fólki
fræðslu um þetta mál. Til að auka
þekkingu og skilning á foreldrum
sem eru seinfærir. Mín skoðun er
sú að auðvitað séu ekki allir hæfir
til að gegna foreldrahlutverkinu
en svo er nú líka með fólk sem er
með fulla greind. Þess vegna er
mikilvægt að gefa fólki tækifæri
til foreldrahlutverksins sem hefur
getu til þess að sinna því. Við
megum ekki sífellt velta okkur
upp úr greindarskerðingunni því
að hún ein og sér segir ekkert til
um hæfni fólks til að gegna for-
eldrahlutverkinu. Réttur stuðn-
ingur getur þó oft skipt sköpum
um að vel takist til.
Fólk, sem er fatlað krefst, þess
einnig að geta unnið fyrir sér. I
dag er staðan sú sökum lélegra
launa að fólk sem er fatlað hefur
ekki efni á að kaupa sér húsaskjól.
Fólk, sem er fatlað sættir sig ekki
við frekar en aðrir þjóðfélags-
þegnar að þurfa að vera á leigu-
markaðinum allt sitt líf. Við erum
manneskjur sem gerum sömu
kröfur til lífsins og þið sem teljist
vera heilbrigð. Við erum ekki að
biðja um meira en þið hafið. Við
erum að biðja um það sama fyrir
okkur og afkomendur okkar.
MARÍA HREIÐARSDÓTTIR
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.