Morgunblaðið - 03.12.1998, Side 76

Morgunblaðið - 03.12.1998, Side 76
76 FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Brúðhjón Allur borðbiinaður - Glæsileg gjaíavara - Brríðlijónalistar vERSLUNIN Langavegi 52, s. 562 4244. Við kaupum frímerki Einu sinni enn komum við til íslands Við kaupum íslensk og erlend frímerkjasöfn, gömul umslög, heilar arkir. Við getum einnig tekið hlutina á uppboð. Kjell Larsson verður á íslandi 14. —16. desember. Ahugasamir seljendur geta haft samband við Kjell í síma 00464072290 eða fax 00464072299. Stærsta frímerkjauppboðsfyrirtæki á Norðurlöndum í yfir 25 ár. POSTILJONEN, Södra Tullgatan 3, Malmö, Svíþjóð. Dragtir og fallegur sparifatnaður (rá ^oruri og grunert Stœrðir 44-52 B L U Tískuverslun«Kringlunni 8-12»Sími 5533300 RERTTI PALMROTH* JóCafijöfin kennar “Efnið í stígvéíunum er vatnsfráíirmdandi og foíir regn, snjó, saít og Iqitda. dœgiCegt að frífa, ein strolqi með rötqim kjút og stígvéCin verða gCjáandifaCCeg. Margar tegundir af hinum vinscetu finnsku stígvéCum ásamt nokfyum gerðum af ökCfaskpm !Pessi tegund er taufóðruð, svört, í stcerðum 36-42, kosta kf. 14300. í DAG VELVAKAMH Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Verndum * Island EFTIR að hafa hlustað á Ingu Jónu Þórðardóttur útlista í viðtali á Rás 2, hve slæm stjórn er á borginni og að nánast allt sé ómögu- legt sem gert hefur verið, vaknar sú spuming hvers vegna blessaðir póli- tíkusarnir taka sig ekki saman í andhtinu og vinna saman, já, ég segi saman að velferð borgarinnar og bæjarfélaganna þegar það á við. Einmitt þessi afstaða fólks sem er í pólitískum flokkum er svo ömurleg að í raun langar marga ekki til að kjósa. Sjálf er ég þannig að ég vil miklu fremur kjósa menn og málefnin sem þeir standa fyrir en heilan flokk af misgóðum körlum og kon- um. Eg til dæmis kysi hik- laust þann mann sem neit- aði að sökkva hálendi ís- lands vegna virkjunar- framkvæmda. Hvernig væri að kanna aðra möguleika til orkuöfl- unar, til dæmis vetni? Mér þykja þeir menn skamm- sýnir og ekki starfl sínu vaxnir sem ekki sjá aðra atvinnumöguleika en þá sem felast í stóriðjuverum og stóriðju almennt. Senni- lega hafa þeir ekki lesið neitt það sem erlendir ferðamenn segja um nátt- úru Islands; hversu stór- brotin og falleg hún er og hvað þeir séu ákveðnir í að koma aftur en það gera þeir varla ef blessaðir stjórnmálamennirnir láta drekkja öllu hálendinu. Eg kysi líka þann sem beitti sér fyrir þvi að eftir- launaaldur lækkaði niður í 60 ár í stað 67 og mætti þá hámarksaldurinn til að vinna vera 67 ár í stað 70. Ég tel þetta mjög eðli- lega þróun í þessu vinnu- þjóðfélagi okkar. Við erum örugglega búin að skila okkar og rúmlega það þegar við verðum 60 ára. Störfm okkar myndu losna og yngra fólkið tæki við og það sem meira væri við gætum hugsanlega leyft okkur að gera éitthvað fyrir okkur sjálf áður en við verðum alveg heilsu- laus. Ætti einhver góður maður að kanna hvernig þetta er í nágrannalöndum okkar en ég veit að þar er eftirlaunaaldur lægri en hér. Eitt enn fyrst ég er byrjuð. Það er mikið leitað til almennings þegar eitt- hvað bjátar á í þjóðfélag- inu. Tökum dæmi. Við söfn- um peningum og verjum þeim til að venja unga fólk- ið okkar af eiturlyfjum og áfengi og er það gott en við þurfum að gera meira. Það er ekki nóg að venja unga fólkið af eiturlyfjun- um, við þurfum að aðstoða það til að komast út á vinnumarkaðinn eða á skólabekk. Því miður er það svo að sumir atvinnu- rekendur vilja ekki fyrr- verandi „fíkla“ inn á vinnu- staði sína. Við, „almenningur", ætt- um kannski að safna eina ferðina enn og koma upp vinnustöðum með léttum iðnaði fyrir þetta unga fólk þvi ekki gera ráðamenn það - kannski hafa þeir svo mikið að gera við að telja okkur trú um það hversu góðir þeir eru og hvað hin- ir eru lélegir sem eru í andstöðu við þá í pólitík- inni að þeir mega ekki vera að neinu öðru. En fyrst og fremst; gæt- um að hálendinu okkar og látum hvorki iðnaðarráð- herra né forstjóra virkjana valta yfir okkur. Við förum að komast í þá aðstöðu að við getum rekið þetta fólk heim sem sér ekkert annað en virkjanir og álver. Það er einungis til eitt Island - verndum það. Guðrún Árnadóttir. Tapað/fundið Keiluskór og búningur týndust NÝIR Dexter-keiluskór með skiptanlegum sóla og tveir merktir keilubúning- ar týndust föstudagskvöld- ið 27. nóvember í Keilu í Mjódd. Þetta var i plast- poka sem kann að hafa verið tekinn í misgripum með öðru dóti. Þeir sem kunna að hafa verið að spila þetta kvöld á braut- um 3 og 4 og/eða séð keiludótið, eiu vinsamleg- ast beðnir að koma pokan- um með keiludótinu í Keilu í Mjódd eða hafa samband í síma 567 4246. Það er mjög bagalegt að tapa þessum búnaði þar sem nú standa yfir æfingar fyrir Norðurlandamót unglinga sem haldið verð- ur hér á landi í mars næst- komandi. Það er mikill kostnaður fyrir ungling og fyrirhöfn að fá slíka keilu- skó ef þessir skila sér ekki. Erla Ivarsdóttir. GSM-sími í óskilum GSM-sími, Ericsson, fannst við Domus Medica sl. laugardag. Upplýsingar i sima 565 4802 eða 861 2389. Frakki í óskilum í Gerðubergi FÖSTUDAGINN 20. nóv- ember gleymdist frakki í félagsstarfi Gerðubergs. Upplýsingar í síma 557 9020. Svartir hanskar týndust SVARTIR skinnhanskar týndust sl. sunnudag fyrir utan Austurver eða Eski- hlíð 26. Skilvís finnandi hafi samband í síma 551 5772. Dýrahald Bröndóttur köttur týndist BRÖNDÓTTUR fress- köttur týndist frá Flúða- seli 48. Hann er með bláa ól og blátt merkispjald og er eyrnamerktur R8H-043. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi samband í síma SKAK llinsjón Margcir Pétursson STAÐAN kom upp í hrað- skákeinvígi tveggja stiga- hæstu skákmanna heims sem haldið var í Moskvu um síðustu helgi. Vladímir Kramnik (2.780) var með hvítt, en Gary Kasparov (2.815) hafði svart og átti leik. Kasparov hafði orðið að láta drottninguna af hendi fyrr í skákinni, en sá sér nú leik á borði: 37. - Rc5! 38. Dxb5 (38. Da5 - Ra4 var htlu betra) 38. - Hb7 39. Dxb7 - Rxb7 40. Hxc4 - Hd7 og með manni yfir í endatafli vann Kasparov örugg- lega. Einviginu lauk með jafntefli, 12-12 eftir miklar sviptingar. Helgarskákmót TR hefst á föstu- dagskvöld kl. 20 og lýkur á sunnu- daginn. Mótið er með sama mót TR sem notið hafa vin- sniði og undanfarin helgai’- sælda. Teflt er í Faxafeni 12. NEI, Knútur, ég geri það ekki meðan hún stendur þarna og glápir á. Víkverji skrifar... VONBRIGÐI handknattleiks- áhugafólks með úrslitin í leik Islendinga gegn Ungverjum á sunnudag voru sár. Það var svo mikið í húfi að ná a.m.k. jafntefli. Ungverjar eru auðvitað geysilega erfiðir andstæðingar heim að sækja, því heimavöllur þeirra er svo sterkur og stuðningur heima- manna við ungverska landsliðið svo mikill og sterkur, að það þarf geysisterk bein til þess að bogna ekki eða brotna, að leika gegn Ungverjunum. Víkverji var yfir sig spenntur, þegar klukkan fór að halla í tvö á sunnudaginn og leik- urinn hófst. íslenska liðið náði óskabyrjun og komst í 2-0, en Ungverjarnir voru ekki lengi að jafna. Lengi vel var leikurinn í járnum og margir íslenskir sjón- varpsáhorfendur gældu við til- hugsunina um að strákunum tæk- ist að sigra og að þátttaka á HM og næstu Ólympíuleikum í Sydney í Astralíu væri raunhæfur mögu- leiki. Undir lok síðari hálfleiks, þegar aðeins munaði einu marki á liðunum var staðan orðin æsispennandi, en spennan varði ekki lengi, því Ungverjarnir voru ekki lengi að gera út um leikinn, með dyggilegri aðstoð frá íslensku landsliðsmönnunum sem klúðruðu boltanum ítrekað. xxx EKKI verður sakast við mark- manninn í landsliði okkar, um það hvemig fór. Guðmundur Hrafnkelsson varði hvorki fleiri né færri en 14 skot og hefði það nú oft dugað íslensku landsliði til sigurs að hafa slíka markvörslu fyrir aft- an vamarvegginn. Það sem fór fyrst og fremst úrskeiðis var slapp- ur og broddlaus sóknarleikur, sendingar vora allt of oft óná- kvæmar og kæruleysi var í hrað- upphlaupum og svo skipti auðvitað sköpum stjörnuleikur Józefs Eles sem skoraði 10 mörk fyrir ung- verska liðið og ekki síðri stjörnu- leikur ungverska markvarðarins, Jánosar Szatmáris, sem varði eins og berserkur. XXX REYNDAR virðast margir hafa verið hissa á því að Þorbjörn Jensson sá ekki ástæðu til þess að nýta krafta stórskyttunnar Ró- berts Júlíans Duranona í leiknum gegn Ungverjum. Niðurstaðan er fengin - tap gegn Ungverjum á sunnudag gerir það að verkum að draumurinn um þátttöku á HM í Egyptalandi í sumar og á Olympíu- leikunum í Sydney í Astralíu árið 2000 er að engu orðinn. Því virðist ekki vera um margt annað að ræða hjá HSÍ forystunni en að nota tím- ann sem framundan er til þess að byggja upp nýtt landslið, sem geti tekið við af þeim sem í dag eru heldur teknir að reskjast, þannig að þegar við eigum þess kost að taka þátt í alþjóðlegu stórmóti á nýjan leik, getum við sýnt fram á það að undirbúningstíminn hafi verið vel notaður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.