Morgunblaðið - 03.12.1998, Qupperneq 81
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1998
FÓLK í FRÉTTUM
Sharon Stone ræðir ainæmi og kyniíf
Smokkakassa á hvert heimili
LEIKKONAN Sharon Stone sagði á
fimmtudag að foreldrar ættu áð hafa
hundruð smokka á reiðum höndum
heima fyrh' á aðgengilegum stað fyr-
ir unglinga. Þeir lifðu kynlífi hvort
sem foreldrar væru því hlynntir eða
ekki.
Hún sagði í pallborðsumræðum á
vegum Sameinuðu þjóðanna að 7
þúsund manns á aldrinum 10 til 24
ára veiktust daglega af alnæmi. „Við
erum ekki sterkari en kynhvötin,“
bætti hún við.
Kynlíf eins og svefninn
„Þegai- ég var unglingur og lifði
kynlífi í aftursæti á bíl hefðu
foreldrar mínir ekki
talið það af hinu
góða.“ En það þarf
að fræða ungt fólk
um þá hættu sem
fylgir kynlífi án
verja eða fleiri
eiga eftir að
falla í valinn,
hélt hún áfram.
Hún lagði til
að foreldrar
settu 200
smokka í kassa einhvers staðar á
heimilinu þar sem „allir dveljast ekki
öllum stundum“ svo unglingar gætu
tekið þá án þess að fara hjá sér, gefið
þá vinum sínum eða jafnvel búið til
vatnsbelgi.
„Kynlíf er ástæðan fyi-ir tilvist
okkar. Kynlíf er það sem fær rósir til
að blómstra. Kynlíf er náttúran,"
sagði Stone og bætti við: „Við borð-
um, við sofum, við öndum, við lifum
kynlífí.“
Virðum afl náttúrunnar
Stone sagði ennfremur: „Eg hvet
ekki unglinga til þess að lifa kynlífi
vegna þess að það eitt að
vera unglingur er nógu
sársaukafullt og
V
erfitt. En ég missti meydóminn þeg-
ar ég var unglingur og ég býst við að
þið flest hafið gert það líka. Það er
orðið tímabært að við látum grím-
umar falla og segjum ungu fólki
sannleikann.
Við látum bömin okkar ekki fá bíl-
próf án fræðslu eins og þegar þau fá
kynhvötina. Og um þessar mundir er
það alveg jafn hættulegt."
Stone sagði að fullorðnir ættu að
vera til staðar og veita börnum sín-
um ráðgjöf þegar þeir „taka áhættur
og ganga fram af fólki. Eg mun fyrr
snúa baki við öllum vinum mínum en
að láta bömin mín deyja. Og það eru
valmöguleikamir sem við stöndum
frammi fyrir. Við verðum að taka
ákvörðun sem er best fyrir sem
flesta.
Við verðum að virða afl náttúr-
unnar og afl kynlífs sem er gjöf
náttúrunnar til okkar allra með
því að auðvelda bömum okkar á
öruggan og fordómalausan hótt að
nota verjur."
33 milljónir með alnæmi
Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu
þjóðanna, sagði í yfirlýsingu að enn
væri engin lækning við alnæmi og
„framrás sjúkdómsins hefði ekki
verið stöðvuð í neinu landi“. I árslok
1998 sagði hann að fjöldi barna og
fullorðinna með alnæmi yrði kominn
yfir 33 milljónir, 10% fleiri en í fyrra.
14 milljónir hafa þegar látist úr al-
næmi og eru að minnsta kosti 95%
sýkinga og dauðatilfella í þróunar-
heiminum þar sem lyf eru af skorn-
um skammti.
Tyson játar sök sína
MIKE Tyson virðist
ekki geta haldið sig
frá vandræðum
hvort sem það er
innan hnefaleika-
hringsins eða utan.
Hann játaði á
fimmtudag að hafa
ráðist á tvo öku-
menn í ágúst síðast-
liðnum eftir minni-
háttar umferðar-
óhapp. Hann sagði
einnig að hann hefði
verið í tímum hjá
sálfræðingi í nokkra
mánuði.
Þrátt fyrir mót-
mæli saksóknara,
sem sóttist eftir sak-
fellingu, tók dómar-
inn játninguna til
greina og spurði
hvernig Tyson liði.
„Mér líður ágæt-
lega,“ svaraði Tyson,
sem er 32 ára, og brosti.
Jafnvel þótt játning kalli ekki
á sakfellingu gefur hún svig-
rúm fyrir refsingu. Dómarinn
frestaði úrskurði þar til
snemma á næsta ári og spurði
Tyson hvort hann áttaði sig á
því að hann gæti fengið 20 ára
fangelsisdóm fyrir líkamsárás-
irnar sem voru báðar af
annarri gráðu.
„Já,“ svaraði Tyson sem hef-
ur áður verið dæmdur fyrir að
nauðga ungri konu í Indiana og
er á reynslulausn. Þá var hon-
MIKE Tyson ásamt unnustu sinni, Mon-
icu, fyrir réttarhöldin á fimmtudag.
um bannað að keppa í hnefa-
leikum fyrir að bíta andstæðing
sinn í hringnum. Tyson fékk
réttindin aftur í nóvember og
er áætlað að hann keppi við
suður-afríska hnefaleikakapp- •
ann Frans Botha í Las Vegas í
janúar.
Lögfræðingur hans sagði að
Tyson kynni að vinna að góð-
gerðarmálum nærri æfingabúð-
um sínum í Arizona áður en úr-
skurður dómarans félli í von
um vægari refsingu.
Á www.einkabanki.is getur þú framkvæmt allar algengustu bankaaögerðir
í tölvunni þinni. Líttu viö í Landsbankanum og fáðu þinn einka banka.
Opið fr.í f) til 10