Morgunblaðið - 04.12.1998, Side 22

Morgunblaðið - 04.12.1998, Side 22
22 FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Skagstrendingur kaupir BlængNK 117 af SVN Selur Helgu Björg’u HU-7 til Eistlands - Bæði skipin gerð út á Flæmingjagrunn á næsta ári SKAGSTRENDINGUR hf. á Skagaströnd hefur fest kaup á Blæng NK-117, rækjuskipi Sfldar- vinnslunnar hf. í Neskaupstað og verður skipið afhent nýjum eigend- um hinn 22. desember nk. Skipið sem mun bera nafnið Örvar HU 21 verður leigt fyrirtæki í Eistlandi. Jafnframt er unnið að því að selja eldra rækjuveiðiskip Skagstrend- ings hf., Helgu Björgu HU-7, til fyr- irtækis í eigu Skagstrendings og Nasco hf. ásamt hinum eistneska samstarfsaðila. Bæði skipin verða gerð út til rækjuveiða á Flæmingjagrunni. Öll iðnaðarrækja sem skipin munu afla fer til vinnslu á Skagaströnd. Von- ast er til að hægt verði að tryggja viðunandi afkomu skipanna auk þess sem rækjuvinnslu Skagstrend- ings hf. verði tryggð um 2.500 tonn af hráefni á ári til viðbótar rækju af heimamiðum. Blængur NK-117 er 1.200 brúttó- tonn að stærð, tæpir 52 metrar að lengd, með 3.000 hestafla aðalvél. Síldarvinnslan hf. keypti skipið nýtt frá Spáni árið 1993. Helga Björg HU-7 er minna skip, 935 brúttótonn að stærð, 49,5 metrar að lengd, með 1.700 hestafla aðalvél. Skipið var smíðað í Noregi árið 1977 og endur- byggt árið 1986. Framtíðarskip fyrir rækju- vinnslu Skagstrendings hf. Rækjuveiðar innan íslensku lög- sögunnar hafa gengið illa undan- farin misseri og ekkert bendir til þess að úr rætist á næstunni. „Vegna þessa ástands á miðunum hefur rekstur Helgu Bjargar ekki gengið sem skyldi og ég býst við að sömu sögu sé að segja af öðrum ís- lenskum rækjuveiðiskipum. Skag- strendingur hf. hefur um nokkurt skeið haft hug á því að endurnýja Helgu Björgu fyrir öflugra skip. Með kaupunum á Blæng hefur þessu markmiði verið náð. Við telj- um Blæng henta mjög vel sem framtíðarskip fyrir rækjuvinnsluna okkar. Hins vegar teljum við ekki ráðlegt að gera skipið út til veiða innan íslensku lögsögunnar fyrst í stað, a.m.k. ekki á meðan rækju- veiðin þar er jafn treg og raun ber vitni,“ segir Jóel Kristjánsson, framkvæmdastjóri Skagstrendings hf. Allri áhöfn Helgu Bjargar verður boðið áframhaldandi starf á skipinu. Ennfremur mun fyrirtækið sem tekur Blæng á leigu bjóða yfir- mönnum þess skips áframhaldandi starf, tímabundið. Aðgangur að hráefni tryggður Jóel segir að með þessum ráð- stöfunum styrkist hráefnisstaða rækjuvinnslu fyrirtækisins á Skagaströnd verulega. „Þeir samn- ingar sem við höfum gert tryggja okkur 2.500 tonn af iðnaðarrækju á ári. Þessar ráðstafanir munu skipta sköpum fyrir rekstraröryggi rækjuvinnslunnar á næsta ári og treysta rekstur Skagstrendings hf. í heild sinni,“ segir Jóel. Að sögn hans hafa veiðar á Flæmingjagrunni gengið vel síðasta ár og þar hafa öflugustu skipin skarað fram úr. Því hefur verið ákveðið að í lok janúar verði settur niður spilbúnaður í Blæng, sem ger- ir skipinu kleift að veiða með tveim- ur trollum samtímis, jafnframt því sem vélarafl skipsins verður aukið í 3.300 hestöfl. Gert er ráð fyrir að skipið verði komið til veiða á Flæm- ingjagrunni upp úr miðjum febrúar nk. Ekki grundvöllur fyrir útgerðinni hér við land Finnbogi Jónsson, fram- kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, segir að eins og ástand rækjustofnsins sé, sé ekki grundvöllur fyrir útgerð Blængs hér við land. Því hafi verið ákveðið að selja hann og hætta rækjuveið- um. „Við eigum eftir sem áður okkar rækjukvóta upp á 2.000 tonn og munum meðal annars nýta hann í samvinnu við Skagstrending. Þetta hefur ekki áhrif á vinnsluna hjá okkur, því öll iðnaðarrækja af Blæng fór til vinnslu á Skaga- strönd. Við sjáum hvo hvað setur. Það hefur ekkert enn verið rætt um kaup á skipi í stað Blængs, en verði af einhverjum skipakaupum væri ekki ólíklegt að þar yrði um fjölveiðiskip að ræða og það gæti þá einnig veitt rækju,“ segir Finn- bogi Jónsson. Sýna í Chile INTERTEC Ltda., sem er fé- lag í eigu fimm íslenskra fyrir- tækja, er meðal sýnenda á Ex- poPesca ‘98, sem er alhliða sjáv- arútvegssýning, haldin er í Santiago í Chile dagana 2.-5. desember. Að Intertec standa Hampiðjan, Sæplast, Verk- fræðistofan MEKA, Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna og Mar- el, en fyrirtækið hefur aðsetur í Santiago. Þetta er í fjórða sinn sem ExpoPesca er haldin, en síðast tóku rúmlega níu þúsund fyrir- tæki þátt í sýningunni og kynntu starfsemi sína og vörur. Skipuleggjendur ExpoPesca eru útgáfufyrirtækið Emap Heighway og ráðstefnufyrir- tækið Feria Intemacional de Santiago í Chile. Samherji ræðst í nýsmíði fyrir 1,2 milljarða krðna STJÓRN Samherja hf. hefur ákveðið að ráðast í nýsmíði á öfl- ugu fjölveiðiskipi. Aætlaður kostn- aður er um 1,2 milljarðar króna og gert er ráð fyrir því að skipið hefji veiðar á arinu 2000. A undanförnum mánuðum hefur verið unnið að endurskipulagningu á skipastóli Samherja hf. og dótt- urfyrirtækja, með það markmiði að nýta sem best þær veiðiheimild- ir sem Samherjasamstæðan hefur yfir að ráða bæði hér heima og er- lendis. I frétt vegna þessa frá Samherja segir svo: „Mótuð hefur verið stefna um æskilega samsetningu á flota samstæðunnar og heppilegt Ekki gengið frá samningum um smíðina enn útgerðarmynstur. Sala á þremur skipum frá félaginu og kaup á einu skipi, sem átt hafa sér stað á und- anförnum mánuðum, eru liður í þessari endurskipulagningu. Öflugt Qölveiðiskip í framhaldi af þessum aðgerðum var samþykkt á stjórnarfundi Sam- herja hf. í gær að ráðast í nýsmíði á öflugu fjölveiðiskipi fyrir Samherj- asamstæðuna. Áætlaður kostnaður við þá framkvæmd er um 1.200 milljónir króna." Að sögn Þorsteins Más Bald- vinssonar, forstjóra Samherja hf., hefur að undanfórnu verið unnið að hönnun skipsins og öflun til- boða í búnað og smíði á skrokk þess. „Við höfum ekki gengið frá neinum smíðasamningum enn sem komið er en gerum ráð fyrir að nýja skipið komi inn í reksturinn á fyrri hluta árs árið 2000,“ segir hann. Á stjómarfundinum í gær var jafnframt ákveðið að vinna að frek- ari endurskipulagningu á sldpa- kosti Samherjasamstæðunnar, með ofangreint markmið í huga. Barningur á loðnunni „VIÐ þurftum að hafa mikið fyrir þessum tonnum og köstuðum nót- inni samtals 18 sinnum í túmum,“ sagði Steinþór Helgason, stýri- maður á Hábergi GK, í samtali við Morgunblaðið í gær, en skipið var þá á leið til Grindavíkur með full- fenni af loðnu, um 650 tonn. Fjöl- mörg skip era nú komin á loðnu- miðin á ný, um 60 mflur norðaust- ur af Langanesi. Steinþór sagði erfitt að eiga við loðnuna núna, hún héldi sig í daufum lóðningum sem skiluðu litlu. „En venjulega hefur ekki verið mikil veiði á þess- um árstíma. Þó að veiðin hafi verið treg í haust hefur tíðarfarið haft geysilega mikið að segja, eilífar brælur endalaust. Haustveiðin er einnig með nokkuð öðra sniði en var til dæmis í fyrra, en þá var mjög góð veiði út af Vestfjörðum í október og á Kolbeinseyjarsvæð- inu eftir það. En nú virðast vera önnur skilyrði í hafinu og ég tel alltof snemmt að fullyrða um að loðnustofninn sé hruninn," sagði Steinþór. Nú hefur samtals verið landað um 388 þúsund tonnum af loðnu hjá íslenskum verksmiðjum á sum- ar- og haustvertíð, þar af um 111 þúsund tonnum af erlendum skip- um. Afli íslensku skipanna er því um 277 þúsund tonn og um 411 þúsund tonn eftir af útgefnum loðnukvóta. Mest hefur verið land- að hjá versksmiðju SR-mjöls hf. á Siglufírði eða tæpum 50 þúsund tonnum. Um 45 þúsund tonnum hefur verið landað hjá SR-mjöli á Seyðisfirði og um 38 þúsund tonn- um hjá Síldarvinnslunni hf. í Nes- kaupstað og hjá Hraðfrystistöð Þórshafnar. Reuters Bjöllurnar töfðu geimskot Kanaveralhöfða. Reuters. BANDARISKA geimferðastofnun- in, NASA, hætti í gær við að koma geimferjunni Endeavour á braut um jörðu en nokkrum minútuni fyrir geimskotið hringdu viðvörun- arbjöllur í sljórnklefa ferjunnar. Búist var við, að það tefðist í sólar- hring en ferjan á að flytja hluta í alþjóðlegu geimstöðina. Engin skýring hafði fengist á því í gær hvers vegna viðvörunar- bjöllurnar glumdu en ferjan átti að fara á loft rétt fyrir klukkan níu að ísl. tíma í gærmorgun. Eftir nokkra bið var ákveðið að halda áætlun en niðurtalningin hófst of seint. „Skotglugginn", 10 mi'nút- urnar, sem menn höfðu til að koma feijunni á rétta braut, var að lok- ast. Næsti gluggi átti að vera op- inn upp úr hálf átta í inorgun. Endeavour á að flytja banda- ríska Unity-einingu út í geim en þar verður hún tengd rússneskri einingu, Zarya, sem komið var á braut fyrir nokkru. Á næsta ári munu Rússar bæta þriðju eining- unni við, vistarverum fyrir geim- fara, og þá verður alþjóðlega geimstöðin fyrst „íbúðarhæf". Síð- an verður bætt við hana smám saman í meira en 40 mönnuðum og ómönnuðum ferðum út árið 2004. Stöðin verður fullgerð risastór, 110 metra löng og húsrýmið fyrir geimfarana verður meira en nú er í Boeing 747-júmbóþotu. Verða þar stundaðar margvíslegar vís- indarannsóknir og stöðin verður jafnframt ein skærasta „stjarnan“ á næturhimninum. Evrópudómstóllinn úr- skurðar í dómsmáli um dreifikerfí dagblaða EVRÓPUDÓMSTÓLLINN í Lúx- emborg hefur úrskurðað að dag- blaðaútgefanda sem ræður yfir stór- um hluta markaðarins í Austurríki, ber ekki lagaleg skylda til að heimila minna samkeppnisdagblaði aðgang að útburðarþjónustu sinni. Málið var þannig til komið að Osear Bronner, útgefandi dagblaðsins Der Standard, sem hefur 3,6% hlutdeild í austurríska dagblaðamarkaðnum, fór fýrir dómstóla í Austurríki til að fá úr því skorið hvort austum'sk lög um samkeppnisreglur, sem kveða á um bann við misnotkun markaðsráðandi stöðu, ættu ekki við um dreifikerfi Mediaprint-fyrirtækisins, sem gefur út Neue Kivnen Zeitung og Kurier og ræður yfir 42% dagblaðamarkaðarins. Þar sem austurrísku lögin byggja á þeim reglum sem kveðið er á um í stofnsáttmála Evrópubandalagsins (86. grein), vísaði dómstóllinn í Aust- um'ki málinu til forúrskurðar hjá Evrópudómstólnum. Dómstóllinn í Lúxemborg tók af- stöðu til þess, hvort neitun um að- gang annarra að eina dagblaðadreifi- kerfinu, sem nær til hvers byggðs bóls í tilteknu aðildarlandi, geti talizt misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Dómstóllinn leit svo á, að tvennt þyrfti til að svo væri. Ekki aðeins þyrfti neitunin um aðgang að dreifi- kerfinu að vera til þess fallin að út- rýma samkeppni á dagblaðamai-k- aðnum, heldur þyrfti aðgangur þess aðila að þjónustunni, sem fer fram á aðganginn, að vera nauðsynleg for- senda þess að hann gæti haldið áfram rekstri. Um þetta var ekki að ræða í þessu tilviki. Dómstóllinn benti á, að útgef- endur dagblaða gætu dreift fram- leiðslu sinni á ýmsa vegu, svo sem í pósti eða með sölu í búðum og sjopp- um, jafnvel þótt þessar dreifingar- leiðir kæmu sér ekki eins vel fyrir tiltekin dagblöð. Ennfremur var bent á, að það virt- ust ekki vera neinar tæknilegar, lagalegar eða einu sinni efnahagsleg- ar hindranir í vegi, sem gerðu það ógerlegt að útgefandi kæmi sér upp, einn eða í félagi við aðra, eigin lands- þekjandi dreifikerfi. Ekki dygði að halda því fram að það stæði ekki undir kostnaði að byggja upp eigið dreifikerfi vegna þess hve upplagið væri lítið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.