Morgunblaðið - 05.12.1998, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 05.12.1998, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Breytingar á línukerfi Rarik út frá að- veitustöðinni á Dalvík Um 180 staurar teknir niður RAFMAGN SVEITUR ríkisins lögðu háspennustrengi í jörð frá að- veitustöðinni á Dalvík í haust og í kjölfarið er nú verið að taka niður hluta af háspennulínum sem þeir leysa af hólmi. Alls verða teknir nið- ur um 180 staurar, þar af um 135 á Hrísmóum og þar sem hér er um að ræða margar línur sem lágu þétt, verður af þessu talsverð hreinsun. Heildarkostnaður við verkið er áætlaður um 12 milljónir króna. Frá aðveitustöðinni við Dalvík, austur um Hrísmóa og um Há- mundarstaðaháls hafa legið þrjár línur, þar af ein tvöfóld á kafla. Par er um að ræða 132 kV línu frá Rangárvöllum sem rekin hefur ver- ið á 66 kV og 33 kV línu sem nú er flutningslína til aðveitustöðvar við Arskóg og 11 kV línur, annars veg- ar lína fyrir Svarfaðardal að austan og hins vegar lína fyrir Hrísey og hluta Arskógsstrandar. Morgunblaðið/Kristján STARFSMENN Rarik eru þessa dagana að taka niður hluta af há- spennulínum frá aðveitustöðinni á Dalvík og nota öfluga vélskóflu til verksins. Sigfús Stefánsson, Brynjar Geirsson og Siguijón Svein- björnsson eru hér að hefja hreinsun af staurunum. Verið erfiður í rekstrí vegna ísingar Með tilkomu aðveitustöðvar við Arskóg færðist tenging Árskógs- strandar og Hríseyjar alfarið í hana. I haust voru síðan lagðir jarð- strengir um Hrísmóana til að leysa af hólmi 11 kV og 33 kV línurnar á þeim kafla sem erfíðastur hefur verið í rekstri vegna ísingar og mest tjón orðið á undanfarin ár. Alls voru lagðir í jörð, 4,2 km af 33 kV streng og tæpir 1,2 km af 11 kV streng. Nú er verið að taka niður línurn- ar á þeim” köflum sem jarð- strengirnir þjóna, auk þess sem lína um Hámundarstaðaháls að Há- mundarstöðum er tekin niður. Að hreinsun lokinni mun ein 132 kV lína verða sjáanleg á kaflanum frá aðveitustöð við Dalvík að Hámund- arstaðahálsi en auk hennar mun 11 kV lína standa frá Hrísum að Hálsi. TILKYNNING UM SKRÁNINGU SKULDABRÉFA Á VERÐBRÉFAÞINGIÍSLANDS VÞÍ hefur samþykkt að taka neðangreind skuldabréf á skrá, miðvikudaginn 9. desember 1998: Útgefandi: Flokkur: Nafnverð og lánstími: Sölutímabil Jökull hf., kt. 631068-0149, Aðalbraut 4-6, 675 Raufarhöfn, sími 465 1200, bréfsími 465 1300. 1. flokkur 1998 Heildarnafnverð 1. fl. 1998 útgáfunnar er 150 milljónir íslenskra króna og eru skuldabréfin til 6 ára. Frá útgáfudegi til og með 8. desember 1998. Skráning og milliganga Verðbréfaþing íslands hefur samþykkt að taka bréfin á skrá og við Verðbréfaþing verða þau skráð 9. desember 1998. Kaupþing Norðurlands hf. íslands: hefur milligöngu um skráningu bréfanna á Verðbréfaþingi ís- lands (VÞI). Hlutabréf Jökuls hf. eru skráð á Vaxtarlista VÞÍ. Útgáfudagur og fyrsti Vaxtadagur: Ávöxtunarkrafa og sölugengi: Fyrirkomulag sölu: Útgáfudagur og fyrsti vaxtadagur var 8. júní 1998. Á fyrsta söludegi var ávöxtunarkrafan 6,5% og sölugengi var 1,00141372. Skuldabréfin verða seld og afhent gegn staðgreiðslu hjá Kaupþingi Norðurlands. Skráningarlýsing og önnur gögn um útgefanda og skuldabréfin liggja frammi hjá Kaupþingi Norðurlands hf. KAUPÞING NtT«ÐURi-WT)S HF Prófkjör Framsóknarflokksins á Norðurlandi eystra Sex gefa kost á sér SEX frambjóðendur gefa kost á sér á prófkjöri Framsóknarflokksins á Norðurlandi eystra, fyrir alþingis- kosningarnar næsta vor. Prófkjörið, sem fram fer 16. og 17. janúar á næsta ári, er bindandi fyrir fjögur efstu sætin. Valgerður Sverrisdóttir alþingis- maður og Jakob Björnsson, fyrrver- andi bæjarstjóri á Akureyri, gefa kost á sér í fyrsta sæti listans en þau Daníel Ámason, framkvæmdastjóri á Akureyri, og Elsa B. Friðfinns- dótth-, lektor við HA, gefa kost á sér í 2. sætið. Hinir tveir frambjóðendurnir eru Bernharð Steingrímsson, veitinga- maður á Akureyri, og Axel Yngvars- son, bóndi á Merkigili í Eyjafjarðar- sveit. Utankjörfundaratkvæða- greiðsla hefst hinn 15. desember næstkomandi. fþróttahöllin Vetrarsport ‘99 VETRARSPORT ‘99, sem er vélsleða-, jeppa- og útilífssýning verður haldin í íþróttahöllinni á Akureyri um helgina, 5. og 6. desem- ber. Félag vélsleðamanna í Eyjafirði stendur fyrir sýningunni sem íyrr, en eyfírskir sleðamenn hafa staðið fyrir síiku sýningarhaldi í á annan áratug. Við undirbúning sýningarinnar var lögð rík áhersla á að fjölga sýnendum til að auka fjölbreytnina, en þeir eru nú vel á þriðja tuginn. Vélsleða- og jeppaumboðin eru áberandi, en þá taka fjölmargir sem selja búnað til útivistai- að vetrarlagi þátt að þessu sinni. Um er að ræða fatnað, snjó- bretti, síma og annan fjarskiptabún- að, verkfæri, leiðsögutæki og örygg- isbúnað svo fátt eitt sé nefnt. Myndir frá íslandi MYNDIR frá íslandi er yfirskrift sýningar á myndum eftir fjónska málarann Johannes Larsen en hún verður opnuð í Deiglunni á morgun, sunnudaginn 6. desember, kl. 17. Myndirnar teiknaði Johannes Larsen árin 1927 og 1930 í tilefni af danskri útgáfu íslendingasagnanna fyrir Alþingishátíðina 1930. Sýningin er samvinnuverkefni Dana og Is- lendinga. Sýningin stendur til 18. desember næstkomandi. Tónleikar söngdeildar SÖNGDEILD Tónlistarskóla Eyja- fjarðar heldur jólatónleika í Frey- vangi annað kvöld, sunnudagskvöld- ið 6. desember, og hefjast þeir kl. 20.30. Nemendur söngdeildar flytja fjölbreytta efnisskrá. Píanóundirleik annast Dóróthea Dagný Tómasdóttir og söngkennari er Þuríður Baldurs- dóttir Kirkjustarf í Eyjafirði Sjá blaðsíðu 71 Bestu barnabrandararnir - Brjálað fjör Bókin sem börnin völdu sjálf. Skaðræðislega fyndin. Á metsðlulista Moraunblaðsins. Box Bubbi og Sverrir fjalla um Prinsinn og aðrar hetjur hringsins á líflegan og spennandi hátt. Fjöldi Ijósmynda prýðir bókina. Frábær bók um hrikalega íþróttamenn. Kappar og kvenskörungar Gísli Jónsson, fyrrverandi menntaskólakennari, er í essinu sínu i þessari einstaklegu fallegu og fræðandi bók um 49 íslenska fornmenn. Gunnar á Hlíöarenda, Njáll og Grettir stíga Ijóslifandi fram. Og hver var hún þessi Hallgerður langbrók? Skagfirsk skemmtiljóð 2 Hér er það komið, framhald metsölubókarinnar í fyrra, og gefur henni ekkert eftir. Sem fyrr er það hagyrðingurinn snjalli Bjarni Stefán Konráðsson sem safnað hefur saman vísum eftir nálega 60 sveitunga sína. Útkoman er frábaer skemmtun. Orðsnilld Fleyg orö úr Ijóðum Einars Benediktssonar Gunnar Dal fangar hér með smekkvísi heimsmannsins orðsnilldina og viskuna í Ijóðum Einars Benediktssonar. Meira en 200 kyngimagnaðar hugsanir Einars á einum stað. Petta er bók sem enginn aðdáandi skáldsíns getur látið fram hjá sér fara. BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR Sú nótt gleymist aldrei Harmþrungin frásögn byggð á viðtölum við þá er iifðu slysið af. Petta er án vafa besta bókin um hrikaleg örlög Titanic og farþeganna um borð. Hæstvirtur forseti Gamansögur af (slenskum alþingismönnum Einstæð bók um einstæða menn. Pær gerast einfaldlega ekki skemmtilegri eða fyndnari. 1. sæti á metsölulista Daos oa 1. sæti á metsölulista Moraunblaðsins vfir almennar bækur. tUjirní Slrfix
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.