Morgunblaðið - 05.12.1998, Síða 35

Morgunblaðið - 05.12.1998, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 35 ________________ERLENT_______________ Kynslóðadeilur og van- traust á stjórnmálamenn Nýir tímar krefjast nýrra lausna, segir Sigrún Davíðsdóttir, og deilan í Danmörku um biðeftirlaun er gott dæmi um slíkt. ÞEGAR jafnaðarmenn komu biðeft- irlaunum á fyrir nokkrum árum ríkti atvinnuleysi og áhuginn beindist að því að fá fólk til að hverfa sem fyrst af vinnumarkaðnum. Þessi lausn ein- kenndist af skammsýni því Danir hverfa fyrr af vinnumarkaðnum en margar aðrar þjóðir og við blasir að það verður þjóðfélaginu dýrt. Stöðugt minnkandi hópur vinnandi fólks sér fyrir vaxandi hópi ellilífeyr- isþega. Trúnaðarbrest kjósenda gagnvart stjórn jafnaðarmanna má rekja tii loforða leiðtoga þeirra fyrir kosningai- og þess að kjósendur skella skolleyrum við þó Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra og aðr- ir ráðherrar segi deiluna sprottna af misskilningi. Nú blasir við honum í skoðanakönnunum minnsti stuðning- ur við flokk jafnaðarmanna í 95 ár. Biðeftii'laun hafa staðið Dönum til boða við sextugt, til að brúa bilið að eftirlaunaaldri, sem er 67 ára. Hug- myndin var bæði að auðvelda ein- staklingum í slítandi störfum að hætta störfum, en einnig að rýma til fyrir yngi’a fólki. Þetta hefur tekist framar vonum, bæði vegna biðeftir- launa og rýmri reglna um að fara á eftiriaun fyrir lögboðinn eftirlauna- aldur. Árið 1995 var hlutfall Dana, sem komnir voru á eftirlaun fyrir eftirlaunaaldur, 4,3 prósent, en næst komu Finnar, 1,8 prósent. Danir eru að jafnaði 60,8 ára þegar þeir draga sig í hlé af vinnumarkaðnum. Með þessum og svipuðum aðgerð- um og efnahagsuppsveiflu hefur at- vinnuleysi verið komið niður í um sex prósent, sem ekki þykir umtals- vert. Hinu sálai'lega og efnahagslega álagi, sem atvinnuleysið skapaði, hefur létt, en í staðinn er annað álag í augsýn. Hagfræðingar vara ein- dregið við að um þessar mundir vinni um þrír Danir fyrir hverjum ellilífeyrisþega, en á næstu öld stefn- ir þetta hlutfall í tæplega tvo vinn- andi á hvern einn ellilífeyi’isþega. Þeir hafa lagt til að gerðar verði ráð- stafanir til að hvetja fólk til að vera lengur í vinnu þannig að meðalefth’- launaaldur nái um 62 árum, sem er svipaður aldur og í Svíþjóð. Inn í þetta mál blandast einnig kynslóðadeilur. Spurt er hvort rétt sé að fólk á miðjum aldri og ungt fólk megi horfa fram á hækkandi skatta til að greiða fyrir lágan eftir- launaaldur kynslóðar, sem alla sína ævi hafí lifað góðu lífi. Kynslóðatog- streita er víða þekkt vandamál og í Danmörku bii'tist hún skýrlega í þessum átökum. Svikin Ioforð eða heilbrigð skynsemi? Það er gegn þessu, sem stjórnin hugðist snúast með breyttum regl- um og nýtur til þess stuðnings hægrifiokkanna, sem lengi hafa haft horn í síðu biðeftirlauna. Gallinn er sá að ákvörðunin var tekin í hópi sér- fræðinga, án samráðs við grasrótina í Jafnaðarmannaflokknum og verka- lýðshreyfinguna, sem á sínum tíma tók þátt í að móta reglur um biðeftir- launin. Nú eru um 140 þúsund Danir á biðefth’launum. Að öllu óbreyttu munu um 100 þúsund bætast í þann hóp á komandi áratug. Reiknað var með að breyttu reglurnar myndu draga 10-15 þús- und frá þeim hópi, svo hér er ekki um stóra hópa að ræða. Við þessa byrði má svo bæta 170 þúsundum sem eru atvinnulaus, 63 þúsundum í vinnu sem hið opinbera styrkir til að halda fólki í vinnu og 43 þúsundum á ýmiss konar orlofsgreiðslum. Stjórnin setti nýju reglurnar fram sem lið í fjárlagagerðinni. A móti því að torvelda aðgang að biðeftirlaun- um átti að lækka eftirlaunaaldur úr 67 árum í 65 ár. Auk þess. átti að stefna í að lækka til muna skattbyrð- ina á skattgreiðendum undir 45 ára aldri, þeim, sem annars áttu að greiða fyrir þægindi hinna eldri. Stjórninni hefur heldur ekki tekist að koma almenningi í skilning um að óbreytt ástand þýddi enn hærri skatt á ungt fólk, í stað þess að með nýjum reglum er fólk hvatt til að leggja til hliðar fyrir eigin ellidögum. En stjórnin getur líka rækilega kennt sér um reiðina, sem gosið hef- ur upp í verkalýðshreyfingunni og víðar. Einstrengingsleg kosningalof- orð jafnaðarmanna frá í mars um að hreyfa ekki við biðeftirlaunum eru rifjuð upp sýknt og heilagt og kallað upp að stjórnin svíki loforð, Nyrup hafi logið og fleira í þeim dúr. Uppsteitin stafar einnig af því að tillögumar eru í augum margra enn eitt dæmið um að grundvallará- kvarðanir séu ekki lengur teknai’ í lýðræðislegri umræðu, heldui’ af sér- fræðingum bak við lokaðar dyr ráðu- neyta. Málið er hið lang alvarlegasta sem jafnaðarmenn hafa mátt glíma við undanfarin mörg og vandasöm ár og enn ekki ljóst hverjar afleiðing- arnar verða. BRINO MAGLI Reuters Karpov í ANATOLI Karpov, heims- meistari Alþjóðaskáksam- bandsins (FIDE), er nú í fimm daga heimsókn í Bosníu til að kynna sér uppbygging- Sarajevo arstarfið í landinu eftir stríð ið á árunum 1992-95. Rúss- neski heimsmeistarinn teflir hér á Olympíusafninu í Sara- jevo. Bein Amelíu Ear- hart fundin? VERA kann að bein sem fundust á eyju í Pólinesíu geti gefið vísbend- ingar um dularfullt hvarf Amelíu Earhart, sem freistaði þess árið 1937 að verða fyrsta konan til að fljúga kringum hnöttinn. Breskir hermenn fundu beinin á eynni Nikumaroro, suðvestur af Hawaii, árið 1940, en herlæknir úr- skurðaði þá að þau væru af karl- manni. Richard Gillespie, sem hef- ur undanfarin tíu ár rannsakað hvarf Earhart, fann nýlega skjöl um skoðun beinanna. Tveir réttar- mannfræðingar sem hafa kynnt sér gögnin segja að samkvæmt þeim tölum sem þar eru gefnar upp hafi beinin verið af hvítri konu af norð- ur-evrópskum uppruna og á hæð við Earhart. „Hér höfum við sennilega áhrifa- mestu skjalfestu og vísindalegu vís- bendingarnar f 61 ár, sem gætu leitt til þess að brátt verði ljóst hvað kom fyrir Amelíu Earhart,“ sagði Gillespie í viðtali við dagblað- ið Los Angeles Times. En þó víst þyki að ekki hafi margar konur, sem þessi lýsing átti við, verið á ferðinni á Nikumaroro á fjórða áratug aldarinnar, eru ýmsir van- trúaðir á að málið sé nú upplýst. Sérfræðingar hafa áður komist að þeirri niðurstöðu að álstykki, sem Gillespie fann á eynni og taldi vera úr Lockheed A-10E Electra flugvél Earhart, og gúmmíhæll, sem hann taldi vera úr skó hennar, tengdust ekki flughetjunni. Almennt er talið að Earhart hafi tapað áttum, orðið eldsneytislaus og hrapað í Kyrrahafið einhvers staðar á milli Asíu og Hawaii, en sumir vilja meina að Japanir hafi tekið hana fasta, grunaða urn njósnir. Topptilboð Ökklaskór PÚSTSENDUM SAMDÆGURS - 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR Opið laugard. 10-18, sunnud. 13-17 Toppskórinn Veltusundi v/lngólfstorg, sími 5521212 Teg.: 573051 Litur: Svartir Fóðraðir Stærðir: 40-46 Verð kr. 2.995 Léttir og þægilegir kr. 14,900 m Hltl NO M VGLI IJRLNO MAGI.I kr. 13.900 Hltl'NO MAGI.I STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN KRINGLAN Kringlunni 8-12, Reykjavík Sími 568 9212
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.