Morgunblaðið - 05.12.1998, Page 66

Morgunblaðið - 05.12.1998, Page 66
MORGUNBLAÐIÐ ^66 LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 SKOÐUN KEA H/F ÞAÐ eru boðuð mik- il tíðindi í vetrarbyrjun á Akureyri. Til stend- ur að hlutafélagavæða Kaupfélag Eyfirðinga. Þessi ákvörðun er tengd rekstrarvanda fyrirtækisins miðað við hið svokallaða „samkeppnisum- hverfi.“ Sjálfsagt má ekki tæpara standa að bjarga þeirri eign sem eftir stendur hjá kaup- félaginu miðað við þá rýrnun á eiginfjárhlut- falh fyrirtækisins sem lesa má út úr reikn- ingum undanfarinna ára. Eg er ekki tilbúinn að fallast á að allan rekstrarvandann sé bein- línis hægt að rekja til þeirra tak- markana sem gildandi samvinnu- lög setja rekstri kaupfélaga. Miklu heldur óttast ég að vandann megi einkum rekja til tveggja þátta. *j»4nnars vegar er um að ræða þann hrærigraut sem miðstýrt uppgjör ólíkra rekstrareininga skapar - þar sem ábyrgð er óskýrt staðsett og engin bein tenging finnst milli starfsemi, árangurs og afkomu starfsmanna. Hins vegar er um það að ræða að um árabil hefur Kaupfélag Eyfirð- inga ekki verið gert upp sem sam- vinnufélag, - ekki hefur verið greiddur arður, ekki lagt í stofn- sjóði félagsmanna í samræmi við •■^afkomu eða hagnað og þannig hef- ur hagsmunasamband félags- manna og kaupfélagsins ekki verið virkt. Kaupfélög voru stofnuð fyrir einum hundrað árum til að tryggja bændum og búaliði betra verð fyrir afurðir og til að leita hagstæðustu kjara á nauðsynjavöru. Þar gilti reglan einn maður eitt atkvæði án tengingar við arðshlut viðskipta- manna. Tilgangurinn var að tryggja betri kjör en fengust hjá kaupmanninum og skila arði af viðskipt- unum til þeirra sem sköpuðu veltuna. Nú erum við komin óra- langt frá þessum ein- læga tilgangi og helför SÍS og erfiðleikar kaupfélaga vítt um land hafa brugðið nýju ljósi á óhagstæða þró- un miðstýringar og yf- irráðahyggju innan samvinnufélaga. Þær breytingar á uppgjörs- formi og rekstrarum- hverfi sem við höfum farið í gegn um hafa reynst mörgum sam- vinnufélögum um megn. Bæði hafa eignir tapast í gjaldþrotum og fé- lagseiningar hafa liðið undir lok með tilheyrandi sárindum og skaða íyrir dreifbýlið. Breyttir tímar Tímarnir eru sannarlega breytt- ir. Félagsform og uppgjörsform samvinnufélaga er ómögulegt að endurreisa í nútímanum og alls ekki æskilegt að reyna að snúa hjóli tímans til baka. Fyrirtækið er stórt og þunglamalegt með ýmsan stjórnunarvanda sem nýr kaupfé- lagsstjóri hefur lagt í glímu við. Hann hefur þegar skilað áfanga í sinni vinnu sem hann kynnir deild- arfundum þessa dagana. Svarið er að flytja allan rekstur félagsins í hlutafélagaform. Þessi hugmynd er á réttum tíma og eðlilegt svar við þeirri tilvistarkreppu sem kaupfé- lagið er í. Nú er runnin upp sú ög- urstund sem KEA var sköpuð. Það er hins vegar ekki sama hvemig unnið er að hlutafélagavæðingunni og að mínu mati er aldeilis ótækt að það sé gert án þess að gera sam- hliða tilraun til að vista hlutféð í ábyrgum höndum einstaklinganna sem eru raunverulegir eigendur Kaupfélags Eyfirðinga. Benedikt Sigurðarson Hveijir eru eigendumir? Inneign í stofnsjóðum samvinnu- félaga er hefðbundinn og lögvarinn grundvöllur eignar í félögunum. Því miður eru nú mörg ár síðan hætt var að greiða reglubundið inn á stofnsjóðina og byggja þannig upp endurnýjaðan grundvöll eign- ar í félögunum (þó undantekning hafi verið gerð vegna síðasta árs). Samkvæmt samvinnulögum er stofnsjóðsinneign hvorki seljanleg, erfanleg né viðskiptastærð af neinu tagi. Hana má einungis greiða út á skráðu gengi við dauða félags- manns, við brottflutning af félags- svæðinu og við 70 ára aldur. Þegar B-hlutabréf voru seld á síðasta ára- tug skapaðist þversögn gagnvart eignaskipan og áhrifum innan kaupfélagsins sem ekki er búið að Vonandi skila nýir landvinningar KEA á Reykj avíkursvæðinu einungis auknum hagnaði ábyrgrar fjárfestingar, segir Benedikt Sigurðarson, en verða ekki til að flýta fyrir hinu óumflýjanlega. vinna úr. Þess vegna er heldur ekki hægt að sameinast öðru kaupfé- lagi, þess vegna skapast augljós misgengisvandi gagnvart afhend- ingu á eignarhlutum og þess vegna er komin upp sú staða að á 15 árum munu nær allir stofnsjóðir kaupfé- lagsins greiddir út, ef ekki er að gert, og eigendur B-hlutabréfa verða þá raunverulegir eigendur Kaupfélags Eyfirðinga - samt án atkvæðisréttar og áhrifa. Það sjá auðvitað allir að slíkt getur ekki gengið upp. Um lengri tíma voru mjólkur- samlögin víðast gerð upp með sjálf- stæðum stofnsjóðum. Þau voru samlög og gerð upp sem slík, þá stóðu þau undir eigin fjárfestingu og greiddu út sjálfstæðan arð í formi yfirverðs (uppbóta) þegar vel gekk, eða greiddu undirverð ef illa SÍMI533 1818 • FAX 533 1819 Tveggja vikna skóli fyrir trúnaðarmenn stéttarfélaga MENNTUN FYRIR ALLA mmmmmgm Fuilkomið handbragð og eilífur glæsíleiki Borðstofuhúsgögn frá lignerosei; Opið í dag kl. 11-18, sunnudag kl. 14-17 Mörkin 3, sími 588 0640 casa@islandia.is i Hf ■ • 8g w ■ ’■ gekk. Nú hefur iilu heilli verið gengið svo langt að borga út stofn- sjóð Mjólkursamlags KEA þannig að þar er ekki fyrirliggjandi bein ávísun á tiltekinn eignar- eða arðs- hlut framleiðenda. Eigendavæðing Við sem viljum láta okkur eitt- hvað finnast um meðferð fjármuna kaupfélaganna og þá framtíð sem samvinnufélögum er búin þurfum að eiga aðgang að umræðu um breytingu á rekstrarformi og fé- lagsformi en sú umræða er orðin algerlega óumflýjanleg. Eg leyfi mér að undirstrika þá hugsun sem var grundvöllur að til- löguflutningi mínum á síðasta aðal- fundi KEA, að umræðan um eig- endavæðinguna verði útvíkkuð til félagsmanna og út fyrir stjórnina. Eiríkur kaupfélagsstjóri áréttaði sömu afstöðu á deildarfundi Akur- eyrardeildar KEA 2. nóvember sl. Þar sýndi hann líka að hann skilur þennan vanda ákaflega vel og veit að ef félagsmenn KEA ganga ekki hratt til verka við að vista eignina hjá einstaklingum þá er eins víst að reksturinn fari í þrot og að þá muni félagið hrynja. Stefni á hinn bóginn í einhvers konar Brunabótafélags- vitleysu, með uppsafnaðri eign án tengingar við eigendur, þá kann löggjafinn að neyðast til að láta sig málið varða. Aðgerðir núna og næstu ár í iyrsta lagi er mikilvægt að hafa í huga að KEA hefur markað þá stefnu að þrengja svið starfseminn- ar frá því sem áður var. Að nokkru hefur verið unnið í því að selja eignir og starfsemi sem ekki tengist sterk- ari sviðum félagsins. Þessari vinnu á að halda áfram og hraða henni. Ég tel tímabært að selja Hótel KEA og Brauðgerð KEA og allar þær hús- eignir sem ekki er þörf á iyrir þá starfsemi sem eftir verðm-. Stofnað hefur verið hlutafélag um sjávarút- veginn, Snæfell, sem hefur nokkum veginn þekkt markaðsvirði og ekki þarf sérstakan undirbúning til að selja. Það á tafarlaust að gera. Hlutafélagavæðing og eignaskipti Kaupfélags Eyfirðinga taka tíma, - etv. allt að tvö ár. Miðað við það sem ég hef fylgst með afkomu og tilvistarvanda KEA tel ég eftirfarandi röð að- gerða líklegasta til að geta skapað sátt um þá niðurstöðu sem virðist óumflýjanleg. 1. Selja allar eignir og starfsemi sem mögulegt er að vera án þegar til eignaskipta kemur milli sviða fé- lagsins. 2. Selja Snæfell h/f sem er í 93% eigu KEA. 3. Nota þá fjármuni sem losna með sölu eigna til að greiða niður skuld- ir móðurfélagsins. 4. Skilgreina fimm svið í rekstri fé- lagsins. 1) Mjólkursamlag, 2) Kjöt- vinnslu (sláturhús), 3) Bygginga- vörur og rekstrarvörur (raflagnir og fóðurvörur), 4) Iðnaðarsvið (Sjöfn, Kaffibrennslu) og 5) Versl- unarsvið (apótek). Framkvæma skýr eigna- og skuldaskil milli þessarra sviða og breyta þeim í hlutafélög sbr. fyrirliggjandi tillög- ur stjórnar. 5. Ekki er skynsamlegt að stofna eignarhaldsfélag um eign í hlutafé- lögum (sbr. tillögur stjórnar) en vista á þess í stað hlutabréf í þess- um nýju fýrirtækjum hjá þeim ein- staklingum sem geta gert tilkall til að vera viðurkenndir sem réttir eigendur KEA. 6. Að þeim tíma liðnum sem þarf til að vista allar eignir KEA hjá ein- staklingum þá er eðlilegt að slíta félaginu. Það er miklu forsvaran- legri leið en að láta reksturinn sigla í þrot og enda með gjald- þrotaskiptum og tilheyrandi eigna- tjóni og það er algerlega óviðun- andi niðurstaða að lenda í svipuðu ástandi og fyrir er hjá Brunabóta- félaginu og Samvinnutryggingum þar sem allt stefnir í að Alþingi þurfi að skerast í leikinn. Þessi verkefni sem hér er skipt í sex liða aðgerðaplan munu þurfa amk. tvö ár tU að ganga yfir og talsvert lengri tíma til að komast í endanlegt foim. Þau ki-efjast mik- illar vinnu og margvíslegra samn- inga til að sætta hina ólíku hags- muni, útfæra lögformlega viður- kenndar leiðir og rannsaka allar hliðar málsins. Umfram allt er nauðsynlegt að opna skapandi um- ræðu sem leitt getur til viðunandi niðurstöðu án þess að yfir nokkurn verði gengið eða mikilvægir hags- munir fyrir borð bornir. Nánar mun ég fjalla um það verkefni í næsta hluta. Að skapa sátt milli ólíkra hagsmuna Ég hef áhuga á að taka þátt í umræðunni um framtíð KEA af fullri einurð með það að leiðarljósi að leita sátta mUli þeirra þrennra meginhagsmuna sem ég tel mestu skipta. Þar er í fýrsta lagi um að ræða hagsmuni framleiðenda mjólkur og kjötvara. Þeir hafa með viðskiptum sínum lagt grundvöll að eign og arði - sem ekki hefur skUað sér í stofnsjóðsmyndun eða arð- greiðslu síðustu árin. Þessa eign verður að tryggja. Framleiðendum síðustu t.d. 10-25 ára er hægt að skapa aðgang að eign sinni eða for- kaupsrétt (á lágmarksgengi td. 1:1000) á hlutabréfum í mjólkur- samlagi annars vegar og í kjöt- vinnslu (sláturhúsi) hins vegar. Þessi svið þurfa að vera aðskilin vegna mismunandi hagsmuna og mismunandi viðskiptamanna, en gætu engu að síður runnið saman sem sjálfstæð fýrirtæki í náinni framtíð. Þótt stofnsjóður MSKEA hafi illu heilli verið greiddur út þá eru aðgengilegar upplýsingar um viðskiptaveltu innleggjenda sem má nota til að reikna út skilgreinda ávísun á td. forkaupsrétt í nýju hlutafélagi. Sama gildir um upplýs- ingar varðandi viðskipti við Slátur- hús. Oeðlilegt er að vista alla fyrir- liggjandi eign í mjólkur- og kjöt- vinnslu hjá fýrrverandi framleið- endum. Einhvern umtalsverðan hluta væri hugsanlegt að vista á næstu 4-6 árum hjá komandi inn- leggjendum sem ættu þá forkaups- rétt að hlutabréfum í samræmi við viðskiptaveltu sína. Þannig mundu þeir sjá sínum hagsmunum borgið ef arðurinn af starfseminni gengi til þeirra í þessu formi og síðan áfram þaðan af í formi arðs af hlutafé. í öðru lagi er um að ræða hags- muni B-hlutabréfaeigenda sem í góðri trú fjárfestu í bréfum í von um eðlilega eða góða ávöxtun fjár- muna sinna. Þeirra hagsmuni má hiklaust tryggja með því t.d. að gefa þeim kost á að nýta forkaups- rétt hlutabréfa í skilgreindum hlut- föllum á móti stofnsjóðseigendum í samræmi við eign sína og sam- þykktir á þeim tíma sem eigna- skipti eiga sér stað eftir því sem hlutfall stendur milli A- og B-sjóða félagsins. Þriðji hópurinn er síðan almenn- ir félagsmenn um lengri og skemmri tíma. Stofnsjóðirnir hafa lagt tiltekinn grunn að eignaávísun eða forkaupsrétti og þá eign verð- ur að viðurkenna. Það er líka mikil- vægt að tryggja tiltekna hagsmuni viðskiptamanna næstu ára, skapa möguleika á arði af viðskiptum og um leið að skapa þarna eitthvert jafnvægi sem menn fást til að una við. Hugsanlega mætti gera það með því móti að í stað arðgreiðslna til félagsmanna mundi viðskipta- velta þeirra skráð á viðskiptakort sem mundi gefa þeim rétt til tiltek- ins forkaupsréttar á hlutafé á vild- arkjörum. Eignarhald í mismunandi fyrirtækjum Það er mikilvægt að staðfesta rétt framleiðenda mjólkur og kjöts til þeirrar eignar sem hefur mynd- ast í Mjólkursamlagi og Kjöt- vinnslu umfram okkur hin sem ekki höfum tekið þátt í þeirri við- skiptaveltu. Hlutur handhafa B- hlutabréfa verður líka að fá sér- staka meðferð þannig að þeim gef-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.