Morgunblaðið - 05.12.1998, Page 68

Morgunblaðið - 05.12.1998, Page 68
-»68 LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ ina verður þjónustan hagkvæmari og betri þegar sérleyfin hverfa og samkeppnin eykst. Grundvallaratriðið í markaðshag- kerfinu er írelsi einstaklingsins til að framkvæma það sem hann trúir á, innan ramma þeirra laga og reglna sem gilda á hverjum stað og tíma. Því fyrirferðarminni sem bein inngrip ríkisvaldsins í einstaka rekstrarþætti hagkerfisins eru, því betri verður árangurinn. I flestum vestrænum ríkjum eru í dag til staðar lög og reglugerðir er varða einkaleyfi og vemd hugverka. Veiting einkaleyfis byggist á upp- finningu. Forsenda þess að um upp- finningu sé að ræða er að sú lausn sem einkaleyfið er veitt fyrir sé nýj- ung, eitthvað sem ekki hefur verið gert áður með þeim hætti sem upp- finningin felur í sér. Sá grundvallarmunur er á veit- ingu einkaleyfis og einkaréttar eða sérleyfis að einkaleyfi er veitt á grundvelli hlutlægra skilyrða sem sett eni í almennum lögum, byggt á alþjóðlegum samningum og viðmið- unum um hvað telst einkaleyfis- hæft. Hinsvegar er einkaréttur eða sérleyfi veitt af ákveðnum aðila á ákveðnu svæði til afmarkaðs verk- efnis sem einkaréttar- eða sérleyfis- veitandinn ræður yfir innan síns svæðis. Hvað margumrætt gagnagrunns- frumvarp varðar er réttara að tala um veitingu einkaréttar eða sérleyf- is en einkaleyfis til handa þeim aðila sem fær réttinn til uppbyggingar grunnsins. Með veitingu einkarétt- ar eða sérleyfis væri rekstraraðilan- um ti-yggð ákveðin einokunarað- staða á viðskiptalegri nýtingu þeirra upplýsinga sem færðar eru inn í grunninn. I þessu sambandi hefur hinsvegar vaknað sú spuming hvort vera kunni að veiting einka- réttar eða sérleyfis í þessu tilviki, stangist á við samkeppnislög inn- lend eða alþjóðleg. Virðast menn ekki á einu máli í því efni, sem vek- ur upp spurningar um áhættuna af því fyrir hugsanlegan sérleyfishafa að fá leyfið og geta átt á hættu að lenda í málaferlum vegna þessa í framtíðinni. Ljóst er að uppbygging gagna- grunns samkvæmt frumvai'psdrög- unum felur ekki í sér uppfmningu heldur er hér fyrst og fremst verið að fjárfesta í uppbyggingu upplýs- inga, sem liggja fyrir, með þekktri aðferðafræði. Það að hugsanlega kunni að verða til á grundvelli gagnagrunnsins uppfmningar sem gætu verið einkaleyfishæfar er allt annað mál og á ekki að blanda inn í þessa umræðu. Sumir vilja líkja uppbyggingu gagnagrunnsins við rannsóknir og þróun í lyfjaiðnaði og telja að því frumkvæði sem þeir aðilar sýna, sem eru reiðubúnir að taka að sér þetta verkefni, megi líkja við rann- sóknir og þróun í lyfjaiðnaði sem oft á tíðum leiðir til veitingar einkaleyf- is. Ýmsir þessara aðila telja eðlilegt að þeir sem taka að sér þetta viða- mikla verkefni njóti verndar vegna kostnaðar við verkefnið og þess áræðis og frumkvæðis sem í því felst að leggja út í það. Lyfjafyrirtæki fá ekki einkaleyfi á að ráðast í tilteknar rannsóknir. Þau geta hinsvegar sótt um einkaleyfi ef niðurstöður rannsókna þeirra fela í sér uppfmningu. Með einkaleyfum geta lyfjafyrirtæki síðan tryggt stöðu sína fyrir viðkomandi aðferða- fræði og áhrif þeirra lyfja sem þau þróa, í ákveðinn tíma. Það gerist hinsvegar oft að á einkaleyfistíman- um koma fram lyf frá öðrum lyfja- fyrirtækjum gegn sama sjúkdómi, sem vinna gegn sjúkdómseinkenn- unum með öðrum hætti og brjóta því ekki í bága við einkaleyfið sem veitt hafði verið. Jafnvel kunna hin nýju lyf að fela í sér möguleika til veitingar einkaleyfís sem ekki þarf að brjóta í bága við það einkaleyfi sem áður hafði verið veitt til lækn- inga á sama sjúkdómi. Þau rök að eðlilegt sé að veita sérleyfi vegna uppbyggingar gagnagrunnsins, vegna kostnaðar við hann, fá því ekki staðist ef verkefnið er borið saman við rannsóknir og þróun í lyfjaiðnaði, því þai' þurfa fyrirtæki að íjárfesta í rannsóknum og þróun í DAG eru margir þeirrar skoð- unar að félagslega markaðshagkerf- ið, eins og við þekkjum það innan flestra OECD ríkjanna, skili þegn- um sínum bestum lífskjörum og lífs- gæðum. Markaðshagkerfið ein- kennist af því að ríkisvaldið lætur markaðinn um viðskiptin, en beinir sjónum sínum að setningu laga og ___reglugerða, þar sem almennar leik- reglur viðskiptalífsins eru settar. Michael Porter hefur skrifað mik- ið um þessi mál og nýtur alheims- virðingar fyrir viðhorf sín. í grófum dráttum má segja að inntak kenn- inga hans sé að flestar tegundir op- inberra afskipta af einstökum mál- um í viðskiptalífinu geri meira ógagn en gagn. Hann telur stjórn- völd ekki geta stýrt samkeppnis- hæfni þjóða, heldur aðeins haft áhrif á hana. Oftar en ekki leiði af- skipti stjórnvalda til þess að virkni markaðarins bjagast. Hann telur meginhlutverk stjórnvalda vera að standa vörð um samkeppnisskilyrð- in, stuðla að afnámi hafta og sér- tækra einokunarskilyrða, einka- væða og efla framleiðni. Hann telur mikilvægt að íyrirtæki byggi sam- keppnisyfirburði sína á framleiðni en ekki sértækri vemd. Einungis þannig muni þau ná afburðaárangri á alþjóðlegum mörkuðum. Við Islendingar þekkjum áhrif einokunar og sérleyfa á lífskjör okkar frá því hér á öldum áður og framundir það síðasta. Þróunin hjá okkur hefur verið í þá átt að draga úr lögvernduðum inngripum ríkis- valdsins í viðskiptalífið. Það eru ekki mörg ár síðan Póstur og sími hafði sérleyfí á því að leyfa fólki að tala í síma. Það sérleyfi er nú smátt og smátt að víkja og sjálfsagt dytti engum í hug að veita Landssíman- um aftur sérleyfi og ég efast um að stjómendum hans þætti eðlilegt að hann fengi það aftur. Landssíminn eins og aðrir sem misst hafa sér- leyfin sín hefur lifað þetta af og það er ekki nokkur vafi á því að í heild- t I r m ' * ■;:,ú Aðventusunnudagur í Hellisgerði 6. desember Dagskráin hefstkl.15.00. Töfrandi kynnir: Skari skrípó. • Botnleðja. • Sigurvegarinn í Höfrungi '98 - hæfileikakeppni grunnskólanna í Hafnarfirði. • Unglingahópur Fríkirkjunnar syngur. • Hugvekja unglings. • Hellisbúinn. • Valið atriði úr Höfrungi '98. • Danshljómsveitin Land og Synir. Komið tímanlega. Næg bílastæði í miðbænum. Nánari upplýsingar um dagskrá í Riddaranum, Upplýsingamiðstöö Hafnarfjarðar, Vesturgöfu 8, sími 565 0661. Velkomin á slóð gaflarans: www2.hafnarfj.is FjÖRÐUR - miðbœ Hafnarfjarðar Jola handverksmarkaður í dag, laugardag 5. desember kl.11.00-16.00. >•»*» SPARISJOÐUR HAFNARFJARÐAR RAFVEITA HAFNARfJARÐAR HAFNARFJARÐARHÖFN BUNAÐARBANKINN I .K'jLbr- HAFNARFIRÐI v//Ml mga L Landsbanki íslands Bankl allra landsmanna HÓPBÍLAR hf. V m ' AÐ SKJÓTA SIG í FÓTINN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.