Morgunblaðið - 05.12.1998, Side 78

Morgunblaðið - 05.12.1998, Side 78
78 LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens ©Associated Newspapers, Ltd. 11.. Dist by Trlbune Meaia Services, Ina All rights reserved. Ljóska Smáfólk U)E 5AW YOU 5TANPIN6 IN FRONT OF OURl'ANIMAL CLINICl MOM 15 THE VET HERE..5HE SAID, ‘‘THAT P06 D0E5N'T LOOK WELL.. BRIN6 HIM IN HERE.." IT'S TOO BAP D06S CAN'T TALK..IF YOU COULD TALK,YOU COULP TELL ME HOW YOU FEEL, ANP WHAT YOU'RE THINKIN6.. DIDANYBOPYTAKEMY ° MICKEY M0U5E 5HOE5? Við sáum þig standa fyrir framan Það er verst að hundar geta ekki tal- Tók einhver Mikka-mús-skóna Dýraspítalann ... mamma er dýra- að ... ef þú gætir talað gætirðu sagt mína? Iæknirinn hér ... sagði hún, þessi mér hvernig þér liði, og hvað þú hundur lítur ekki vel út... komdu með hugsaðir ... hann hingað inn. BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sfmi 569 1100 • Símbréf 569 1329 Slysagildran Gullinbrú? Frá Magnúsi Jónssyni: MIÐVIKUDAGINN 24. nóvember síðastliðinn varð 13 ára piltur fyrir bifreið á Gullinbrú og slasaðist al- varlega. Þetta hefði aldrei þurft að gerast ef rétt hefði verið staðið að fram- kvæmdum við brúarsmíðina. Þarna ei-u teknir í sundur tveir göngu- stígar og ekki boðið uppá neina aðra leið en það að taka lífið í eigin hendur og reyna að hlaupa yfir eina umferðarþyngstu götu á Is- landi. I gegnum mína vinnu sem verktaki veit ég að alltaf er dýrt og erfiðleikum háð að hafa gangandi umferð um vinnusvæði svo engin hætta sé á slysum vegna fram- kvæmda, en sú aðferð sem notuð er þarna er hreinlega óafsakanleg. „í - upphafi skildi endirinn skoða.“ Það liggur í augum uppi að þegar Grafarvogurinn var brúaður hefði verið skynsamlegast að brúa hann með einni fjögurra akreina brú í staðinn fyrir það klúður sem nú, nær 15 árum síðar, er verið að reyna að laga. Þegar haft er í huga að til hefur staðið í fleiri mánuði að hefja fram- kvæmdir hefði mátt byrja á því að hugsa um þá umferð sem er um umrætt svæði og hvernig mætti halda henni að mestu óbreyttri. En það var einfaldlega ekki gert, eng- um af þessum sprenglærðu hönn- uðum datt í hug að fólkið, sem fer hjólandi eða gangandi til vinnu sinnar eða í heimsóknir eða sér tO heilsubótar um þessa göngustíga, þarf skyndilega að fara yfir eina af hættulegustu götum heims vegna þess að engum datt í hug að gera neitt! Eg fór þarna sjálfur við upp- haf framkvæmda og spurði verka- mann þar hvort ég kæmist ekki yf- ir og svarið var , jú, en það er lok- að“. Eg sá ekki ástæðu þá til þess að spyrja hversvegna, en ég gat með smá tilfæringum gengið með reiðhjól gegnum vinnusvæðið þeirra og það án þess að tefla sjálf- um mér í hættu eða trufla neinn. Þeim, sem bjóða út verk á veg- um hins opinbera, ber skylda til að liðka eins og hægt er fyrir allri um- ferð um vinnusvæðið. Sú aðferð sem notuð er, það er að banna alla gangandi og hjólandi umferð, ber vott um fádæma lélega verkkunn- áttu þeirra sem að hönnun standa og algert skilningsleysi lögregluyf- irvalda á ábyrgðarhlutverki sínu gagnvai’t almenningi, að frátöldu skeytingarleysi verktaka á vinnu- stað, sem telur að hann geti bara lokað vinnusvæði sínu án tillits til þess hvar hann er að vinna. Eg efast ekki um að ef ætti að brúa Lækjargötuna fyndist ein- hver leið til að halda gangbrautum opnum á meðan á framkvæmdum stæði, þetta er bara spurning um vilja. Með von um að þeir sem málið varðar láti nú verkin tala og hindri með því að atburður í líkingu við þann sem varð 24. nóvember sl. endurtaki sig. MAGNÚS JÓNSSON, verktaki, Logafold 49, Reykjavík. Fýsilegur geisladiskur Frá Braga Benediktssyni: GEISLAPLATA Jóns Kr. Ólafs- sonar, Bíldudal, kom fyrir almenn- ingssjónir 22. ágúst 1997. Eg keypti hana nýverið og lögin á henni eru sérlega skemmtileg og ljóðræn og Jón Kr. og félagar hans flytja þau einstaklega smekklega. Undanfarna daga, þegar dag- skrá sjónvarpsins hefur verið léleg og ég ekki talið hana þess virði að fylgjast með henni, þá hef ég sett geislaplötu hans á fóninn og haft af því mikla ánægju að hlusta á hana. Þessi geislaplata er í alla staði þannig úr garði gerð, að hver sá sem á hana hlustar, hlýtur að hafa af því ánægju og sálarbót. Ég hvet því alla þá, sem hafa yndi af söng fallegra íslenskra ljóða eftir merka höfunda að fjárfesta í umræddri plötu. Flutningstími ljóðanna er samtals 42:06 mínútur og eru þau 16 talsins. Meðal efnis á plötunni eru lög eins og „Haustkvöld í skógi“, Tóndeleyo, Kvöldkyrrð og Unaðs- bjarta æskutíð, svo eitthvað sé nefnt. JÓN Kr. Ólafsson söngvari. Ég óska Jóni Kr. Ólafssyni, söngvara á Bíldudal, innilega til hamingju með þessa ágætu plötu og vænti þess, að fleirum þyki hún fýsileg en mér. SÉRA BRAGI BENEDIKTSSON, Reykhólum. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.