Morgunblaðið - 13.01.1999, Síða 19

Morgunblaðið - 13.01.1999, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1999 19 BANDALAG VOLVO OG FIAT Markaðir (Milljónir dollara 1997) Saia 23.229 Hagnaður 1.310 Starfsmenn 79.050 Markaðsvirði 11.921 Skipting framleiðslu Markaðir Hlutfall af heildarsölu (1997) Aðrir 12% Ítalía 38% Rómanska- Ameríka 15% Baaa (Milljónir dollara 1997) Sala Hagnaður Starfsmenn Markaðsvirði 50.554 1.372 239.457 10.838 Evrópa 35% Heimild: Hoover Skipting framleiðslu Volvo í Svíþjóð hefur staðfest að fram fari viðræður um samvinnu við Fiat Hlutfall af heildarsölu (1997) Aðrir 14% Svíþjóð 11% Hlutfall af heildarsölu (1997) Annað 21% Fólksbílar 52% Vörubílar 27% N-Ameríka 28% Evrópa 47% Hlutfall af heildarsölu (1997) Annað 28% Fólksbílar 51% Verslunar-, landbúnaðar- og bygg.iðnaðartæki 21 % ;B Volvo staðfestir fAuglýsing um fasteignagjöld í Reykjavík árið 1999 Álagningarseðlar fasteignagjalda í Reykjavík árið 1999 verða sendir út næstu daga ásamt gíróseðlum vegna fyrstu greiðslu gjaldanna og umsóknareyðublaði vegna greiðslu gjalda með boðgreiðslum á greiðslukortum. Gjöldin eru innheimt af Tollstjóranum í Reykjavík, en einnig er hægt að greiða gíróseðlana í næsta sparisjóði, banka eða á pósthúsi. Fasteignagjöldin skiptast í fasteignaskatt, lóðarleigu, sorphirðugjald, vatnsgjald og hol- ræsagjald. Tekjulágir elli- og örorkulífeyrisþegar sem fengu lækkun á fasteignaskatti og holræsa- gjaldi á liðnu ári, fá einnig að óbreyttu lækkun þeirra liða fyrir árið 1999 að teknu tilliti til tekjuviðmiðunar. Framtalsnefnd mun yfirfara framtöl lífeyrisþega þegar þau liggja fyrir, væntanlega í mars- eða aprílmánuði. Urskurðar hún endanlega um breytingar á fasteignaskatti og hol- ræsagjaldi hjá þeim er eiga rétt á henni samkvæmt þeim reglum sem borgarstjórn setur, sbr. 4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga ásamt 87. gr. vatnalaga nr. 15/1923 með áorðnum breytingum. Verður viðkomandi tilkynnt um breytingar, ef þær verða. viðræður við Fiat Tekjuviðmiðun vegna fasteignaskatts og holræsagjalds fyrir árið 1999 er eftirfarandi samkvæmt samþykki borgarráðs frá 15. desember 1998: Stokkliólmi. Reuters. VOLVO hefur staðfest að fyrirtækið eigi í viðræðum við Fiat, en leggur áherzlu á að viðræðurnar séu aðeins liður í víðtæki’i úttekt á framtíðar- möguleikum þess. „Við höfum rætt við nokkra aðra bílaframleiðendur," sagði Per Lojdquist upplýsingastjóri, en nefndi enga og neitaði að ræða við- ræðurnar við Fiat nánar. Verð hluta- bréfa í Volvo lækkaði um 7,50 sænskar krónur í 223 kr. Bréfín hafa hækkað um 40% á einum mánuði vegna sögusagna um samruna eða samstarfsaðila á við Ford eða Fiat. Ford ákjósanlegri? Sérfræðingar telja að líkur á sam- komulagi hafí aukizt við staðfesting- una, en að Fiat sé ef til vill ekki bezti samstarfsaðilinn. Með samvinnu við fjöldaframleiðslufyrfrtæki eins og Fiat kunni Volvo að reynast erfitt að halda því áliti sem fyrirtækið njóti fyi-ir gæði, en það sé nauðsynlegt fyrh- áframhaldandi velgengni vax- andi vörubíladeildar þess. „Ford væri betri samstarfsaðili í augum þeirra sem hafa Volvo vörumerkið í hávegum,“ sagði aðalsérfræðingur Aragon Securities, Hakan Persson. Volvo stendur vel í Norður-Evr- ópu og Fiat í Suður- og Mið-Evrópu. Fyrirtækin mundu því bæta hvort annað upp, en Volvo mundi hagnast meir á samvinnu við Ford vegna þess að fyrirtækið mundi fá aðgang að öflugu markaðs- og dreifingar- kerfí í Bandaríkjunum, þar sem það hefur innan við 1% markaðshlutdeild á fólksbílamarkaði en 12% á vöru- bílamarkaði. Sænskir sérfræðingai' telja ólík- legt að fólksbíladeildin verði seld, en hún er metin á 40 milljarða sænskra króna, því að það mundi skaða vöru- bíladeildina sem nýtur góðs af áliti því sem Volvo nýtur fyrfr gæði og öryggi. Flestir búast við stofnun sameign- arfélags Volvo og stæi-ri framleið- anda, sem mundi auka möguleika á sparnaði og gera fyi-irtækinu kleift að fjárfesta í vörubíladeildinni. Sala vörubíladeildar jókst um 26% í 45,04 milljarða s.kr. fyi-stu níu mánuðina í fyrra, en sala fólksbíla jókst um 6% í 73,9 milljarða s.kr. Olíufélög kanna samruna London. Reuters. OHÁÐU brezku oh'u- og gasfyrir- tækin Lasmo plc og Enterprise Oil plc kanna möguleika á samruna og þróun í átt til aukinnar samþjöppun- ar í olíugeiranum heldur áfram. Fyrirtækin leggja áherzlu á að málið sé á frumstigi og ekki sé víst að samruni verði að veruleika. La- smo kveðst ræða við flefri aðila og Enterprise leggur áherzlu á að um undfrbúningsviðræður sé að ræða. Ef Lasmo og Enterprise samein- ast verður stærsta óháða orkufyrir- tæki Evrópu komið á fót. Fyrirtækið mun ná til margra þróunarlanda og nýrra markaða, þar á meðal Alsírs, að sögn Sunday Telegraph. Viðræður Lasmo og Enterprise hófust um miðjan desember vegna lækkandi olíuverðs. Fyrirtækin könnuðu fyrst leiðir um samvinnu til að draga úr kostnaði, en beindu smám saman athyglinni að mögu- leikum á samruna. 100% lækkun: Einstaklingar með (peninga) tekjur allt að ........kr. 860.000 Hjón.............................................kr. 1.205.000 80% lækkun: Einstaklingar með (peninga) tekjur frá kr. 860.000 til kr. 950.000 Hjón..............................kr. 1.205.000 til kr. 1.310.000 50% lækkun: Einstaklingar með (peninga) tekjur frá kr. 950.000 til kr. 1.045.000 Hjón .............................kr. 1.310.000 til kr. 1.475.000 Til að flýta fyrir afgreiðslu geta þeir sem ekki fengu lækkun á sl. ári sent framtalsnefnd umsókn um lækkun ásamt afriti af skattaframtali 1999. Framtalsnefnd er til viðtals alla miðvikudaga milli kl. 16.00 og 17.00 á 11. hæð Aðalstrætis 6, frá 13. janúar til 28. aprfl nk. Á sama tímabili verða upplýsingar veittar í síma 552 8050, alla þriðjudaga kl. 13.00 til 15.00. • Gatnamálastjóri, Skúlatúni 2, veitir allar upplýsingar varðandi álagningu og breytingar á sorphirðugjaldi í síma 567 9600 og í bréfsíma 567 9605. • Vatnsveita Reykjavíkur, Eirhöfða 11, veitir þær upplýsingar sem snerta álagningu og breytingar vegna vatnsgjalds í síma 569 7000 og í bréfsíma 567 2119. • Fjármáladeild, Ráðhúsi Reykjavíkur, gefur upplýsingar um álagningu annarra fasteignagjalda og breytingar á þeim í síma 563 2062 og í bréfsíma 563 2033. Gjalddagar ofangreindra gjalda umfram kr. 5.000,- fyrir árið 1999 eru: 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní og 1. ágúst. Gjalddagi gjalda undir kr. 5.000 er 1. maí. Borgarstjórinn í Reykjavík, 11. janúar 1999.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.