Morgunblaðið - 13.01.1999, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1999 45
BRÉF TIL BLAÐSINS
KIRKJUSTARF
Heilnæmt svar við
skrifum Víkverj a
Frá Kjartani Ólafssyni:
VÍKVERJI skrifaði um ókosti ís-
lenska gi-ænmetisins laugardaginn
9. janúar sl., þar sem m.a. var dregið
í efa að framleiðsla okkar íslendinga
væri samkeppnishæf við innflutt
grænmeti. Það er misskilningur að
íslensk garðyrkja telji íslenska
grænmetið vera „hið besta í heimi“.
Við teljum okkar framleiðslu ein-
faldlega betri en þá sem flutt er til
landsins. Slíkt hið sama gera 85,5%
íslenskra neytenda (skv. könnun Fé-
lagsvísindastofnunar Háskóla Is-
lands okt. 1994). Það er hins vegar
umhugsunarvert hvort íslenskir
neytendur séu ekki búnir að svara
því hvort íslenskt grænmeti sé það
besta í heiminum, enda eykst neysla
á íslensku grænmeti hröðum skref-
um ár hvert.
Helstu ástæður þess að íslenskir
tómatar eru betri en innfluttir enr:
1. Samkvæmt skynmatsprófun-
um Matvælarannsókna Keldnaholti
reyndust íslenskir tómatar hafa
meira tómatabragð (ekta einkenn-
andi bragð) en þeir innfluttu. Biturt
bragð og aukabragð fannst oftar í
þeim erlendu. íslensku tómatarnir
töldust einnig vera safaríkari. Skyn-
matshópurinn var þjálfaður sérstak-
lega áður en prófanirnar fóru fram.
Staðhæfingar um bragðdeyfð og
óhentugleika til matargerðar eru því
út í hött.
2. íslenskir tómatar fara styttri
leið frá plöntunni til neytenda og eru
því ferskari og heilnæmari en þeir
innfluttu. Þeir erlendu einfaldlega
roðna meira vegna fjarlægðar frá ís-
lenska markaðinum.
3. Rannsóknir hafa sýnt að ís-
lenskir tómatar innihalda meira
magn lýkópens en þeir sem fluttir
eru inn til landsins. Lýkópen inni-
heldur andoxunarefni sem hafa fyr-
irbyggjandi áhrif á krabbamein.
4. Islenskir tómatar eru ekki
klórþvegnir til að útrýma meindýr-
um, hreinsa af þeim eiturefni og ná
glansandi áferð.
5. íslenskir tómatar eru ekki
geislaðir til að lengja geymsluþol
þeiiTa. Með geislun er örverugróðri
á yfirborði tómatanna eytt.
6. Eiturefni eru ekki notuð við
ræktun íslenski-a tómata, hvorki
meindýra- né sveppalyf.
7. Hreint og ómengað vatn er
notað við ræktun íslenska gi-ænmet-
isins, ekki vatn sem er margnotað
og inniheldur óæskileg efni.
8. Kolsýra, sem notuð er við
ræktun í gróðurhúsum og plöntur
nota við ljóstillífun, er unnin úr jarð-
gufu. Jarðgufan kemur úr borholu á
Hæðarenda í Grímsnesi, en kolsýi-u-
framleiðsla sem þessi er einsdæmi í
heiminum. Erlendis er olíu brennt
til að framleiða kolsýi-u og við
brennsluna myndast aukaefni sem
eru óæskileg fyiir plönturnar. Auk-
in kolsýra er nauðsynleg þegar
gi-ænmeti er ræktað með raflýsingu.
Islenskir grænmetisframleiðend-
ur vilja bjóða íslenskum neytendum
upp á ferskt og heilnæmt grænmeti
ræktað við bestu hugsanlegu að-
stæður allan ársins hring, en ein af
aðalforsendum lengri ræktunartíma
er að raforkuverð verði lækkað í átt
til stóriðjutaxtans sem þýðir u.þ.b. 1
kr/kWst. Þá kemst Víkverji kannski
í hóp með þeim tæplega 90% Islend-
inga sem vilja íslenskt grænmeti.
Gleðilegt heilnæmt grænmetisár.
KJARTAN ÓLAFSSON,
formaður Sambands garðyi-kjubænda.
ESTEE LAUDER
Auðveld leið til að
öðlast fallegri húð
Fjögur einstök tilboð á húðumhirðuvörum frá Estée Lauder.
Háþróaðar vörur sem færa húð þinni allt sem hún þarf:
Styrkingu, vörn, fituhemlun, Ijóma.
Hvert tilboð inniheldur það sem nauðsynlegt er til að öðlast
fallega húð: Næringarkrem, andlitsvatn og hreinsi í hentugri
snyrtitösku. Komdu í næstu Estée Lauder- verslun og fáðu að vita
hvaða tilboð uppfyllir óskir þínar.
Hygea Kringlunni,
Snyrtivöruverslunin Glæsibæ,
Sara Bankastræti,
Hygea Laugavegi,
Hygea Austurstræti,
Lyfja Lágmúla,
Lyfja Setbergi,
Snyrtistofan Maja, Bankastræti,
Snyrtistofan Hrund, Grænatúni,
Gullbrá Nóatúni,
Amaró, Akureyri,
Apótek Keflavíkur.
Safnaðarstarf
Áskirkja. Starf fyrir 10-12 ára
börn kl. 17.
Bústaðakirkja. Opið hús fyrir aldr-
aða kl. 13-17.
Dómkirkjan. Hádegisbænir kl.
12.10. Orgelleikur á undan. Léttur
málsverður á kirkjuloftinu á eftir.
Grensáskirkja. Opið hús fyrir eldri
borgara kl. 14-16. Biblíulestur,
samverustund, kaffiveitingar.
TTT-staif (10-12 ára) kl. 16.30.
Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir
foreldra ungra barna kl. 10-12. St-
arf fyrir 9-10 ára kl. 16.30. Starf
fyrir 11-12 ára kl. 18.
Háteigskirkja. Mömmumorgunn
kl. 10-12. Kvöldbænir og fyrirbæn-
ir kl. 18.
Langholtskirkja. Ihugunar- og
fyrirbænastund kl. 18.
Laugarneskirkja. Fundur
„Kirkjuprakkara" (6-9 ára börn) kl.
14.30. Fundur TTT (10-12 ára) kl.
16. Fundur æskulýðsfélagsins (13-
15 ára) kl. 20.
Neskirkja. Mömmumorgunn kl.
10-12. Kaffi og spjall. Ungar mæð-
ur og feður velkomin. Kaffí og
spjall. Opið hús fyrir eldri borgara
kl. 15-17. Athugið breyttan tíma.
Fáum góðan gest frá annarri sókn
sem mun létta okkur lund um
stund. Verið velkomin. Umsjón
Kristín Bögeskov, djákni. Bæna-
messa kl. 18.05. Sr. Frank M. Hall-
dórsson.
Seltjarnarneskirkja. Kyrrðar-
stund kl. 12. Söngur, altarisganga,
fyrirbænir. Léttur hádegisverður í
safnaðarheimilinu.
Árbæjarkirkja. Félagsstarf aldr-
aðra, opið hús í dag kl. 13.30-16.
Handavinna og spil. Fyrirbæna-
guðsþjónusta kl. 16. Bænarefnum
er hægt að koma til presta safn-
aðarins. TTT í Ártúnsskóla kl. 16-
17.
Breiðholtskirkja. Kyi-rðarstund kl.
12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir-
bænir. Léttur málsverður í safnað-
arheimilinu á eftir. „Kirkjuprakk-
arar“ starf fyi-ir 7-9 ára börn kl. 16.
TTT starf fyrir 10-12 ára kl. 17.15.
Æskulýðsstarf á vegum KFUM og
K og kirkjunnar kl. 20.
Fella- og Hólakirkja. Helgistund í
Gerðubergi á fimmtudögum kl.
10.30.
Grafarvogskirkja. KFUK fyrir
stúlkur 9-12 ára kl. 17.30-18.30.
Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar
kl. 10-12. Sarf fyrir 10-12 ára kl.
16.30.
Kópavogskirkja. Starf með 8-9 ára
börnum í dag kl. 16.45-17.45 í safn-
aðarheimilinu Borgum. Starf á
sama stað með 10-12 ára (TTT) kl.
17.45-18.45.
Seljakirkja. Fyrirbænir og íhugun
kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir vel-
komnir. Tekið á móti fyrirbæna- *
efnum í kirkjunni og í síma
567 0110. Léttur kvöldverður að
bænastund lokinni.
Vídalínskirkja. Foreldramorgunn
kl. 10-12.
Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir
eldri borgara kl. 14-16.30. Helgi-
stund, spil og kaffi.
Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðar-
stund í hádegi í kirkjunni kl. 12-
12.30. Æskulýðsstarf, eldri deild
kl. 20-22 í minni Hásölum.
Landakirkja Vestmannaeyjum.
Kl. 12.05 bænar- og kyrrðarstund í ,
Landakirkju. Kl. 20.30 biblíulestur
í KFUM og -K húsinu. KI. 20 verð-
ur fundur á vegum eldri deildar
KFUM & K í samnefndu húsi við
Kirkj ubæj ar br autina.
Kletturinn, kristið samfélag.
Bænastund kl. 20. Allir velkomnir.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía.
Súpa og brauð fellur niður. Bíblíu-
lestur kl. 19.30. Ath. breyttur tími,
ræðumaður Dai-yl Ericson skóla-
stjóri ICI biblíuskólans. Krakka-
klúbbur kl. 19.30. Allir hjartanlega
velkomnir.
hefst fimmtudag kl. 10.00
Nýtt kortatímabil
UNLIMITED
UGAVEGI 95-97; SÍMI 552 18
KRINGLUNNI, SIMI 581 1944