Morgunblaðið - 13.01.1999, Síða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Húsbréf
Innlausnarverð
húsbréfa
Innlausnardagur 15. janúar 1999.
1. flokkur 1991: Nafnverð: Innlausnarverð:
1.000.000 kr. 1.947.082 kr.
100.000 kr. 194.708 kr.
10.000 kr. 19.471 kr.
3. flokkur 1991: Nafnverð: InnLausnarverð:
1.000.000 kr. 1.732.528 kr.
500.000 kr. 866.264 kr.
100.000 kr. 173.253 kr.
10.000 kr. 17.325 kr.
1. flokkur 1992: Nafnverð: Innlausnarverð:
5.000.000 kr. 8.532.020 kr.
1.000.000 kr. 1.706.404 kr.
100.000 kr. 170.640 kr.
10.000 kr. 17.064 kr.
2. flokkur 1992: Nafnverð: Innlausnarveró:
5.000.000 kr. 8.398.122 kr.
1.000.000 kr. 1.679.624 kr.
100.000 kr. 167.962 kr.
10.000 kr. 16.796 kr.
1. flokkur 1993: Nafnverð: Innlausnarverð:
5.000.000 kr. 7.734.235 kr.
1.000.000 kr. 1.546.847 kr.
100.000 kr. 154.685 kr.
10.000 kr. 15.468 kr.
3. flokkur 1993: Nafnverð: Innlausnarverð:
5.000.000 kr. 7.016.895 kr.
1.000.000 kr. 1.403.379 kr.
100.000 kr. 140.338 kr.
10.000 kr. 14.034 kr.
1. flokkur 1994: Nafnverð: Innlausnarverð:
5.000.000 kr. 6.841.500 kr.
1.000.000 kr. 1.368.300 kr.
100.000 kr. 136.830 kr.
10.000 kr. 13.683 kr.
1. flokkur 1995: Nafnverð: Innlausnarverð:
5.000.000 kr. 6.450.227 kr.
1.000.000 kr. 1.290.045 kr.
100.000 kr. 129.005 kr.
10.000 kr. 12.900 kr.
1. 2. og 3. flokkur 1996:
Nafnverð: Innlausnarverð:
1.000.000 kr. 1.212.057 kr.
100.000 kr. 121.206 kr.
10.000 kr. 12.121 kr.
Innlausn húsbréfa fer fram hjá íbúðalánasjóði, í bönkum,
sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og liggja þar einnig
frammi upplýsingar um útdregin húsbréf
íbúðalánasjóður
| Suðurlandsbraut 24 | 108 Reykjavfk | Sími 569 6900 | Fax 569 6800
í DAG
Fyrirspurn
EG var að hlusta á út-
varpsþáttinn Víðsjá á Rás
1 sl. mánudag. I þættinum
var vitnað í Stein Steinarr
og byrjað að lesa upp úr
„Tímanum og vatninu“ en
svo var því hætt. Langar
mig að fá að vita hvers
vegna því var hætt.
Utvarpshlustandi.
Auglýsum ekki
verðmæti eiturlyfja
í FRÉTTUM sl. daga af
eiturlyfjasmygli í Vest-
mannaeyjum hafa frétta-
menn lagt áherslu á
hversu mikil verðmæti hafi
verið í þessum eiturlyfjum.
Finnst mér ekki rétt að
vera að auglýsa þetta
svona, það getur orðið til
þess að fólk freistist til að
verða sér út um skjótfeng-
inn gróða.
Gömul kona.
Sljörnustríð -
Star Wars
ER einhver sem getur út-
vegað bókina Stjörnustríð
(Star Wars) eftir George
Lucas. Upplýsingar hjá
VELVAKAMII
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Ólöfu í síma 588 4469 eða
588 4465.
Hver kann
vísuna?
SÓLVEIG hafði samband
við Velvakanda og er hún
að leita að einhverjum sem
kann vísuna sem byrjar á:
Hatturinn og húfan
hittust eina stund.
Þeir sem kunna þessa
vísu geta haft samband við
Sólveigu í síma 565 8665.
Hækkum launin
BJÖRGVIN hafði sam-
band við Velvakanda og
finnst honum að hækka
ætti laun stai’fsmanna
Reykjavíkurborgar um
meira en 3,6%, það þurfi
að minnsta kosti 2% meiri
hækkun því fólk lifi ekki af
þessum launum.
Mokum snjó
og höfum ljós
VELVAKANDI vill minna
fólk á að hreinsa snjó og
klaka af tröppunum hjá
sér og hafa logandi ljós við
útidyr til að auðvelda
blaðburðarfólki starf sitt.
Tapað/fundið
Gleraugu týndust
GLERAUGU, svört plast-
gleraugu, týndust sl. laug-
ardag. ÞeiiTa er sárt
saknað. Finnandi hafi sam-
band í síma 581 3966 eða
897 0766. Fundarlaun.
Hjólkoppur týndist
í miðbænum
HJÓLKOPPUR af Benz,
suðusúkkulaðibrúnn og
merktur G-1037 týndist í
miðbænum í síðustu viku.
Finnandi hringi í síma
553 1053 á kvöldin.
Myndavél í óskilum
í Kópavogi
MYNDAVÉL fannst á
nýársdag við Smára-
hvammsveg nálægt blokk
númer 8. Upplýsingai’ í
sima 564 1367 eftir kl. 20.
Svartur Stússy-jakki
týndist
SVARTUR Stússy-
dúnjakki týndist á Kaffi
Thomsen sl. laugardag.
Skilvís finnandi hafi sam-
band í síma 554 3003.
Lítil svört gleraugu
týndust
FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ
8. janúar týndust svört
smá gleraugu á veitinga-
staðnum 22 á Klapparstíg.
Finnandi vinsamlega hafið
samband við Hrafnhildi í
síma 561 1353 eða
861 6421. Fundarlaun.
GSM-sími týndist í
miðbænum
SVARTUR Motorola
GSM-sími týndist að-
faranótt sunnudags í
miðbænum. Skilvís finn-
andi hafi samband í
síma 552 3372.
Dýrahald
Svört og hvít læða
í óskilum
ÞAÐ hefur köttur verið að
flækjast á Kárastígnum
síðan í sumar. Það er svört
og hvít læða, frekar lítil.
Hún var fyrst með rauða
hálsól sem er týnd núna.
Vonandi kemur eigandinn
og vitjar hennar sem fyrst.
Upplýsingar í síma
552 6049.
SKAK
msjoii illargeir
I’étursson
STAÐAN kom
opnu móti í Linares
á Spáni sem nú
stendur yfir. C.S.
Gokhale (2.335) var
með hvítt en Bolog-
an (2.580), Molda-
viu, hafði svart og
átti leik.
31. - Rg2! (Hindrar
hvíta kónginn í að
flýja í gegnum el
reitinn. 32. Kxg2
gengur nú alls ekki
vegna 32. - Hh2+
33. Kgl-Hhl+34.
Kf2 - Dh4+ og mát
í næsta leik) 32.
Hgl - Hh2 33. Kfl
upp a
- Dh3 34. Bd2 - Re3+ 35.
Kel - Dh4+ og hvítur gafst
upp.
Rússarnir Drejev og
Svetúsjkin eru efstir með
fjóra vinninga. Helgi Ólafs-
son keppir á mótinu og
hafði hlotið tvo vinninga að
loknum fjórum umferðum.
SVARTUR leikur og vinnur
ÞESSAR duglegu stúlkur héldu hlutaveltu og söfnuðu
kr. 4.262 til styrktar Neistanum, styrktarfélagi hjart-
veikra barna. Þær heita Sólveig Björk Ásmundsdóttir,
Hildur Eva Ásmundsdóttir og Helga Hafdis Gunnars-
dóttir.
Víkverji skrifar...
SKÁLMÖLD sú sem ríkti fyrstu
skólaviku nýs árs í Hagaskóla,
vegna sprengjuæðis örfárra nem-
enda og fjöldarefsinga skóla-
stjórnenda í kjölfarið er vonandi á
enda. Víkverja finnst dapurlegt þeg-
ar unglingum á mótunarskeiði og
skólastjórnendum lýstur saman með
þeim hætti sem gerðist í Hagaskóla í
liðinni viku. Víst er að allur sá frétta-
flutningur, sem varð af skotsýning-
um Hagabúa, var einungis til þess
fallinn að verka eins og olía á eldinn.
Nemendur sem kennarar og skóla-
stjórnendur færðust í aukana - nem-
endur héldu áfram að sprengja og
eyðileggja skólann sinn langt fram á
föstudagskvöldið síðasta og skóla-
stjórinn blés af bæði árshátíð og
skíðaferð alls skólans.
XXX
EGAR hér var komið sögu
fannst Víkverja rétt að staldra
við, að hugsa um hvað hafði gerst í
þessum skóla, sem hingað til hefur
farið einkar gott orð af og íhuga
hvort ekki hefði verið fært að grípa
til annarra agaún-æða en þeirra sem
gert var. Vissulega er það fáránlegt,
að skólastjórnendur skuli ekki leng-
ur hafa yfir viðurlögum gegn aga-
brotum að ráða, eins og þeim að
víkja nemendum tímabundið úr
grunnskóla vegna alvarlegra brota.
Það að skólastjórnendum skuli gert
vegna stjórnsýslulaga að gefa for-
svarsmönnum hins brotlega unglings
kost á andmíelum, með fresti i 15
daga, áður en hugsanlega kemur til
þeirrar tímabundnu brottvikningar
úr skóla sem að var stefnt, gerir
slíka brottvikningu gjörsamlega
marklausa og gagnslausa sem tæki
til þess að halda uppi aga í skóla.
Refsing við alvarlegu agabroti i
grunnskóla verður að eiga sér stað
þegar í stað, til þess að hún hafi for-
varnargildi gagnvart öðrum nem-
endum og sé um leið sanngjörn refs-
ing. Ef til refsingarinnar kemur eftir
tvær til fjórar vikur er tilefni refs-
ingarinnar með öllu gleymt, ekki
satt?
XXX
AÐ MÖRGU leyti telur Víkverji
því að skólastjórnendum sé
nokkur vorkunn, þegar þeim er
ætlað það hlutverk að halda uppi aga
og reglu og skila sínu lögbundna
hlutverki, að uppfi’æða æskuna sam-
kvæmt námskrám grunnskólanna,
en hafa um leið verið sviptir úrræð-
um til þess að bregðast við og taka á
alvarlegum agabrotum. En þetta er
bara ein hlið málsins, því Víkverji
telur að skólastjórnendur í Haga-
skóla hafi því miður verið mjög
skammsýnii’ og beinlínis heiftúðugir,
þegar þeii+a fyrstu viðbrögð við al-
varlegum agabrotum innan við tíu
unglinga úr Hagaskóla voru þau að
svipta á sjötta hundrað nemendur
skólans tilhlökkuninni af því að eiga
árshátíð skólans og skíðaferðalag í
vændum. Jafnframt er ekki endilega
víst að það sé refsivert athæfi að
hafa stjörnuljós, hurðasprengjur eða
froska í skólatöskunni - eða hvað?
Ennfremur er Víkverji ekkert endi-
lega sannfærður um að fyllilega hafi
verið farið að lögum, þegar kennarar
og skólastjórnendur Hagaskóla tóku
upp á sitt eindæmi ákvörðun um að
leita í öllum skólatöskum nemenda.
Hvað með friðhelgi einkalífsins? Get-
ur ekki verið að svona leit flokkist
sem innrás í einkalíf?
XXX
ER ÞAÐ einhvem tíma réttlátt að
refsa öllum fjöldanum fyrir af-
glöp fárra? Er slík afstaða ekki vís-
asti vegurinn til þess að hleypa öllu í
bál og brand? Hvers vegna í ósköp-
unum ættu á sjötta hundrað ungling-
ar í Hagaskóla, sem ekkert hafa af
sér gert, að hafa skilning á því að
þeir hafa verið sviptir því, sem oftast
er hápunktur félagslífs grunnskóla
ár hvert - árshátíð og skíðaferðalag?
Er ekki verið að koma kolröngum
skilaboðum til krakkanna? „Þótt ég
hafi hagað mér vel og ekkert gert af
mér, er mér samt sem áður refsað.
Ergó: Það borgar sig ekkert sér-
staklega að vera góður og haga sér
vel,“ gæti verið þankagangur krakk-
anna sem saklaus urðu fyrir þessari
sviptingu.