Morgunblaðið - 13.01.1999, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1999 47
I DAG
Árnað heilla
fT/\ÁRA afmæli. í dag,
OUmiðvikudaginn 13.
janúar, verður fimmtug
Kristjana Björg Gísladótt-
ir, Kirkjubraut 9, Njarðvík.
Hún og eiginmaður hennar,
Ólafur Eggertsson, taka á
móti gestum á Hótel
Kristína Njarðvík, föstu-
daginn 15. janúai' milli kl.
20-23.
BRIDS
llmsjún (iuúinunilui'
l'áll Arnarson
„GLÆSILEGA spilað,
makker; en því miður er
þetta botn. Það er 460 og
490 út um allan sal.“
Suður gefur; enginn á
hættu.
Norður
* 73
V 82
♦ D10943
* D1083
Vestur Austur
♦ DG852 * K96
V K103 V G9754
♦ 82 ♦ 765
+ 965 *K4
Suður
AÁ104
VÁD6
♦ ÁKG
+ ÁG72
'Vestur Norður Austur Suður
— —■ — 2 lauf
Pass 2 tíglar Pass 2 grönd
Pass 3 grönd Allir pass
Suður hafði sannarlega
spilað vel til að tryggja
níu slagi og 400 í dálkinn.
En þar sem keppnis-
formið var tvímenningur,
uppskar hann ekki annað
en botn og hæðnisglósur
frá makker.
Vestur kom út með
spaðafimmu, fjórða
hæsta, og austur fékk að
eiga fyrsta slaginn á
spaðakóng. Spaðanían
kom næst, sem gaf til
kynna leguna í spaðalitn-
um. Þar með lá ljóst fyrir
að spilið myndi tapast eft-
ir misheppnaða svíningu í
laufí eða hjarta. En sagn-
hafi sá leið að níu slgöum
án þess að svína spili.
Hann drap á spaðaás, tók
AK í tígli og sendi vestur
svo inn á spaða. Þegar
vestur hafði tekið bókina
á spaðann, lagði suður
stoltur upp: „Það er sama
hverju þú spilar, ég á
restina."
Þetta hefði verið flott ef
vestur hefði átt báða
kóngana. En þar eð lauf-
kóngurinn var réttur allan
tímann, fengu hugmynda-
snauðari sagnhafar fjóra
slagi á lauf og ellefu í allt.
Sumir fengu meira að
segja tólf slagi með því að
taka fyrst slagina á láglit-
ina og senda svo vestur
inn á spaða í lokastöðunni
til að spila frá
hjartakóngnum.
En hver sagði að brids
væri réttlátt spil?
BRUÐKAUP. Gefin voru
saman 15. ágúst í Ytri-
Njarðvíkurkirkju af sr.
Baldri Rafni Sigurðssyni
Margrét Jóna Þórhallsdótt-
ir og Sigurður H. Jónsson.
Heimili þeirra er að Hæð-
argötu 12, Reykjanesbæ.
BRUÐKAUP. Gefin voru
saman 31. maí í Ytri-
Njarðvíkurkirkju af sr.
Baldri Rafni Sigurðssyni
Birgitta Mause og James
Mause. Heimili þeirra er í
Bandaríkjunum.
Með morgunkaffinu
Ast er
duett
TM Reg. U.S. Pat. Off. — all rights re
(c) 1998 Los Angeles Times Syndicate
GASTU vakið pabba þinn?
HÖGNI HREKKVISI
/z ýiann uiUaeymct,_ga/r>iar kassaki/itt -
anir cg fitfa, upp gcunta. o/ago.."
COSPER
EF þú sæir það sem liggur á skrilborðinu fyrir framan
mig, þá myndirðu skilja hvers vegna ég þarf að vera
áfram á skrifstofunni.
STJÖRIVUSPA
eftir Fránces llrake
STEINGEIT
Aímælisbarn dagsins: Þú
eit framtakssamur og þoiir
að taka skaplega áhættu.
Þú ert vinur vina þinna.
Hrútur *
(21. mars -19. apríl)
Þú þarft að temja þér að
virða skoðanir annarra og
vera sveigjanlegur, því mála-
miðlun er oftast eina færa
leiðin til samkomulags.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Áætlanir þínar ná ekki fram
að ganga. Þær eru einfald-
lega of dýi'ar. Sættu þig við
það og enga eftirsjá, því önn-
ur tækifæri bíða þín.
Tvíburar ^
(21. maí - 20. júní) AA
Þú hefur þurft að vinna lang-
an vinnudag, en nú er mái að
linni. Taktu þér tíma fyrir
sjálfan þig og sinntu þeim,
sem þér standa næst.
Krabbi
(21. júnl - 22. júlí)
Það gengur ekki að þú hafir
allt á hornum þér, bæði við
ástvini og vinnufélaga. Taktu
þér tak og viðurkenndu stað-
reyndir með bros á vör.
Ljón jN
(23. júlí - 22. ágúst)
Þér finnst engu likai'a en ein-
hver sé að leggja fyrir þig
sérstakt próf og ert óöruggur
þess vegna. Hertu upp hug-
ann - þú stendur vel fyrir
þínu.
Meyja
(23. ágúst - 22. september) (BSL
Það þarf oft að gera fleira en
gott þykir. Láttu það ekki
bitna á þeim, sem eru í kring
um þig. Lyftu þér svo upp,
þegar málin eru afgreidd.
(23. sept. - 22. október) m
Leggðu þig fram um að leyfa
öðrum að njóta þíns góða
skapferlis. Hláturinn léttir
lífið og lengir það. Ekki veitir
af!
Sþorðdreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Það eru ótrúlega mörg smá-
atriði, sem þú. þarft að af-
greiða til þess að koma
áhugamáli þínu í höfn. Vertu
þolinmóður - það borgar sig.
Bogmaður m ^
(22. nóv. - 21. desember) Jt-Í
Það er einhver deyfð í gangi
hjá þér. Þú þarft að rífa þig
upp og láta hendur standa
fram úr ermum.Annars miss-
ir þú bara af öllum tækifær-
Steingeit
(22. des. -19. janúar) <mií
Gættu þín að taka ekki of
mikla áhættu í fjármálum.
Það er góð regla að hinkra
við og leita ráða, ef einhver
óvissa er uppi.
Vatnsberi .
(20. janúar -18. febrúar) CSm
Þú átt góða möguleika á að
ná takmarki þínu, ef þú sýnir
dugnað og hefur öryggið í
fyiTÚmi. Gættu þess vel að
ganga ekki á rétt neins.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Farðu varlega í að dæma
gjörðir annarra. Allt hefur
sinn tíma og þú færð að ræða
málin, þannig að öll kurl
komi til grafar.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradröl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
gnmni visindalegra sUiðreynda.
BarnaskóUtsala
SMASKOR
í bláu húsi v/Fákafen
Kuldaskór frá kr. 1.990
Moonboots frá kr. 990
skóeEMUD
REYKJAVÍKURVEGI 50 SlMI 505 4275
Lokað í dag
Útsalan hefst á morgun
Allt að 70% afsláttur
■■
Útsala
Allar vörur á útsölu
Allt að 60% afsláttur
SILFURBÚÐIN
Kringlunni, sími 568 9066.
Útsalan
hefst á morgun
Nýtt kortatímabil
VETRAR TILB0Ð
Kuldaskór
Verö: 4.995
ÁÖL!J^6-r09S
Litir: Svartur Stæröir: 41-46
Leðurskór m/gúmmísóla og lambsullarfóðri
DOMUS MEDICA
við Snorrabraut - Reykjavík
Sími 551 8519
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
KRINGLAN
Kringlunni 8-12 - Reykjavík
Sími 568 9212
SAMOÆGURS - 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR
v§> mbl.is
LLTAf= £/TTH\SA€3 NÝT~r