Morgunblaðið - 13.01.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 13.01.1999, Blaðsíða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Forvitnilegar bækur Forvitnilegar bækur Eggert og Hannibal kljást í Frjálsalandi The Friends Of Freeland eftir: Brad Leithauser. títgáfuár 1997. Vintage Books: New York. 508 blaðsíður. Bóksala stúdenta 1607 krónur. „Freeland“ er eyjaklasi ekki langt frá íslandi og Grænlandi. Ibúarnir líta á Islendinga sem aumingja enda hægt að margfalda allar hörmungar sem dunið hafa á Islendingum í gegnum aldirnar með 5 og þá fyrst er farið að nálg- ast það sem Frjálslendingar hafa mátt þola. Þessi þjóð sem höfundurinn hefur búið til er um margt h'k Is- lendingum og með það í huga er bókin mjög skemmtilegur lestur. Sagan er um litla þjóð sem berst við að reyna að skipta máli, vera með og einhvers virði. Eins og all- ar smáþjóðir á hún í tilvistar- kreppu og sveiflast á milli þess að samlagast hinum stóra heimi og ríghalda í einkenni sín. Þungamiðja sögunnar eru tveir vinir, líf þeirra og pólitísk barátta. Hugsjónamaðurinn Hannibal sem hefur verið forseti Frjálsalands í tuttugu ár ákveður að bjóða sig fram enn einu sinni þvert á gefin loforð og gagnstætt vilja flestra. Eggert, hinn óásjálegi og bitri menningarviti, getur engan veg- inn talað vin sinn ofan af þessum áformum og aðstoðar hann því nauðugur viljugur. Samhliða sögunni af þessum heimilislega kosningaslag er saga þessara vina sögð. Það er einmitt þar sem helsta galla bókarinnar er að finna. Þrátt fyrir að þeir vinir séu skemmtilegar persónur fær maður aldrei neina sérstaka samúð með þeim. Gráglettinn tónn sögunnar viðhelst á kostnað þess að lesandanum stendur nokkuð á sama um afdrif sögu- hetjanna. Bókin er því fyrst og fremst skemmtileg og sniðug saga af lífi fólks í litlu landi á hjara ver- aldar. Elsa Eiríksdóttir VINNIE Jones í kvikmynd- inni Lock, Stock and Two Smok- ing Barrels sem varð af- ar vinsæl í Bretlandi. Diskódrottn- ingar og dýrlingurinn Elvis „Rolling Stone, the Seventies“ rit- stýrt af Ashley Kahn. 228 bls. Little, Brown and Company, Boston, árið 1998. Eymundsson. 3.745 krónur. FYRIR þann sem vill sökkva sér í fortíðarþrá er nú bamaleikur að gerast sérfræðingur í áttunda ára- tugnum, þessum tíu árum eins og þau koma poppmenningartímarit- inu Rolling Stone fyrir sjónir í dag.‘ Allt útlit og innihald bókarinnar endurspeglar stfl tímaritsins og sjónarhornið er óneitanlega amer- ískt. Því sem efst var á baugi þar í landi á þessum árum eru gerð góð skil, hvort sem það eru stjórnmál, íþróttir, tónlist eða bíómyndir, tíska eða skemmtanalíf fræga fólksins í Studio 54. Efnið er framreitt á aðgengileg- an og skipulegan hátt. A tímaás eru atburðir hvers mánaðar fyrir sig raktir í tímaröð en sjálfstæðar ítarlegri greinar dýpka skilning lesandans á þeim efnum sem hon- um eru hugleikin. Greinarnar eru sumar skrifaðar nú en aðrar á áttunda áratugnum. Greinahöfundarnir eru margir og koma úr ólíkum áttum, poppstjörn- ur, ljóðskáld, blaðamenn. Þeim er mörgum mjög niðri fyrir, hvort sem efnið er „Nam“ þeirra Banda- ríkjamanna, Nixon eða nýjasta tískan og tónlistin. Frampönk, fijnk og diskó, fæðing hiphopsins og B-stráka. Elvis deyr og er nán- ast tekinn í dýrlingatölu. Starwars. Og enn meiri Nixon. Oftar en ekki er gripið til saman- burðar við þennan áratug sem er að líða og kemur þá margt athygl- isvert í ljós. Watergate breytist í Whitewater og Monicu, glysrokk í Marilyn Manson-gengi og „blax- ploitation“ svertingjalífsstfll í glæparapp dagsins í dag. Allt og ekkert hefur breyst. Fortíðin er nútíðin. Silja Björk Baldursdóttir FREDDIE „útfararstjóri" Foreman og Tony Lambrianou lifa góðu lífi á glæpum fortíðarinnar. Mikil eftirspurn eftir sögum glæpamanna f Bretlandi Þj óðsagnapersónur eftir fangelsisdvölina ÞAÐ virðist vera margt á því að græða að hafa verið glæpamaður í Bretlandi nútímans. Glæpamenn eru orðnir að fjölmiðlastjörnum, gefa út endurminningar sínar, koma fram í spjallþáttum og í sápuóperum í sjónvarpinu. Það virðist sem breskur almenningur geti ekki fengið nægar sögur úr undirheimunum og glæpamenn maka því krókinn. Hinir illræmdu Kray-bræður, Ronnie og Reggie, eru núna búnir að vinna samúð bresks almennings í East End vegna þess að þeir dýrkuðu móður sína, og er þá litið fram hjá dómi sem þeir fengu fyrir morð. Annað dæmi eru þeir Tony Lambrianou og Freddie „útfarar- sljóri" Foreman sem héldu Lund- únum í heljargreipum á sjötta ára- tugnum með glæpastarfsemi sinni og voru samanlagt 33 ár í fangelsi. Þeir segja að fjölmiðlaheimurinn hafi verið eini heimurinn sem stóð þeim opinn þegar fangelsisvistinni lauk. „Þegar ég kom úr fangelsi vildi enginn ráða mig í vinnu. Allir voru skíthræddir við mig,“ sagði Lambrianou í samtali við Reuter- fréttastofuna. Lambrianou skrifaði ævisögu sína, „Inside the Firm“ sem varð metsölubók og stuttu síð- ar fetaði félagi hans Foreman í fót- spor hans og skrifaði bókina „Respect". Þeir eru núna að vinna að nýrri bók í sameiningu sem þeir vonast til að geta selt kvikmynda- réttinn að og að þeir geti jafnvel farið með hlutverk í myndinni. Gömlu „góðu“ daganna minnst Akandi í bláum Mercedes bíl Foremans um götur Peckham í Suður-Lundúnum rifja bófarnir tveir á sextugsaldri upp gömlu staðina frá glæpaárunum. „Þarna er kráin „World Upside Down“ þar sem eitt sinn var háður skotbardagi og einn var skotinn f REGGIE Kray var við jarðarfor bróður síns Ronnie í Lundúnum í mars árið 1995. magann, er það ekki?“ segir Lambrianou. „Nei, það var kráin þarna, „Frog and Nightgown“,“ svarar þá vinur hans að bragði. Lambrianou og Foreman hafa langa sakaskrá. Báðir voru í gengj- um sem rekin voru af fjölskyldum, en slík gengi voru algeng í fátæk- ari hverfum Lundúna á fimmta áratugnum. Eins og ítalska mafían, stunduðu þessi gengi þá starfsemi að innheimta verndarfé af fyrir- tækjum, rændu banka, mútuðu lög- reglunni og stóðu fyrir grimmdar- legum hefndaraðgerðum þegar þeim fannst eitthvað á sinn hlut gert. Foreman, sem lítur út fyrir að vera meinleysisgrey með ugluleg gleraugu og kringlótt, glaðlegt andlit, viðurkenndi í endurminn- ingum sínum að hann hefði tekið þátt í tveimur morðum sem hann hafði verið sýknaður af áður. En samkvæmt breskum lögum er ekki hægt að lögsækja hann tvisvar fyr- ir sama glæpinn. „Lífinu á þessum áram má líkja við algjört stríðsástand," segir For- eman. „Maður skaut bróður sinn og ég gerði það sem ég varð að gera. Ef ég hefði ekki gert það hefði ég glatað allri virðingu glæpaheims- ins.“ Skortur á virðingu gagnvart Kray-bræðrunum endaði í morðinu á glæpamanninum Jack „The Hat“ McVitie. Hann fannst á botni Ermarsunds vafinn vír sem þyngd- ur var með stórum steypuklump- um. Þegar hann fannst sagði eng- inn orð. Samheldnin í „fjölskyld- unni“ var algjör. Labrianou, For- eman og sjö aðrir, þar á meðal Ronnie og Reggie Kray, voru fang- elsaðir án játningar. Það var ekki fyrr en nokkrum árum síðar þegar Reggie Kray játaði að hafa skorið McVitie á háls að hinir sögðu frá atburðinum. Reggie Kray fékk 30 ára dóm og á síðasta ári var um- sókn hans um reynslulausn hafnað. En Labrianou, klæddur tví- hnepptum jakkafötum með Silfur- grátt hárið greitt aftur, horfir með iðrun til baka til áranna sem ein- kenndust af ofbeldi. „Við Iifðum eins og kóngar. Við vorum „Strák- arnir“. En þegar ég lít til baka í dag var þetta líf ekki eftirsóknar- vert. Hvernig geta 16 ár í fangelsi verið góður tími?“ Þjóðsagnapersónur Þrátt fyrir allt vekja sumir fyrr- verandi fangar mikla aðdáun hjá ákveðnum hópum manna. Þegar vinirnir mæta á Carlton Tavern, gamaldags krá í Peckham, sem er teppalögð með rósóttum teppum og myndir frá fimmta áratugnum prýða veggina, er þeim heilsað eins og hetjum af fastagestum staðar- ins. „Glæpasnúðarnir" hittast hérna á hverjum mánudegi og í þeim hópi má sjá menn sem hand- teknir voru fyrir lestarránið mikla 1963 og aðra þekkta glæpamenn. „Við erum orðnar þjóðsagnaper- sónur. Eg kom úr fangelsi og það hafði þegar gerst,“ segir Lambri- anou, sem lætur fara vel um sig við eitt borðið á kránni á meðan ellileg hljómsveit spilar vinsæl lög frá sjötta áratugnum í einu horninu. Foreman sem er í óða önn að háma í sig veitingar á kokk- teilpinnum tekur undir þau orð. „Það getur verið hálf vandræða- legt stundum. Ég fer til dæmis inn í venjulega bökuverslun og af- greiðslumaðurinn neitar að taka við greiðslu fyrir bökuna." Vinirnir telja að vinsældir þeirra megi rekja til þess að glæpir þeirra voru ekki framdir gegn einstak- lingum heldur stórum samtökum. „Það er gömul regla sem segir að maður eigi að láta sitt eigið fólk í friði,“ segir Lambrianou. „En ef stór samtök fá fyrir ferðina, þá er eins og fólk dáist að því á laun.“ Lifað á fortíðinni Á meðan sumir gætu haft ýmis- legt við það að athuga að menn eins og Lambrianou og Foreman lifi í dag á fornri „frægð“ segjast þeir aðeins vera að anna eftirspurn markaðarins. Áhuga fólks á þessu tímabili glæpa í Lundúnum virðist vera hægt að rekja til vinsælla breskra glæpamynda eins og „The Krays“ og nýju myndarinnar „Lock, Stock and Two Smoking Barrels" sem dregur upp mynd af East End glæpagengjunum af hrikalegri nákvæmni. „Maður leikur sitt hlutverk vegna þess að fólk vill sjá mann þannig. Þetta er ekki mitt val, en ég get alveg sætt mig við þessa ímynd,“ segir Lambrianou og yppir öxlum. Stór hópur aðdáenda, þar á með- al margir frægir einstaklingar, þyrptust á götur Lundúnaborgar þegar jarðarför Ronnies Krays fór fram árið 1995. Allir voru þar komnir til að fá að sjá, þótt ekki væri nema augnablik, einhveija af alræmdum vinum Ronnies. Og glæpasnúðarnir klæddir í glæsileg jakkaföt ollu engum vonbrigðum. „Aðdúendurnir hafa búið til hetjur úr okk- ur ofbeldismönnun- um,“ segir Lambri- anou. „Ef þeir vilja kaupa bækurnar okk- ar er það í besta Iagi, en ég segi þeim að gera ekki það sem við höfum gert.“ Þegar Lambri- anou og Foreman yfirgefa krána koma tveir flótta- legir írar til þeirra og biðja um að fá mynd af sér með þeim. „Sérðu hvað ég er að tala um?“ segir Lambrianou.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.