Morgunblaðið - 03.03.1999, Page 2

Morgunblaðið - 03.03.1999, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Utanrflrisráðherra ræðir við Emmu Bonino Sfldartollasamning- ar næstir á dagskrá Morgunblaðið/RAX Á verði í TENGSLUM við væntanlega lausn á þróunarsjóðsmálinu svo- kallaða, sem snúizt hefur um kröf- ur Spánverja um áframhaldandi greiðslur íslands og Noregs í sjóð til styrktar fátækari svæðum innan ESB, verða teknar upp viðræður við fulltrúa Evrópusambandsins um breyttar tollareglur sem gilda um nokkrar íslenzkar afurðir á innri markaði Evrópu, sérstaklega sfld. Þetta var meðal þess sem rætt var á fundi Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra og Emmu Bon- ino, sem fer með sjávarútvegsmál, mannúðar- og neytendamál í fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB), í Brussel í gær. „Við höfum loforð fyrir því hjá ESB að viðræður verði teknar upp um þetta,“ sagði Halldór í samtali við Morgunblaðið. Sagði hann samninga um hagstæðari tollaregl- ur, einkum um sfldarafurðir, vera brýnt hagsmunamál íslendinga, ekki sízt í ljósi þess að nýlega gerðu Færeyingar viðskiptasamning við ESB, sem kveði á um hagstæðari tollareglur en þær sem fslendingar búi við sem stendur. Skilningur á sjónarmiðum Islendinga Halldór sagði hugmyndir sínar um að íslendingar þrýsti á um breytingar á sameiginlegri sjávar- útvegsstefnu ESB - hugsanlega með fulltingi Færeyinga, Græn- lendinga og Norðmanna - hafa bor- ið á góma á fundinum með Bonino. „Hún taldi ekki miklar líkur á því að það yrðu neinar grundvallar- breytingar á sjávarútvegsstefnunni á næstunni," sagði Halldór, en hún skildi vel sjónarmið íslendinga. „Ég hef alltaf talið mikilvægt að slíkur skilningur sé hjá ráðamönnum Evr- ópusambandsins." Halldór benti á, að það væri held- ur ekki í verkahring Bonino að taka ákvarðanir um breytingar á sjávar- útvegsstefnunni; það gerðu aðildar- ríkin. En Bonino hefði tekið fram, að miklar breytingar væru framundan á Evrópusambandinu með stækkun þess til austurs, og sér væri ómögulegt að fullyrða um hvað kæmi út úr því ferli. „Það er ljóst að það er verið að tala um miklar breytingar á [sam- eiginlegu] landbúnaðarstefnunni og sjávarútvegsstefnan verður jafnframt til endurskoðunar á næstu árum,“ sagði Halldór. Þess- ari endurskoðun sjávarútvegs- stefnunnar ætti að ljúka árið 2002 og ýmsar hugmyndir væru uppi í því sambandi, sem sumar sam- rýmdust hagsmunum íslendinga. Ljóst er þó að Spánverjar, sem eiga stærsta fískveiðiflotann í MEIRIHLUTI sjávarútvegsnefnd- ar hefur skrifað undir ályktun sem leggja á fyrir Alþingi þess efnis að hefja skuli hvalveiðar hér við land á grundvelli vísindalegrar ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar. Samkvæmt ályktuninni verður ríkisstjórninni falið að undirbúa veiðarnar þannig að þær geti hafíst sem allra fyrst. Undirbúningurinn á ESB, munu hafa mikið um þessa endurskoðun að segja. Norrænum mannúðar- málahugmyndum vel tekið Þá kynnti Halldór íyrir Emmu Bonino sameiginleg áform Norður- landanna um að efla samstarf á sviði mannúðar- og mannréttinda- mála á vettvangi Evrópuráðsins, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) og ESB. I gær fór fram reglulegur sam- ráðsfundur samstarfsráðherra Norðurlandanna með sendiherrum landanna fímm hjá Evrópusam- bandinu í Brussel og voru mannúð- arsamstarfsáformin ákveðin þar meðal annars. Tilefnið er að í maí tekur ísland við formennsku í Evr- ópuráðinu, Noregur gegnir þetta misserið formennsku í ÖSE og Finnland í ESB síðari helming þessa árs. Tók Bonino mjög vel í þessar hugmyndir og hét stuðningi sínum. meðal annars að felast í því að kynna málstað Islendinga meðal viðskiptaþjóða landsins. Kostnað við kynninguna á að greiða úr ríkis- sjóði. „AJþingi leggur áherslu á óskor- aðan fullveldisrétt Islands við nýt- ingu hvalastofna á íslensku haf- svæði,“ segir ennfremur í þings ályktunartillögu nefndarinnar. HUNDAR gegna ýmsum störf- um, ef ekki smalamennsku þá geta þeir gætt eigna hús- bænda sinna og eru jafnvel sendir í snúninga. Þá eru þeir líka góðir félagar og ósjaldan er þeim gefin nafnbótin „besti vinur mannsins“. Þessi hafði það náðugt við húsdyr á Blönduósi en virtist þó hafa fullan hug á því að láta ekki vaða yfir sig. Meirihluti sjávarútvegsnefndar ályktar Hvalveiðar verði hafnar sem fyrst ^Skrifað undir sölu á Aburðarverksmiðjunni Kaupandi reiði fram 1.257 milljónir í dag SKRIFAÐ var undir samning um sölu á Áburðarverksmiðjunni í land- búnaðarráðuneytinu í gær. Farið var að tillögum einkavæðingar- nefndar og ríkisstjórnar um að taka hæsta tilboðinu frá Haraldi Har- aldssyni. Hann hefur skamman frest til að ganga frá greiðslum og þarf að reiða fram 1.257 milljónir króna fyrir klukkan tvö í dag. Har- aldur vildi í gær engu svara um það hvort hann hefði þegar tryggt sér féð og sagði að það yrði að koma í ljós. Að sögn Haraldar standa átta einstaklingar með misstóra hluti að baki kauptilboðinu, auk hans sjálfs. Það eru Jóhann J. Ólafsson, Gunnar Þór Ólafsson, Þorvaldur Jónsson, Bjarni Kristjánsson, Sigurður Egilsson, Ásgeir Sigurvinsson, Rík- harður Pálsson og Guðjón Oddsson. Stend við gerða samninga Haraldur segist ekki kunna nein- ar skýringar á þeim áhyggjum sem tveir framsóknarþingmenn hafa lýst varðandi framtíð samstarfs um vetnisframleiðslu, sem Áburðar- verksmiðjan á aðild að. „Ég held að menn misskilji málið dálítið. Ég er að kaupa hlutafélag sem er búið að gera samninga við ákveðna aðila. Auðvitað uppfylli ég samninga sem hafa verið gerðir, skárra væri það nú,“ segir Harald- ur. „Vetnið er hliðarafurð við áburð- arframleiðsluna. Ef við höfum við- skiptavini til að kaupa áburð, þá höfum við vetnisframleiðslu. Ef við höfum ekki viðskiptavini til að kaupa áburð, þá höfum við ekki vetnisframleiðslu." Aðspurður hvort hann óttist aukna samkeppni við innfluttan áburð, sem kaupfélagsstjóri KEA hefur spáð, segir hann að áburðar- kaup bænda hljóti að ráðast af því hver bjóði besta þjónustu, gæði og verð. Guðmundur Bjamason, landbún- aðar- og umhverfisráðherra, segir að salan rekist ekki á hagsmuni ný- stofnaðs félags, Vistorku, sem stefnir að rannsóknum á vistvænni orkugjöfum og hugsanlegri fram- leiðslu vetnis í Áburðarverksmiðj- unni. „Ég tel að það gerist ekki frekar en verið hefði með óbreyttri eignar- aðild. Um árabil hefur verið óvissa um rekstur Áburðarverksmiðjunn- ar. Staða hennar hefur fyrst og fremst ráðist af því að hún héldi innanlandsviðskiptunum að mestu og gæti varist innflutningi. Gæti hún ekki keppt í verði eða gæðum við innflutning var óvissa fyrir hendi hver svo sem eignaraðilinn er. Óvissan er áfram fyrir hendi þótt ríkið hafí nú selt hana,“ segir ráð- herra. Stífar viðræður við bændur og umboðsaðila Hann segir að tvo undanfama vetur hafí verið stífar samningavið- ræður við umboðsaðila Áburðar- verksmiðjunnar og fulltrúa bænda um að tryggjá viðskipti við verk- smiðjuna í stað þess að missa við- skiptin til útlanda. „Ég lít ekki svo á að breytingar verði á starfsemi verksmiðjunnar í ljósi yfirlýsinga hins nýja eiganda, sem hafa verið mjög ákveðnar í þessa átt, bæði í fjölmiðlun að und- anförnu og í samtölum við okkur undanfarna daga, um ásetning hans til þess að halda áfram framleiðsl- unni. Aðild Áburðarverksmiðjunnar að Vistorku liggur fyrir. Áburðar- verksmiðjan á hlut í því félagi og nýr eigandi eignast hann ásamt öðr- um gögnum og gæðum verksmiðj- unnar. Hann lýsti yfir fullum vilja til þess við undirskrift samningsins að taka þátt í því félagi eins og Áburðarverksmiðjunni hefði verið ætlað að gera við óbreyttar aðstæð- ur,“ sagði ráðherra. Hann segir að erlendum aðilum í Vistorku hafi verið gerð grein fyrir því að söluferli væri í_ gangi og til þess gæti komið að Áburðarverk- smiðjan skipti um eigendur. Sérblöð í dag m 9émsi Verðlaunakrossgáta ►Þættir íþróttir ► Kvikmyndir Fólk Hálfur mánuður af dagskrá frá miðvikudegi til þriðjudags. € StelftFi 4 mmm Haukur Ingi Meiðsli O’Brien ►í Verinu í dag er sagt frá áformum um aukna rækjuvinnslu í Bolungarvík, góðu Lita- 1 ekki á för- Arnar ekki keppir árferði í sjónum, breytingum á leikur um alvarleg ekki á HM útflutningi á ferskum fiski og góðum B1 B1 B3 aflabrögðum í flest veiðarfæri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.