Morgunblaðið - 03.03.1999, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Háskólinn á Akureyri og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar
Undirbúningur að stofn-
un Háskóla norðurslóða
Morgunblaðið/Kristján
NÍELS Einarsson, forstöðumaður Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar,
og Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, undirrita
samning um samstarf stofnananna.
Þrjú fíkniefnamál komu upp
á tveimur dögum
Alls voru 26
manns kærðir
SKRIFAÐ var undir samning um
samstarf Háskólans á Akureyri og
Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar í
gær en stofnanirnar gerðu með sér
samkomulag um tiihögun samstarfs
um málefni norðurslóða. Þorsteinn
Gunnarsson, rektor Háskólans á
Akureyri, sagði að markmiðið væri
að efla rannsóknir og kennslu á sviði
norðurslóða og sjálfbærrar þróunar.
„Við munum samnýta ýmsa þætti
hjá stofnununum til að ná þessu
markmiði, svo sem bókasafn, að-
stöðu fyrir fræðimenn, húsnæðismál
og fleira. Eg sé fyrir mér mikil um-
svif í kennslu og rannsóknum á sviði
norðurslóða í framtíðinni, en stærsta
málið á þeim vettvangi er að koma á
fót Háskóla norðurslóða sem verður
samstarfsverkefni norðlægra há-
skóla í þeim 8 löndum sem eiga aðild
að norðurskautsráði,“ sagði Þor-
steinn.
Jón Haukur Ingimarsson, sérfræð-
ingur við Stofnun Vilhjálms Stefáns-
sonai', vinnur að undirbúningi fundar
sem haldinn verður í apríl um Há-
skóla norðurslóða, en þar koma sam-
an stjórnarmenn í undirbúnings-
nefnd ásamt fulltrúum frá norrænu
ráðherranefndinni, Evrópusam-
bandsins, Bandaríkjunum og
Kanada. „Stefnan er sú að stofna Há-
skóla norðurslóða formlega á þessu
ári og við væntum þess að kennsla
geti hafist í nokkrum háskólum
haustið 2000. Þetta verður það sem
við köllum háskóli án veggja þar sem
lögð verður áhersla á kennslu á þver-
faglegum sviðum sem tengjast norð-
urslóðum, eða háskólanám í norður-
slóðafræðum,“ sagði Jón Haukur.
Gert er ráð fyrir að nemendur við
Háskóla norðurslóða geti stundað
nám sitt við ýmsa háskóla sem aðild
eiga að honum og einnig að skipti
geti orðið á kennurum.
Vilhjálmssafn í undirbúningi
„Samningurinn við Háskólann á
Akureyri gerir okkur enn frekar
fært að sinna hlutverki okkar í mál-
efnum norðurslóða og efla þátt Is-
lendinga í alþjóðlegu samstarfi sem
snertir sjálfbæra þróun,“ sagði Níels
Einarsson, forstöðumaður Stofnunar
Vilhjálms Stefánssonar. „Við fáum
aðgang að ýmsum björgum innan
veggja háskólans sem nýtast okkur
og gistifræðimönnum á okkar vegum
vel.“
Meðal verkefna sem nú er unnið
að nefndi Níels að í samstarfi við
Bókasafn Háskólans á Akureyri hef-
ur verið korhið upp vísi að sérhæfðu
norðurslóðabókasafni á sviði auð-
lindanýtingar. Þá er stefnt að því að
koma upp Vilhjálmssafni, þar sem
m.a. verður lögð áhersla á að kynna
hvemig arfleifð hans tengist málefn-
um norðurslóða nú um stundir. Þetta
verkefni er unnið í samstarfi við Há-
skólann á Akureyri og Háskólann í
Dartmouth. í næsta mánuði verður
sett upp eins konar vinnusmiðja um
gerð áætlana um sjálfbæra þróun á
norðurslóðum og þá er á vegum
stofnunarinnar unnið að gerð marg-
miðlunarverkefnis um Vilhjálm Stef-
ánsson, þar sem m.a. er verið að
setja dagbækur hans á stafrænt
form til að gera þær aðgengilegri al-
menningi.
Alþjóðleg miðstöð norðurslóða
„Við steftium að því að Akureyri
verði alþjóðleg miðstöð í málefnum
norðurslóða og höfum orðið vör við
mikinn áhuga erlendra samstarfsað-
ila okkar á að tengjast betvu- íslensk-
um fræðimönnum og stofnunum.
Það er góður grundvöllur fyrir ís-
lendinga að taka forystu í ýmsum
málum er tengjast norðurslóðum,
sem er hraðvaxandi málaflokkin-,“
sagði Þorsteinn Gunnarsson.
ATLI Guðlaugsson, skólastjóri Tón-
listarskólans á Akureyri, hefur sagt
upp starfi sínu og mun hann láta af
störfum í lok skólaársins í sumar.
Atli sagði ástæðu uppsagnarinnar
óánægju með kjaramál. Hann sagði
að einnig væri mikil óánægja meðal
kennara skólans. og væru margir
þeirra famir að leita fyrir sér að
öðru starfi.
„Eg hef frá því í maí á síðasta ári
ítrekað óskað eftir viðræðum við
bæjaryfirvöld. Þar á bæ þótti
mönnum ekki ástæða til að ræða
við mig fyrr en ég setti íbúðarhúsið
á sölu en þá var það orðið of seint
TUTTUGU og sex manns á aldrin-
um 15 til 18 ára hafa síðustu tvo
daga verið kærðir vegna fíkniefna-
notkunar og eða sölu á Akureyri.
Tvö fíkniefhamál komu upp á
sunnudag en í kjölfar þeirra komst
rannsóknardeild lögreglunnar á
Akureyri á snoðir um þriðja málið
á mánudag, en upplýsingar bárust
um að ungur maður hefði verið að
bjóða fíkniefni til sölu í bænum.
Lögregla hafði einnig upplýsingar
um viðskiptavini mannsins.
Daníel Snorrason, lögreglufull-
trúi í rannsóknardeild, sagði að í
kjölfarið hefðu 17 manns sem mál-
inu tengdust verið færðir til yfir-
heyrslu og viðurkenndu allir
neyslu fíkniefna. I þeim þremur
málum sem upp hafa komið í bæn-
um á sunnudag og mánudag hafa
því alls 26 manns verið kærðir.
Að sögn Daníels er þetta með
stærri málum sem upp hafa komið,
þ.e. sjaldan hafa jafnmargir verið
teknir á einu bretti og í þetta
skipti.
og ákvörðun mín er endanleg,“
sagði Atli.
Miklar breytingar
og aukið vinnuálag
Atli tók við stöðu skólastjóra í
ágúst 1997 og frá þeim tíma hafa
orðið miklar breytingar á starfsem-
inni, sem kallað hafa á aukið vinnuá-
lag í skólanum. Tónlistarskólinn á
Akureyri er fjölmennasti skóli
landsins, með 450 nemendur í hljóð-
færanámi og um 500 nemendur í
tónlistarforskóla í grunnskólum
bæjarins. Rúmlega 30 kennarar
starfa við skólann.
í tengslum við fíkniefnamálið
fann lögregla þýfi úr innbrotinu í
bókamarkaðinn um liðna helgi, en
þaðan var stolið hljómflutnings-
tækjum, þráðlausum síma og tölu-
verðu magni af geisladiskum. Þýfið
fannst í bíl eins þeirra sem tengj-
ast málinu.
Málum íjölgar og
aldurinn lækkar
„Það er engin spurning að
neysla fíkniefna fer mjög vaxandi
hér en það sem við höfum mestar
áhyggjur af er að aldur neytenda
er alltaf að færast neðar,“ sagði
Daníel, en rannsóknardeild lög-
reglunnar á Akureyri hefur haft af-
skipti af ungmennum allt niður í 14
ára aldur vegna fíkniefnaneyslu. A
árunum 1996-1998 komu upp um
40 fíkniefnamál á ári á Akureyri,
en til samanburðar má nefna að ár-
ið 1994 voru þau 10 og helmingi
fleiri ári síðar eða 20. Það sem af er
þessu ári hafa komið upp 15 fíkni-
efnamál í bænum.
„Tónlistarskólinn heyrir nú undir
sömu skólanefnd og grunnskólarnir
og kennarar skólans eru að kenna
frá leikskólastigi upp í háskólastig.
Við óskuðum eftir því að fá sömu
viðbótargreiðslur og grunnskóla-
kennarar fengu síðastliðið vor en án
árangurs. Það er ólíkt að stjórna
450 nemenda skóla í einu húsi eða
vera með puttana í kennslu 1.000
nemenda úti um allan bæ.“
Atli sagði að um 100 nemendur
væru á biðlista eftir að komast í
nám í skólanum og eftir að tónlist-
arforskólinn fari að virka í grunn-
skólunum verði ásóknin enn meiri.
Mikil óánægja með kjaramál í Tónlistarskólanum á Akureyri
Skólastjórinn segir upp
Atvinnulif á landsbyggðinni og alþjóðavæðing
Þrýstingur verður á
fyrirtæki að sameinast
ALÞJÓÐAVÆÐINGIN mun hafa
áhrif á atvinnulíf á landsbyggðinni,
samkeppni mun aukast, verð á vör-
um og þjónustu lækka og valkostum
fólks um búsetu og starfsvettvang
fjölga. Þrýstingur verður á fyrir-
tæki að sameinast og stækka til að
geta fjármagnað rannsóknir og þró-
un, tæknivæðingu og markaðsstarf.
Þetta kom fram í máli Andra Teits-
sonar, framkvæmdastjóra Þróunar-
félags íslands hf., á hádegisverðar-
fundi Verslunarráðs íslands á Foss-
hótel KEA í gær, en umræðuefni
fundarins var atvinnulífið á lands-
byggðinni og alþjóðavæðing.
„Þegar við veltum því fyrir okkur
hvort of stór fyrirtæki yrðu til við
sameiningu Útgerðarfélags Akur-
eyringa og Samherja eða KEA og
KÞ er hollt að hafa í huga að Volvo
verksmiðjumar í Svíþjóð reyndust
of veikburða til að standast sam-
keppni á alþjóðavettvangi og urðu
að sameinast stærra fyrirtæki,“
sagði Andri.
Andri gerði að umtalsefni að
þekking eða mannauður í fyrir-
tækjum yrðu sífellt mikilvægari
auðlindir en þegar svonefndur
þekkingarstarfsmaður ætti í hlut
þyrfti nýja hugsun í stjómun fyrir-
tækja. Þegar mikil þekking hefur
orðið til á meðal fólks á ákveðnu
sviði er líklegt að upp geti sprottið
arðvænlegur atvinnurekstur, þetta
ætti við um tölvuþjónustu, fjár-
málaþjónustu og framleiðslu og
markaðssetningu matvæla, en það
væri einmitt homsteinn í atvinnu-
lífi í Eyjafirði. Háskólinn á Akur-
eyri væri kjörinn vettvangur til að
ala upp þekkingarstarfsmenn sem
seinna meir myndu leggja sitt af
mörkum til að auka fjölbreytni og
kraft í atvinnulífi við Eyjafjörð.
„Ég tel að uppgangur Háskólans á
Akureyri sé það markverðasta sem
gerst hefur í atvinnumálum við
Eyjafjörð á þessum áratug og á
sama hátt lykilatriði fyrir framtíð-
ina að hann haldi áfram að dafna,“
sagði Andri.
Lækkun ríkisútgjalda vænleg
leið í byggðastefnu
Um það hvort landsbyggðin væri
spennandi kostur fyrir langskóla-
gengið fólk sagði hann að í ljósi þess
hve tiltölulega fáir sneru heim til
átthaganna eftir að hafa stundað
nám í Reykjavík eða í útlöndum
hlytu menn að draga þá ályktun að
fram til þessa að minnsta kosti væri
ekki svo. Inn í það spiluðu tekju-
möguleikar, atvinna maka, framboð
á þjónustu, afþreyingu og menningu
svo eitthvað væri nefnt auk þarfar
fyrir samskipti við fólk sem stundað
hefði nám á sama sviði. „Þess vegna
kann að vera að samfélag þurfi að
vera af ákveðinni stærð til að hald-
ast vel á slíku fólki og Akureyri er
það tvímælalaust," sagði Andri.
Með landsbyggðinni ynnu hins veg-
ar ýmsir þættir, nálægð við náttúru,
minni vegalengdir, færri glæpir og
fleira.
Andri ræddi einnig um upplýs-
ingabyltinguna, ferðaþjónustu, op-
inber umsvif og umhverfismál í er-
indi sínu en á öllum sviðum ætti
landsbyggðin möguleika. Sagði
hann það íhugunarefni fyrir lands-
byggðarfólk hvort lækkun ríkisút-
gjalda væri vænleg leið í byggðar-
stefnu. Slíkt myndi hægja á fjölgun
ríkisstarfsmanna, einkum í Reykja-
vík, en í staðinn yrði hægt að lækka
skatta. Landsmenn hefðu þá úr
meira fé að spila og gætu sett aukið
fjármagn í uppbyggingu atvinnulífs
á eigin forsendum.
' ' ' Morgunblaðið/Kristján
FUNDUR Verslunarráðs um atvinnumál á landsbyggðinui .og al-
þjóðavæðingu var vel sóttur, en hér.sjást nokkrir fundarínanna.
Lítil samfélög standa
yfirleitt vel
Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri Verslunarráðs ís-
lands, taldi að sú lífskjarabylting
sem framundan væri myndi einnig
ná til landsbyggðarinnar, þau nýju
störf sem væru að verða til þyrftu
einnig að verða til á landsbyggðinni.
Sagði Vilhjálmur nauðsynlegt að ná
fleira háskólamenntuðu fólki út á
landsbyggðina og lagði hann
áherslu á að landsbyggðin mætti
ekki einangrast. Nefndi hann að lítil
samfélög stæðu sig yfirleitt vel,
hefðu mikla aðlögunarhæfni og
sveigjanleika. Þá bætti hann við að
miklar breytingar væru að verða á
lífsstíl manna og á því sviði væri
ýmsilegt jákvætt fyrir landsbyggð-
ina, eins og t.d. aukin ásókn fólks í
að búa í smærri og öruggari samfé-
lögum, en aðrar breytingar hefðu
neikvæðari áhrif.
Tækifærin væru til staðar, en
menn yrðu að bretta upp ermamar.
Vandamál sveitarfélaganna væri
ekki allt fólkið sem flytti í burtu,
viðfangsefni þeirra yrði að vera að
ná inn fólki í stað þess sem færi.