Morgunblaðið - 03.03.1999, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1999 21
Bandaríkjamenn herða árásir á skotmörk innan flugbannssvæðanna í Irak
Markmiðið sagt að eyða
loftvörnum Iraka
Bagdad, VVashinglon. Reuters. _____________________
Reuters
BANDARÍSK F-16 orrustuþota í flugtaksstððu
á Incirlik-herflugvellinum í Tyrklandi.
BANDARIKJAMENN hafa stig-
magnað árásir sínar á skotmörk
innan flugbannssvæðisins yfír
norður- og suðurhluta Iraks. I
einni af hörðustu árásum sínum,
síðan loftárásirnar í desember
hófust, vörpuðu
bandarískar her-
þotur yfir 30
sprengjum á loft-
varna-, talstöðva-
og samskiptamið-
stöðvar á mánu-
dag. Hafa írösk
stjómvöld ásakað
B and aríkj am e n n
um að ráðast vís-
vitandi á olíuleiðslur sem liggja um
borgina Mosul frá írak til Tyrk-
lands.
William Cohen, varnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, sagði á
blaðamannafundi eftir loftárásirn-
ar á mánudag: „Flugmönnum hef-
ur verið gefíð aukið svigrúm til að
ákvarða árásir á búnað sem þeim
stafar hætta af. Þeir munu ekki
einungis einbeita sér að skotmörk-
um á borð við loftvarnafallbyssur
eða flugskeyti sem beint er gegn
flugvélum,“ sagði Cohen. „[Flug-
mennirnir] geta nú einnig ráðist á
stjórn- og fjarskiptastöðvar sem
nýtast Saddam Hussein við að
miða út staðsetningu flugvéla
þeirra.“ Hvað árásirnar á olíu-
leiðslur Iraka varðaði, svaraði
Cohen því til að Bandaríkjamenn
hefðu sprengt fjarskiptamiðstöð
nærri Mosul, „sem gæti eða gæti
ekki hafa rofið streymi olíu til
Tyrklands“.
„Takmarkað stríð“
Loftárásir Bandaríkjamanna og
Breta hafa staðið nær sleitulaust
frá því í desember sl. og er tahð að
fjöldi árása síðan þá nemi um eitt
hundrað. Farnar hafa verið nær
daglegar eftirlitsferðir yfir flug-
bannssvæðin sem þekja um 60% af
landssvæði íraks og telja frétta-
skýrendur að ástandinu sé hægt að
líkja við takmarkað stríð sem hafi
það að markmiði að eyða sem
mestu af loftvörnum Irakshers og
þar með getu þeirra til árása.
Bandaríska blaðið Washington
Post hefur það eftir heimildamönn-
um sínum innan varnamálaráðu-
neytisins að aðgerðirnar nú séu
augljós stigmögnun á árásum
bandamanna. Einn heimildamaður
blaðsins sagði að Bandaríkjastjórn
hefði undir höndum lista yfir allar
loftvamir Iraka og hann teldi að
bandamenn beindu herþotum sín-
um vísvitandi nálægt tilteknum
loftvamastöðvum sem þeir vilja
granda. Eftir að Irakar hefðu náð
að miða vélarnar út eða skjóta úr
byssum sínum gerðu herþotur
bandamanna árás.
Rýmkun reglna um það hvenær
og undir hvaða kringumstæðum
árásir em gerðar þýðir, að sögn
blaðsins, að ormstuflugmönnum sé
heimilt að gera árásir á almennar
fjarskiptamiðstöðvar sem þurfi
ekki endilega að vera tengdar
vamarkerfi íraska hersins. Hefur
að sögn blaðsins verið staðfest að
Bandaríkin, Bretland og Tyrkland
hafi undirritað samning, þann
fyrsta sinnar tegundar, um hvemig
staðið skuli tæknilega að loftárás-
um á flugbanssvæðinu. Er sagt að í
samningnum felist að flugmenn
þurfi ekki að fá heimild stjóm-
stöðva á jórðu niðri áður en árás er
gerð.
Nýjar upplýsingar um njósnir
Bandaríkjamanna
Washington Post hefur það eftir
ónafngreindum heimildamönnum
sínum innan bandaríska stjóm-
kerfisins, að bandaríska leyniþjón-
ustan hafi á þriggja ára tímabili
komið fyrir njósnumm og njósna-
búnaði undir því yfirskyni að um
aðgerðir á vegum vopnaeftirhts-
nefndar Sameinuðu þjóðanna
(UNSCOM) hafi verið að ræða.
Var upplýsingum um njósnimar
verið haldið leyndum fyrir Richard
Butler, yfirmanni UNSCOM, og
Svíanum Rolf Ekeus, forvera
Butlers í starfi.
Þetta stangast á við fyrri yfirlýs-
ingar Bandaríkjastjómar sem
sagði í liðinni viku að öll upplýs-
ingaöflun innan íraks hefði verið í
fullu samráði við UNSCOM. Tals-
menn Bandaríkjastjómar sögðu í
gær að bandarísk stjórnvöld hefðu
gert sér grein íyrir þeirri hættu
sem eftirhtsstarfi Sameinuðu þjóð-
anna stafaði af njósnunum. Það
hefði hins vegar verið mat manna
að svo mikið væri í húfi að rétt-
mætt væri að taka þá áhættu.
Viðurkennir
að hafa bar-
ið Anwar
Kuala Lumpur. Reuters.
ABDUL Rahim Noor, fyrrverandi
lögreglustjóri í Malasíu, sagði í
gær við réttarhöldin yfir Anwar
Ibrahim, fyrrverandi fjármálaráð-
herra landsins, að Anwar hefði
móðgað sig og að hann hefði þess
vegna veitt Anwar áverka. Rahim
Noor neitaði hins vegar að hann
hefði barið Anwar að fyrirskipan
Mohamads Mahathirs forsætisráð-
herra. Lét Mahathir hafa eftir sér
eftir þessi ummæli Rahims Noors
að hann væri „ósáttur“ við að lög-
reglustjórinn fyrrverandi skyldi
hafa veitt Anwar áverka.
Þetta er í fyrsta sinn sem Rahim
Noor viðurkennir að hafa lamið
Anwar þegar ráðherrann fyrrver-
andi var færður í fangageymslur
eftir að hafa verið handtekinn í
september á síðasta ári. Kvaðst
Rahim Noor hafa misst stjóm á sér
og lamið Anwar eftir að hinn síðar-
nefndi hafði kallað Rahim Noor
níðyrðinu „hundapabba“.
„Ég vil leggja áherslu á eitt at-
riði,“ sagði Rahim Noor í gær, „ég
lamdi Anwar ekki að fyrirskipan
annarra manna, né fékk ég tilmæli
eða óskir um slíkt, ekki heldur fékk
ég aðstoð við verknaðinn, ekki einu
sinni frá lögregluþjónum undir
minni stjóm og allra síst forsætis-
ráðherranum.“
Mahathir rak Anwar úr ríkis-
stjóm sinni í september vegna
deilna um hagstjóm landsins og
stuttu seinna var Anwar handtek-
inn og ákærður fyrir kynferðis-
glæpi og spillingu. Anwar neitar
öllum sakargiftum.
Rahim Noor, sem lét af störfum
sem lögreglustjóri í janúar, sagði
að Anwar hefði verið með bundið
fyrir augu en standandi þegar Ra-
him Noor gekk inn í fangaklefa
hans eftir handtökuna. „Ég ákvað
strax í byrjun að leysa bindið frá
augum hans. Er ég gerði mig lík-
legan til að leysa það lét Anwar
þessi orð falla „Ni bapa anjing"
[bölvaður hundapabbi]. Ég sá
rautt,“ sagði Rahim Noor. Barði
hann Anwar sem féll þegar í gólfið.
Anwar neitar því að hafa reitt lög-
reglustjórann til reiði.
Bush og
Buchanan
lýsa yfír
framboði
Reuters
FLÓTTAMENN reyna að komast uin borð í
skip í höfninni í Ambon í Indónesíu.
Eyjaskeggjar berast á banaspjót
þrátt fyrir friðarsamkomulag
Ambon. Reuters.
LIK tveggja manna, konu og
karls á fertugsaldri, fundust á
eynni Ambon í Indónesíu í gær
en talið er að tíu manns hafi týnt
lífi í óeirðum þar í þessari viku.
Lögreglan segir 166 manns hafa
látist í róstum á milli kristinna
og múslimskra eyjaskeggja á
Ambon frá upphafi þessa árs.
Andrúmsloft er Iævi blandið á
Ambon. Þúsundir liafa reynt að
flýja eyjuna undanfarna daga.
Allt var með kyrrum kjörum í
Ambon í gær og aftur búið að
opna markaði og verslanir en
borginni var lýst sem draugabæ.
Mikill fjöldi herlögreglumanna
er í borginni en friðarsamkomu-
lag sem var undirritað síðdegis á
sunnudag á milli múslima og
kristinna virtist hanga á blá-
þræði. Óeirðirnar á Ambon eru
þær verstu sem orðið hafa í
Indónesíu í 15 ár. Eyjan Ambon
liggur í 2.300 km íjarlægð austur
frá Jakarta.
Austin, Manchester. Reuters.
REPÚBLIKANARNIR Patriek
Buchanan og George W. Bush
yngri tilkynntu í gær að þeir sækt-
ust eftir útnefningu Repúblikana-
flokksins fyrir bandarísku forseta-
kosningarnar á næsta ári. Nýlegar
bandarískar skoðanakannanir sýna
«ð ef kosið yrði nú, myndi Bush eða
Elizabeth Dole, sem sterklega hef-
ur verið orðuð við framboð, sigra
varaforsetann A1 Gore sem er tal-
inn líklegasti frambjóðandi
Demókrataflokksins.
Þingmenn úr Suður- og Norður-
Karólínu og Connecticut afhentu
Bush stuðningsyfírlýsingar í gær.
Talið er víst að Bush, sem er ríkis-
stjóri Texas-fylkis, njóti mikils
stuðnings innan flokksins. Hafa
t.a.m. margir ríkisstjórar lýst yfir
stuðningi við hann.
Buchanan, sem hefur gert tvær
tilraunir til að hljóta útnefningu
flokksins, er þekktur fyrir íhalds-
samar skoðanir sínar og sagði í til-
efni af framboði sínu að það væri
köllun sín að „ná til baka sjálf-
stæði og fullveldi ríkisins, hreinsa
upp allt sem mengað hefur menn-
ingu okkar og lækna hina amer-
ísku sál“.
Suóurlandsbraut 14
Sfmi S7S 1200
Söludeild 575 1210