Morgunblaðið - 03.03.1999, Page 23

Morgunblaðið - 03.03.1999, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1999 23 Manneskjan og mynd hennar * Listasafn Islands sýnir nú ljósmyndir hol- lensku listakonunnar Inez van Lamsweerde. — Olafur Gíslason, starfsmaður LI, fjallar um listakonuna og verk hennar. LAMSWEERDE hefur vak- ið heimsathygli á allra síð- ustu árum fyrir ljósmyndir sem urðu til upp úr reynslu hennar sem tískuljósmyndari. A sýn- ingunni í Listasafninu eru splunkuný verk, sem Lamsweerde frumsýndi í Matthew Marks Gallery í New York í desember síðastliðnum. Sýningin ber yfirskriftina „EG“ og fjallar á áhrifamikinn hátt um sjálfsvitund og sjálfsímynd og um tengsl myndar og veruleika í samtímanum. Þegar Listasafn íslands fór þess á leit við Inez van Lamsweerde að fá ljósmyndir hennar til sýningar fyrir ári, þá var það á grundvelli mynda sem farið hafa sigurfór um heiminn og fjalla á tvíræðan og vægðarlausan hátt um vald tilbúinna ímynda í sam- félagi okkar; hvernig dyggðum eins og sakleysi, fegurð, kynþokka og kvenleika eða karlmennsku er snúið upp í andhverfu sína með ýktri hlut- gervingu í formi staðlaðra ímynda, sem fylla þann vemleika fjölmiðla- heimsins, sem mótar samtíma okkar í æ ríkara mæli. Þegar okkur bárust síðan sýnishom af væntanlegum myndum Lamsweerde í desember síðastliðnum, sáum við að þessar ný- ustu myndir hennar, sem þá var ver- ið að frumsýna í einum af virtustu listasölum New York-borgar, voru í veigamiklum atriðum frábrugðnar fyrri verkum. Þetta voru portrett- myndir þar sem hinar stöðluðu og sviðsettu ímyndir fjölmiðlaheimsins voru horfnar. Þess í stað sýnir Lamsweerde okkur nú manneskjuna vamarlausa andspænis vægðarlausri linsu myndavélarinnar. Tíu myndir af mannvemm sem allar liggja uppi í rúmi á sama hvíta koddanum. Sjö af fyrirsætunum em svartklæddar, tvær hvítklæddar og ein klædd í bmnu og rauðu. Sjónarhomið er óvenjulegt þar sem horft er niður á fyrirmyndina frá fótagaflinum, eins og til að undirstrika vamarleysi hennar. Það er sjónarhom læknisins við sjúkrabeðinn. Ekkert er gert til að fegra andlitsdrættina, en andlitin virðast smurð með sömu dökkleitu olíunni. Myndbyggingin er sam- hverfa sem minnir á krossfestingu, þar sem andlitið er í brennidepli. I þremur myndanna sést heitur rauð- ur litur í bakgranni ábreiðunnar og í einu tilfellinu sjáum við tvö stúlku- böm sem gætu allt eins verið sam; vaxnir tvíburar með þrjá fótleggi. I flestum myndanna breiðist hárið yfir koddann, og í einu tilfellinu hylur „ÉG“ heitir sýningin í Listasafninu og þar eru myndir, sem Lamsweerde frumsýndi í Matthew Marks Gallery í New York í desember síðastliðnum. hárið andlitið nær alveg. Uppsetning myndanna í sýningarrýminu skiptir líka miklu máli, þar sem þær horfast í augu í kross yfir salinn og mynda innbyrðis samspil, sem gefur til kynna dulin tengsl sem áhorfandinn blandast ósjálfrátt inn í. Myndimar vekja vissa ónotakennd og jafnvel sektarkennd, sem erfitt er að skýra. Það er eins og áhorfandinn sem horfir í gegnum linsu Ijósmyndarans hafi ráðist að persónu þessara ein- staklinga í fullkomnu vamarleysi og sé um leið orðinn þátttakandi í nánu tilfinningasambandi þeirra. Eða hvað merkja þessar undarlegu myndir eiginlega? Nafngiftin ætti kannski að leiða okkur nær svarinu við þessari spumingu. En þegar ljóst er að höf- undur virðist sjá sjálfa sig í öllum persónunum með því að kalla þær „Ég nr. 1-10“, þá virðist svarið kannski enn fjær okkur en fyrr. Hvað veldur því að við fyllumst ónotakennd andspænis þessum myndum? Hvaðan koma sektar- kenndin og sjokkáhrifin sem þær valda? Hugsanlegt væri að leita skýringa á viðbrögðum okkar í eðli þess miðils sem ljósmyndin er, og þá ekki síst í því hvernig ljósmyndin hefur kennt okkur að horfa á veru- leikann og mynd hans. Við höfum lært að líta á ljósmyndina sem eins konar sönnunargagn, að ljósmyndin sýni okkur ótvírætt það sem bar fyrir linsu myndavélarinnar á því augnabliki þegar smellt var af. Að ljósmyndin og viðfangið séu nánast eitt og hið sama, að hún sýni okkur „form veruleikans" með vélrænum hætti. En ef ljósmyndin getur með þessum hætti birt okkur mynd vemleikans, þýðir það þá ekki jafn- framt að hægt sé að líta á veruleik- ann sem mynd? Með öðmm orðum, er manneskjan og mynd hennar eitt og hið sama? Það er meðal annars þessi spuming sem vaknar, og hún er í raun og veru ógnvekjandi, þeg- ar við hugsum til þess valds, sem ljósmyndin hefur í umhverfi okkar. Ef betur er að gáð, sjáum við að þetta eru sviðsettar myndir, per- sónurnar sem þær sýna stilla sér upp í þessa vamarlausu stöðu frammi fyrir linsunni. Umhverfið er líka hluti af þessari sviðsetningu, sem og litanotkun í klæðum og rúmábreiðum. Um leið og við still- um okkur upp fyrir framan mynda- vél emm við að sýnast vera eitthvað annað en við erum „innst inni“. Við tökum þátt í leik sem byggist á táknmáli látbragðsins. I þessum myndum tengist það jafnframt táknmáli hins sviðsetta umhverfis. Þá verður uppsetning sýningarinn- ar og nærvera áhorfandans einnig hluti af táknmáli þessara verka. Upplifun okkar af þessum mynd- um fer eftir því hvernig við skynjum og lesum úr þessu táknmáli. Ef vemleikinn er mynd, þá er hann líka merkingarfræðilegt úrlausnar- efni, bæði fyrir skilninginn og til- finningamar. Hið tvíræða og sjokkerandi eðli ljósmyndarinnar er fólgið í því að hún breytir vemleik- anum í tákn. Því nær sem ljósmynd- in kemur manneskjunni, því meira fjarlægist hún viðfang sitt um leið og hún umbreytir því í tákn. I því er vald ljósmyndarinnar fólgið. Samkvæmt nafngiftunum virðist Lamsweerde sjá sjálfa sig í þessum myndum. Að minnsta kosti ein þeirra mun vera raunvemleg sjálfsmynd hennar, í hinum myndunum munu nákomnir ættingjar hennar og vinir hafa setið fyrir. En þessar myndir sýna ekki vemleikann, heldur tákn- mál sem byggist á vemleikanum. Við getum vissulega, eins og höfundur- inn, reynt að sjá sjálf okkur í þessum myndum. En það er líka hægt að lesa úr þessum verkum vísun til helgi- myndarinnar þar sem hin fljótandi og ístöðulausa sjálfsvitund leitar festu í hlutgerðri og óbreytanlegri ímynd mannsins sem fómarlambs. Svarti liturinn er litur sorgarinnar, rauði liturinn er litur sársaukans og hvíti liturinn er litur sakleysisins og sjúkrarúmsins. Við getum líka séð í þessum myndum hvemig mann- eskjan er krossfest í mynd sinni sem hlutgert táknmál er gerir tilkall til þess að vera staðgengill vemleikans. Kannski stafa sjokkáhrifin og sektar- kenndin af því að við uppgötvum sjálf okkur í hlutverki túlkandans í þess- um leik með myndmálið? KVIKMYNPIR Ilegnbogin n THUNDERBOLT/PI LI HUO Leikstjóri Gordon Chan. Handritshöf- undar Chan, Hing-Ka Chan, Wai- Chung Kwok. Aðalleikendur Jackie Chan, Todd Bryant, Michael-Ian Lambert, Michael Wong, Anita Yuen. 110 mín. Golden Harvest, New Line Cinema. Hong Kong. 1995. SLAGSMÁLAHUNDURINN og sprelligosinn Jackie Chan er orðinn pottþétt söluvara vestan hafs, þökk sé linnulausri markaðs- setningu og batnandi myndum, í samstarfi við risaverin í Hollywood. Þar er komin ástæðan fyrir því að Slagsmál og sprell rykið hefur verið dustað af þessari fjögurra ára gömlu hasardellu, sem stendur nokkuð að baki nýrri myndum stjömunnar. Söguþráður og persónugerð em ekki aðall slagsmálagríns frá Hong Kong. Nokkrir vondir gæjai-, nokkr- ir góðir - með Chan í fai-arbroddi - og sprikl. Að þessu sinn fer Chan með hlutverk biívélavirkjans Chans, fyrmrn kappakstm-hetju. Banda- rískt illmenni kemur því til leiðar að bifvélavirkinn verður að gjöra svo vel og setjast aftur undir stýri, og notar til þess hrottalegar aðferðir. Því miður er þessi afurð ekki í þeim galsafengna slagsmála/djöfla- gangsstíl sem gert hefur myndir hins hnellna Chans að stjörnu víða um heim. Viljandi eða óviljandi er Thunderbolt fullalvarleg og alltof löng. Það er ekki fyrr en eftir miðja mynd að átökin fara inná þá línu sem áhorfendur vilja. Þá kem- ur til sögunnar blaðakona sem breytir yfirbragðinu til hins betra. Thunderbolt er fyrst og fremst fyr- ir aðdáendahóp þessa geðþekka spraðabassa, en ekki líkleg til að bæta við hann. Sæbjörn Valdimarsson I ævintýra- ríkinu MYNDLIST Káðliús Keykjavfkur VATNSLITIll ÆVINTÝRAKLÚBBURINN Til 7. mars. Opið frá kl. 8-19 alla virka daga, og frá kl. 12-18 um helgar. ÖLL upplifun og öll sköpun kemur innanfrá. Svo augljóst er það að við viljum stundum gleyma því að mikilvægi lista er ekki fólg- ið í því að skína í augum annarra heldur skína í eigin augum. Ef til vill þarf Ævintýraklúbb þroska- heftra og fjölfatlaði-a til að koma okkrn’ aftur í skilning um þau hóg- væra sannindi. Þegar meistarinn sagði okkur að elska náungann eins sjálf okk- ur meinti hann einnig að án sjálfs- virðingar ættum við bágt með að virða aðra. Mesti friðarboðskap- urinn og besta friðarvömin virðist þar af leiðandi vera sú starfsemi sem hjálpar okkur jarðarbömum til að öðlast sjálfsvirðingu, því án hennar er allt í hers höndum, í stórn og smáu. I hverri viku sé ég lítinn kunn- ingja minn slást við það eitt að halda jafnvægi. f hvert sinn sem hann hefur erindi sem erfiði skrík- ir hann af kátínu, Arangur hans, þótt afar hægt fari, er mér meira virði en öll metasúpan sem hann Bjami okkar Fel lætur flakka í lok útvarpsfrétta, og er ég þó eklri annað en hlutlaus áhorfandi að baráttu litla mannsins við sín eigin óstýrilátu taugaboð. Það er eins og mig gmni að endist mér aldur eigi ég einnig eftir að skríkja af kátínu þegar mér tekst eitthvað, lúnum og langfomum, sem ég hélt að væri mér ofviða. Og ég veit að þá, samstundis, mun ég enn verða sáttur við guð og menn. Það er þetta sem ég held að geri sýningu Ævintýraklúbbsins að merkustu listsýningu bæjar- ins og er þó ýmislegt áhugavert og spennandi í gangi. Um leið og maður flettir öðra tölublaði Ævintýraklúbbsins á þessu ári og virðir fyrir sér skellihlæjandi meðlimi hans nýtur maður þess dásamlega árangurs sem þeir hafa náð í baráttunni við fötlun sína. Hún blasir við manni á veggjum Ráðhússsalarins í allri sinni ævintýralegu litadýrð. Halldór Björn Runólfsson Tölvur og tækni á Netinu ^mbl.is ALLTAf= e/TTH\SAíD A/ÝT7

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.