Morgunblaðið - 03.03.1999, Qupperneq 26
26 MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Skattalækkun skjót-
virk aðgerð í byggðamálum
ENGIN þjóð í Evr-
ópu glímir við jafn al-
varleg vandamál í
byggðaþróun og við ís-
lendingar. Það er mat
sérfræðinga að þegar
höfuðborgarsvæði eins
lands hefur í sínu um-
dæmi og næsta ná-
grenni 30% íbúanna sé
hættuástand. Miklir
búferlaflutningar valda
rótleysi í þjóðfélaginu.
Hamingjunni er ekki
útdeilt af réttlæti, vald-
hafamir verða að
marka steftiu sem slær
á þróunina og snýr
henni við.
Hér er þróunin sú að 60-70%
þjóðarinnar hefur sest að á höfuð-
borgarsvæði. Sjúkdómsgreiningin
er einfold, borgríkið blasir við. Stór
svæði landsins minna á flótta-
mannabúðir. Auðlindir yfirgefnar,
eignir og ævistarf yfirgefið, fólks-
fæðin í mörgum héruðum slík að
þeir sem fastast stóðu taka ákvörð-
un um að taka sæng sína og flytja í
sæluríkið.
Fólksflutningamir til Kanada í
lok síðustu aldar em okkur óskiljan-
legir og þó, þá flúðu menn örbirgð
og fátækt. Nú em menn að flytja
suður af því þeir vilja dansa þar á
haustballinu vegna þess að þeim
finnst að réttlætið hafi yfirgefið þá
og lífsbaráttan verði léttari og ör-
yggið meira á eftir.
Flestir hafa komið í hið stór-
merka Vesturfarasafn á Hofsósi, í
lok næstu aldar munu einhverjir
setja á stofn flóttann af landsbyggð-
inni. Safnið gæti borið nafnið
„Syndir og afglöp forfeðranna í
Guðni
Agústsson
byggðamálum" eða
„Oldin sem lagði landið
í eyði“.
Þetta er hér sett á
blað vegna þess að þró-
unin er ógnvænleg og
sannarlega spyrja
margir okkur stjóm-
málamenn þeirrar
spumingar: „Þið mein-
ið ekkert með ykkar
tali um aðgerðir í
byggðamálum.“ Von-
leysið setur mark sitt á
heilu héruðin. Nú þarf
nýja og stórhuga
stefnu sem gefur von,
því höfum við fjórir
þingmenn lagt fram
þingsályktunartillögu um aðgerðir
sem fyrst og fremst snúa að ein-
staklingum og fjölskyldum, sérstak-
lega til að jafna og bæta lífskjör á
landsbyggð til samræmis við lífs-
kjör á höfuðborgarsvæðinu.
Sérfróðir menn í byggðamálum
telja að slíkar aðgerðir sem ekki
Byggðaþróun
Stór svæði landsins,
segir Guðni Ágústs-
son, minna á flótta-
mannabúðir.
síst snúa beint að fólkinu hafi
skjótvirkustu áhrifin til að snúa
þróuninni við. Læknisaðgerð sem
kæmi sjúklingnum á fætur á ný og
gæti snúið þróuninni við á næstu
árum. Við nefnum eftirtaldar að-
gerðir í greinargerð tillögunnar:
mars
Strandverðír
teknir upp
í Ástralíu.
Kíkt Bðk
víð tjöldín
til Völu Matt.
Beinar
útsendingar frá
Formula 1.
f Oagskrárblaðlnu þínu.
/ allri sinni mynd!
Nauðsynlegt er að leita allra leiða
til að jafna lífskjör og aðstöðumun
fólks eftir búsetu í landinu. Flutn-
ingsmenn telja að ýmsar aðgerðir í
skattamálum komi til álita og telja
vert að eftirfarandi atriði verði
skoðuð:
1. Persónuafsláttur.
Foreldrar nemenda í framhalds-
skólum fjarri heimili fái að nýta
ónýttan persónuafslátt barna
sinna.
Hjón og sambýlisfólk fái að nota
ónýttan persónuafslátt maka/sam-
býlings að fullu.
íbúai' ákveðinna landsvæða fái
sérstakan persónuafslátt í stað-
greiðslu til viðbótar þeim per-
sónuafslætti sem almennt gildir,
t.d. 160 þús. kr. á ári.
2. Frádráttur frá sköttum.
Frekara tillit verði tekið til kostn-
aðar foreldra vegna náms bama
við framhaldsskóla fjami heimili.
Tekið verði tillit til kostnaðar við
akstur milli heimilis og vinnu-
staðar. Skattalög leyfa ekki slík-
an frádrátt nú en í löggjöf ná-
grannaríkja okkar er að finna
slíkar heimildir. Tekið verði tillit
til þess ef fólk þarf að halda tvö
heimili vegna vinnu sinnar.
3. Eignarskattur.
Við útreikning á eignarskatti
verði tekið tillit til tekna en áður
fyrr var slíka heimild að finna í
skattalögum. Bændur mundu
einkum njóta þessa hagræðis þar
sem talsverðar eignir em bundn-
ar í byggingum til rekstrarins en
tekjur em yfirleitt lágar.
4. Aðrir skattar og gjöld.
Álagning þungaskatts og bif-
reiðagjalda verði endurskoðuð.
Löggjöf um skattalega meðferð
söluhagnaðar í landbúnaði verði
tekin til endurskoðunar.
Skattheimta af flugumferð innan
lands verði tekin til endurskoðun-
ar, t.d. hvað varðar eldsneyti og
flugvallarskatta.
Hugað verði að jöfnun að-
stöðumunar íbúa dreifbýlis og
þéttbýlis með innheimtu mismun-
andi virðisaukaskatts.
Hætt verði við fyrirhugaðar
breytingar á tryggingagjaldi þar
sem gert er ráð íyrir einu gjald-
stigi fyrir allar atvinnugreinar ár-
ið 2000. Til viðbótar mismun eftir
atvinnugreinum mætti hugsa sér
t.d. 2% mun eftir því hvort fyrir-
tæki eru í dreifbýli eða þéttbýli.
6. Annað.
Hugað verði að aukningu hlutar
sveitarfélaga í tekjuskattsstofni,
einkum hjá þeim sveitarfélögum
sem orðið hafa fyrir hvað mestum
búsifjum vegna brottflutnings
íbúa.
Réttur sjálfstæðra atvinnurek-
enda, t.d. bænda og smábátaút-
gerðarmanna, til atvinnuleysis-
bóta verði aukinn og ekki sé gert
upp á milli rekstrarforma fyrir-
tækja.
Byggðamálaráðherra
Ég hef talsvert leitt hugann að því
hvort ekki sé rétt að setja upp
Byggðamálaráðuneyti vegna þessa
stærsta vandamáls í lok aldarinnar.
Byggðamál heyra í dag undir for-
sætisráðuneytið. Það er því í hönd-
um þess manns sem er fyrst og
fremst oddviti og sáttasemjari og
málamiðlari, ekki bara í ríkisstjóm-
inni, heldur oft með þjóðinni. For-
sætisráðherra telst ekki fagráðherra
og hefur vart stöðu til að beita sér í
svo erfiðum málum sérstaklega.
Byggðamálaráðherra bæri sér-
staka ábyrgð og myndi standa vakt-
ina fyrir málstaðinn sem slíkur, það
væru hans ríkustu skyldur og verk-
efni. Ég er ekki, með þessari hug-
mynd, að gagnrýna störf eða skoð-
anir núverandi forsætisráðherra
eða fyrirrennara hans, þeirra starf
er í aðalatriðum annars eðlis. Nú er
runnin upp ellefta stund í byggða-
málum og því þarf aðgerðir sem
snúa beint að fólki og fjölskyldum.
Höfundur cr alþingismaður.
Að þjóna tveimur herrum
í takt við tímann
ÞAKKIR fyrir viðtal
Guðrúnar Guðlaugs-
dóttur blaðamanns við
Herdísi Dröfn Bald-
vinsdóttur um doktors-
ritgerð hennar í Morg-
unblaðinu 31. janúar
‘99 sem bar yfirskrift-
ina Fj ármálatengsl
ASI og atvinnurek-
enda áhrifamikil.
Ættu allir sem eitt-
hvað hugsa um velferð
þjóðarinnar að lesa við-
talið, með það í huga að
ekki er hægt að þjóna
tveimur herrum og
gera jafnt fyrir báða.
Eins það sem hún
fjallar um hvemig fræðimaður not-
ar þekkingu sína í samanburðar-
fræði við störf þeirra manan sem
ráða yfir gullinu. Sömuleiðis fyrir
að setja það upp á auðveldan hátt
þannig að hinn almenni landsmað-
ur skilur hvað er átt við þegar þeir
taka ákvarðanir sínar í því um-
hverfi sem hentar völdum þeirra.
Það er greinilegt að greinin hef-
ur átt erindi til ráðamanna laun-
þegasamtakanna vegna viðbragða
þeirra við henni.
Við höfum fengið skýrari myndir
af eignum lífeyrissjóða og barátt-
unni fyrir þeim síðustu 420 mánuð-
ina. Það er samt ekki traustvekj-
andi að sömu ráðamenn gáfu út
fyrir um 12 mánuðum að laun
verkamanna hefðu ekki hækkað
nema um 800 kr. á
mánuði að verðgildi á
þessu 420 mánaða
tímabili og ekki af-
numinn tekjuskattur
af lífeyrissjóðsgreiðsl-
unum.
Með ráðaleysi og
þögn ráðamanna laun-
þegasamtakanna um
verðgildi handverks-
ins undanfarin 35 ár,
um uppskeru þessa
tímabils fáum við að
vita í fréttum sem við
lesum og heyrum.
Hörður Þetta segir okkur að
Sigurðsson þessir sömu menn lúta
því lögmáli, að þeir
sem ráða yfir gullinu, þeir ráða líka
yfir lögum og reglum og sjá um
framkvæmd á leikreglilnum.
Lífeyrissjóðir
Þeir sem ráða yfír gull-
inu, segir Hörður Sig-
urðsson, ráða yfir lög-
um og reglum.
Algengasta viðhorf þeirra sem
mest er notað, er að gera hlutafé-
lag úr þeim völdum sem þeir ráða
yfir.
Fari fram sem horfir er ekki
langt að bíða þess að íslenska
Fákafeni 9 Reykjavík
Sími 568 2866
BETRA ÚTLIT
AÚKIN VELLÍDAN
SNYRTISTOFAN
Guerlain
Óðinsgata 1 • Sími: 562 3220
þjóðin þurfi að byrja aftur að berj-
ast fyrir sjálfstæði sínu, því það
virðist ekki langt í að landið verði
skráð á Verðbréfaþingi Islands
ehf.
Ég vona að Herdís birti okkur
fleiri slíkar samantektir. Þær
hjálpa fólki að mynda sér skoðanir
og kjósa betri menn á löggjafar-
þingið til að fara með málefni þjóð-
arinnar. Menn sem hafa stjómar-
skrána að leiðarljósi, en setja ekki
lög og reglur þegar þeir eru búnir
að brjóta lögin.
Það væri líka mjög áhugavert að
sjá hvemig tengsl eru í uppröðun-
inni hjá ráðamönnum þegar þeir
skipa menn í stjómir opinberra
fyrirtækja okkar, sem þeir em að
breyta í hlutafélög og ráðstafa eig-
um okkar á sem hæstu verði,
þannig að skattgreiðslur ættu að
minnka.
Þá ætti að koma fram hvað
skattar lækka mikið þegar við losn-
um út úr rekstri fyrirtækjanna og
hvað gróðinn er mikill af sölu
þeirra. Það selur enginn rekstur
sinn nema að hagnast á því á ein-
hvern hátt.
Þjóðin þarf að opna augun fyrir
því að bókhald þessara reiknings-
skila fái mynd af mannlegri hug-
prýði og geti orðið fyrirmynd fólks-
ins til eftirbreytni, þegar það
skipuleggur sín eigin fjármál.
Miðað við þá nauðsyn að breyta
þessum óskabömum í hlutafélög
hlýtur gróði almennings að vera
mikill, að mati þeirra stjómmála-
manna sem standa fyrir þessum
breytingum.
Það verður að ætla að stjóm-
málamenn geti gengið frá þessu án
þess að nota þá margtuggðu lýs-
ingu um leið og spurt er um við-
skipti.
Þá ríkir venjulega mikil leynd
yfir þeim og allir þagna og lýðnum
er komið í skilning um að málið er
viðskiptaleynd.
Það er að sjá í fréttum undanfar-
ið að þessi nýríku ríkishlutafélög
hafi ómælt fé í dag og er það nær
óskiljanlegt hversu nauðsynlegt
var að breyta þeim, nema til þess
að flytja völdin og auðinn á fárra
manna hendur.
Höfundur er fótanuddari.