Morgunblaðið - 03.03.1999, Side 32

Morgunblaðið - 03.03.1999, Side 32
32 MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Enn af íslensku sjónvarpi Mestu skiptir að stefnan sem tekin er núna til næstu ára taki mið afþví í fullri alvöru að ekki er sjálfsagður hlutur að íslenskt sjónvarp lifi afþær hræringar sem nú eru uppi. Eftir Hávar Sigurjónsson Það er kannski fullstórt upp í sig tekið að hefja máls á einhverju sem gæti heitið umfjöllun um íslenska sjónvarps- leikritun. Fyrirbærið er tæpast komið af höndum ennþá. Þrátt fyrir að íslenskt sjónvarp eigi 34 ára afmæli á næsta ári (útsend- ingar hófust 30. september 1966) hefur ekki vaxið fram á neinn eðlilegan hátt sú grein leikritunar sem kennd er við sjónvarp. Vöxt- urinn hefur verið krampakenndur og farið íram með hléum, engin stefna sýnileg sé litið yfir lengri tíma, stundum hefur verið stefnt í eina átt, síðan í aðra og hin seinni ár jafnvel ekki neitt. Ef horft er til upphafs sjónvarpsreksturs á hinum Norðurlöndunum og fram- leiðslu þeirra á eigin leiknu efni er ljóst að íslenska sjónvarpið hefur ekki staðið sig til jafns, en i/muoDE samt hefur ViunUnr „frændumvor- um á Norður- löndunum" ekki þótt nóg að gert og viðkvæðið þar sem hér, að innlend dagskrá, sérstaklega leik- ið efni, eigi undir högg að sækja gagnvart erlendu efni. Þó horfa megi yfír liðna áratugi íslenskrar sjónvarpssögu og benda á að vissulega hefði mátt nýta tímann og kraftana betur til þróunar á íslensku leiknu efni er tækifærið engan veginn runnið okkur úr greipum. Ekki væri samt óeðlilegt að í dag ættum við aðra kynslóð höfúnda sem skrif- aði fyrir sjónvarp í stað þess að nú síðustu misserin hafa fáeinir ungir höfundar verið að þreifa fyrir sér með skrifum sjónvarps- leikrita; mestan part í lausu lofti án nokkurrar hefðar eða uppsafn- aðrar reynslu til að byggja á. Sú fráleita staða er tekin sem góð og gild að hér sé samið leikið efni fyrir sjónvarp sem í rauninni kemst ekki með tæmar þar sem miðlungs efni annars staðar frá hefur hælana. í gegnum tíðina hefur árangurinn ýmist verið í ökkla eða eyra, ef ekki eru æj> andi vankantar á einfóldustu grundvallaratriðum hefur sjón- varpið orðið eins konar æfinga- völlur sjálfbirgingslegrar kvik- myndagerðar; stílæfingar kvik- myndagerðarmanna sem gengið hafa með bíómynd í maganum um árabil og reynt að troða öllu að þegar tækifæri gafst með innan við klukkutíma sjónvarpsmynd. Kostnaður við þessi „einkaflipp" mun á stundum hafa jaðrað við hneyksli. í ljósi þessa hefur barlómurinn um peningaleysi stundum hljóm- að fremur hjákátlega, viðkvæðið hefur gjarnan verið að það kost- aði svo mikið að framleiða vandað leikið sjónvarpsefni að allur sam- anburður við sjónvarpsefni stór- þjóða sé ósanngjam; þegar horft er til Bretlands er sagt með andakt: „þeir hafa svo mikla hefð á bakvið sig.“ Hin margrómaða breska hefð í sjónvarpsleikrita- gerð er 15-20 árum lengri en hér á íslandi, hvorki meira né minna. Vissulega hefur BBC og aðrar sjónvarpsstöðvar stórþjóða meiri fjármuni umleikis, en línumar hefðu lagst öðmvísi ef íslenska sjónvarpið hefði tekið BBC sér til fyrirmyndar strax í upphafi hvað varðar hlutfall af heildarfjárveit- ingu sem varið er til framleiðslu á leiknu efni. Áhersla BBC á mikil- vægi eigin framleiðslu á leiknu efni stafar ekki hvað síst af menn- ingarlegri sjálfsmynd bresku þjóðarinnar. Þar þótti sjálfsagt strax í upphafi að nánast allt efni sjónvarpsins væri innlent, jafn sjálfsagt og það þótti að dreifa því efni sem víðast um heimsbyggð- ina; Bretar hafa haldið yfirburða- stöðu sinni gagnvart Bandaríkj- unum að því leyti að breskt sjón- varpsefni er alla jafha talið menn- ingarlegra og listrænna en hið ameríska. Þetta er þó alls ekki alltaf rétt en er viðtekin skoðun engu að síður. Ekki ætla ég að halda því fram að í upphafi hafi sá möguleiki ver- ið fyrir hendi að íslenska sjón- varpið næði yfirburðastöðu á al- þjóðavísu. A þetta er eingöngu minnst til að benda á að rótgrón- ar réttlætingar á óeðlilega háu hlutfalli erlends efnis í íslenskri sjónvarpsdagskrá standast ekki þegar nánar er að gætt. I upphafi hefði mátt velja aðra leið en þá sem fyrir valinu varð. Látum svo vera. Mestu skiptir að stefnan sem tekin er núna til næstu ára taki mið af því í fullri alvöru að ekki er sjálfsagður hlutur að ís- lenskt sjónvarp lifi af þær hrær- ingar sem nú eru uppi. Islenskt sjónvarp stendur frammi fyrir því að skilgreina sig að nýju; ætlar það að verða útsendingarstöðvar á alþjóðlegu afþreyingarefni með íslenskum texta eða ætlar það að standa undir nafni sem framleið- andi efnisA íslensku fyrir íslenska áhorfendur. Hér er að sjálfsögðu ekki bara átt við RUV-Sjónvarp heldur einnig þær stöðvar sem telja sig lúta kröfum markaðarins fyrst og fremst. Ekki á að hika við að setja nið- ur skýra löggjöf um lágmarks hlutfyllíslensks efnis í dagskrá ís- lenskra sjónvarpsstöðva. A sínum tíma þótti dagskrá Keflavíkur- sjónvarpsins ekki landsmönnum bjóðandi; þá voru reyndar uppi sömu rökin um einstaklingsfrelsið og tjáningarfrelsið, en fóik úr öll- um flokkum var sammála um að amerískt sjónvarp ætti ekki er- indi inn á íslensk heimili. Vó þar þungt yfirlýsing sextíumenning- anna svokölluðu, þar sem valin- kunnir einstaklingar í menningar- og atvinnulífinu tóku höndum saman um að mótmæla óheftum útsendingum hersins á Keflavík- urvelli um allt suðvesturlandið. Fór það saman að um leið og ís- lenska sjónvarpið hóf útsendingar var lokað fyrir útsendingar Kefla- víkursjónvarpsins utan vallar. Verð athygli í þessu sambandi er grein Harðar Vilbergs Lárusson- ar I Nýrri sögu um Keflavíkur- sjónvarpið og upphaf íslenska sjónvarpsins. Þar er birt dagskrá Keflavíkursjónvarpsins frá 19. desember 1967 og Hörður segir eftirfarandi um þetta dagskrár- sýnishom: „Ef litið er á dag- skrána má sjá að dagskráin líkist helst því sem sjá má á Stöð-2 í dag og er til merkis um aukið vægi bandarísks efnis í íslensku sjónvarpi íseinni tíð.“ UMRÆÐAN • • Oryggi eða herstöðvargróði NÚ verða fimmtugt, og haf- in er ný þáttaröð um kalda stríðið í Sjón- varpinu. Eftir fyrstu tvo þættina lítur því miður ekki út fyrir, að þar eigi að skyggnast mikið lengra undir hið grunnfærnislega yfir- borð en venja hefur verið. Litlir tilburðir sýnast til þess að út- skýra, hvaða öfl hmndu þessum vítahring víg- búnaðarkapphlaupsins í rauninni af stað. A sama hátt halda ábyrgir menn á Islandi því enn fram, að því er virðist gam- anlaust, að bandaríski herinn sitji og hafi setið hér vegna „öryggis" ís- lendinga. Fyrirferðarmestur þeirra nú um stundir er að sjálfsögðu Hall- dór Ásgrímsson utanríkisráðherra. Vafalaust hafa einstakir íslenskir stjórnmálamenn í einlægni óttast innrás af hálfu Rússa um miðja öld- ina, og mikill hluti landslýðsins féll eðlilega fyrir sameiginlegum hræðsluáróðri allra útbreiddustu fjölmiðla. En hin raunveralega þörf fyrir endurnýjaða hersetu var auð- vitað sú, að íslenskir athafnamenn höfðu komist á óvenju sterkt gróða- bragð á styrjaldarárunum og vildu fá að halda áfram að sitja að slíkum kjötkötlum. þetta tókst með miklum ágætum, svo að fjölmargir mökuðu krókinn á Kananum, þótt Aðalverk- taka beri vitaskuld hæst í þeim hópi. Dæmið frá Islandi var reynd- ar ekki annað en ofurlítil smámynd af orsökum hins gegndarlausa og þarflausa vígbúnaðar um heim all- an. Löngu er komið á daginn, og mátti þó alla tíð dagljóst vera, að aldrei var nein hætta á innrás af hálfu Sovétríkjanna, eftir að síðari heimsstyrjöld lauk, hvorki hér á landi né annarstaðar vestan járn- tjalds. Samningar stórveldanna um skiptingu áhrifasvæða, sem gerðir voru í Jalta og Potsdam við stríðslokin, héldu allan tíma kalda stríðsins og stóðu meðal annars af sér Berlínardeiluna 1948, Súesdeil- una og Ungverjaland 1956, Kúbu- deiluna 1962 og Tékkóslóvakíu 1968. Veikleiki Rauða hersins var auk þess slíkur fyrst eftir styrjöldina, að hann átti meira en nóg með að gæta allra þeirra gífurlegu landsvæða, sem Sovét- ríkjunum höfðu fallið í skaut í fyrrnefndum samningum. Þetta vissu auðvitað þeir sem best þekktu til bæði vestan og austan jám- tjalds, en ýmist kusu þeir að þegja eða radd- ir þeirra voru kæfðar af þeim sem fjölmiðlum réðu vegna þeirra gríð- arlegu hagsmuna, sem kröfðust áframhaldandi hernaðarumsvifa. Hér var nefnilega um að ræða miljónföld fjármálaumsvif miðað við þau sem íslenskir smágróða- pungar voru að velta vöngum yfir fyrst eftir stríðslok. Risafyrirtækin í hergagnaiðnaðinum vildu eðlilega ekki draga saman seglin. I staðinn fyrir heitt stríð var því magnað upp kalt stríð, og í krafti þess gat öll stríðsmaskína heimsins haldið áfram að mala eigendum sínum gull með því að halda áfram að byggja upp herstöðvar um víða veröld, Kalda stríðið Utanríkisráðherrar „troða stafkarls stíg til Washington“, segir —------------------------- Arni Björnsson, um ör- yggis- og varnarmál. reka þær og framleiða stöðugt nýj- an og fullkomnari herbúnað handa þeim. I þessu skyni vom Nató og fleiri hemaðarbandalög stofnuð og stríðsóttinn magnaður, svo að kjós- endur í iðnríkjunum gætu betur sætt sig við að skattpeningum þeirra væri eytt í hernaðarbrask. þetta var auðvitað allt á kostnað al- mennings, því fyrirtækin vom verk- takar hjá ríkisstjórnum herveld- anna, en undirverktakar í aðildar- ríkjunum nutu góðs af. Af þeim sök- um var sífellt falast eftir að reisa nýjar herstöðvar og efla þær, sem fyrir vom. Bakþráðamenn fyrirtækjanna sáu hver í sínu landi um að stýra stærstu fjölmiðlunum og styrkja einkum slíka stjórnmálamenn til forystu, sem óttuðust Rússa eins og pestina, en höfðu annaðhvort tak- markaðan skilning á raunveralegum forsendum hervæðingarinnar eða vora samdauna henni. Það var helst að Eisenhower karlinn væri byrjað- ur að sjá í gegnum blekkinguna, rétt áður en hann lét af forsetaembætti Bandaríkjanna um 1960. Ráðamenn Sovétríkjanna voru að sínu leyti annað tveggja jafnspilltir eða glámskyggnir og mótleikarar þeirra. Eftir slökunarstefnu Gorbat- sjofs og síðar fall Sovétríkjanna varð á hinn bóginn mun erfiðara fyr- ir framleiðendur herbúnaðar að halda stríðsóttanum við og krefjast stöðugra fjárframlaga frá ríkis- stjórn sinni vegna erlendra her- stöðva. Með nýrri tækni heppnaðist mörgum þessara fyrirtækja auk þess því að snúa sér að öðram verk- efnum. Fjöldi herstöðva varð af þeim sökum lítt þarfur, svo sem stöðin á Miðnesheiði. þá gerist það, að íslenskir utan- ríkisráðherrar taka enn á ný að troða stafkarls stíg til Washington, og biðja nú opinberlega um fram- hald á hersetunni af efnahagslegum sökum. I staðinn fyrir að tuða enn eina ferðina um óljósa öryggishags- muni, væri miklu heiðarlegra að við- urkenna í eitt skipti fyrir öll, að fjár- hagslegur ávinningur voldugra og jafnvel smárra fyrirtækja var og hefur ætíð frá stríðslokum verið meginforsenda bandarískrar her- setu á íslandi. Annað mál er það, hvort meirihluti fólks er ekki einmitt hæstánægður með þá for- sendu. I haust lét hátt í nokkrum þing- mönnum vegna einhverrar kafloð- innar málsgreinar um hersetuna og Nató í drögum að málefnaskrá Samfylkingar jafnaðarmanna. Þessir menn vissu þó fullvel að ekki var minnsta mark takandi á slíkri moðsuðu. Nató-sinnar gera sér hinsvegar vonir um, að ruglið og misskilningurinn um „öryggið" sitji enn svo fast í heilabúi flestra lands- manna, að hægt sé að beita slíkum hræðsluáróðri með árangri í kom- andi kosningabaráttu. Vonandi eru samt fleiri en áður komnir í svo andlegt jafnvægi, að þeir geti farið að hugsa sjálfstætt og rökrétt um þessi mál. Höfundur er þjóðháttafræðingur og doktor í menningarsögu. Prófkjör Útdráttur greina um prófkjör vegna alþingiskosninga vorið 1999. Greinarnar eru birtar i heild á Netinu www.mbl.is Prófkjör á Vesturlandi Skúli Aiexanderson, fyrrverandi al- þingismaður, skrifar: Það er gott fólk sem bíður sig fram til að verða fulltrúar okkar á Alþingi. Eg fagna því sérstaklega að í þessum hópi er Jóhann Ársæls- son. Eg hefi fylgst með Jóhanni frá því upp úr 1950. Foreldrar hans bjuggu hér undir Jökli og ólst hann hér upp í mynd- arlegum systkinahópi í tengslum við fjölmennan frændgarð. Löggjafarþing okkar, Alþingi, er fámennt. Það skiptir því miklu að alþingismenn hafi aflað sér fjöl- þættrar þekkingar. Þegar Jóhann Ársælsson tók sæti á Alþingi árið 1991 hafði hann aflað sér góðrar menntunar og reynslu. Hann stundaði sjó bæði á vertíðum frá Snæfellsnesi og á síldveiðum norð- anlands. Lærði síðan skipasmíði hjá Þorgeiri og Ellert. Á námsár- unum stofnaði hann heimili á Akranesi. Eftir að Jóhann settist að á Akranesi vora honum falin hin ýmsu störf, seta í bæjarstjórn og nefndar- og félagsstörf. Viður- kennt er bæði af samherjum og mótherjum að það verk eða mál- efni sem hann tekur að sér sé í góðum höndum. Vestlendingar, ég hvet ykkur til að velja Jóhann í fyrsta sæti á framboðslistalista Samfykingarinnar á Vesturlandi í prófkjörinu 6. mars nk. Jóhann Arsæls- son í 1. sæti Guðbjartur Hannesson skólastjóri, Akrancsi, skrifar: Samfylkingin á Vesturlandi efnir til prófkjörs nk. laugardag, 6. mars. Aðeins er raðað upp í þrjú efstu sætin. Ánægjulegt er að mikið úrvals- fólk býður sig fram og ljóst að hvernig sem prófkjörið fer þá verður listinn skipaður sterkum frambjóðendum. Sjálfur er ég samt ekki í nokkrum vafa um að listinn verður sterkastur með Jóhann Ár- sælsson í fyrsta sæti. Hann hefur mjög góða þekkingu og reynslu af atvinnumálum og er ötull baráttu- maður gegn óréttlæti kvótakerfis- ins. Hann hefur góða þekkingu á fé- lags-, skóla- og heilbrigðismálum og berst fyrir bættri stöðu láglauna- fólks og öryrkja. Fyrst og fremst er þó Jóhann traustur og yfirvegaður stjórnmálamaður. Eg skora því á alla stuðningsmenn Samfylkingar á Vesturlandi að taka þátt í prófkjör- inu og velja Jóhann í fyrsta sætið. Guðbjartur Hannesson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.