Morgunblaðið - 03.03.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1999 41
Tvö þorrablót
í Flórída
Morgunblaðið/Ásdís
í friði með góðgætið
ÞÓTT veröldin sé stór og áhugaverð til skoðunar er einnig nauð-
synlegt að staldra við og nærast ofurlítið. Er þá oft hollast að
vera ótruflaður, ekki síst þegar góðgæti er annars vegar og það
kann unga kynslóðin.
ÍSLENZK-Ameríska félagið Leif-
ui’ Eiríksson í Orlando hélt sína há-
tíð rétt í lok þorráns, laugardaginn
20. febrúar, á Doubletree hótelinu
á Cocoa Beach. Flestir þátttak-
enda, sem sumir hverjir höfðu ekið
í marga klukkutíma, fengu sér gist-
ingu á staðnum.
Matreiðslumeistaramir Sigurð-
ur Hall og Öm Garðarsson komu
með þorramatinn að heiman og
bára fram kræsingarnar, sem gest-
ir gerðu góð skil. Hljómsveit
Björgvins Halldórssonar og Bjarni
Arason léku íyrir dansi og gerðu
góða lukku. Avörp fluttu formaður
félagsins, Guðleifur Kristjánsson,
Hilmar S. Skagfield, aðalræðis-
maður og Atli Steinarsson. Veislu-
gestir heiðraðu minningu konu
Atla, Önnu Bjarnason, sem stofn-
aði félagið og var formaður þess
um árabil, með því að rísa úr sæt-
um.
Fram fór veglegt happdrætti,
þar sem stærsti vinningurinn var
flugfar til Islands en auki þess
fjöldi annarra góðra vinninga.
Veislugestir vora um 225 að tölu.
Aður en þorrablótið hófst var
Fyrirlestur
um vampýr-
ur í sögu og
menningu
FÉLAG íslenskra fræða boðar til
fundar í Skólabæ í kvöld, miðviku-
dagskvöldið 3. mars 1999, með Úlf-
hildi Dagsdóttur bókmenntafræð-
ingi og hefst fundurinn klukkan
20.30.
Úlfhildur nefnir erindi sitt „Blóð-
þyrstur berserkur: Vampýran, vinir
og ættingjar". f því mun hún fjalla
um hin mörgu andlit vampýrunnar í
sögu og menningu. Vampýran er
ekki aðeins ódauðleg heldur líka
heimsborgari, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Úlfhildur mun fjalla um birting-
armyndir hennar í þjóðsögum, goð-
sögum, bókmenntum og kvikmynd-
um og ræða um þetta lífseiga fyrir-
bæri út frá ýmsum kenningum sam-
tímans.
Úlfhildur Dagsdóttir lauk BA-
prófi í almennri bókmenntafræði
frá Háskóla íslands árið 1991. Árin
1992-1996 stundaði hún doktors-
nám í bókmenntum og menningar-
fræðum við Trinity College í Du-
blin. Um þessar mundir vinnur hún
við ýmis ritstörf við ýmsa fjölmiðla,
sem kvikmyndagagnrýnandi, bók-
menntagagnrýnandi og stunda-
kennari við Háskóla Islands og
Námsflokka Reykjavíkur.
Eftir framsögu Úlfhildar verða
almennar umræður. Fundurinn er
opinn öllum.
Nýjar sveitir á
Kaffi Reykjavík
GÓUGLEÐI stendur yfir á Kaffi
Reykjavík þessa viku eins og á
flestöllum veitingastöðum landsins.
í kvöld leikur hljómsveitin
Karma fyrir dansi. Til stóð að
hljómsveitin 8-villt léki þrjú kvöld í
vikunni en af því getur ekki orðið
vegna forfalla. Dagskráin breytist
þannig að hljómsveitin Hálft í
hvoru leikur á fimmtudagskvöld,
Sixties á föstudagskvöld og Hálft í
hvora á laugardagskvöld.
Mj ólkurdagar í
verslunum KA
í TILEFNI af 70 ára afmæli
Mjólkurbús Flóamanna verða
haldnir mjólkurdagar í verslunum
KA dagana 3.-17. mars. Þar verður
vakin athygli, með kynningum og
haldinn stofnfundur nefndar til
þess að undirbúa hátíðarhöld í til-
efni 1000 ára afmælis landafund-
anna á næsta ári. Rætt var laus-
lega um það hvað gera bæri til þess
að þetta verkefni „ísland 2000
Flórída" gæti borið góðan árangur
og komu fram margar tillögur.
Formaðm’ nefndarinnar var kjör-
inn Arni Arnason, en hann stýrði
hátíðarhöldum íslendinga í Flórída
á 50 ára afmæli lýðveldisins af mik-
illi röggsemi. Ritari var kosinn Kri-
stján Ingvarsson.
Suður Flórída-landar teygja sig
inn í góuna með sitt þorrablót, en
það verður haldið laugardaginn 6.
mars að Doubletree Guest Suites
Hótelinu í Ft. Lauderdale. Tveir
matreiðslumeistarar koma frá
Fróni færandi hendi með þorra-
kræsingamar. Þeir eru Gissur
Guðmundsson og Snæbjöm K. Kri-
stjánsson. Páll Oskar og hljómsveit
hans „Casino“ leika íyrir dansi og
einnig verður haldið hið óumflýjan-
lega happdrætti með ýmsum glæsi-
legum vinningum. Búist er við
margmenni, jafnvel gestum frá Is-
landi.
tilboðum, á öllum þeim mjólkurvör-
um sem framleiddar eru hjá MBF á
Selfossi.
í verslun KA á Selfossi verður
einnig sett upp sýning á gömlum
myndum úr starfi MBF og gamlir
munir tengdir framleiðslu á mjólk-
urafurðum, fi’á Byggðasafni Arnes-
inga, verða til sýnis. í tengslum við
þessa daga verður síðan léttur
spurningaleikur íyrir yngstu kyn-
slóðina með veglegum verðlaunum í
boði.
Fræðsla um
uppeldi barna
FORELDRAFÉLÖG grannskól-
anna í Kópavogi standa íyrir
fræðslufundi miðvikudaginn 3.
mars.
Fyrirlesari er Jörundur Guð-
mundsson heimspekingur. Erindi
sitt nefnir hann „Siðferði og upp-
eldi barna“.
Fyrirlesturinn hefst kl. 20.30 í
Félagsheimili Kópavogs. Heitt
verður á könnunni.
Fundur for-
eldra barna
með Tourette-
heilkenni
TOURETTE-samtökin á íslandi
hafa flutt skrifstofu sína að Lauga-
vegi 7, 3. hæð.
Sú nýbreytni verður á þjónustu
við félagsmenn frá og með 9. mars
að skrifstofan verður opin á þriðju-
dögum frá kl. 9-12.
Þá er ennfremur áætlað að for-
eldrar bama með Tourette-heil-
kenni geti hist reglulega og spjallað
saman yfir kaffibolla. Hugmyndin
er að þessir fundir verði haldnir
fyrsta fímmtudag hvers mánaðar.
Fyrsti fundurinn verður haldinn 4.
mars kl. 20.30 í Kaffi Mílanó, Faxa-
feni 11.
Fullorðnum einstaklingum með
Tourette-heilkennið gefst líka tæki-
færi til að hittast. Þeir fundir verða
á skrifstofu félagsins annan
fimmtudag hvers mánaðar frá kl.
19-21. Fyrsti fundurinn verður 11.
mars.
Mótmælir
breytingum á
skipulagslögum
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi ályktun frá hrepps-
nefnd Biskupstungnahrepps:
„Hreppsnefnd mótmælir harð-
lega breytingum sem orðið hafa á
frumvarpi til skipulags- og bygg-
ingarlaga. Hreppsnefnd Biskups-
tungna sér enga ástæðu til að
breyta þeim hugmyndum sem fram
vora komnar um skipan samvinnu-
nefndarinnar samkvæmt framvarpi
til laga nr. 73x1997. Það er grand-
vallaratriði að nefndina skipi full-
trúar sveitarfélaga sem liggja að
miðhálendinu.
Jafnframt mótmælir hrepps-
nefnd Biskupstungnahrepps harð-
lega þeim hugmyndum sem nú era
uppi um verksvið nefndarinnar en
það er að hún gefi ekki lengur um-
sögn um tillögur að aðalskipulagi
sveitarfélaga á svæðinu, heldur eigi
hún að vinna að svæðisskipulaginu
sjálf og gera um það tillögur til
Skipulagsstofnunar.
Hreppsnefnd Biskupstungna vill
benda á að sveitarfélögin eiga að
sjálfsögðu að ráða skipulagi miðhá-
lendisins hér eftir sem hingað til og
samvinnunefndin þarf því ekki að
sjá til annars en að samræmi sé í
skipulagi miðhálendisins og að farið
sé eftir þeim lögum og reglum sem
um það gilda.“
Berjast gegn
jaðaráhrifum
skatta
MORGUNBLAÐINU heur borist
eftirfarandi frá SUF:
„Miðstjórnarfundur Sambands
ungra framsóknarmanna, haldinn á
Akureyri 26. febrúar 1999, lýsir yfir
vonbrigðum vegna aðgerðaleysis
stjórnvalda við að draga úr jaðará-
hrifum í skattkerfinu". Jaðar-
skattanefnd forsætisráðherra lagði
upp laupana án þess að skila tillög-
um. A sama tíma hefur ríkisstjórn-
in aukið heimildir fyrirtækja til
þess að nýta sér uppsafnað rekstr-
artap til frádráttar frá skatti.
Jaðaráhrif skatta koma hart nið-
ur á ungu barnafólki og lífeyrisþeg-
um. Ungir framsóknarmenn telja
það við hæfi á alþjóðlegu ári aldr-
aðra, að ungliðasamtök og samtök
eldri borgara leggi saman krafta
sína og krefji stjórnvöld um að-
gerðir til að draga úr jaðaráhrifum
skatta. Samband ungra framsókn-
armanna mun hér eftir sem hingað
til vinna gegn því óréttlæti sem nú-
verandi skattkerfi felur í sér og lýs-
ir sig reiðubúið til þess að berjast
við hlið eldri borgara í þessu sam-
eiginlega hagsmunamáli.
Ungir framsóknarmenn skora á
fréttastofur fjölmiðla að endur-
flytja upptökur af kosningaloforð-
um formanna stjórnarflokkanna
fyrir síðustu kosningar um úrbætur
vegna jaðaráhrifa skatta og krefja
forsætisráðherra svara um efndir.
SUS hvetur til
breyting-a á
áfengislögum
„STJÓRN Sambands ungra sjálf-
stæðismanna batt vonir við að tján-
ingarfrelsið, eitt af þýðingarmestu
gi’undvallarréttindum borgaranna í
lýðræðisþjóðfélagi, væri meira met-
ið á íslandi en raun ber vitni nú
þegar 21. öldin nálgast.
I nýfollnum dómi Hæstáréttar
um áfengisauglýsingar er staðfest
réttarástand sem ekki verður við
unað. Þess vegna er Alþingi hvatt
til að breyta áfengislögum þannig
að borgurunum verði frjálst að tjá
sig um áfengi eins og aðrar verslun-
arvörur, hvort heldur er í auglýs-
ingum eða á annan hátt.
Jafnframt hvetur stjóm Sam-
bands ungra sjálfstæðismanna Al-
þingi til að aflétta einkasölu ríkisins
á áfengi. Slíkt verslunarfyrirkomu-
lag er ekki bara tímaskekkja heldur
hjákátlegt í hverju því þjóðfélagi
sem vill kenna sig við mannréttindi
og frelsi einstaklinganna,“ segir í
fréttatilkynningu frá SUS.
Epal sýnir
stólinn Dreka
FIMMTUDAGINN 4. mars kl. 17
verður opnuð sýning á stólnum
Dreka í Epal, Skeifunni 6.
Erla Sólveig Óskarsdóttir iðn-
hönnuður hannaði stólinn. „Hún
hlaut tvenn verðlaun fyrir Dreka á
síðsta ári, menningarverðlaun DV
og Rauða punktinn í Essenn í
Þýskalandi.
Erla Sólveig stundaði nám í iðn-
hönnun í Danmörku og útskrifaðist
árið 1993. Hún hefur lagt sig sér-
staklega eftir hönnun á stólum og
era nú tveir af stólum hennar >
komnir í framleiðslu erlendis.
Dreki er framleiddur hjá Brane í
Þýskalandi og þegar kominn á
markað en auk þess er hafin fram-
leiðsla á öðrum stól eftir Erlu Sól-
veigu í Danmörku. Sá stóll hefur
hlotið heitið Jaki og mun hann
koma á markað í lok mars eða í
byrjun apríl.
Samvinna hefur tekist um fram-
leiðslu Dreka milli Brane og Epals
sem stendur fyrir framleiðslunni
hérlendis. Sólóhúsgögn smíða
grindumar fyrir Epal en setur og
bök koma frá Þýskalandi,“ segir í
fréttatilkynningu frá Epal.
I tilefni sýningarinnar verður
Epal opið frá kl. 10 til 16 á laugar- ’
daginn, 6. mars, og kl. 14 til 17 á
sunnudaginn, 7. mars.
LEIÐRÉTT
„FlugvöIIur 21. aldar“
AF TÆKNILEGUM orsökum
slæddust villur inn í hluta af grein
Steinunnar Jóhannesdóttur, „Flug-
völlur 21. aldar“, sem birtist í blað-
inu í gær. Er beðist velvirðingar á
þessu. Umræddur kafli á að vera
þannig:
„Engin stofa eða stofnun hefur
verið fengin til að kanna áhrif flug-
vallarins á mannlífið í nágrenni
hans, en í kjölfar mikillar umræðu
um flugvallarsvæðið og framtíðar-
skipulag höfuðborgarinnar gerði
DV skoðanakönnun sem sýndi fram
á að meirihluti Reykvíkinga og
reyndar landsmanna allra vill að
flugvöllurinn verði fluttur úr Vatns-
mýrinni og svæðið notað sem bygg-
ingarland.
Skipulagt til 2016?
Um svipað leyti og þessi vilji al-
mennings kom fram samþykkti
borgarstjórn deiliskipulag fyrir .
Reykjavíkurflugvöll og lagði fram
til kynningar. Það var gert í sam-
ræmi við aðalskipulag sem sam-
þykkt var fyrir tveimur árum til
ársins 2016. Látið hefur verið í veðri
vaka að þær framkvæmdir sem nú
standa fyrir dyram séu eðlilegt og
tímabært viðhald og hægt sé að
endurskoða staðsetningu flugvallar-
ins að þessu skipulagstímabili liðnu,
því auðvitað sé honum ekki ætlaður
staður í Vatnsmýrinni til frambúð-
ar. Eftir að áætlanir flugmála-
stjórnar hafa verið birtar er aug-
ljóst að málflutningur af þessu tagi
er til þess eins að slá ryki í augu á
fólki.“
Milljónir ferkflómetra '
LÖGSAGA Argentínu er ein til
tvær milljónir ferkílómetra (reynd-
ar 1.164.500 ferkflómetrar) en ekki
einn til tveir ferkflómetrar eins og
misritaðist í blaðinu í gær. Land-
grunnið innan 200 mflna er 796.400
ferkflómetrar. Beðist er velvirðing-
ar á mistökunum.
Loðdýrabændur
verðlaunaðir
I BLAÐINU í gær urðu mistök í
frásögn af verðlaunaafhendingum
til loðdýrabænda. Þar kom fram að *
Þorbjörn Sigurðsson, Þrepi, hefði
fengið fyrstu verðlaun íyrir skinna-
búnt í flokki hvítrefa. Hið rétta er
að Þorbjörn er frá Asgerði, Hrana-
mannahreppi, og hann fékk verð-
laun í flokki pastellminka og auk
þess fyrstu verðlaun íyrir verkun
minkaskinna. Það var Karl Jó-
hannsson, Þreþi, Eiðahreppi, sem ?
fékk fyrstu verðlaun fyrir hvítref.