Morgunblaðið - 03.03.1999, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1999 47
FOLK í FRETTUM
Scream-myndimar sýndu á sínum
tíma,“ segir Christof.
Hárfín lína, sem er í 3. sætinu,
hefur hlotið mikið lof og er síðast
vitað að hún fékk Berlínarbjörninn
á nýafstaðinni Kvikmyndahátíð í
Berlín. Astfanginn Shakespeare
heldur fjórða sætinu, en Þú hefur
fengið póst fellur úr öðru sæti í það
fimmta og Hræðsla og viðbjóður í
Las Vegas fellur um þrjú sæti og er
í því sjötta.
HÁRFÍN lína fer beint í annað sætið.
ijjT'riTrmTiTi']
111111 n i ii 1111 n i iTi 1111111111 m 111 m i
VINSÆLUSTU KVIKMYNDIR Á ÍSUNDISra
Nr. var vikur Mynd Framl./Dreifing
1. i 3 Bug's Life (Pöddulíf) WaJl Disney, Pixar
2. Ný Ný 1 Still Know What You Did Lost Summer ColumbiaTri-Star
3. Ný Ný Thin Red Line (Hórfín líno) fox 2000 Pktures,Phoeflix Fictures
4. 4 2 Shakespeare in Love (Ásfanginn Shakespeare) Ttie Bedford Falfs (o., Miromax Filrrn
5. 2 4 You've Got Mail (Þú hefur fengið póst) Wamef Bros
6. 3 2 Fear and Loathing in Las Vegas (Hræðsla og viðbjóður i LY.) Rhino Films
7. 5 2 Thunderbolt (Þrumufleygur) Golden Harvest, New Lme önema
8. 17 14 Mulan BV
9. Ný Ný Last Days of Disco (Síðustu dagor diskósins) Costle Roclc Entertainments
10. 6 7 The Waterboy (Sendillinn) BV
11. 7 3 Studio 54 Miramox Films
12. 9 ES Saving Private Ryan (Björgun óbreytts Ryan) Msk Gordon Prod., DreomWorks, Poromoun
13. 19 17 There's Something About MaryiMereinhvoöviJMmy) 20th Century Fox
14. 14 7 Festen (Veislan) Nimbus Rlm
15. 8 4 A Night at the Roxbury (Kvöld í Roxbury) ÖIP
16. 15 6 Ronin (Sex hnrJhnusor) UIP
17. 10 5 Elizabeth U)ttHxWI«rA>r.til|Cm
18. 16 6 Stepmom (Stjúpmamma) Columbia Tri-Stor
19. 20 10 Prínce of Egypt (Egypski prinsinn) DreomWorlu SK6
20. - ES Dansinn ísfihn
Sýningarstaður
á 8
Bíóhöilin, Kringlubíó, Bíóborgin, Nýjo'bíó (Kef), Nýja bió (Ak)
Stjörnubíó, Laugarósbíó
Regnboginn Borgarbíó (Ak), Bíóhöllin
Hóskólabíó
Bíóhöllin, Kringlubíó, Bíóborgin, Nýja bíó (Ak) |
Bíóborgin, Nýja bíó (Ak)
Regnboginn
Bíóhöllin
Kringlubíó,
Bióhöllin, Kringlubíó,
S cr>
Regnboginn Borgurbió (
Hóskólabíó/Sambíóin M
Regnboginn i
Hóskólobíó ~4v
Laugarósbíó
Bíóhöllin
Hóskólobió
Stjörnubíó, Borgarbíó (Ak)
Hóskólobió/Sambió
Hóskólabíó
Ottke sigraði
á rothöggi
íslenski kvikmyndalistinn
Lífseig skordýr
Olíkt höfð-
ust þeir að
ÓLÍKT höfðust þeir að hnefa-
leikamennirnir Sven Ottke frá
Þýskalandi og Italinn Nardiello.
Sven Ottke sem hafði heims-
meistaratitil að verja, bjó sig af
mikilli kostgæfni undir bardag-
ann og fékk kona hans lítið sam-
neyti að hafa við kappann á und-
irbúningstíma hans. „Konur eru
mitt áhugamál númer eitt,“ sagði
Nardiello hinsvegar sem sagður
var meira í partíum og á diskó-
tekum en í æfingahringnum.
Skemmst er frá því að segja að
Ottke barði ítalann sundur og
saman og veitti honum rothögg í
þriðju lotu. Nardiello var meðvit-
undarlaus í 10 mínútur eftir bar-
dagann og var í skyndingu flutt-
ur á sjúkrahús. Ottke þótti sýna
mikla drenglund er liann bað
fjölmai-ga stuðningsmenn sína í
Max Schmeling Halle í Berlín að
fagna ekki sigri fyrr en Ijóst væri
hvernig keppinautinum myndi
reiða af. Áhorfendur hlýddu
beiðni hans og var óvenju hljótt í
höllinni þrátt fyrir afgerandi sig-
ur á rothöggi. Nardiello er sagð-
ur á góðum batavegi og senni-
lega mun hann undirbúa sig bet-
ur undir næsta bardaga.
SKORDÝRIN halda fyrsta sæti
sínu þriðju vikuna í sýningu, en
þrjár teiknimyndir eru í efstu tutt-
ugu sætum listans um þessar mund-
ir, því Mulan hækkar sig úr sautj-
ánda sætinu og fer í það áttunda og
Egypski prinsinn er í því nítjánda.
Þrjár nýjar myndir koma inn á
listann þessa vikuna, þær Ég veit
ennþá hvað þú gerðir síðasta sumar
og Hárfín lína sem fara í annað og
þriðja sætið og Síðustu dagar diskó-
sins sem er í níunda sætinu.
Christof Wehmeier í Stjörnubíói
segist mjög ánægður með aðsókn-
ina á Ég veit ennþá hvað þú gerðir
síðasta sumar. „Það var uppselt á
kvöldsýningum bæði á föstudaginn
og sunnudaginn. Góð stemmning
ríkti og ósjaldan mátti heyra sterk
viðbrögð í salnum, það var alla vega
mikið öskrað. Þessi gerð mynda á
sér tryggan aðdáendahóp, eins og
SKORDÝRIN eru í efsta sætinu.
Dillandi gömludansa-
popp og harmonikkustuð
TÓJVLIST
Geisladiskur
KVEIKJUR
Kveikjur, diskur Kristins Snævars
Jónssonar. Höfundur laga og texta:
Kristinn Snævar Jónsson. Á disknum
leika: Ásgeir Óskarsson, trommur og
slagverk, Jóhann Ásmundsson og
Kristinn S. Jónsson, bassi, Kristinn
Svavarsson saxófónn, Vilhjálmur
Guðjónsson, gítarar, hljómborð,
raddir o.fl., Ari Jónsson, Birgir Har-
aldsson og Arnar Freyr Gunnarsson,
söngur. Utsetningar, upptökur og
ldjóðblöndun: Vilhjálmur Guðjónsson
haustið 1998. Kristinn Snævar gefur
út, Japis dreifir.
Um 35 min.
ÞEGAR ég handlék nýaldarlegt
umslagið utan um Kveikjur, disk
Kristins Snævars sem kom út nú
fyrir jólin, átti ég von á einhverju í
Enyu-deildinni - flæðandi hug-
leiðslupoppi með hástemmdum kór-
röddum. Sá ótti reyndist ástæðulaus
því út um hátalarana streymdi það
sem ég hefði síst vænst af geisladisk
sem kemur út árið 1998. Dillandi
gömludansapopp, harmonikkustuð
og þjóðlegur hippaóður til náttúr-
unnar. Einlægnin og heiðarleikinn
glansa úr hverju lagi og ljóði, sem
flest hver eru lofsöngvar um landið
og manneskjurnar í því. Kristni virð-
ist liggja mikið á hjarta og vera mik-
ið í mun að koma áríðandi skilaboð-
um sínum til mannkyns. Brot úr
textanum Landið sem lengi var:
Grandað er lífí, af gróðri sneitt, / og
geigvænleg mengun er leyfð. / Rist
er í jörð og regnskógum eytt, / við
rányrkju spornað með deyfð.
Eg er viss um að einhverjir þenja
nasir heitir í hjarta þegar textar sem
þessir líða um þá í fylgd eldhúsball-
aðanna á Kveikjum en jafnvel þó
mér hafi tekist að
svæfa í mér pönkar-
ann áður en ég lagði
eyrun við, gat ég
ekki alveg beislað í
mér ungæðinginn
sem beið óþreyju-
fullur hasarsins sem
aldrei kom. Hins-
vegar sá ég móður
mína, sem er á sex-
tugsaldri, fyiir mér
svífa með sælubros
út á eldhúsgólfið og
taka nokkur dillandi
kunnugleg spor við
kunnuglega tóna, þó
nýir séu. Það varð
úr að ég leyfði henni
að heyra Kveikjur
og spurði hana álits
af því ég var forvitin
um hvort fótur væri
fyrir þessari kenn-
ingu minni. Hún
sagði: „Þetta er
smart tónlist og
rómantísk. Þetta er
sko eitthvað fyrir mig.“ Ég gat ekki
annað en fyllst lotningu og þakklætis
til Kristins og allra hans félaga fyrir
að búa til tónlist handa móður minni
og öllum hennai- félögum. Nýja slag-
ara eftir formúlum sjöunda áratug-
arins, með heimilislega kassagítarn-
um, kunnuglegum röddunum og auð-
vitað nikkunni á hápunktum. Þrátt
fyrir kynslóðagjána sem er á milli
mín og Kveikja, fannst mér frum-
skógarlegur trommuleikur Ásgeirs
Óskarssonar Stuðmannatrommara í
titillagi disksins ansi hressandi og
eins rafmagnsgítarinn sem frussaði
undir útilegustemmdum kassagít-
arnum. Það var góð stígandi í þessu
lagi sem er teymt áfram af rödd
Birgis Haraldssonar sem kyrjaði 0-
vey, o-vey í hátt í fimm mínútur. Ég
hefði verið til í að heyra meira úr
frumskógardeildinni frá Ásgeiri, en
það hefði kannski spillt einfóldu
hlöðustemmningunni sem ríkir í hin-
um lögunum á disknum. Fyrirféiðar-
lítið og létt, einfalt taktspil sem þjón-
ar sínum tilgangi ágætlega. Annars
vann lagið Hvar verða móar? mig á
nostalgíunni. Harmonikkan og ang-
urvær gítarleikurinn bræddu mig og
sendu mig aftur til þeirra tíma þegar
maður tíndi krækiber í sveitinni með
foreldrunum og gömlu lummurnar
liðu úr bílútvarpi Cortinu-bílsins
uppi á malarveginum.
Kveikjumenn segja diskinn hríf-
andi gjöf sem maður gefi sjálfum sér
og besta vini sínum, ég segi Kveikjur
vera hressandi gjöf handa fimmtug-
um mæðrum, notalegt undirspil eld-
húsborðsumræðnanna.
Kristín Björk Kristjánsdóttir
MYNDBÖND
Fálæti
og ofbeldi
Állinn
(UNaGi)___________
llrama
★★★
Framleiðandi: Hiso Ino. Leikstjórn
og handrit: Shohei Imainura.
Kvikmyndataka: Shigeru Komatsu-
bara. Aðalhlutverk: Koji Yakusho
og Misa Shimizu. (117 min.) Japan.
Háskólabíó, febrúar 1999.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
ÁLLINN var valin besta myndin
á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið
1997 ásamt írönsku kvikmyndinni
Keimur af kirsu-
beri. Af því tilefni
hefur Háskólabíó
gefið myndirnar
saman út á einni
myndbandsspólu.
Myndimar eiga vel
saman þar sem þær
eru að mörgu leyti
andlega skyldar.
Þær eru gerðar af
reyndum leikstjórum sem setja
mannlegt viðfangsefni sitt fram á *.
vafningslausan hátt sem reynir á
dómgreind áhorfandans og þolin-
mæði. Lítið er lagt í það að skýra
gjörðir aðalpersónanna og athyglinni
fremur beint að samspili jákvæðra
og neikvæðra þátta í mannlífinu og
fegurðinni að baki því öllu saman.
Állinn hefst með afdráttarlausu of-
beldi þegar aðalpersónan Takuro
myrðir eiginkonu sína eftir að hafa
staðið hana að framhjáhaldi. Verkn-
aðurinn kemur flatt upp á áhorfand-
ann og vekur því með honum blendn-
ar tilfinningar í garð hetjunnar.
Myndin heldur áfram átta árum síð-
ar, þegar Takuro er hleypt út úr
fangelsi. I gegnum samskipti hans
við ýmsa furðufugla og utangarðs-
fólk sem virðast laðast að honum,
kynnist áhorfandinn breyskri aðal-
persónu sinni nánar. Þetta helst í
hendur við fallegan stíl myndarinn-
ar, sem er fálátur en óræður og
flakkar á milli huglægs ástands per-
sónunnar og hlutlægs veruleika.
Heiða Jóhannsdóttir
í leit að
líkgrafara <
Keimur af kirsuberi
(Ta’m E Guilass)
llrama
★★★
Framleiðandi, leiksljóri og handrits-
höfundur: Abbas Kiarostami Kvik-
myndataka: Homayoun Payvar. Aðal-
hlutverk: Abdolhossein Bagheri. (95
mín) íran. Háskólabíó, febniar 1999.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
ÍRANSKA kvikmyndin Keimur af
kirsuberi sem deildi Cannes-verð-
laununum með Álnum, byggir á ein-
faldri en sterkri hugmynd. Þar segir
frá hinum miðaldra Badii sem ákveð-
ið hefur að binda enda á líf sitt. '
Hann ekur því um útjaðai- Teheran-
borgar og reynir að ráða einhvern til
að grafa sig að verkinu loknu.
Ókuferð Badiis spannar mestalla
atburðarásina og gefur innsýn í lífs-
baráttu ólíkra undirmálsmanna á
þessu íjarlæga heimshorni. Hin eðli-
legu og mannlegu samtöl sem þar
eiga sér stað færa hins vegar per-
sónurnar afskaplega nálægt okkur.
Atburðarásin er ofurróleg og gefur
leikstjórinn góðan tíma í sjónræn og
þögul atriði sem tjá bæði hugará-
stand aðalpersónunnar og veita um-
hverfinu og mannlífinu athygli. Tölu-
vert er um endurtekningar og að-
gerðarleysi sem endurspeglar tilvist-
araðstæður fólksins í myndinni.
Þetta verður þó einnig til þess að
áhorfandinn kemst í hálfgert sefjun-
arástand og getur athyglin þannig
hneigst til að leita eitthvað út í busk-
ann á tímabilum.
Heiða Jóhannsdóttir **