Morgunblaðið - 03.03.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 03.03.1999, Blaðsíða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1999 FOLK I FRETTUM MORGUNBLAÐIÐ Fágætur köttur ÞESSI litli svinx-köttur verður meðaJ keppenda á alþjóðlegri kattasýningu sem hefst í New York 28. febrúar. Kattai-tegundin dregur nafn sitt úr goðafræðinni en þar er svinxinn miskunnarlaus gyðja sem hafði ljónslíkama en mannshöfuð. Innan við 600 svinx- kettir eru til í heiminum í dag. Landakort úr höfuð- kúpum ►FERÐAMENN skoða kort af Kambódiu, búið til úr höfuðkúp- um fórnarlamba Rauðu khmer- anna, í safni í Phnom Penh. Safn- ið var áður miðstöð pyntinga Rauðu khmeranna og er varð- veitt sem vitnisburður um grimmd þeirra. Þeir réðu ríkjum í Kambódíu á árunum 1975-79 og um þessar mundir er ríkisstjórn landsins undir miklum þrýstingi að handtaka og lögsækja foringja khmeranna sem margir hverjir eru frjálsir ferða sinna og lifa góðu lífi í dag. F E R M 1 N G A R i B L A Ð A U K 1 Fermingarhárgreiðslan Sítt eða stutt? Liðað eða slétt? Fermingarbörn fara í hárgreiðslu. \ Skilafrestur auglýsingapantana ertil kl. 12 mánudaginn 8. mars. AUGLÝSINGADEILD Sími 569 1111 • Bréfasími 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is Meðat efnis; Fermingarfatatíska • Hárgreiðsla og snyrting • Fermingargjafir • Uppskriftir frá matreiðslumönnum Veisluborð - hugmyndir að skreytingu • Rætt við verðandi fermingarböm • Fermingarmyndir af þekktum (slendingum • O.fl. Stutt Astarlyf kvenna ►ELDRI elskendur sem vilja fjörga ástarlífið geta nú leitað til Cork á Irlandi fyrir sfðbúinn ástarbríma. I Cork eru mörg lítil rómantísk þorp og þar er að auki Viagra-verksmiðja fyrir karlana. En í Cork er einnig hægt að finna ástarörvunarlyf fyrir konur. Læknirinn Ronan Gleeson frá Cork hefur búið til lyf fyrir kon- ur sem örvar minnkaða kynhvöt eftir breytingaskeiðið. Lyfið er kallað Femagro og er í formi h't- illar skærbleikrar pillu. Hægt er að nálgast Femagro hjá læknin- um eða í gegnum heimasíðu Gleesons á Netinu. I lyfínu er m.a. svokölluð „indíánarót" sem talin er geta unnið bug á ýmsum einkennum breytingaskeiðsins, en einnig er í lyfínu jurtin yohimbe sem í Af- ríku er talin örva kynhvötina til muna. Átti tvíbura í flug’vél ►KONA frá Kenýa átti tvíbura síðastliðinn sunnudag í flugvél sem var á leiðinni yfír Kýpur. Konan, Grace Akosha, sem var aðeins komin 30 vikur á leið, fæddi dreng og telpu í flugvélinni. Læknir í vél- inni aðstoðaði við fæðinguna en flugmaðurinn ákvað neyðarlend- ingu á Lamaca-flugvellinum á Kýpur. Bömin voru flutt með þyrlu lög- reglunnar á fæðingardeild til að kanna hvort allt væri með eðlileg- um hætti. Akosha, sem býr í Birmingham á Englandi, var einnig flutt á sjúkrahús. I ljós kom að allt var í sómanum með bæði móður og böm þrátt fyrir óvana- legan fæðingarstað. Er hægt að vera óheppnari? ►EF veitt væru verðlaun fyrir ótrúlega óheppni myndi breski lögfræðingurinn Edward Bentley koma sterklega til greina. Fyrst tapaði hann þús- undum punda í slæmum íjárfest- ingum, en það var aðeins byrjun- in. Hann ákvað að fá „lánað“ fé umbjóðenda sinna til að koma sér á réttan kjöl. Hann fékk þá hugmynd að fljúga til Monte Carlo og vinna fé sitt aftur í spilavítinu. Hann vildi Ieggja 60 þúsund pund undir en spilavítið sagði að hámarksupphæð væri 10 þúsund pund, svo Bentley ákvað að snúa til Englands og reyna fyrir sér annars staðar. Þegar heim var komið ákvað hann að veðja á hesta og hann veðjaði tæplega 11 þúsundum punda á einn hestinn sem líkleg- astur var talinn til vinnings. En ekki var sú ferð farin til fjár. Þriðja tilraunin var á hluta- bréfamarkaðnum þar sem hann ákvað að kaupa áhættubréf fyrir 49 þúsund pund, en allt kom fyr- ir ekki. Ur hlutabréfaævintýrinu sat Bentley uppi með sárt ennið og aðeins eitt þúsund pund í veskinu. Þegar hér var komið sá Bentley enga aðra leið úr klíp- unni en að stytta sér aldur. Hann leiddi slöngu úr púströrinu inn í bfl sinn en þá bilaði vélin. Hann reyndi aftur en þá kom lögreglu- maður aðvífandi og bjargaði honum. En þó má segja að að lokum hafi gæfan brosað við Bentley þvi' hann hlaut mildan dóm, að- eins 15 mánaða skilorðsbundið fangelsi, fyrir að hafa stoiið 64 þúsundum punda af umbjóðend- um si'num.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.