Morgunblaðið - 03.03.1999, Síða 56

Morgunblaðið - 03.03.1999, Síða 56
Drögum næst 10. mars HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings Heimavörn Sími: 533 5000 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMIS691100, SÍMBRÉF S691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Tvöfalda Mál Nígeríumannsins sem sveik 9 milljónir úr Islandsbanka Svilar deila rækju- vinnslu Er talinn tengjast al- þjóðlegum glæpavef SJÁVARÚTVEGSFYRIRTÆKIÐ NASCO stefnir nú að því að tvö- falda vinnslu í rækjuverksmiðju sinni, Bakka í Bolungarvík. Ætlunin er að fjölga pillunarvélum úr þrem- ur í sex og fara úr vinnslu á 4.000 tonnum af hráefni á ári í 8.000 tonn á þessu ári. Jafnframt er íyrirhug- aður innflutningur á um 1.000 tonn- um af pillaðri rækju frá Kanada til pökkunar og útflutnings héðan. Stefnt er að því að hefja vinnslu á tveimur vöktum fljótlega og verður þá þörf fyrir 15 til 20 manns til við- bótar hjá fyrirtækinu, en þar starfa nú á milli 60 og 70 manns. ■ Stefnt að/C7 STERKAR vísbendingar hníga nú að því að glæpahringur sem teygir anga sína til fjölda landa tengist máli Nígeríumannsins sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald í seinustu viku fyrir að hafa innleyst falsaðar gjald- eyrisávísanir fyrir á tólftu milljón króna hjá Islandsbanka. -Ljóst er orðið að hann átti samráð við aðila erlendis, að sögn Jóns H. Snorrasonar, saksóknara hjá emb- ætti ríkislögreglustjóra, og beinist rannsókn málsins meðal annars að aðilum í Nígeríu, Bretlandi, Banda- ríkjunum og fleiri löndum. Alþjóða- lögreglan Interpol annast meðal ann- ars tengsl á milli lögreglusveita í þessum löndum og stillir saman rann- sóknina. Um níu milljónir króna af þeirri upphæð sem Nígeríumaðurinn sveik úr Islandsbanka hafa ekki enn komið í leitirnar. „Rannsóknin beinist að þeim fjár- munum sem hafa horfið og er hún í fullum gangi. Þama bendir margt til að um einhvers konar vef sé að ræða. Ljóst er að þama er um að ræða sldpulagða samvinnu með þeim hætti að ytra vora einhverjir viðtakendur sem tóku við fjármununum," segir Jón. Fyrir utan að skipta ávísunum er ekki orðið ljóst hver þáttur Níger- íumannsins sem situr í gæsluvarð- haldi er í málinu að sögn Jóns og mun hann ekki hafa verið samstarfs- fús í yfirheyrslum lögreglu. Embætti ríkislögreglustjóra óskaði eftir gæsluvarðhaldi yfir öðram Ní- geríumanni í kjölfar handtökunnar en því var hafnað fyrir héraðsdómi. Rík- islögreglustjóri kærði þá synjun og er niðurstöðu Hæstaréttar að vænta. Morgunblaðið/Ásdís UNDANFARNA daga hafa vetr- arríkið og skammdegisdninginn hopað lítillega á suðvesturhom- inu fyrir sólríku og björtu veðri, þó svo að enn sé kuldahrollur í mörgum. Fólk hikaði samt ekki Spegilmynd af vetri við að tylla sér hjá Tjörninni í ur sem sumir hverjir styttu sér Reykjavík og horfa á vegfarend- leið yfir ísinn. Þeir sem og áhorf- endur og umhverfið allt spegluð- ust í rúðum Ráðhúss Reykjavíkur og var sem heimurinn gengi í bylgjum þegar ljósmyndari Morgunblaðsins sætti lagi og festi speglunina á filmu. Heilbrigðisráðherra kynnir frumvarp um sjúklingatryggingu Bætur taldar geta numið 100-170 milljónum á ári INGIBJÖRG Pálmadóttir heil- brigðisráðherra lagði fram á ríkis- stjórnarfundi í gær frumvarp til laga um sjúklingatryggingu og bæt- ur vegna líkamstjóns sem sjúkling- ar verða fyrir í heilbrigðisþjónust- unni. Samþykkt var í ríkisstjóm að tillögu ráðherrans að frumvarpið verði lagt fram til kynningar á yfir- standandi þingi en miðað er við að það geti orðið að lögum 1. janúar ár- ið 2000. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins felur frumvarpið í sér um- talsverða rýmkun á bótarétti sjúk- linga frá því sem verið hefur sam- kvæmt sjúklingatryggingum al- mannatrygginga og bótafjárhæðir verða hækkaðar. Samkvæmt kostn- aðarmati fjármálaráðuneytisins er áætlað að árlegar bótagreiðslur vegna þess bótakerfis sem frum- varpið kveður á um gætu orðið á bil- inu 100 til 170 milljónir kr. og er það nokkur hækkun frá því sem verið hefur eða á bilinu 50 tO 120 millj. kr. á ári. Frumvarpið er að stofni til byggt á framvarpi sem lagt var fyrir Al- þingi 1990-91 en á því hafa þó verið gerðar ýmsar breytingar m.a. með hliðsjón af sjúklingatryggingum sem teknai- hafa verið upp hjá hinum Norðurlandaþjóðunum. Meðal nýmæla í framvarpinu skv. upplýsingum blaðsins er að sjúk- lingatryggingin mun ná yfir alla heil- brigðisþjónustuna og þar með talið sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfs- manna og sjúkraflutninga en ekki eingöngu til sjúkrastofnana eins og nú er. Frumvarpið gerir ennfremur ráð fyrir að bótaskyldir aðilar verði tryggðir sérstaklega hjá vátrygg- ingafélagi hér á landi. Er markmiðið með framvarpinu að tryggja þeim sem verða fyrir tjóni á líkama vegna rannsókna eða sjúk- dómsmeðferðar víðtækari rétt til bóta en þeir eiga í dag. Greiða á bæt- ur m.a. vegna tjóna sem hljótast af því ef eitthvað fer úrskeiðis hjá lækni eða öðrum heilbrigðisstarfs- mönnum eða vegna bilunar í tækj- um. Einnig ber t.d. að greiða bætur vegna tjóns sem stafar af sýkingu eða öðrum fylgikvillum vegna rann- sóknar eða meðferðar ef tjónið er meira en svo að talið sé sanngjamt að sjúklingurinn þoli það bótalaust. Búist er við að dómsmálum vegna meintra mistaka innan heilbrigðis- þjónustunnar muni fækka verði frumvarpið að lögum. um vinnmg á skafmiða fyrir hér- aðsdómi MÁL tveggja svila er nú rekið fyrir héraðsdómi og bíður uppkvaðningar dómara, þar sem annar svilanna hef- ur ki-afið hinn um helmingsverðmæti í bifreið að verðmæti 1,5 milljóna króna, sem kom upp á skafmiða í veislu, sem svUamir héldu sameigin- lega í aprU 1998 vegna fertugsaf- mælis síns. Þegar svilarnir héldu upp á af- mæli sitt var ákveðið að kaupa öll að- fóng sameiginlega og meðal annars voru keyptar tvær kippur af kóka- kóla. Skafmiðamir voru í kippum í tengslum við Anastasíu-leik VífilfeUs hf. og er verið var að undirbúa veisl- una skófu böm svilanna sinn miðann hvort og kom Mitsubishi Carisma bifreið upp á annan miðann. VUdi annar svilanna meina að skafmiðinn væri sameign eins og aUt annað, sem keypt hefði verið tU veislunnar, og því bæri honum að fá helming bfiverðsins, en hinn svUinn leysti út bifreiðina, seldi hana og hélt andvirðinu. Hann hélt því fram að bömunum hefðu verið gefnir mið- arnir og því hafi hans barn átt vinn- inginn sem kom upp á skafmiðann. Um það, hvort bömunum hafi verið gefnir miðarnir eða ekki, var ekki samkomulag og þrátt fyrir sáttaum- leitanir innan fjölskyldunnar fékkst ekki lausn í málinu. Því var svUanum stefnt fyrir héraðsdóm þar sem kraf- ist er helmings bfiverðsins á grund- velli þess að gerður hafi verið munn- legur samningur milli svilanna um að deila öllpm kostnaði við veisluna. Dónujr verður kveðinn upp innan fárra vikna. -------------- Myndband um íslenska hestinn Það besta í flokki heim- ildamynda MYNDBAND um íslenska hestinn var valin besta stutta heimilda- myndin á alþjóðlegri kvikmyndahá- tíð í San Fransisco í Bandaríkjunum nýverið. Framleiðandi myndbands- ins er Dan Slott, áhugamaður um ís- lenska hesta, en á búgarði hans í New York-ríki era um 80 íslensk hross. „Þetta er mynd um það hvernig er að ríða íslenska hestinum, tekin að miklu leyti á búgarði mínum og með stuttu innskoti frá íslandi sem Plús-Film lagði til,“ sagði Dan Slott í viðtali við Morgunblaðið í gær en myndina framleiddu bandarískir kvikmyndagerðarmenn. Alls tóku 1.600 myndir frá 60 löndum þátt í hátíðinni og sagði Dan Slott mikil- vægt að fá þessi verðlaun nú þar sem fyrir dyram stæði 12 mánaða kynningarherferð í Bandaríkjunum um íslenska hestinn. AIls verða lagðar sem svarar um sjö milljónum króna í herferðina en auk Dan Slotts og fleiri aðila í Bandaríkjunum standa að henni viðskiptaþjónusta utanríkisráðu- neytisins, Félag hrossabænda, Fé- lag hrossaútflytjenda og Ferða- málaráð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.