Morgunblaðið - 12.03.1999, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 12.03.1999, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samkomulag viö Rússa og Norömenn um Smuguna: r Jákvætt að láta þá fá pappírsfisk —^TGMuMd - ÞEIR eru mjög umhverfísvænir, hr. Angelsen, þeir eru úr endurunnum pappír. Undirbúningur alþingiskosninganna 8. maí Fjögur ný framboð hafa óskað eftir listabókstaf FJÖGUR ný framboð hafa sent inn óskir um listabókstaf til dómsmála- ráðuneytisins vegna Alþingiskosn- inganna 8. maí nk. Það era Vinstri hreyfíngin, grænt framboð sem ósk- að hefur eftir bókstafnum U, Frjálslyndi flokkurinn sem óskað hefur eftir bókstafnum F og Anark- istar á Islandi sem óskað hafa eftir bókstafnum Z. Þá hefur Samfylk- ingin óskað eftir bókstafnum S, en við síðustu kosningar var það fram- boð Eggerts Haukdal á Suðurlandi, sem var með þann listabókstaf. Beiðni um listabókstaf stjórn- málasamtaka skal hafa borist dóms- málaráðuneytinu eigi síðar en kl. 12 á hádegi þriðjudaginn 20. apríl. Að sögn Jóns Thors skrifstofu- stjóra í dómsmálaráðuneytinu, er ekki búið að úthluta neinum lista- bókstöfum enn sem komið er. Við síðustu kosningar var Sjálfstæðis- flokkurinn með bókstafinn D, Al- þýðuflokkurinn með bókstafinn A, Framsóknarflokkurinn með bók- stafinn B, Alþýðubandalagið með bókstafinn G, Þjóðvaki með bók- stafinn J, Kristilegi lýðræðisflokk- urinn með bókstafínn K, M-listinn, Vestfjarðalistinn, með bókstafinn M, Náttúrulagaflokkur íslands með bókstafinn N og Kvennalistinn með bókstafinn V. Sagði Jón að listabók- stöfum, sem notaðir voru við síðustu kosningar yrði ekki úthlutað nema að vel athuguðu máli en fram hefur komið að Samfylkingin hyggst ekki bjóða fram undir bókstöfum flokk- anna sem standa að Samfylking- unni. í frétt frá dómsmálaráðuneytinu er vakin athygli á að utankjörfund- arkosningar geti hafist laugardag- inn 13. mars og að kjörskrá skuli miðast við skráð lögheimili í sveitar- félagi samkvæmt íbúaskrá þjóð- skrár laugardaginn 17. apríl. Jafn- framt að framboð skuli tilkynna yf- irkjörstjórn hlutaðeigandi kjör- dæma eigi síðar en kl. 12 á hádegi föstudaginn 23. apríl og skulu sveit- arstjórnir leggja fram kjörskrá al- menningi til sýnis eigi síðar en mið- vikudaginn 28. apríl. Kjörstjórn skal taka ákvörðun um utankjör- fundaratkvæðsgreiðslu á stofnunum eigi síðar en laugardaginn 1. maí. Ósk um atkvæðagreiðslu í heima- húsi vegna sjúkdóms, fótlunar eða bamsburðar skal hafa borist kjör- stjóra eigi síðar en kl. 12 á hádegi laugardaginn 1. maí. Loks segir að atkvæðagreiðsla á stofnunum og í heimahúsi megi ekki fara fram fyrr en laugardaginn 17. apríl. Hundrað ára afmæli KFUM og KFUK Afmælishátíð í Perlunni Um helgina verður haldin í Perlunni hundrað ára af- mælishátíð KFUM og KFUK. A laugardeginum er sérstök afmælis- og uppskeruhátíð alls æsku- lýðsstarfs hinna kristilegu félaga en á sunnudaginn verður fjölskylduguðs- þjónusta með þátttöku hljóðfæraleikara, leikhóps og Karlakórsins Fóst- bræðra, en hann hét áður Karlakór KFUM. Á sunnudag . verða einnig tónleikar í Perlunni þar sem koma mun fram söngfólk úr KFUM og KFUK, þar á meðal Kanga-kvartettinn og Þorvaldur Halldórsson. Helgi Gíslason æskulýðs- fulltrúi hefur yfirumsjón með dagskrá laugardagsins á afmælis- hátíðinni í Perlunni. - Á hvað er lögð megináhersla í þessari dagskrá? Megináhersla er lögð á að fram komi sem flest böm og unglingar úr starfsemi félaganna. Þau hafa verið að æfa og undirbúa ýmis at- riði svo sem söngleiki, helgileiki, leikrit, dans, söng, hljóðfæraleik og fleira. Einnig sýna leiðtogar kvöldvökuatriði úr Vatnaskógi og Vindáshlíð. Við höfum fengið til liðs við okkur danshóp frá Dans- skóla Heiðars Ástvaldssonar og leikarana Gunnar Helgason og Felix Bergsson. Þá munu leiðtog- ar sýna hvernig hægt er að fiytja trúarlegan boðskap með hjálp sjónhverfinga og myndlistar. Til sýnis verða og ljósmyndir, vegg- tjöld, leirmyndir og fleira sem hefur verið unnið á fundum í vet- ur. Innan á tönkum Perlunnar verða hengd upp veggtjöld sem unglingar í Keflavík og Kópavogi hafa unnið sérstaklega lyrir þessa hátíð. Þess má og geta að í Perlunni verða á þessum dögum kynntar starfsgreinar innan KFUM og KFUK. Sem dæmi um slíkt má nefna sumarbúðir, æsku- lýðsstarf að vetri, leikskóla, leikjanámskeið, fjölskyldustarf, miðbæjarstarf, biblíuskólann við Holtaveg, útgáfu og fleira. - Verður í dagskránni rakin saga KFUM og KFUK? Nei, ekki sagan sem slík en við munum minnast hennar á ýmsan hátt. Gamlar ljósmyndir og munir frá starfinu verða til sýnis og einnig verður kynnt ný bók um sögu KFUM og KFUK, sem Þór- arinn Björnsson guðfræðingur vinnur að um þessar mundir. Bók- in á að korna út næsta haust. -Verður þáttur séra Friðriks Friðrikssonar kynntur sérstak- lega? Séra Friðrik Friðriksson kynntist starfi KFUM og KFUK í Danmörku, en þess má geta að KFUM og KFUK eru alheims- hreyfingar og starfa í __________ á annað hundrað lönd- um. Séra Friðrik stofnaði KFUM á ís- landi 2. janúar 1899 með um það bil fimm- tíu unglingspiltum. Ekki leið á löngu þar til stúlkur á sama aldri báðu séra Friðrik um að stofna sams konar félag fyrir stúlkur, KFUK var síðan stofnað 29. apríl sama ár. Það kom fljótt í Ijós að séra Friðrik hafði ótvíræða hæfi- leika sem æskulýðsleiðtogi og átti auðvelt með að ná til stórra hópa barna og unglinga. Helgi Gíslason ►Helgi Gíslason er fæddur 13. júlí 1962 í Reykjavík. Hann lauk kennaraprófi frá Kennarahá- skóla íslands árið 1985 og tók tíu árum síðar próf í sérkennslu- fræðum frá sömu stofnun. Hann hefur starfað sem kennari í Reykjavík og á Egilsstöðum en er nú æskulýðsfulltrúi hjá KFUM og KFUK - Kristilegu félagi ungra manna og kvenna. Helgi er kvæntur Þórunni Arnardóttur og eiga þau tvær dætur. - Hvert var í upphafi markmið þessa félagsskapar? KFUM og KFUK eru og hafa ávallt verið frjáls félagasamtök sem standa á sama grunni og evangelisk-lúthersk kirkja á Is- landi. Þau vilja starfa innan kirkj- unnar og með kirkjunni en eru eigi að síður sjálfstæð og lúta eig- in stjórn. Meginmarkmið félag- anna er að ungt fólk kynnist Jesú Kristi og gangi til þjónustu við hann. Einnig vilja félögin stuðla að líkamlegum og félagslegum þroska ungmenna - þetta undir- strikar þríhyrningurinn í merki félaganna sem táknar manninn í heild sinni, hliðamar þrjár tákna hina ólíku þætti mannsins - lík- ama, sál og anda. Þetta endur- speglast í starfi félagana þar sem fer saman boðun, menning og list- ir, útivera, íþróttir og ferðalög. KFUM og KFUK eru æskulýðs- félög sem vilja bjóða bömum og unglingum upp á heilbrigt tóm- stundastarf þar saman fer gaman og alvara. - Hvemig er fjárhagslegur gmndvöllur félaganna á þessu hundrað ára starfsafmæli þeirra? KFUM og KFUK eru sjálf- boðaliðahreyfing. Leiðtogar í æskulýðsstarfi félaganna eru sjálfboðaliðar. Félögin leggja mikla áherslu á að bjóða upp á fræðslu og stuðning fyrir þessa leiðtoga og hafa því nokkra laun- aða starfsmenn í þjónustu sinni. Félögin njóta opinberra styrkja, __________ fyi’st og fremst frá Reykjavíkurborg og rikissjóði. Þá fer fram ýmiskonar fjáröflun félagsmanna og er satt að segja ekki van- þörf á. ......... - Telur þú að KFUM og KFUK eigi jafn mikla framtíð fyrir sér á næstu öld og þeirri sem nú er að líða? Já, sumarbúðastarf félaganna nýtur mikilla vinsælda og þörf barna og unglinga fyrir að heyra boðskap Jesú Krists er sú sama og áður. Vilja bjóða ungmennum upp á heilbrigt tómstunda- starf
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.