Morgunblaðið - 12.03.1999, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 12.03.1999, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1999 21 VIÐSKIPTI 142 m.kr. hagnaður Hampiðjunnar Utflutningur 47% af heildar- sölunni Hampiðjan hf. Ársreikningur Samstæða 1998 '19981 1997 Rekstrarreikningur Breyting Heildartekjur Rekstrargjöld Hagnaður fyrir skatta Tekju- og eignarskattur Hagnaður af reglulegri starfsemi Milljónir króna 1.533,7 1.411,5 97.6 22.6 75,1 1.358,1 1.300,9 83.2 18.2 65,0 +73% +9% +17% +24% +16% Hagnaður ársins 142,1 65,0 +119% Efnahagsreikningur 31. des. 1998 1997 Breyting I Eignir og skuldir. | Heildareignir Heildarskuldir Eigið fé Milljónir króna 2.019,8 919,2 1.100,6 1.841,0 862.5 978.5 +70% +7% +12% Sjóðstreymi 1998 1997 Breyting Veltufé frá rekstri Milljónir króna Veltufjárhlutfall Arður sem hlutfall af markaðsverðmæti Eiginfjárhlutfall 149,4 1,7 2,1% 54% 116,6 1,7 2,4% 53% +28% HAGNAÐUR Hampiðjunnar á síð- asta ári nam 142 milljónum króna en var 65 milljónir árið 1997. Nær helming hagnaðar má rekja til sölu- hagnaðar af hlutabréfum. Hagnaður fyrir fjármagnsliði ríflega tvöfaldað- ist en viðsnúningur í fjármagnsliðum gerir að verkum að hagnaður af reglulegri starfsemi eykst ekki veru- lega. Rekstrartekjur jukust úr 1.358 milljónum króna árið 1997 í 1.536 milljónir á síðasta ári. Rekstrartekj- ur móðurfélags jukust um 91 m.kr. og námu 1.232 milljónum. Sam- kvæmt fréttatilkynningu má rekja aukningu rekstrartekna til aukins útflutnings og umsvifa erlendra dótt- urfélaga auk þess sem sala á fullbún- um flottrollum jókst á heimamark- aði. Fjárfestingar ársins námu alls 195 milljónum. Þar var aðallega um að ræða fjárfestingu í vélum, eignar- hlutum í öðrum félögum og fram- leiðsluleyfisgjaldi. Utflutningur jók hlutdeild sína sem nam 47% af heild- arsölu sl. árs. A þessu ári er í fyrsta sinn gert ráð fyrir að útflutningur nemi meira en helmingi sölunnar. Samkvæmt frétt frá félaginu er búist við áframhaldandi aukningu allra helstu vöruflokka en sala röra- deildar í lok síðasta árs vegur á móti og því er ekki gert ráð fyrir miklum breytingum á veltu. A sama hátt er búist við að hagnaður verði mjög í takt við það sem hann var 1998. Að- alfundur Hampiðjunnar verður hald- inn fóstudaginn 19. mars. Lagt er til að greiddur verði 8% arður. Aukin umsvif erlendis Gunnar Svavarsson, forstjóri Hampiðjunnar, segir afkomuna mjög nálægt þeim markmiðum sem lagt var upp með á síðasta ári og ekkert í ársreikningnum sem komi á óvart. „Við hefðum reyndar kosið að sjá betri afkomu af reglulegri starfsemi. Þó ber að líta til þess að á síðasta ári keyptum við okkur inn í fyrirtæki í Bandaríkjunum og Nor- egi, auk þess sem við keyptum neta- verkstæði á Nýja-Sjálandi. Þarna er um kostnaðarsamar ráðstafanir að ræða sem eiga eftir að skila sér í aukinni sölu samstæðunnar í fram- tíðinni." Að sögn Gunnars hefur félagið lagt mikla áherslu á vöru- og tækni- þróun og nefnir í því sambandi Dy- nex-ofurtóg sem hann segii- hafa verið að ryðja sér til rúms síðustu ár. „Þar er á ferðinni vai'a sem unnt verður að nota utan sjávarútvegs t.a.m. við leit og vinnslu olíu, í skóg- arhöggi og víðar. Við höfum fylgst náið með þróun mála á þessum vett- vangi og ætlum okkur hlut á þeim markaði.“ Þurfa að gera betur Tryggvi Tryggvason, forstöðu- maður markaðsviðskipta Lands- bankans, segir Ijóst að afkoma Hampiðjunnar sé nokkru betri en í fyrra auk þess sem framlegð eykst verulega sem er jákvætt. Hann bendir hins vegar á viðsnúning í fjármagnsliðum sem gerir það að verkum að hagnaður af reglulegri starfsemi eykst aðeins um 15% frá fyrra ári sem er langt frá því sem sást á árunum 1995-1996. „Ef tekið er tillit til þess að markaðsvirði fé- lagsins er um 2 milljarðar króna þá er þessi afkoma ekki viðunandi. Þeir eru þó augljóslega á réttri leið og hafa t.a.m. náð ágætum árangri í útflutningi. Félagið þarf engu að síður að gera enn betur til að standa undir núverandi gengi hlutabréfa og þar dugar ekki að skila svipuðum hagnaði á þessu ári líkt og gert er ráð fyrir í rekstraráætlunum," sagði Tryggvi. .Hekstur á flugvélum í alþjóðaflugí krefst mikils öryggis og öflugs tölvukerfis sem býður upp á fjartengingar fyrir dreifða starfsemi. Við hjá Atlanta stóðum frammi fyrir fjárfestingu á öflugum vélhúnaði til að halda utan um viðhald flugvélaflota Atlanta og pantana- og innkaupakerfi fyrirtækisins. Eftir itar- lega skoðun á þeim netþjónum sem í hoði voru, var sú ákvörðun tekin að fjárfesta í IBM PC netþjónum hjá Nýherja. Gæði og verð réðu þar mestu um, en jafnframt greiður aðgangur að tæknilegri ráðgjöf og þjónustu. Eftir kaupin höfum við getað reitt (^HlynurTómasson^ yiirmaður varkirmðideildar ilugiélagsins Atlanta okkur á fullkomna þjónustu við þennan búnað og svör við öllum okkar tæknilegu spurningum/ IBM nstþjónar aru ávalit húnir iullknmnustu tœkni sem iáanleg ar hvarju sinni. Auðvaid aljórnun, endalausir uppimrslumegulaikar, mikili hraíi og alþekkt rekstrar- öryggi satja IBM netþjóna skörinni hmrra en kappi- nautana. Þeir sem gara samanhurð valja IBM. Skaftahlíð 24 • Sími 569 7700 http://www.nyherji.is NÝHERJI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.