Morgunblaðið - 27.03.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.03.1999, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 27. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lið MR sigraði í Gettu betur MENNTASKÓLINN í Reykjavík sigraði lið Menntaskólans í Hamrahlíð í Gettu betur, spurn- ingakeppni framhaldsskólanna, í gærkvöldi og hampaði farand- verðlaunagripnum Hljóðneman- um sem Björn Bjarnason menntamálaráðherra afhenti. Að leikslokum skildu aðeins tvö stig liðin að, MR var með 26 stig en MH 24. Er þetta í sjöunda sinn í röð sem lið Menntaskólans í Reykjavík sigrar í kcppninni. Keppnin var jöfn og spennandi en lið Menntaskólans í Reykjavík hafði betur undir lokin. Bæði lið hlutu vegleg verðlaun fyrir þátt- töku í keppninni en sigurvegar- arnir hlutu meðal annars utan- landsferð að launum. Keppnin var haldin fyrir troðfullu húsi í Valsheimilinu á Hlíðarenda og yar gífurleg stemmning í salnum. Mórgunblaðið/Jón Svavarsson Árangurslaus samningafundur tannlækna og Tryggingastofnunar rikisins Agreining’iir ríkir enn um greiðslur vegna forvarna EKKI náðust samningar milli Tannlæknafélags Islands og Tryggingastofnunar ríkisins um endur- greiðslu á tannlækningakostnaði þeirra sem tryggðir eru samkvaemt lögum um almannatrygg- ingar á fundi í gær. Agreiningurinn snýst um þátt- töku Tryggingastofnunar í greiðslum til forvama. Pórir Schiöth, formaður Tannlæknafélags fs- iands, sagði að loknum fundinum að tannlæknar gætu með engu móti fellt sig við niðurskurð Tryggingastofnunar á forvörnum og tannvemd en úr þeim hefði dregið um áramótin þegar sett var ný reglugerð. Segir hann niðurskurðinn þeg- ar vera farinn að bitna á fólki og samvisku sinnar vegna geti tannlæknar ekki sætt þessum kostum. „Tryggingastofnun ríkisins segir að stofnunin sé tilbúin að taka áhættuna á því að fella niður for- varnir. Peir vilja fremur borga tannlæknum fyrir að setja fyllingar í skemmdar tennur heldur en að koma í veg fyrir skemmdir," sagði Þórir. Snýst um flúorlökkun að mati TR Helgi V. Jónsson, formaður samninganefndar Tryggingastofnunar ríkisins, sagði að ágreining- urinn hefði sérstaklega snúist um flúorlökkun hjá bömum en skiptar skoðanir væru um það hve gagnleg slík lökkun væri. Sagði hann að samn- inganefnd Tryggingastofnunar liti svo á að pen- ingum stofnunarinnar væri betur varið með þvi að minnka flúorlökkun. Stofnunin teldi lökkunina óþarfa í svo miklum mæli auk þess sem taxtinn væri of hár miðað við nágrannalönd. Sagði Helgi að fundinum hefði lokið með því að samninga- nefnd Tryggingastofnunar hefði lagt til að stofn- unin gerði samning við tannlækna fram á haust og tíminn þangað til yrði notaður til að styrkja vitund manna um flúormeðferðir. A meðan myndi stofnunin greiða eina flúormeðferð hjá 13-15 ára unglingum. Pessu hefði verið hafnað og fundurinn því ekki náð neinu samkomulagi. Bjóst hann við að næsti samningafundur yrði einhvern tímann eftir páska. íbúum sumar- húsa auðveld- aður aðgang- ur að neyðar- þjónustu GERT er ráð fyrir að búið verði að setja upp samræmt merkingakerfi fyrir sumai'húsabyggð landsmanna í lok þessa árs, að sögn Sveins Guð- mundssonar, framkvæmdastjóra Landssambands sumarhúsaeigenda. Tilgangurinn er að auðvelda sumar- bústaðaíbúum aðgang að neyðar- þjónustu slökkviliðs, sjúki-aflutn- ingamanna og lækna. Landssamband sumarhúsaeig- enda hefur haft samráð við Neyðar- línuna, Vegagerð ríkisins og Fast- eignamat ríkisins við gerð merkinga- kei'fisins og um þessar mundir eru frumdrög kerfisins að verða tilbúin. Öryggisnúmer fyrir hvern bústað Utbúin verða sérstök skilti sem af- greidd verða til sumarhúsaeigenda eftir pöntunum, sem fest verða upp í sumarbústöðum, bæði að utan sem innan. Á skiltunum er sérstakt neyð- ar- og öryggisnúmer hvers bústaðar, en skrá yfir öll slík númer verður varðveitt í tölvum Neyðarlínunnai'- Þannig þarf tilkynnandi einungis að gefa upp öryggisnúmer bústaðarins þegar hringt er í Neyðarlínuna ef slys ber að höndum. Með öryggis- númerinu er unnt að staðsetja bú- staðinn nákvæmlega í tölvukerfi Neyðarlínunnar, sem tryggir fljótan aðgang sjúkraliðs að hverjum bú- stað. Kerfíð þarf að ná til allra Sett verða upp númer við vegi 1 sumarhúsabyggðum og einnig munu sjúkraflutningamenn styðjast við tölvustýrt leiðarkerfi í bifreiðum sín- um síðar meir. Að mati stjórnar LS þarf kerfið að ná til allrar sumarhúsabyggðar landsmanna án tillits til félagsað- ildar þeirra og þurfa utanfélags- menn að greiða hærra verð fyrir öryggisnúmer sín en félagar í LS. Urskurðarnefnd um upplýsingamál fjallar um kæru þriggja nemenda í Háskólanum Nemendur fái aðgang að gömlum prófum ÚRSKURÐARNEFND um upp- lýsingamál kvað upp þann úrskurð hinn 23. mars sl. að Háskóla íslands bæri að veita þremur nemendum við skólann aðgang að tilteknum prófum sem lögð voru fyrir nem- endur á fyrsta ári í læknisfræði árin 1990-1998. Málsatvik voru þau að Bjarni Olafsson, Guðmundur Omar Haf- steinsson og Vífill Harðarson ósk- uðu eftir aðgangi að áðurnefndum prófum þann 20. janúar sl. hjá Læknadeild Háskóla íslands. Hinn 3. mars sl. hafði þessum aðilum ekki borist svar frá deildinni og kærðu þeir þá meðferð málsins til Úrskurðarnefndar upplýsinga- mála. Þann 12. mars sl. tilkynnti kennslusvið Háskóla íslands kærendum að beiðni þeirra væri hafnað með vfsan til 4. mgr. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Ástæður synjunarinnar voru sagðar þær að prófin yrðu þýðingarlaus og næðu ekki tilgangi sínum ef allar spum- ingamar væm á almanna vitorði, en um krossapróf er að ræða og hefur meginreglan verið sú að þau era ekki afhent öðram en þeim sem prófin þreyta, auk þess sem þau era ekki afhent stúdentum að prófi loknu. Var einnig tiltekið að gífurleg frumvinna yrði að eiga sér stað í hvert skipti sem leggja ætti fyrir slíkt próf og hér væri því mikið í húfi, ekki bara fyrir eina deild skól- ans heldur margar, ef ekki flestar. Kærendur mótmæltu þessari röksemdafærslu og töldu synjun stofnunarinnar ekki eiga sér stoð í lögum. Úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að samkvæmt ákvæði 4. tölul. 6. gr. upplýsinga- laga eigi heimild til að takmarka að- gang að slíkum gögnum einungis við þangað til próf séu lögð fyrir próftaka en falli niður jafnskjótt og prófi sé lokið, sbr. 1. mgr. 8. gr. sömu laga. I niðurstöðu úrskurðar- nefndar segir m.a.: „Með vísan til 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga er það niðurstaða nefndarinnar að skylt sé að veita að þeim aðgang, enda verð- ur ekki séð að neinir þeir hagsmun- ir, sem vemdaðir eru af 5. gr. eða 1.-3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, eigi hér við.“ í yfirlýsingu frá kærendum segir að þeir telji úrskurðinn skipta nem- endur í læknadeild miklu máli, en þeir hafi ekki staðið jafnfætis öðr- um stúdentum hvað þetta varði. Áhrifin verði þó væntanlega mun víðtækari því nemendur í öðrum deildum hafi einnig þurft að sæta svipuðum takmörkunum á aðgangi, t.a.m. í tannlæknisfræði og við- skiptafræði. Úrskurðurinn hafi jafnframt fordæmisgildi alls staðar í skólakerfinu. Þórður Kiistinsson, kennslustjóri Háskóla íslands, segir að úrskurð- urinn muni væntanlega hafa í með sér að breytingar verði á þvl háttarlagi sem verið hefur með próf í Háskólanum. Tekur hann fram að Háskólinn hafi talið sig vera að fara eftir lögum með því að sýna ektó slík próf og ekki hafi verið um að ræða mótmæli af hálfu skólans við settum reglum. Segir Þórður að skólinn hafi hins vegar viljað fá úr því skorið á hvaða forsendum hon- um bæri að afhenda umrædd gögn- Úrskurðurinn hafi svarað því °S Háskólinn muni breyta samkvaennt honum, en niðurstaðan geti haft áhrif á fyrirkomulag prófa í þei® námskeiðum þar sem krossaprófun1 hafi verið beitt. í úrskurðamefndinni sátu Valtýr Sigurðsson, formaður, Elín Hirst og Steinunn Guðbjartsdóttir, varamað' ur, sem tók sæti í stað Eiríks Tóm- assonar prófessors. m SÍDUR ALAUGARDOGUM Birkir reiknar með náðug- um degi í markinu/C1 Jóhaiin Haukur Hafstein vann Kristin Björnsson/C2 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.