Morgunblaðið - 27.03.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 27. MARZ 1999 35
ÚR VERINU
Yerðum að uppfylla kröfur
um eðlilega arðgjöf
Skýrsla Hermanns
Hanssonar á aðal-
fundi ÍS
„ÉG ER sannfærður um að þær að-
gerðir sem gripið var til á síðari
hluta liðins árs voru réttar. Ef til
vill má helst álasa okkur fyrir að
hafa ekki fyrr gripið til aðgerða og í
því sambandi, eins og svo oft, er
auðvelt að vera vitur eftir á. Þrátt
fyrir það sem gert hefur verið er
öllum ljóst að starfsmenn og stjóm-
endur eiga framundan erfitt verk-
efni við það að ná ásættanlegri
rekstarafkomu og styrkja efnahag
félagsins svo viðunandi sé,“ sagði
Hermann Hansson, fráfarandi for-
maður stjórnar IS, meðal annars er
hann fluttí skýrslu stjórnar á aðal-
fundi félagsins í gær.
Rekstur ÍS samstæðunnar gekk
illa á síðasta ári og er tapið það
mesta frá stofnun félagsins. Heild-
arsala samstæðunnar nam alls
33.000 milljónum króna og er það
aukning um 28,4% frá fyrra ári. Þar
munar mest um veltu Gelmer-
Iceland Seafood S.A., en rekstur
þess er nú með í samstæðunni allt
árið en var einungis tvo mánuði árið
1997. Heildarniðurstaða rekstrarins
er tap að fjárhæð 668 milljónir
króna samanborið við 310 milljónir
árið 1997. A síðasta ári tók rekstur-
inn til sín 786 milijónir ki'óna en 157
milljónir árið 1997.
A fundinum í gær var samþykkt
heimild til hiutafjáraukningar um
allt að 400 milljónir króna að nafn-
virði, heimild til rafrænnar skrán-
ingar hlutabréfa íyrirtækisins og
heimild til að kaupa eigin hlutabréf
að upphæð allt að 110 milljónir
króna að nafnvirði.
Iceland Seafood Corporation
Hermann varði miklum tíma í
umfjöllun um gang mála hjá dóttur-
fyrirtækinu í Bandaríkjunum: „í
skýrslu minni til aðalfundar fyrir
einu ári lauk ég umfjöllun um rekst-
ur Iceland Seafood Corporation
með þeim orðum að „þess væri
vænst að í framtíðinni skilaði fyrir-
tækið og hin nýja verksmiðja í
Newport News okkur góðum hagn-
aði“.
í upphafí rekstrarins á nýjum
stað fór afar margt úrskeiðis.
Alvarlegar bilanir urðu í tölvu-
kerfí fyrirtækisins.
Það orsakaði mikil vandamál við
afhendingu ó vöru til kaupenda.
Ostöðugleiki var í vinnuafli - mik-
ið af óvönu fólki og miklar manna-
breytingar.
Afköst í verksmiðjunni voru m.a.
af þessum sökum mun minni en
áætlað var lengi fram eftir árinu.
Auk þess kom í ljós að afurða-
birgðir höfðu verið ofmetnar í árs-
byrjun.
Miklar verðhækkanir urðu á hrá-
efni til vinnslu en verð í sölusamn-
ingum var í mörgum tilfellum fast-
bundið.
Stjórnun fyrirtækisins var ekki
nógu markviss."
Aðgerðir til úrbóta
Hermann fór síðan yfír aðgerðir
til úrbóta og sagði: „Unnið hefur
verið skipulega að úrbótum í stjórn-
un Iceland Seafood Coi'poration.
Uppbygging allrar áætlanagerð-
ar fyrirtækisins hefur verið skoðuð
frá gninni.
Vönduð rekstraráætlun unnin
fyrir árið 1999.
Unnið hefur verið að stefnumót-
un í fyrirtækinu des. ‘98 til feb.
1999.
Skipurit félagsins endurskoðað
og breytt.
Sölusamningar hafa verið endur-
skoðaðir og endurnýjaðir þannig að
þeir gefi eðlilega og nauðsynlega
framiegð fyrir fyrirtækið.
Nýr verksmiðjustjóri hefur tekið
við stjórn verksmiðjunnar og er
rekstur hennar nú í samræmi við
væntingar.
Nýtt upplýsingakerfí (tölvukerfí)
hefur verið keypt og er unnið að
uppsetningu þess.
Endurskoðendur frá móðurfélag-
inu hafa unnið að ýmsum athugun-
um í fyrirtækinu með hinum banda-
rísku endurskoðendum og starfs-
mönnum ISC m.a. nákvæmu
birgðamati.
Skipt hefur verið um banka og
samið um mun hagstæðari kjör en
áður var.
Markvisst er unnið að iækkun
rekstrarkostnaðar.
Móðurfélagið hefur iagt fram
nýtt hlutafé að fjárhæð 6 milljónir
dollara.
Þess hafði verið vænst að rekstr-
artap félagsins yrði minna á síðari
helmingi ársins en hinum fyrri og
töldu menn á haustmánuðum að svo
væri. Þegar á reyndi varð tapið
hinsvegar álíka mikið á mánuði allt
árið. Það uppgjör sem hér er nú
kynnt er byggt á mjög nákvæmri
endurskoðun bandarískra og ís-
lenskra endurskoðenda og talið
sýna rétta og sanna mynd af stöðu
fyrirtækisins.
Staðan nú
Eins og mér koma mál fyrir sjón-
ir er staðan núna eftirfarandi:
Saia á gömlu verksmiðjunni í
Camp Hill er enn ófrágengin en
unnið að sölu hennar. Meðan hún er
óseld er eignin (frystiklefarnir)
hinsvegar í útleigu og skilar tekjum
inn í reksturinn.
Rekstraráætlun þessa árs gerir
ráð fyrir að rekstur ISC verði með
lítilsháttar hagnaði. Eins og ég gat
um fyrr hefur verið mjög vandað til
áætlanagerðarinnar og hún að því
leyti trúverðug. Áætlun hlýtur hins-
vegar ávallt að vera byggð á
ákveðnum gefnum forsendum, sem
kunna að breytast á tímabilinu og
þess vegna er auðvitað nauðsynlegt
að endurmeta stöðuna eftir því sem
tími líður.
Sala í janúar/febrúar er svipuð
fjárhæð og á síðasta ári.
Það sem af er þessu ári eru
rekstrarniðurstöður nokkru betri.
en áætlað hafði verið, en hinsvegar
er því ekki að leyna, að verð á sjáv-
arafurðum í Bandaríkjunum er
mjög hátt um þessar mundir og það
getur leitt til minnkandi neyslu - og
þar af leiðandi minnkandi sölu - sem
nauðsynlegt kann að verða að
bregðast við. Það er í sjálfu sér
alltaf eðlilegt og nauðsynlegt að fyr-
irtæki bregðist við breytingum í
umhverfi sínu og lagi starfsemi sína
að breyttum aðstæðum.
Ég er þeirrar skoðunar, að nú-
verandi stjórnendur ISC hafi hæfí-
leika, yfirsýn og nægilega grunn-
þekkingu í fyrirtækinu til að bregð-
ast við slíkum aðstæðum og við
þurfum ekki að eiga áfram von á
jafn óvæntum og óþægilegum nið-
urstöðum og urðu í rekstri Iceland
Seafood Corporation á síðasta ári.“
Stefnumótun - framtíðarsýn
Loks vék Hermann að stefnumót-
un og framtíðarsýn félagsins: „Við
sjáum ÍS fyrir okkur í framtíðinni
sem öflugt alþjóðlegt markaðsfyrir-
tæki með sjávarafurðir.
Fyrirtæki sem mun hverfa frá
umboðssölu og stundar viðskipti -
Hermann Hansson
Ætlaði að
hætta fyrir ári
„ÞAÐ er dálitið langt síðan ég tók
þá ákvörðun að hætta,“ sagði her-
mann Hansson, fráfarandi stjórn-
arformaður ÍS, í samtali við
Morgunblaðið. „Sannleikurinn er
sá að ég ætlaði mér að hætta fyrir
einu ári. Þá lét ég undan og bætti
ári við, en ákvað þá jafnframt að
hætta nú. Ég ákvað að standa við
þá ákvörðun, þrátt fyrir að af-
koman væri svona slæm,“ sagði
Hermann.
Hermann hefur setið sem for-
inaður stjórnar IS í átta ár. Hann
segist hafa nógu að sinna heima á
Hornafírði og ætli að einbeita sér
að því að vinna kannski betur, það
sem hann eigi að gera þar og hafa
í færra að snúast. Hann segir að
hin slæma afkoma sé vissulega
mikil vonbrigði, en hún ráði ekki
úrslitum um ákvörðunina.
„Ég held að það sé líka hollt
fyrir Islenzkar sjávarafurðir að fá
inn nýja menn og ný viðhorf og
held að það sé ágætt að menn silji
ekki alltof lengi í stjórnum fyrir-
tækja, rétt eins og þér séu ævi-
ráðnir. Ég er búinn að vera for-
maður í átta ár og mér fínnst það
vera ágætur túni,“ sagði Her-
mann Hansson.
kaup og sölu - á víðum gi’undvelli.
Viðskipti sem grundvallast á öflugu
innra kerfí til öflunar aðfanga og
frekari úrvinnslu þannig að fyrir-
tækið geti á hverjum tíma uppfyllt
fjölbreyttar þarfir viðskiptavina um
hvers konar gæðavörur úr sjávar-
fangi.
Við hljótum að stefna að því að
því að ná með meira af afurðum
okkar innar í markaðinn - nær hin-
um endanlega neytanda - með við-
skipti okkar.
Við verðum að skilgreina vei
áhættuþætti í rekstrinum og hvem-
ig við einangrum þá áhættuþætti.
Við verðum að vera meðvituð um
þá þversögn sem hlýtur að felast í
því að þurfa að þjóna framleiðend-
um - á Islandi og víðar - með hæstu
fáanlegum markaðverðum og hinu
að reka verksmiðjur, sem þurfa að
kaupa hráefni til starfsemi sinnar á
lægsta mögulega verði.
Við hljótum að stefna að sameig-
inlegri yfírsýn og stjórnun á fjár-
málum samstæðunnar.
Við verðum að uppfylla kröfur
eigendanna um eðlilega arðgjöf
þess áhættufjár sem þeir hafa feng-
ið okkur til ráðstöfunar.
Ég vænti þess að nýjum stjórn-
endum fyrirtækisins takist vel við
mótun framtíðarstefnu, sem geri ís-
ienskar sjávarafurðir og dótturfyr-
irtæki þeirra að öflugu markaðsfyr-
irtæki, sem skilar viðskiptavinum
sínum og eigendum ásættanlegum
árangri um langa framtíð," sagði
Hermann.
Ólafur Ólafsson formaður stjórnar IS
Lízt ágætlega á viðfangsefnið
ÓLAFUR Ólafsson,
forstjóri Samskipa hf.,
var kjörinn formaður
stjórnar Islenzkra sjáv-
arafurða á aðalfundi fé-
lagsins í gær. Hann
kom nýr inn í stjórnina
ásamt Knúti Hauks-
syni, framkvæmda-
stjóra Olíudreifíngai- hf.
Hermann Hansson, frá-
farandi stjómarformað-
ur, gaf ekki kost á sér
til endurkjörs.
„Mér lízt ágætlega á
að takast á við viðfangs-
efnið, þótt það verði
sjálfsagt bæði erfitt og
flókið,“ sagði Ólafur Ólafsson í sam-
tali við Morgunblaðið. „Ég ætlaði
mér aldrei það hlutskipti að fara inn
í stjóm ÍS, enda hef ég lýst því að
markmið okkar sé ekki
að taka þátt í atvinnu-
rekstri annarra fyrir-
tækja. Svona hafa nú
veður skipast í lofti og
ég hef ákveðið að gefa
kost á mér í þetta starf
með það eitt markmið,
að hámarka velgengni
félagsins og láta gott af
mér leiða í því.“
Hyggstu beita þér
fyrir einhverjum sér-
stökum breytingum?
„Svona starf byggist
fyrst og fremst á for-
stjóranum og hlutverk
stjómarinnar er að
taka þátt í stefnumótun og eftirliti
og styðja forstjórann og hans
starfsmenn til góðra verka.“
Hvað með hugsanlega samein-
ingu SH og ÍS, er hún á döfinni?
„Ég segi ekkert um hana í sjálfu
sér. Ég held að hlutirnir séu ekki
aðeins málaðir með dökkum eða
ljósum litum, heldur hljóti eigendur
og framleiðendur innan íslenzkra
sjávarafurða alltaf að fara þá leiðir
sem eru beztar fyrir þá. Menn loka
aldrei fyrirfram ákveðnum leiðum,"
sagði Ólafur Ólafsson.
Eins og áður sagði komu þeir
Ólafur og Knútur nýir inn í stjórn
IS í stað þeirra Hermanns Hans-
sonar og Friðriks Guðmundssonar,
sem ekki gáfu kost á sér til áfram-
haldandi stjórnarsetu. Auk þeirra
skipa stjórn IS þeir Guðmundur
Smári Guðmundsson, Gunnar Birg-
isson, Gísli Jónatansson, Magnús
Gauti Gautason og Þórólfur Gísla-
son. í varastjórn eru Einar Svans-
son og Jóhann A. Jónsson.
Breyttur ársreikn-
ingur samþykktur
BREYTTUR ársreikningur ís-
lenzkra sjávarafurða var lagður
fram á aðalfundi Islenzkra sjávaraf-
urða á aðalfundi félagsins í gær.
Breytingin hafði hins vegar ekki
áhrif á heildarniðurstöðu, en sam-
kvæmt henni eru heildarskuldir fé-
lagsins rúmlega 2,3 milljarðar
króna. Um var að ræða tekjur að
upphæð 95 milljónir króna, sem áð-
ur höfðu verið færðar undir reglu-
lega starfsemi, en áttu heima undir
liðnum óvenjulegar tekjur. Árs-
reikningurinn var samþykktur at-
hugasemdalaust.
Finnbogi Jónsson, forstjóri fé-
lagsins, kynnti ársreikinginn, en í
máli hans kom meðal annars fram,
að heildarskuldir væru bókfærðar
rúmlega 2,3 milljarðar króna. Því
til viðbótar mætti telja rekstrar-
leigusamning vegna búnaðar í
verksmiðju Iceland Seafood Corp. í
Bandaríkjunum, sem hljóðaði upp
á 1.100 milljónir króna. Því mætti
segja að heildarskuldir næmu um
3,4 milljörðum króna.
„Ég vil segja það að afkoma síð-
asta árs var afar slæm, en þrátt
fyrir allt eigum við tvær nýjar
verksmiðjur austan hafs og vestan
sem ég trúi að eigi að geta skilað
okkur tekjum á næstu árum. Fyrst
og fremst eigum við þó mjög öflugt
sölukerfí fyrir sjávarafurðir og
gott fólk í fyrirtækinu, mjög öfluga
sölumenn og gott starfsfólk. Ég
trúi því að okkur takist að leiða
þetta félag til betri vegar á næstu
árum,“ sagði Finnbogi Jónsson
eftir að hafa kynnt reikinga félags-
ins.