Morgunblaðið - 27.03.1999, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 27.03.1999, Blaðsíða 78
78 LAUGARDAGUR 27. MARZ 1999 MORGUNB LAÐIÐ Dýraglens )MANN HL'JKWST At.UBG E/N5 L fí/C hr'/ ©1999 Trlbune Media Servlces, Inc. All Rights Resen/ed. l'M TMINKIN6 OF 5TARTIN6 A PI5CU55I0N 6R0UP.. Ég er að hugsa ura að mynda umræðuhóp ... Það gæti verið mjög athyglisvert... Fólk kæmi alls staðar að til að hlusta á mig ... BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Hjálp Frá Magnúsi Helga Björgvinssyni: NÚ ÞEGAR keppst er um að lýsa fyrir okkur að aldrei í sögu landsins hafi annað eins góðæri ríkt hér á landi, er hópur fatlaðra einstaklinga sem búa við algjörlega ömurlegar aðstæður. Hér er ég að vísa til hluta af einstaklingum sem hafa verið bú- settir á Landspítalanum í Kópavogi. Fyrir 6 til 7 árum var tekin ákvörðun um að stefna bæri að því að þroskaheftir flyttu burtu af sjúkrahúsinu, aðallega vegna þess að búseta á stórum stofnunum sam- ræmist ekki kröfum samtímans um að fatlaðir eigi rétt á að lifa og starfa við sömu aðstæður og aðrir þjóðfélagsþegnar. í kjölfar þessarar ákvörðunai- var farið í samninga við félagsmálaráðuneyti og gerður samningur um fyrstu 37 íbúana sem flytja áttu í burt. Það verður að segjast eins og er að samningurinn hefur ekki enn verið uppfylltur nema að hluta því nú í dag, mörgum árum seinna, eru enn 3 af þessum 37 sem ekki hafa flutt þó það standi fyrir dyrum. Samkvæmt okkar skilningi átti fyrir löngu að vera bú- ið að finna úrræði fyrir aðra heimil- ismenn en ekkert hefur gerst enn- þá. Landspítalinn hefur þegar hafið að nýta húsnæði sem hefur losnað undir aðra starfsemi. T.d. verður fljótlega opnuð líknardeild. Og nú loks er ég kominn að kjama málsins! Vegna óvissu um nýtingu húsnæðis í framtíðinni býr hluti þroskaheftra íbúa við alveg ömurlegar aðstæður í húsnæði sem vart getur talist íbúðarhæft. Við sem störfum við að aðstoða þessa íbúa höfum reynt allar leiðir innan Ríkisspítala. En þó að allir viður- kenni vandann og viti að ekki sé bú- andi við þær aðstæður sem þeim eru búnar þá fáum við ekki nauð- synlegar úrbætur. En hvað er þá að? 21 íbúi býr í húsnæði sem byggt var 1962. Og er skemmst frá því að segja að innréttingar eru að mestu upprunalegar. Hurðir eru skrölt- andi, dúkar ónýtir. Jarðhæð er rétt rúmlega fokheld eftir að fram- kvæmdir voru hafnar en hætt við. Málning er flagnandi af eldhúsinn- réttingum. Hreinlætistæki á böðum eru upprunalegar og alltaf að bila í húsnæðinu. Flísar á sumum baðher- bergjum eru gegnsósa og lykta mjög illa. Þá er í húsnæðinu geisla- hitun og ýmist of kalt eða of heitt fyi-ir utan það að loftið er yfirleitt mjög slæmt og þurrt. Þá var hús- næðið hannað upprunalega sem starfsmannaíbúðir og herbergi þannig að heimilisbragur er tak- markaður. Við höfum um árabil barist fyrir endurbótum, þeim hefur verið lofað en ekkert gerist. Það er orðin spuming hvort manni sé siðferðis- lega stætt á að vinna á stað sem býr þannig að fötluðum. Besta lausnin sem ég sé fyrir þessa einstaklinga er að þeim verði séð fyrir úrræðum utan sjúkrahúss- ins. Það er einnig spurning í því góðæri sem valdhafar benda á að ríki nú um stundir að fyrst ekkert er hægt að gera fyrir þessa íbúa nú hvernig verður þá búið að þeim þeg- ar harðnar á dalnum! MAGNÚSHELGI BJÖRGVINSSON, þroskaþjálfi, Arnarsmára 4, Kópavogi. „Aðgát skal höfð... “ Frá Ragnari Lár: SÁ VINSÆLI skemmtikraftur Marteinn Mosdal skaut heldur bet- ur yfir markið í föstudagsþætti sín- um 19. mars sl. Ógæfumaður, breskur og þeldökkur, hefur verið dæmdur af héraðsdómi til sjö ára refsivistar. Maðurinn hefur áfrýjað dómnum til Hæstaréttar og er málinu því ólokið. Hérlendis gilda þau lög, að enginn sé sekur fyrr en sekt hans er sönnuð. Höfundur þess texta sem Marteinn Mosdal flutti er svo ósvíf- inn og ósmekklegur að velta sér upp úr ógæfu þessa lánlausa Breta, sem er kvæntur og faðir. Ekki nóg með það. Textahöfundur notfærir sér myndir sem teknar voru af þeim ákærða á vinnuhælinu á Litla- Hrauni. Þær myndir eru til vegna þess að ákærði féllst á að hafa viðtal við fréttamann Stöðvar tvö. Sú frétt birtist í fréttatíma Stöðvar tvö í síð- astliðinni viku. Síðan misnotar textahöfundur „Mosdalsþáttar“ þessar myndir á ósmekklegan, hrokafullan, „rasískan" og óþverra- legan hátt. . ,Aðgát skal höfð í nærveru sál- ar,“ sagði skáldið Einar Benedikts- son og ætti textahöfundurinn fyrr- nefndi að tileinka sér þau orð. Annað vildi ég nefna í svipuðu sambandi og því sem að framan greinir. Viku áður en fyrrnefndur Mosdalsþáttur var fluttur, veltu Spaugstofumenn sér uppúr „Goða- fossmálinu" svonefnda. Spaugstofumenn semja sinn texta sjálfir. Þegar þátturinn var fluttur voru nokkrir skipverja ennþá í gæslu- varðhaldi. Gera Spaugstofumenn sér ekki grein fyrir því að hver skipverji sem er í gæsluvarðhaldi á sína fjöl- skyldu, böm, eiginkonu, foreldra, systkini, frændfólk og aðra vensla- menn? Gera Spaugstofumenn sér ekki gi-ein fyrir því að börn þeirra ógæfumanna sem eru í varðhaldi gætu átt í erfiðleikum í skólanum, svo dæmi sé nefnt? „Aðgát skal höfð í nærveru sál- ar.“ Menn eru saklausir þar til sekt er sönnuð. Spaugarar! Það er af nógu af taka í íslensku samfélagi til að gera að því góðlát- legt grín. Pólitíkin gefur alltaf höggstað á sér og þeir sem þar era innanbúðar „þurfa“ á spaugurum að halda. En aðgát skal höfð. RAGNAR LÁR, Vesturbergi 102, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðaii, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teijast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.