Morgunblaðið - 27.03.1999, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 27. MARZ 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
HULDA VALDINIARSDÓTTIR RITCHIE,
Hátúni 6B,
andaðist á Landspítalanum föstudaginn
26. mars.
Valdimar Samúelsson, Guðrún Björnsdóttir,
Norma Samúelsdóttir,
Björn M. Tryggvason,
barnabörn og barnabarnabarn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ÞORBJÖRG VERNA ÞÓRÐARDÓTTIR,
Hjallaseli 31,
Reykjavík,
er látin.
Þóra Hjartardóttir, Ingólfur B. Kristjánsson,
Sigríður Hjartardóttir, Þorbjörn Tómasson,
Hjörtur Hjartarson, Lilja Guðmundsdóttir,
Ólöf Hjartardóttir, Jens Valur Ólason
og barnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÞÓRARINN KRISTJÁN BJÖRNSSON,
Laugarnestanga 9b,
lést aðfaranótt sunnudagsins 14. mars á
krabbameinsdeild Landspítalans.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Sigurlaug, Jóhannes, Þórunn og Bjarki Þórarinsbörn,
Rúnar Smárason
og barnabörn.
+
Elskulegur bróðir okkar,
VALDIMAR GÍSLASON,
Norðurgötu 21,
Sandgerði,
lést fimmtudaginn 25. mars.
Útförin ferfram frá Útskálakirkju miðvikudaginn 31. mars kl. 14.00.
Systkini hins látna.
+
Bróðir okkar,
HERMANN AUÐUNN ÖSSURARSON,
lést í Kaupmannahöfn fimmtudaginn 11. mars.
Útförin hefur farið fram.
Systkini hins látna.
+
Útför systur minnar og móðursystur,
ÍSAFOLDAR ÓLAFSDÓTTUR,
fer fram frá Neskirkju mánudaginn 29. mars
kl. 13.30.
Þóra Fannberg,
Ólafur Fannberg.
+
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
SIGRÍÐAR J. JÓNSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Skjóli fyrir góða
umönnun.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ingibjörg Georgsdóttir,
Sigríður Andradóttir.
JÓN
ÞÓRARINSSON
+ Jón Þórarinsson
fæddist á
Hjaltabakka í Aust-
ur-Húnavatnssýslu
6. ágúst 1911. Hann
lést á Vífilsstöðum
3. mars siðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Blönduós-
kirkju 13. mars.
Þótt við Jón Þórar-
insson á Hjaltabakka
værum bæði sam-
tímamenn og sam-
sýslungar voru per-
sónuleg kynni okkar lítil fram yf-
ir miðjan aldur. Leiðir okkar lágu
aldrei saman í félagsmálum eða
við önnur störf. Hlutskipti okkar
var þó svipað að því leyti að báðir
vorum við bændasynir, unnum að
búi foreldra okkar fram á fullorð-
insár og tókum síðan við búunum,
hvor á sinni jörðinni, er búand-
skeiði þeirra lauk, en við áttum
ekki upprekstur búsmala á sömu
afrétt og fórum því aldrei saman
„í göngur". Fyrir mun hafa komið
að Jón á Hjaltabakka hirti fé Tor-
falækjarhrepps í Vatnsdalsrétt að
haustinu, en hann kom aldrei að
Saui'bæ svo að ég muni og ég átti
ekki erindi að Hjaltabakka á
þeim árum. Fyrir kom þó að við
Vatnsdælingar fengum að stoppa
með sláturfé á Hjaltabakkamóun-
um áður en það var rekið síðasta
áfangann til Blönduóss. Þótti þá
sjálfsagt að skreppa heim að
Hjaltabakka í kaffisopa, sem var
kærkomin hressing göngulúnum
rekstrarmönnum eftir hátt í 40
km ferð, fremst framan úr Vatns-
dal, sem þó varð að skipta niður á
tvo daga til þess að lömbin
gæfust ekki upp á þeirri löngu
leið. Húsmóðurina á Hjaltabakka,
Helgu Stefánsdóttir, konu Jóns,
hafði ég þekkt allt frá unglingsár-
um okkar beggja og var gott að
þiggja veitingar úr hennar hönd-
um ásamt spjalli um menn og
málefni samfélagsins. Og árin
liðu. Svo fór að ég flutti til
Blönduóss ásamt konu minni og
vorum við þar með orðnir ná-
grannar Hjaltabakkahjónanna.
Eg hafði haft með mér nokkrar
kindur heiman frá
Saurbæ sem ég lét
„liggja við opið“ hér
inn á sjávarbakkan-
um og þegar voraði
var þeim gjarnt að
leita í áttina fram í
dalinn og mátti ég
alloft sækja þær á
vorkvöldum fram í
Hj altabakkaland.
Gagnstætt sóttu
Hjaltabakkaærnar í
það að komast inn á
opnar lóðir Blöndu-
óssbúa, sem að sjálf-
sögðu þóttu ekki góðir gestir er
þær klipptu garðplönturnar ný-
komnar upp úr moldinni. Þessar
aðstæður sköpuðu aukna um-
gengni við þau Hjaltabakkahjón-
in og urðu kynnin við þau góð.
Það orð lék á að Jón á Hjalta-
bakka væri ekki allra, sem rétt
mun hafa verið, en traust varð
samband við þá sem hann kaus að
sýna trúnað og varð það reynsla
mín af samskiptum okkar. Um
árabil annaðist Jón á Hjaltabakka
veðurathuganir fyrir Veðurstofu
Islands. Var þar frábær aðstaða
með jöfnu útsýni beggja megin
Húnaflóa, sem og til hafs og heiða-
landa inn til landsins. Vordýrð er á
slíkum stöðum og sérréttindi mikil
að njóta slíks útsýnis.
Að því kom að Jón þurfti að
víkja tímabundið að heiman og af
einhverjum ástæðum datt honum í
hug að fá undirritaðan til þess að
taka að sér veðurathuganirnar á
meðan og varð það að samkomu-
lagi að undimtaður varð við þeim
óskum og önnuðumst við hjónin at-
huganimar hér á Blönduósi um-
ræddan tíma. Framvindan varð þó
á þann veg að færsla athugananna
til Blönduóss varð til frambúðar
því þau Hjaltabakkahjón brugðu
búi og fluttu til Reykjavíkur þar
sem þau dvöldu eftir það og Jón
stundaði bókband meðan þrek
hans entist.
Þórarinn á Hjaltabakka mun
hafa ákveðið hvert af börnum
hans yrði eigandi jarðarinnar að
honum gengnum og varð Jón
landseti Hjalta bróður síns meðan
hann bjó á jörðinni, sem hann
AÐALBJÖRG
GUÐMUNDSDÓTTIR
+ Aðalbjörg Guð-
mundsdóttir
fæddist á Gilsár-
stekk 25. nóvember
1908. Hún lést á
Eskifirði 1. mars.
síðastliðinn og fór
útfór hennar fram
frá Eskiíjarðar-
kirkju 9. mars.
Yfir lög og um lönd
ríkir ljúfasta kyrrð.
Blárri ránar að rönd
runnin sól er og byrgð.
Rökkrið breiðist um byggð,
hljóður blundar hver þeyr.
Dagsins bjarmandi bros
óðum bliknar og deyr.
(K.Þ.)
Það var dapur dagur hjá okkur
systnim þegar við fengum fregnir
um að þú, elsku Aðalbjörg, hefðir
kvatt þetta líf að morgni 1. mars.
Þó að þú hafir átt langa og farsæla
ævi sem við vorum svo heppnar að
hafa átt hlutdeild í allt frá því að
við vorum smástelpur, er alltaf
jafn ei'fitt þegar að kveðjustund-
inni kemur. En minningamar eru
margar og góðar og þær verða
geymdar vel. Þú hafðir þann eigin-
leika að vera alltaf að hugsa um
aðra og fórum við systur ekki var-
hluta af því. Alltaf
mundir þú eftir af-
mælisdögum okkar og
ófáar afmælis- og jóla-
gjafirnar sem við
fengum frá þér bæði
stórar og smáar, vald-
ar af einstakri smekk-
vísi eins og allt sem þú
gerðir. Það var alltaf
gaman og notalegt að
koma í heimsókn til
þín hvort sem við
laumuðumst niður til
þín sem smástelpur
þar sem við bjuggum
á efri hæðinni hjá þér í Háteigi eða
nú í seinni tíð þegar lengra leið á
milli heimsókna. Avallt var eins og
við hefðum hist síðast í gær, margt
spjallað og rifjaðar upp gamlar
stundir.
Mikið erum við búnar að dást
að öllum þeim hannyrðum sem
hafa í gegnum hendur þínar far-
ið, allar unnar af einstakri natni,
smekkvísi og listfengi, hvort sem
það voru lopapeysur, hyrnur,
pennasaumsmyndir eða ámáluð
stykki, allt lék þetta í höndunum
á þér og virtist svo einfalt. Ekki
má gleyma ullarsokkunum góðu,
þeir voru ekki fáir sokkarnir og
vettlingarnir sem þú prjónaðir
og gafst okkur og engum varð
bætti mikið að húsakosti og rækt-
un. Honum þótti vænt um hina
kostaríku jörð og hann mun hafa
yfirgefið óðalið með nokkrum sár-
indum. Hafði hann þó ekki orð
þar um. Hann fékk rétt til þess að
byggja sér sumarhús suður og
niður við sjóinn og fylgdi réttur til
þess að leggja net frá fjöruborði.
A þessum stað dvaldi Jón, stund-
um einn, stundum með konu sinni,
meðan hún lifði, eða þá með öðr-
um úr fjölskyldunni sumar hvert
eftir að hann flutti heimilið til
Reykjavíkur og naut lífsins er
vindur stóð af landi og sjórinn var
kyrr, en hörfaði jafnan suður er
vindur stóð af hafi og ýfði öldur.
Þessa gat hann þó ekki notið síð-
ast liðið sumar vegna sjúkleika.
Nokkuð oft kom það fyrir að Jón
hringdi til mín er hagstætt veður
var en hann komst ekki norður og
bauð mér að kasta út neti í sinn
stað. Einnig kom fyrir að hann
færði okkur hjónum nýveiddan
silung í soðið, en varla kom fyrir
að hægt væri að fá hann inn til
þess að fá sér kaffisopa eða
spjalla um stund. Onnur raun var
um sjálfan mig að ég stoppaði
gjai'nan í bústað Jóns á sjávar-
bakkanum er ég notaði mér hina
góðu reiðleið niður með Laxá fast
að ósum árinnar og síðan norður
Sandinn og upp fyrir sunnan tún
á Hjaltabakka til Blönduóss. Jón
sýndi mér jafnan meiri rausn í
þessum ferðum en ég kaus að
þiggja og öll voru samskiptin við
hann á einn veg, orðfá og mótuð
góðhug í minn garð. Jón hringdi
stundum til mín er hann langaði
til þess að frétta úr heimahögun-
um héðan að norðan og sjaldan
mun veðurlýsingin frá Blönduósi
hafa farið fram hjá honum. Eg
endurgalt Jóni stundum símtölin
þótt í minna mæli væri. Síðast tal-
aði ég við hann er hann dvaldi á
Vífilsstöðum í vetur og var hann
þá orðinn með öllu háður tækni-
búnaði læknisfræðinnar.
Síðustu mánuðir lífs Jóns voru
honum erfiðir á ýmsa lund og gáfu
honum engin fyrirheit. Eg skal
játa að það gladdi mig er Sigríður
Baldursdóttir, hinn tryggi vinur
fjölskyldunnar frá Hjaltabakka,
sagði mér lát Jóns en ég gat vottað
afkomendum hans samhug minn
og konu minnar við útförina hér
frá Blönduósskirkju.
Grímur Gislason.
kalt í ullarsokkum frá Aðal-
björgu.
A hverju ári þegar fyrst sást til
sólar hringdir þú og bauðst í
súkkulaði og pönnukökur. Þessar
pönnukökuveislur voru alveg sér-
stakar og beðið var eftir þeim með
eftirvæntingu. Margar góðar
pönnukökur höfum við fengið en
alltaf komist að sömu niðurstöð-
unni, einfaldlega bestar hjá Aðal-
björgu. Það var líka svo sérstakt
að það virtust bara alltaf vera til
rjómapönnukökur í skápnum hjá
þér.
Samverustundirnar voru ein-
stakar og minningarnar margar,
oft varst þú búin að skakka leikinn
hjá okkur og allt datt í dúnalogn.
Þú varst okkur sannur vinur og
fyrinnynd að öllu því góða sem má
láta af sér leiða.
Ofarlega í huganum eru fundir
okkar um jólin síðustu þar sem
við hittumst allar og þegar þið
Þórhildur hittust nú nýlega og
sátuð í stofunni í Háteigi, prjóna-
rnir lágu á borðinu eins og fastir
liðir. Það var spjallað um heima
og geima, þú sagðir fréttir og
sýndir myndir af stórum og smá-
um í fjölskyldu þinni sem þú
varst svo stolt af. Við erum stolt-
ar af að fá og finna að við vorum
smá hluti af fjölskyldunni því þú
áttir alltaf pláss í hjarta þínu fyr-
ir okkur.
Hjartans þökk fyrir samfylgd-
ina. Guð veri með þér.
Elísabet, Nanna og
Þórhildur Tómasdætur.