Morgunblaðið - 27.03.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.03.1999, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 27. MARZ 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ íslensk erfðagreining nær áfanga í rannsóknum á erfðafræði slitgigtar Tekist hefur að stað- setja gen á litningi Bandaríska samgönguöryggisráðið um Boeing 737-þotur Leggja til frek- ari rannsóknir 'ífuhvammsvegar í Kópavogi BREIÐ- HOLTS- BRAUT undirgöng Työföldun sé**—*'*;.■* Reykjanesbrautar II Smára torg KÓPAVOGUR &7S^eARÐABÆft'«4 Ómissdndi orðabók Einstakt tilboðsverð: 14.900.- Fulltverð 18.900.- Ensk-íslensk orðabók hefur verið ófáanleg um nokkurt skeið en Mál og menning hefur nú gefið hana út að nýju. Ensk-íslensk orðabók er handbók allra þeirra sem lesa texta á ensku og er ómissandi á hvert heimili. med tifixðitcgu W Mál^ Breikkun Reykjanesbrautar og gerð brúar og undirganga hefst í vor Framkvæmdum lýkur í haust og menning Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Síðumúla 7 • Sími 510 2500 AÐ sögn Jónasar Snæbjörnssonar, umdæmisstjóra Reykjanesumdæmis Vegagerðarinnar, er gert ráð fyrir að framkvæmdir vegna breikkunar Reykjanesbrautar frá Nýbýlavegi að Fífuhvammsvegi hefjist í vor og að þeim verði lokið fyrir 1. nóvember, en síðasti skiladagur tilboða í verkið er á mánudaginn. I Framkvæmdafréttum Vegagerð- arinnar kemur fram að auk tveggja akreina sé einnig ráðgert að byggja brú yfu- Fífuhvammsveg með til- heyrandi römpum og gera tvenn undirgöng undir Reykjanesbraut, þá verði hitaveitulögn einnig flutt. Brúin verður um 28 metra löng og tæplega 15 metra breið plötubrú yfir tvö höf með millistöplum og enda- stöplum. Hún verður að öllu leyti sambærileg við þá brú sem nú liggur yfir Fífuhvammsveg á sama stað. Framkvæmdum vegna undirgang- anna tvennra mun ekki ljúka fyrr en í júní á næsta ári. Undirgöngin eru ætluð gangandi og hjólandi vegfar- endum og verða þau gerð í stálboga með 4 metra breiðri gangbraut. Önn- ur göngin verða byggð við gömul göng sem eru rétt austan við bensín- stöð en þau verða brotin niður og fyllt. Hin göngin verða austan við gatnamót Fífuhvammsvegar á móts við Digranesveg. og hönnun BANDARÍSKA samgönguöryggis- ráðið, NTSB, hefur lagt til við bandarísku flugmálastjórnina, FAA, að gerðar verði kröfur um frekari rannsóknir og hönnun til- tekinna viðbótarbreytinga á hliðar- stýri á Boeing 737-þotum. Einnig að aukin verði þjálfun flugmanna í við- brögðum við bilunum og að flugrit- ar verði almennt endurbættir. Tillögumar koma í kjölfar loka- skýrslu á slysi í september 1994 þegar Boeing 737-300-þota fórst í aðflugi við Pittsburgh. Talið er hugsanlegt að bilun í hliðarstýri sé orsök slyssins. Verkfræðingar Boeing-verksmiðjanna hafa lagt fram um 75 þúsund vinnustundir til að styðja við rannsókn NTSB á fyrrgreindu flugslysi og hanna úr- bætur sem bætt gætu öryggið. FAA mun taka nokkurn tíma til að skoða tillögurnar og kanna hvemig þeim verði best hrundið í framkvæmd. Breyting'ar á vélum Flugleiða Valdimar Sæmundsson, forstöðu- maður viðhaldsstöðvar Flugleiða, segir fyrirtækið fylgjast með fram- vindu mála og að tæknideild fyrir- tækisins hafi fylgt lofthæfisfyrir- mælum stjörnvalda og tæknilegum leiðbeiningum framleiðanda. Um sé að ræða að skipta um nokkra hluti og sé áskilið að framkvæma ákveðn- ar breytingar íyrir haustið og aðrar íyrir næstu áramót. Segir hann þessi verkefni langt komin og að þeim verði lokið löngu áður en tíma- mörkin renna út. Þá segir Valdimar NTSB hugsanlega leggja til breyt- ingar á hönnun hliðarstýris þotunn- ar og eigi þær tillögur að liggja íyr- ir í lok næsta árs. Breytingar yrðu síðan hugsanlega gerðar í framhaldi af því. Hann sagði ekki Ijóst hvernig væri með kostnað af völdum breyt- inganna. Flugdeild Flugleiða mun einnig framfylgja fyrirmælum og leiðbein- ingum varðandi breyttar flugað- ferðir og þjálfun áhafna. Jens Bjamason flugrekstrarstjóri segir framleiðandann ekki hafa tilkynnt ákveðnar breytingar ennþá en sum bandarísku fiugfélögin séu að taka þær upp, málin séu í þróun og verði fýlgst með því af hálfu Flugleiða. Segir hann þessi atriði snerta sér- staka viðbótarþjálfun varðandi við- brögð við óeðlilegri hegðan þotu og hvernig eigi að ná henni aftur í eðli- legt flug. Engar Boeing 737-400 hjá Flug- leiðum eftir árið 2002 í frétt frá Flugleiðum segir einnig að félagið hafi markað þá stefnu að í millilandafluginu verði eingöngu notaðar Boeing 757-þotur af gerðinni 200 og 300. Verða því 737-400-farþegaþotur ekki í þjón- ustu félagsins eftir árið 2002 en 737- 300F-fraktþotuna leigir félagið af erlendum eiganda. Alls eru nú yfir 3.000 þotur af þessari gerð í notkun í heiminum, þeim hefur verið flogið í yfir 91 milljón stunda og flotinn flutt yfir fimm milljarða farþega. Daglega ferðast yfir milljón farþegar með Boeing 737-þotum. Minkur skotinn í sjónvarps- herbergi MINKUR var skotinn inni í íbúðarhúsi í nágrenni Blöndu- óss fyrir skömmu. Minkurinn stökk undan sófa sem stúlka á bænum sat í er hún horfði á sjónvarp og varð skelfingu lostin við at- burðinn. Haft var samband við minka- og tófubana á Blönduósi sem kom með byssu og skaut dýrið inni í sjónvarpsherberginu án þess að skemma húsbúnað. VÍSINDAMÖNNUM hjá íslenskri erfðagreiningu hefur tekist að staðsetja gen á litningi sem veldur slitgigt. Hafa þeir i-annsakað or- sakir slitgigtar í samstai-fi við gigt- arlæknana Þorvald Ingvarsson og Helga Jónsspn. Þúsundir íslend- inga þjást af slitgigt og talið er að um 400 sjúklingar á ári fari í gervi- liðaaðgerðir vegna hennar. Kári Stefánsson, forstjóri Is- lenskrar erfðagreiningar, segir að í framhaldi af þessum áfanga verði reynt að einangra gen sem valda slitgigt og greina virkni þeirra. Hann segir að öðrum hafi ekki tek- ist að ná þessum áfanga og hann telur ólíklegt að fleiri gen geti vald- ið sjúkdómnum, hér sé fundið það sem máli skipti. Hann segir slitgigt flókinn og erfiðan sjúkdóm og al- gengt að fólk fái hann um miðjan aldur. Talið er að um 40 milljónir manna um heim allan þjáist af slit- gigt. Hún getur leitt til alvarlegrar fötlunar og birtist sem hrörnun í beinum og veldur alvarlegum kvöl- um. Kári sagði hér vera stigið mik- ilvægt skref í átt til skilnings á þessum flókna sjúkdómi sem ekki hefði tekist annars staðar. Þorvaldur Ingvarsson og Helgi Jónsson hafa rannsakað gigtar- sjúklinga og hvemig sjúkdómurinn hefur þróast innan nokkurra fjöl- skyldna. Kváðust þeir ekki hafa nákvæmar upplýsingar um fjölda þeirra en ætlunin væri að stækka nú þann hóp og halda rannsóknum áfram. Læknarnir lögðu áherslu á, að mikil vinna væri nú framundan við að afla frekari þekkingar og kortleggja erfðavísi slitgigtar og Morgunblaðið/Þorkell KÁRI Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, og gigtar- læknarnir Þorvaldur Ingvarsson og Helgi Jónsson kynntu áfanga í rannsóknum á erfðafræði slitgigtar. bera breytingar í erfðamenginu saman við sjúkdómsmyndina. ÍE fær áfangagreiðslu frá Hoff- mann-La Roche íslensk erfðagreining og sviss- neska lyfjafyrirtækið Hoffmann- La Roche gerðu á síðasta ári fimm ára samstarfssamning um rann- sóknir á tólf algengum sjúkdómum, m.a. hjarta- og æðasjúkdómum, tauga- og geðsjúkdómum og fleir- um. Svo sem kveðið er á um í sam- starfssamningi fyrirtækjanna mun Hoffmann-La Roche reiða fram áfangagreiðslu til ÍE sem áskilið er þegar ákveðnir rannsóknaráfangar nást. Ekki fékkst upplýst hversu há sú fjárhæð er. Eins og fyrr segir verður nú reynt að einangra gen sem valda slitgigt og greina virkni þeirra og mun Hoffmann-La Roche á grundvelli þeirrar þekkingar þróa tæki til að greina slitgigt og hrinda af stað rannsóknaráætlun til að finna lyf og markvissari meðferð við þessum ólæknandi sjúkdómi. Hoffmann-La Roche framleiðir lyf, greiningartæki, fjörefni, ilm- og bragðefni og hefur fyrirtækið þróað og markaðssett lyf við fjöl- mörgum sjúdkómum. Þá stundar það rannsóknir á æxlum og með- ferð við þeim, hjarta- og æðasjúk- dómum, bólgusjúkdómum og fleiri sjúkdómum. Háskólinn Hætt birt- ingu ein- kunna undir kennitölum ÞÓRÐUR Kristinsson, kennslustjóri Háskóla Islands, segir að HI muni bregðast við niðurstöðu töivunefndar á þann hátt að hætt verði birt- ingu einkunna í skólanum und- ir kennitölum. Segir hann hins vegar ekki ljóst hvort alfarið verði hætt að birta einkunnir með svipuðum hætti eða hvort tekin verði upp önnur auðkenni í stað kennitalna. Morgunblaðið greindi frá því í gær að tölvunefnd hefði kom- ist að þeirri niðurstöðu að birt- ing einkunna stúdenta við Há- skóla íslands fæli í sér brot á lögum um skráningu og með- ferð persónuupplýsinga. Þórður segir að einkunnir hafi verið birtar með þessum hætti af tillitssemi við stúdenta. Fyrir áratugum hafi einkunnir verið birtar undir nöfnum en nafnnúmer og síðar kennitölur verið notuð í staðinn. Segir hann það mjög bagalegt fyrir nemendur ef þessari þjónustu verði hætt, þótt þeir hafi sem stendur þijár aðrar leiðir til að skoða einkunnir sínar. Þeir geti vitjað einkunna á Netinu með aðgangsorði, í nemendaskrá gegn framvísun persónuskil- ríkja auk þess sem yfirlit sé sent til nemenda þrisvar á ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.