Morgunblaðið - 27.03.1999, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 27.03.1999, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN LAUGARDAGUR 27. MARZ 1999 67«-. I I '•v. i Er staður konu á heimilinu? UNDANFARNA mánuði hefur umræð- an um jafnrétti í stjórnmálum verið áberandi eftir að ráð- herraskipuð nefnd með Siv Friðleifsdótt- ur í broddi fylkingar fór af stað með auglýs- ingar og opinbera um- ræðu um kynjaskipt- ingu í stjórnmálum. Þar hefur boðskapn- um m.a. verið komið á framfæri með því að sýna forystufólk stjórnmálahreyfing- anna í aðstæðum sem eru ekki einkennandi fyrir kynhlutverk þeirra. Það hefur svosem verið deilt um aðferðina við að koma boðskapnum á framfæri og ætla ég ekki að fjalla um hana. Ég hefði hins vegar kosið að sjá athyglinni fremur beint að heimilinu og fjöl- skyldunni og þeirri verkaskiptingu sem fram fer þar. Jafnréttismál Þrátt fyrir miklar framfarir á liðnum ár- um, segir Einar Skúla- son, eru konur enn mun bundnari yfír dag- legum heimilisverkum og barnauppeldi en karlmenn. Minnkandi þátttaka eftir tvítugt Það er ljóst að hvort sem um stjórnmál er að ræða, íþróttir eða önnur félagsstörf þá snarminnkar þátttaka kvenna þegar þær eru komnar yfir tvítugt. Hvað varðar þátttöku í stjórnmálum hef ég þá trú að vandamálið sé ekki fólgið í skorti á tækifærum innan stjórn- málaflokkanna, þar standa flestar dyr opnar fyrir hæfileikaríku fólki af báðum kynjum. Þetta virðist ekki heldur stafa af áhugaleysi eða öðrum huglægum ástæðum heldur tel ég meginskýringuna vera fólgna í verkaskiptingunni á heim- ilum. Þrátt fyrir miklar framfarir á liðnum árum og áratugum í þessum efnum eru konur enn mun bundn- ari yfir daglegum heimilisverkum og barnauppeldi en karlmenn. Sú krafa hefur m.a. verið gerð til stjórnmálaflokka að þeir lagi sig betur að þörfum kvenna í þessu sam- bandi en það má alveg eins spyrja hvort með því væru flokkarnir ekki að hjálpa til við að viðhalda þessari gömlu og löngu úreltu verka- skiptingu. Frelsissvipting kvenna við stofnun Qölskyldu Þegar maður skoðar „hefðbundið" fjöl- skyldumynstur í dag, þá lítur það þannig út að annar eða báðir for- eldrar vinna úti, vinna á heimilinu lendir á konunni en karlmaðurinn hefur tíma til að sinna tómstunda- eða fé- lagsstörfum út á við. Afleiðingin verður sú að konur verða almennt stórum óvirkari aðilar í þjóðfélag- inu en karlmenn hvort sem um stjórnmál er að ræða eða önnur fé- lagsstörf. Þær eru fastar í viðjum fjölskyldunnar. Frelsi til að leita hamingjunnar Ég hef þá trú að hver einstak- lingur hafi ákveðið upplag eða eðli sem hann verði að fylgja eftir til þess að verða hamingjusamur. Hins vegar hefur hann ákveðnum skyldum að gegna gagnvart þeim sem eru í kringum hann og þá yfir- leitt helst nánustu fjölskyldumeð- limum. Einhvern veginn þarf síðan einstaklingurinn að finna meðal- veginn, þræða bil beggja til þess að allra hagsmunir verði tryggðir. Eins og staðan er þá virðist mér konur bera skarðan hlut frá borði þar sem þær forgangsraða tíma sínum með mun meira tilliti til þarfa fjölskyldunnar en karlmenn. Ég ætla samt ekki að fullyrða að karlmenn séu upp til hópa ham- ingjusamari en konur en hins veg- ar virðast þeir hafa mun meira frelsi til að leita hamingjunnar ut- an fjölskyldunnar. Auðvitað er þetta einföldun á flóknum og marg- breytilegum aðstæðum en í grund- vallaratriðum þá snýst þetta að mestu leyti um frelsi og verka- skiptingu á heimilunum. Aðilar verða að hafa jafnan rétt og tíma til að sinna hugðarefnum utan heimilis. Þess vegna finnst mér að næst þegar átak verður gert til að efla þátttöku kvenna í stjórnmálum beri að beina sjónum að verka- skiptingu heimilanna og fjölskyldu- mynstrinu. Höfundur er varaformaður Sam- bands ungra framsóknarmanna. Einar Skúlason ^JJ^núkíðúrvaTafmjög vönduðum borðstofuhúsgögnum frá Skovbyáflúbærl^P Ármúla 8-108 Reykjavfk Sími 581-2275 ■ 568-5375 ■ Fax 568-5275 Fáanlegt í Kirsuberjavið Mahogny Beyki Ask Eik .. ' | II n £jjJUjri'íUXL5M]{ með hertu öryggisgleri 80x80 á kant. Blöndunar- tæki, sturtusett, botn og vatnslás innifalinn. Verð frá kr. 47.600 stgr. við Fellsmúla, s. 588 7332. Opið 9-18, laugard. 10-14. ÁB eiUfw... ' L ábywjð! Cross Solo Skrúfblýantur og kúlupenni saman í setti. Tilboðsverð: 3.990 kr. C333 Hallarmúla • Austurstræti • Kringlunni • Hafnarfirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.