Morgunblaðið - 27.03.1999, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 27. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Hroðmör
Room Full of Mirrors
Spindlar
Heimilislegt
íslenskt rokk
Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
Óbermi
TOJVLIST
Tónabær
MÚSÍKTILRAUNIR
Músi'ktilraunir Tónabæjar, síðasta
undanúrslitakvöld. Þátt tóku hljóm-
sveitirnar Tikkal, Hroðmör, Bensi-
drín, Room Full of Mirrors, Spindl-
ar, Óbermi og Ópíum. Haldið f
Tónabæ sl. finuntudagskvöld.
UNDANÚRSLITUM Músíktil-
rauna Tónabæjar lauk með látum
sl. fimmtudagskvöld. Þá kepptu
sjö sveitir um síðustu sætin í úr-
slitunum, allar utan af landi eins
og til heyrir á síðasta undanúr-
slitakvöldinu.
A höfuðborgarsvæðinu eru
menn oft úr hófi nýjungagjarnir,
en tíminn líður öðruvísi úti á landi.
I það minnsta virðist sem heimilis-
legt íslenskt rokk lifi lengur og
betur úti á landi, eins og sannaðist
þetta loka undanúrslitakvöld.
Fyrsta sveitin var þó ekki ýkja
heimilisleg en tónlistin hljómaði
kunnuglega þegar þeim liðsmönn-
um Tikkals tókst að hljóma saman.
Gítarleikari sveitarinnar er efni-
legur sem slíkur, en ekki traustur
söngvari og lögin hreint ekki góð.
Hroðmör kom svo með gamal-
kunna stemmningu, sannkallað
loparokk, kraftmikið og hrátt með
svellandi öskrum. Leðjuhljómur á
gítar hélt sveitinni niðri og fyrir
vikið er erfiðara að meta lagasmíð-
amar. Dauði á brauði var reyndar
eftirminnileg samsetning sem
minnti á köílum á Partíbæ Ham-
verja.
Bensidrín kom einna mest á
óvart og ekki bara fyrir stuðla-
bergsgítarfrasa og þunga undir-
öldu. Söngvarar sveitarinnar voru
tröllslega vaxnir og þrælmagnaðir
söngvarar sem drógu ekki af sér.
Sérstaklega var þriðja lag sveitar-
innar gott, en textinn vel heppnað-
ur í fyrsta laginu.
Room Full of Mirrors kom
einnig skemmtilega á óvart, vel
heppnuð Bigbeat-sveit, ef sveit
skyldi kalla því hún er víst verk
eins manns. Sá lék líka með á gítar
og fyllti skemmtilega uppí þar sem
við á; verulega efnilegur og gaman
að heyra meira frá honum í fram-
tíðinni. Þriðja lagið var bráðvel
heppnað.
Spindlar leika bresk/íslenska
nýbylgju og komust nokkuð vel frá
sínu. Sérstaklega var bassaleikari
sveitarinnar lipur og líka góðir
sprettir hjá gítarleikaranum.
Framvinda í lögunum var þó alltof
lítil utan í öðru laginu sem gekk
mjög vel upp.
Obermi var vel þétt og keyrði á
góðum hraða. Lögin voru þó varla
meira en gítarlykkjufóll og sam-
söngur ekki skemmtilegur. Það
var helst að þeir félagar ættu
spretti í lokalaginu, en tókst samt
aldrei að heilla viðstadda.
Síðasta sveit þetta kvöld hét Óp-
íum af einhverjum sökum. Þar var
valinn maður í hverju rúmi, spila-
mennska öll með besta móti en
lögin ekki eins vel valin, utan
þriðja lagið.
Tikkal sigraði úr sal en dóm-
nefnd kaus áfram Ópíum og Bensi-
drín.
Árni Matthiasson
Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson
ÞEIR spila í úrslitakeppninni um fslandsmeistaratitilinn í sveitakeppni, en keppnin
hefst nk. miðvikudag. Sveitin ber nafnið Heitar samlokur og er skipuð eftirtöldum
spilurum, talið frá vinstri: Gísli Steingrímsson, Steinberg Rikharðsson, Hjálmar S.
Pálsson, Sigfús Örn Árnason, Jón Hjaltason og Friðjón Þórhallsson.
_____________BRIPS____________________
IJmsjón Arnór G.
Ragnarsson
fslandsmótið í sveitakeppni -
10 sveita úrslit
Úrslitin í MasterCard-mótinu verða spil-
uð um bænadagana að venju. Bridsáhuga-
fólk er hvatt til að líta inn í Þönglabakkann,
enda mjög góð aðstaða fyrir áhorfendur og
sýningartafla í gangi.
Mótið hefst á miðvikudaginn kemur og
lýkur á laugardag með verðlaunaafhendingu.
Dagskrá mótsins er annars þessi:
1. umferð miðvikudag kl. 15.20-19.10
2. umferð miðvikudag kl. 20.10-24.00
3. umferð fimmtudag kl. 11.00-14.50
4. umferð fimmtudag kl. 15.20-19.10
5. umferð fimmtudag kl. 20.10-24.00
6. umferð föstudag kl. 15.20-19.10
7. umferð föstudag kl. 20.10-24.00
8. umferð laugardag kl. 11.00-14.50
9. umferð laugardag kl. 15.20-19.10
Mótinu lýkur svo eins og áður sagði á
laugardaginn fyrir páska með verðlaunaaf-
hendingu sem hefst kl. 19.30.
Bridsdeild Barðstrendinga
og Bridsfélag kvenna
Hinn 16. mars sl. hófst aðalsveitakeppn-
in. 18 sveitir taka þátt. Vegna þess hvað
þátttakan er góð verður keppt með Mon-
rad-útreikningi. Eftir 4 umferðir er röð
efstu sveita eftirfarandi:
Ari Már Arason.....................91
Nota bene..........................78
Guðrún Jörgensen ..................73
Jónas Elíasson.....................72
Bridsfélag Húsavíkur
Að loknum 7 umferðum af 15 í aðaltví-
menningi Bridsfélags Húsavíkur er staða
efstu para þannig:
Þórólfur - Einar ...............101
Björgvin - Guðmundur.............64
Sveinn - Guðmundur...............51
Magnús - Þóra....................32
Jón S. - Jón Á...................28
Vetrarlegt
á veiðislóðinni
SJÓBIRTINGSVERTÍÐIN hefst næstkom-
andi fimmtudag, skírdag, en sá dagur ber nú
upp á 1. apríl. Bleikjuveiði hefst þá einnig í
Soginu og sjálfsagt víðar. Sjóbirtingsárnar
eru sem kunnugt er flestar í Vestur-Skafta-
fellssýslu og þar er vetrarlegt um að litast
þessa dagana og alls ekki útséð um hvernig
fer fyrstu daga vertíðarinnar.
„Hér er snjór yfir öllu og árnar á ís. Þetta
getur verið fljótt að breytast, en það er ekki
veiðilegt um að litast sem stendur,“ sagði
Agnar Davíðsson á Fossum í Landbroti í sam-
tali við Morgunblaðið. Agnar er formaður
Veiðifélags Grenlækjar. Veiði hefst raunar
ekki í Grenlæk fyrr en í maí, en áin var mjög í
umræðunni í fyrra er allt vatn þvarr í öllum
efri hluta árinnar. Agnar sagði að gott rennsli
hefði verið í ánni í vetur og sömu sögu væri að
segja um Tungulæk í Landbroti, sem einnig
þornaði. „Það er allt opið upp frá og engin fyr-
irstaða. Auk þess hjálpar snjórinn upp á jarð-
vatnsstöðuna," bætti Ágnar við.
Hvað sem gerist fyrstu dagana þá er
næsta víst að birtingurinn er til staðar. Haft
hefur verið Magnúsi Jóhannssyni að all mik-
ið hafi verið af birtingi í ám þar eystra í
fyrrahaust og lakari veiðitölur en árin áður
hefðu fremur stafað af vondum skilyrðum til
veiða en fiskþurrð. Fyrir fáum vikum voru
menn að skemmta sér við að horfa á stóra
sjóbirtinga sveimandi undir ís á Hörgsá.
Voi’veiðarnar eru annars umdeildar og af
þeim sökum víða aflagðar. Helstu árnar sem
opnaðar eru 1. apríl eru Geirlandsá, Hörgsá,
Skaftá, Eldvatn á Brunasandi og Vatnamót
Skaftár, Fossála, Geirlandsár og Hörgsár.
Ár þar sem vorveiði er bönnuð eru Eldvatn í
Meðallandi, Grenlækur, Jónskvísl/Sýrlækur,
Laxá og Brúará, Fossálar o.fl. Nær höfuð-
borgarsvæðinu eru Varmá og Volasvæðið op-
in frá 1. apríl.
VORVEIÐIMENN eru harðgerður stofn
því þótt menn sjái vorið í hillingum eru
þeir oftar en ekki að baksa í skítakulda ef
ekki skafrenningi og byl.
SVFR leigir Seglbúðasvæðið í Grenlæk
Bergur Steingrímsson, framkvæmdastjóri
Stangaveiðifélags Reykjavíkur, staðfesti í
samtali við Morgunblaðið það sem gengið hef-
ur fjöllum hærra síðustu daga, að SVFR sé í
þann mund að taka á leigu drjúgan hluta
veiðidaga á Seglbúðasvæðinu í Grenlæk. Það
er sannarlega rós í hnappagat SVFR, því þar
er á ferð eftirsóttasta svæðið í bestu sjóbirt-
ingsá landsins. Hvorki meira eða minna. Veitt
er á fjórar stangir á Seglbúðasvæðinu og
verður einungis um fluguveiði að ræða og
kvóti upp á fimm sjóbirtinga á dag, eða sjö
fiska alls, því þarna er líka von á bleikju og
stöku lax. SVFR verður með fimm tímabil
sem spanna veiðitímann allt frá júní og fram í
október. Tímabilin á milli verða ekki leigð út,
heldur hóflega nýtt af landeigendum.