Morgunblaðið - 27.03.1999, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 27. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Foss-hótelakeðjan leigir Hótel Stykkishólm
Miklar endurbætur
gerðar á hótelinu
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
UNDIRRITAÐUR var í gær leigusamningur um rekstur hótelsins í Stykkishólmi á milli Þórs hf. og Foss-
hótela. Á myndinni eru Pétur Oddsson, fjármálastjóri Foss-hótela, Ólafur Þorgeirsson, framkvæmdastjóri
Foss-hótela, Ólafur Hilmar Sverrisson, bæjarstjóri og Rúnar Gíslason, forseti bæjarstjórnar Stykkishólms.
Stykkishólmi. Morgunblaðið.
f HÁDEGINU í gær, föstudag,
var undirritaður leigusamning-
ur á milli Þórs hf., eiganda
Hótels Stykkishólms, og Foss-
hótela um leigu á rekstri Hótels
Stykkishólms. Samkvæmt því
munu Foss-hótel taka við rekstri
hótelsins frá og með 1. maí nk.
Samningurinn er til tíu ára en
endurskoðaður eftir tvö ár með
það í huga að Fosshótel kæmi
inn sem hluthafar í Þór hf.
Áfram verður um heilsársrekst-
ur að ræða á hótelinu. Endur-
bætur verða gerðar á hótel-
byggingunni og á þeim að vera
lokið vorið 2000. Öll herbergin
verða gerð upp og hótelið lag-
fært að utan.
Það kom fram hjá Ólafi
Hilmari Sverrissyni, stjórnar-
formanni Þórs hf., að rekstur
hótelsins hefur verið mjög erf-
iður á liðnum árum. Fjárskort-
ur hefur háð allri markaðs-
starfsemi og viðhald verið í lág-
marki. Hann sagðist því vera
ánægður með að samningar
hefðu tekist. Hótelið hefur
gegnt lykilhlutverki í ferða-
þjónustu í Stykkishólmi og með
þessum samningi mun rekstur
hótelsins eflast sem kemur öðr-
um ferðaþjónustuaðilum í bæn-
um til góða. Hann óskaði svo
Foss-mönnum velgengni í
rekstri hótelsins.
Tólfta hótelið í
Fosshótela-keðjunni
Ólafur Þorgeirsson, fram-
kvæmdastjóri Foss-hótelanna,
sagði við undirritun leigu-
samningsins að Hótel Stykkis-
hólmur yrði tólfta hótelið í
Fosshótela-keðjunni. Fyrirtæk-
ið væri aðeins þriggja ára og
hefur starfsemin aukist hröð-
um skrefum. Foss-keðja hefur
áhuga á að fjölga hótelum í
Reykjavík undir sínu nafni og
eins á Suðurlandi. Hann telur
að miklir möguleikar séu fyrir
hendi í aukinni ferðaþjónustu í
Stykkishólmi og nýir leigutak-
ar eru tilbúnir að vinna með
heimamönnum til að efla þann
þátt í atvinnulífi bæjarins.
Aðspurður um breytingar á
rekstri hótelsins vildi hann lít-
ið segja að svo komnu máli.
Það er ekki langt síðan þeir
hófu viðræður um að taka við
rekstrinum og það þyrfti
lengri tíma til að móta stefnu í
þeim málum. Hótelið verður
rekið undir heitinu Foss-hótel
Stykkishólmur.
>_
Samstarf lækna við IE
Útreikningar á hækkun grunnlífeyris bóta um 7%
Spítalarnir eru
í viðræðum
Leiðir ekki til skerð-
ingar annara flokka
RÍKISSPÍTALAR og Sjúkrahús
Reykjavíkur hafa átt í viðræðum við
íslenska erfðagreiningu ehf. um
rannsóknarsamstarf. Um þessar
mundir er verið að _ ganga frá
rammasamningum miíli ÍE og Ríkis-
spítala vegna samstarfssamninga
sem læknar sem starfa á sjúkrahús-
inu hafa gert við ÍE og þegar hefur
verið gengið frá slíkum samningi við
Sjúkrahús Reykjavíkur. Þessar upp-
lýsingar koma fram í svari heilbrigð-
isráðherra á Alþingi við fyrirspurn
Olafs Hannibalssonar.
Olafur spurði m.a. hvort peninga-
greiðslur hefðu runnið til lækna, sem
störfuðu á sjúkrahúsum og hafa gert
samstarfssamning við ÍE, fyrir upp-
lýsingar sem hafa orðið til þegar
sjúklingar lágu á sjúkrahúsi. í svari
ráðherra segir að Ríkisspítalar og
Sjúkrahús'Reykjavíkur hafi átt í við-
ræðum við IE um rannsóknarsam-
starf. „Slíkt samstarf hefur þegar
tekist með fyrirtækinu og nokkrum
læknum sem starfa á sjúkrahúsum.
Samstarfínu er þannig háttað að við-
komandi læknar annast alfarið sam-
skipti við sjúklinga með aðstoðarfólki
sínu eða í samvinnu við sjálfseignar-
stofnunina „Þjónustumiðstöð rann-
sóknarverkefna“. Samkvæmt upplýs-
ingum ráðuneytisins greiðir fyiártæk-
ið kostnað af vinnu við starfsemina en
ekki fyrir upplýsingar sem hafa orðið
til þegar sjúklingar lágu á sjúkrahúsi.
Ef til svokallaðra „árangurstengdra
greiðslna" kemur renna þær til
styrktar öðrum rannsóknum sem
unnar eru innan viðkomandi sér-
greina. I samningum við sjúkrastofn-
anir og verkefnatengdum samningum
er kveðið á um að greiðslur skuli
renna til rannsóknarsjóða en ekki
einstaklinga eftir nánara samkomu-
lagi stjórna stofnananna og starfs-
manna þeirra. Þessir sjóðir falla und-
ir endurskoðun af hálfu sjúkrahúss-
ins;“ segir í svari ráðheira.
I svarinu kemur einnig fram að IE
hyggist ganga frá samningum við
aðrar sjúkrastofnanir þar sem lækn-
ar starfa sem eru í rannsóknarsam-
starfí við fyrirtækið.
HÆKKUN grunnlífeyris bóta um
7% virðist ekki leiða til skerðingur á
öðrum flokkum sem Tryggingastofn-
un miðai- við til greiðslu til bótaþega,
að sögn Sæmundar Stefánsson
deildarstjóra hjá Tryggingastofnun.
„Hækkunin þýðir kjarabót fyrir
lífeyrisþega og aðrar upphæðir í
samspili tekna og bóta breytast
ekki. Frítekjumörkin breytast t.d.
ekki, en áfram munu að sjálfsögðu
utanaðkomandi tekjur virka til
skerðingar á tekjutryggingu, elli-
og örorkulífeyri," segir hann. Eftir
hækkunina sem nemur um 1.100
krónum á mánuði verður grunnlíf-
eyrinn, sem nú er 15.728 krónur,
alls 16.830 krónur. Grunnlífeyrinn
hækkaði um seinustu áramót í sam-
ræmi við kjarasamninga.
Skerðingin óbreytt
„Kerfið er byggt upp þannig að
hafírðu tekjur aðrar en þessar
greiðslur frá almannatryggingum
eða Tryggingastofnun, virka þær til
skerðingar á flokka á borð við
tekjutryggingu, heimilisuppbót og
sérstaka heimilisuppbót. Þegar
tekjurnar eru komnar upp fyrir
ákveðið mark taka þær að skerða
þennan gi-unnlífeyri sem hækkar
um næstu mánaðarmót. En það er
ekki hægt að segja að þessi hækkun
leiði af sér meiri skerðingu en verið
hefur,“ segir Sæmundur.
„Hvað varðar t.d. tekjutryggingu,
er það svo að hafirðu tekjur yfír um
20 þúsund krónur, byrjar tekju-
tryggingin að skerðast samkvæmt
ákveðinni fomúlu og heldur áfram
með vaxandi tekjum. upp í ríflega
90 þúsund krónur, þegar hún dettur
alveg út. Þegar um er að ræða al-
mennar tekjur aðrar en bætur eða
greiðslur frá Tryggingastofnun,
byi-jar ellilífeyiir og örorkulífeyrir,
endurhæfíngarlífeyrir o.s.frv., eða
svo kallaður grunnlífeyrir, að skerð-
ast samkvæmt ákveðinni formúlu.
Grunnlífeyrir byrjar að skerðast ef
tekjur einstaklings eða hjóna, hvors
um sig, eru hærri en að meðaltali
91.048 krónur á mánuði og fellur al-
veg niður þegar mánaðartekjur ein-
staklings ná að meðaltali 143.474
krónum.“
28 þúsund þiggja greiðslur
Að sögn Sæmundar eru um það
bil ríflega 28 þúsund manns 67 ára
eða eldri og samkvæmt greiðslum
Tryggingastofnunar í seinasta
mánuði fengu um 24.500 ellilífeyr-
isþegar greiðslur af einhverju tagi
frá stofnuninni. Þetta þýðir að í
þessum aldurshópi eru um 3.500
einstaklingar sem ekki fá greiðslur
frá stofnuninni, hvort sem það er
vegna hárra greiðslna úr lífeyris-
sjóði, launatekna eða annarra
ástæðna.
Birgir Rafn Jónsson um niðurstöðu aðalfundar Kaupmannasamtaka fslands
Stríðið ekki tapað þó
orustan hafi tapast
BIRGIR Rafn Jónsson, sem var í
framboði til formanns Kaupmanna-
samtaka Islands á aðalfundi sam-
takanna í vikunni og er andvígur
stofnaðild þeirra að Samtökum
verslunar og þjónustu, segir að
stríðið sé ekki tapað þó orustan á
aðalfundinum hafí tapast. Sú
stefna sem hafí orðið ofan á á fund-
inum í heild sinni sé tímaskekkja
og í andstöðu við það sem sé að
gerast annars staðar í heiminum.
Það væri því mjög misráðið ef
þessi stefna næði fram að ganga,
því hún kæmi í veg fyrir sveigjan-
legan vinnumarkað og einnig fyrir
það að vegur atvinnugreinasam-
taka efldist hér sem annars staðar.
A aðalfundi Kaupmannasamtak-
anna voru greidd atkvæði um hvort
samtökin ættu að gerast stofnaðili
að Samtökum verslunar og þjón-
ustu og hlaut tillaga þar að lútandi
yfírgnæfandi stuðning. Jafnframt
vai- Benedikt Kristjánsson endur-
kjörinn formaður, en tilkynnt hafði
verið í dreifíbréfí til kaupmanna að
ef tillagan yi'ði felld myndi Birgir
Rafn verða í kjöri til formanns.
Birgir Rafn sagði að stjórn
Kaupmannasamtakanna hefði í
raun og veru aldrei sýnt í réttu
ljósi hvað fælist í aðild að Samtök-
um verslunar og þjónustu. Fullyrt
hefði verið um atriði sem stæðust
ekki, auk þess sem ekki hefði verið
talað um þá hluti sem skiptu máli
eins og atkvæðavægið. Eins væri
talað um að þarna væri um starfs-
greinasamtök að ræða, en það væri
ekki rétt, því í raun og veru væri
gert ráð fyrir að hver félagi í
Kaupmannasamtökunum ætti
einnig beina aðild að Samtökum at-
vinnulífsins, sem þýddi að hús-
bóndavaldið og miðstýringin gagn-
vart hverjum og einum félaga
kæmi þaðan. Þeir hefðu gagmýnt
þessa lélegu kynningu. Þetta hefði
aldrei verið kynnt fyrir hinum al-
menna félagsmanni og það sem
skipti máli í raun og veru hefði al-
veg verið haldið til hlés.
Viðbrögð fundarins
mikil vonbrigði
Aðspurður sagði hann að þær
viðtökur sem sjónarmið hans hefðu
fengið á fundinum hefðu komið
honum á óvart. Hann væri ekkert
að leyna því að það hefðu verið
mikil vonbrigði. Hins vegar hefði
staðið þannig á hjá honum að hann
hefði ekki getað verið á fundinum
vegna anna erlendis og þegar hann
hefði farið á brott á laugardaginn
var hefði verið altalað að Benedikt
ætlaði ekki að gefa kost á sér. Þess
vegna hefði framboð hans ekki
beinst gegn sitjandi stjóm heldur
hefði framboðið byggst á þeim
sjónarmiðum sem þeir hefðu verið
að tala fyrir. Staðan hefði breyst
þegar Benedikt hefði ákveðið að
bjóða sig fram aftur. „Eg átti
stuðning bæði innan stjórnar og
fulltrúaráðs Kaupmannasamtak-
anna. Það lá alveg fyrir, en með því
að Benedikt fer sjálfur í framboð
og setur þetta upp með þessum
hætti að það sé verið að bylta
stjórninni þá kom upp dálítið mikið
önnur staða,“ sagði Birgir Rafn.
Hann sagði að aðstaða stjómar-
innar hefði einnig verið allt önnur
til að vinna að þessum málum. Hún
hefði beitt skrifstofunni fyrir sig og
m.a.s. hefði tilkynning um framboð
Benedikts og Skúla verið sent út á
bréfsefni Kaupmannasamtakanna.
Síðan væri það auðvitað alveg rétt
að ákvörðun þeirra um að fara í
framboð hefði komið fram dálítið
seint eða í raun og vem ekki fyrr
en aðalfundarboðið hefði verið sent
út. Til viðbótar hefði harðdrægnin í
atkvæðasmöluninni verið gífurleg
og sér sýndist að af 144 atkvæðum
á fundinum hefðu jafnvel verið ura
70 umboð og þar af hafi bara verið
um 60 umboð af Akureyri. Það hafí
skemmt fyrir þeim að þetta hafi að
sumu leyti orðið átök á milli lands-
byggðarinnar og höfuðborgar-
svæðisins.