Morgunblaðið - 27.03.1999, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 27.03.1999, Blaðsíða 62
MORGUNBLAÐIÐ ^ 62 LAUGARDAGUR 27. MARZ 1999 UMRÆÐAN Ulfur, úlfur - laun í ' Vinnuskóla Reykjavíkur ÚLFUR, úlfur! hrópar Mltrúi Sjálf- stæðisflokksins í stjóx-n Vinnuskóla Reykjavík- ur og heldur því fram að verið sé að lækka laun unglinga í skólan- um. Vert er að skoða hvox-t farið er með rétt mál. * Laun Nýlega var sam- þykkt að hækka laun 14 og 15 ára hjá Vinnu- skóla Reykjavíkur um 3,5%. I sumar verður tímakaup 14 ára 218 kr. og 15 ára 247 kr. Heildarlaun fyrir sumarið hjá 14 ára verða því 23 þús. og heildar- laun 15 ára nimlega 50 þús. Tíma- kaup 16 ára verður óbreytt (fryst) frá síðasta sumri, 331 króna. Ef ekki er leitað skýringa virðist eiga að spara, en svo er ekki. En sam- viskusömum og duglegum 16 ára unglingum vei-ður boðið að vinna eina viðbótarviku. Heildarlaun þeirra fyrir sumarvinnuna hækka því um 14% og geta orðið tæp 93 þús. krónur í stað 81 þús. í fyrra. Góðar og gildar ástæður eru fyrir því að tímakaup 16 ára hækkar ekki milli ára. Meðal annars með hliðsjón af tilskipun ESB „um vinnu barna og ungmenna“ töldu stjórnendur borgaiánnar eðlilegt að gera breytingar á starfi 16 ára og að vinna þeirra færðist frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur til Vinnuskólans og var það gert í áföngum. Góð reynsla hefur verið af þessu fyrir- komulagi og er það því komið til að vera. Hjá Skógræktarfélag- inu unnu unglingarnir utan borgarmai'kanna og þeim var greitt samkvæmt almennum taxta fyrir 16 ára. Vinnuskólinn er ann- arskonar vinnustaður sem líkja má við starfsnám, m.a. er um 10-15% tímans varið til fræðslu, með tilliti til þess hafa laun í skólanum verið miðuð við 90% af taxta Dagsrúnar fyrir 14 og 15 ára á almennum vinnumarkaði (ákvörðun um að skóhnn gx-eiði 90% af launatöxtum á almennum vinnumarkað var tekin á þeim tíma sem Sjálfstæðisflokkurinn fór með völd í box-ginni). I samræmi við að Vinnuskólinn hefur tekið við 16 ára unglingunum var ákveðið að tíma- kaup sumarið 1999 verði 90% af taxta fyrir 17 ára skólafólk í al- mennri vinnu hjá borginni. Vinnuskóh Reykjavíkur greiðir í sumar 331 kr. á tímann, sem er hærra en önnur sveitai-félög á höf- uðborgarsvæðinu, þau gi'eiða yfii'- leitt um 290 kr. Það sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu sem næst kemst borginni greiðir 307 kr. á tímann. Til samanburðar má einnig benda á að laun 16 ára hjá borginni enx 31,9% hærri en laun fyrir unn- inn tíma (B-kaup) hjá iðnnema á 1. ári. Hlutverk vinnuskóla Markmið Vinnuskóla Reykjavík- ur er að bjóða upp á fjölbreytt og uppbyggjandi sumarstarf. Á sl. ár- um hafa ýmsar breytingar átt sér stað í starfsemi skólans. Breyting- ar sem undirstrika að núverandi stjórnendur borgarinnar hafa metnað fyrir að í skólanum sé hug- að að þörfum einstaklingsins jafnt sem hópsins. Nokkur dæmi um breytingar: Unglingavinna Vinnuskóli Reykjavíkur greiðir í sumar 16 ára unglingum 331 kr. á tím- ann. Guðrún Erla Geirs- dóttir segir það hærra en önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu borgi unglingum. 1. Stóraukin fræðsla til leiðbein- enda í verklegum sem og uppeldis- þáttum starfsins t.d. hvernig koma á í veg fyrir einelti, taka á klíku- myndunum og bregðast við vímu- efnanotkun. 2. Yfirleiðbeinendur yfir hverf- um/svæðum sem vinna í nánu sam- bandi við leiðbeinendur að lausn vandamála sem upp koma. 3. Sérstakir starfsmenn sem fara á milli flokka og kenna rétt vinnubrögð og vinnuvei'nd. 4. Til að koma í veg fyrir ein- hæfni er séð til þess að enginn ung- lingur vinni nema eitt sumar á sama stað og að verkefnin séu sem fjölbi-eyttust. 5. Bein samskipti við hverfamið- stöðvar til að koma í veg fyrir verk- efnaskort. 6. Samstarf við Jafningjafræðsl- una. Alir fá einn dag á sumri í vímuvarnafræðslu. 7. Samstarf við skóla og félags- miðstöðvar með það að mai'kmiði að vinna sérstaklega með unglinga í áhættuhópum. Og síðast en ekki síst metnaðar- fullt fræðslustarf. Fyrir 14 ára undir kjörorðunum „Reykjavík borgin mín,“ en unglingarnir fara m.a. í Laugardalinn þar sem fi'æðst er um Ásmundarsafn, Þvottalaugarnar, íþróttasvæðin og Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. 15 ára starfa undir kjörorðinu „Um- hverfið mitt“. T.d. er farið að skoða Heiðmörk og Gvendai'bi-unnasvæð- ið og fræðst um umhverfismál, gi'óður, trjáplöntur, útivistarsvæði og hreint vatn. Hjá 16 ára er kjöroðið „Framtíðin mín,“ þar er t.d. fjallað um réttindi og skyldur á vinnumarkaði. Að lokum er vert að geta þess að vinnutímabil 16 ára unglinga hjá Vinnuskóla Rvk. verð- ur 10 vikur frá 7. júní til 15. ágúst. Hver nemandi velur sér tvær til þrjár vikur í frí á tímabilinu. Sú ný- bi'eytni að lengja starfstíma skól- ans yfir sumarið og bjóða á móti uppá að taka frí á tímabilinu mælt- ist mjög vel fyrir í fyrra, en þá var boðið upp á einnar viku frí á 8 vikna tímabili. Vinna 15 ára skipt- ist á þrjú 3. vikna tímabil þar sem hver nemandi velur sér tvö tímabil. En 14 ára fá 6 vikna vinnu á 7 vikna tímabili. Höfundur er stjómarformaður Vinnuskóla Reykjavíkur. Opið virka daga kl. 9-18, laugard. og sunnud. kl. 12-14 VÆTTABORGIR - UTSYNI Nýtt í sölu, 190 fm fallegt einbýlishús með innb. bílsk. Húsið er á 3 pöllum. Sérlega spennandi og áræðin teikning. 4 svefnherbergi. Húsið er ekki fullbúið. Teikningar og nánari upplýsingar á skrifstofu. Verð 13,9 millj. Áhv. 8,3 millj. ÁKVEÐIN SALA. HAALEITI - MEÐ BILSK. Ný í sölu, 135 fm 5 herb. íbúö, á l.hæð með 20 fm bílskúr, á mjög góðum stað við Háaleitisbraut. Áhv. 5 millj. húsbr. 4552 PARHUS MEÐ BILSKUR Nýtt í einkasölu, 99 fm mjög snyrtilegt parhús í Mosfbæ. Húsið er innst í lokuðum botnlanga. 2-3 svh., góð stofa og rúmg. eldhús og baðherb. Bílskúr, 26 fm, auk millilofts. Hellulögð aðkoma og góður garður. Verð 10,5 millj. Áhv. 2,7 millj. Byggsj. rík. HEIÐARGERÐI - SKIPTI A 3-4 Mjög gott 140 fm raðhús auk 46 fm bílskúrs. Nýl. flísar á neðri hæð. Nýl. sól- stofa á efri hæð. Húsið er klætt að utan. Skipti á minni eign í Fossvogi, Háaleiti eða Gerðunum æskileg. Verð 14,9 millj. 36107 RAUÐÁS - SKIPTI Á 4-6 HERB. Gott 270 fm raðhús í skiptum fyrir 4-6 herb. í Selás. Eignin er í góðu ástandi. Verð 14,9 millj. Áhv. 7,7 húsbr. 36030 KRÓKAMÝRI - PARHÚS Ný- legt 185 fm parhús með stórum bílskúr á þessum vinsæla stað í Garðabænum. Stór verönd, heitur pottur, glæsileg lóð. Teiknað af Vífli Magnússyni. Hús ekki fullg. innan. Verð 14,8 millj. Áhv. 5,4 millj. ÞINGHÓLSBRAUT - VIÐ SJÓ Hæð og jarðhæð ásamt bílskúr f reisulegu húsi á sjávarlóð. Mikið og fallegt útsýni til suðurs af báðum hæðum. Nú skiptist eignin i tvær 3ja herbergja íbúðir sem eru u.þ.b. 100 fm hvor. Afar stór lóð í góðri rækt. Nánari uppl. á skrifstofu. GRAFARVOGUR Fín rúmlega 120 fm endaíbúð á tveimur hæðum, 4 rúmg. svh., stórar stofur og suðursvalir. Ný eldh- innr. og gólfefni á stofum. Verð 10,3 millj. Áhv. 4,3 millj. húsbr. HÁALEITISBRAUT Vorum að fá ( sölu 105 fm íbúð á 2. hæð í mjög góðu húsi við Háaleitisbraut. Nýtt eldhús prýðir þessa eign. Áhv. 4,2 millj. húsbr. 35755 EFSTALAND - FRÁB. STAÐ- SETN. Vorum að fá í einkasölu 82 fm íbúð á 1. hæð í mjög góðu húsi á þessum vinsæla stað i Fossv. Nýlegt eldhús, gól- fefni og flísalagt i hólf og gólf á baðherb. Verð 8,5 millj. Áhv. 3,5 byggsj. 35714 KLEIFARSEL - LAUS FLJÓT- LEGA Faileg og vel um gengin 3-4ra herb. 98 fm endaibúð á 2. hæð (efstu). Þvh. í íbúð. (b. er á tveim hæðum. Hús ut- an sem innan í góðu ástandi. Verð 8,2 millj. Áhv. 4,5 millj. JÖKLASEL - SKIPTI Á SÉR- BÝLI Mjög góð 106 fm íbúð ásamt 26,5 fm bílskúr í fjórbýli á frábærum stað óskast i skiþtum fyrir sérbýll I Seijahverfi. (búðin er parket- og flísalögð með sérinn- gangi, sérgarði og þvottaherb. innan íbúð- ar. Verð 9,2 millj. Áhv. 3,0 millj. 36058 ÁSBRAUT - KÓP. Vorum að fá í einkasölu 83 fm íb. á 3. hæð í nýlega gegnumteknu fjölbýli. Baðherb. nýl. flisal. í hólf og gólf. Verð 7,4 millj. Áhv. 3,4 millj. húsbr. 35941 VALLARÁS - LAUS í APRÍL Mjög góð 54 fm Ibúð á 2.h. með sér- verönd til suðurs. Vel umgengin íbúð og hús í góðu ástandi. Verð 5,6 millj. Áhv. 2,2 millj. byggsj. o.fl. FRAMITÍÐIN NÓATÚNI 17, - 105 REYKJAVÍK Símí Fax Gsm 511 3030 511 3535 897 3030 Sölumenn: Óli Antonsson Þorsteinn Broddason Sveinbjörn F. Arnaldsson, sölustjóri. Kjartan Ragnars hrl. lögg. fasteignasali Guðrún Erla Geirsdóttir Um byggðaþróun, Tröllabæ og Siglu- fjarðargöng KRISTJÁN Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, hittir naglann á höfuðið þeg- ar hann segir í grein sinni „Opnum Trölla- skaga“ í Moi'gunblað- inu 16. mars, að efst á óskalista fólks sem er í leit að betri lífskjörum „eru atriði sem lúta að nútímalegum lífshátt- um neysluþjóðfélags- ins. Að halda öðru fram er blekking". Mikill flutningur fólks frá landsbyggð- inni til höfuðborgar- svæðisins hefur verið einkennandi fyrir byggðaþróun í landinu undanfax-na áratugi. Stjóm- völd hafa staðið ráðþrota frammi fyrir þessum vanda. Allar aðgerðir til þess að stemma stigu við þessari þróun hafa brugðist. Hvers vegna? Það er ekkert einhlítt svar til við þessari spui'ningu, en líkleg skýr- ing er sú, að stjórnvöld hafa fram til þessa ekki vitað hvaða þættir ráða því að fólk flytur búferlum. ít- arleg rannsókn Stefáns Ólafssonar, prófessors við félagsvísindadeild Háskóla Islands, sem hann vann fyrir Byggðastofnun, hefur nú varpað skýru ljósi á þessa þætti. I stuttu máli má segja, að fólk vilji al- mennt betri þjónustu á flestum sviðum og fjölbreyttari atvinnu- möguleika. Einhæft atvinnulíf hefur ein- kennt landsbyggðina síðustu ára- tugina. Fiskveiðar, fiskvinnsla og landbúnaður hafa verið undirstöðu- greinar atvinnulífsins á lands- byggðinni. Miklar breytingar hafa samt átt sér stað í þjóðfélag- inu á síðustu áratugum í þá átt að verðmæta- sköpunin er nú mest í þjónustugreinum. Störfum við fiskveiðar, fiskvinnslu og land- búnað hefur fækkað venilega á undanfórn- um árum. Árið 1997 störfuðu 4,1% lands- manna við landbúnað og slétt 10% við fisk- veiðar og fiskvinnslu samanlagt. Við þjón- ustustarfsemi ýmiss konar störfuðu 65,9% landsmanna árið 1997. Vöxtur í þjónustugreinum hefur vitaskuld verið mestur á höfuðborgarsvæð- inu, enda er þar langstærsti mark- aðurinn fyrir hvers konar þjónustu- starfsemi. Forsenda þess að landsbyggðin geti keppt við höfuðborgarsvæðið um fólk er sú, að byggð verði þétt það mikið, þar sem hægt er, að nægilega stór markaður skapist fyrir hvers konar þjónustu sem fólk sækist eftir. Fjölbreytilegt atvinnu- líf fylgir þá sjálfkrafa í kjölfarið. Það eru því miður ekki mörg svæði á landinu sem geta í framtíðinni keppt við höfuðborgarsvæðið varð- andi góða þjónustu á öllum sviðum og fjölbreytilegt atvinnulíf. Eitt svæði á landsbyggðinni á þó mjög góða möguleika. Þetta svæði er Eyjafjörður eða Tröllabær eins og sumir hafa viljað kalla þetta stóra framtíðarsveitarfélag. Við Eyjafjörð búa nú rúmlega Ragnar Thorarensen Lifandi hvalur eða dauður hvalur það er spurningin HÚN hefur ekki far- ið fram hjá neinum um- ræðan um hvalamálin að undanfömu, og lang- ar mig til að leggja nokkur orð í belg um það mál. Þegar ég heyrði í fréttum fyrir stuttu að Hvalur hf. hefði notað um 400-500 milljónir til að halda við tækjum og skipum síðan hvalveið- ar voru bannaðar þá datt mér í hug að úr því að þeir hefðu þennan pening á lausu væri synd að þeir hefðu ekki notað hann betur. Hvalveiðar Við gætum alveg eins rökstutt það að við ætt- um að taka upp mú- hameðstrú sem ríkis- trú, segir Jóhannes Þór Guðbjartsson, eins og að ætla að fá hvala- vini til að samþykkja hvalveiðar. Þá sá ég fyrir mér fyrirtæki sem gerði út á að kynna fyrir fólki hval- veiðar og hvei'nig þær hefðu verið stundaðar í gegnum árin. Eg ímyndaði mér hvernig hvalveiðibát- arnir væru notaðir til að fara í ferðir með fólk til að skoða hvali og jafnvel setja á svið hvernig þeir vom veiddir og síðan mætti færa gervihvali á land og í hvalstöðinni væri einskonar vaxmynda- og heimildarsafn um hvemig þeir vom unn- ir og í hvað afurðinar fóra fyrr og nú. Þá mætti hugsa sér að þegar hvalbátanir koma að landi færa gestirnir í vagna sem keyrðu svo í gegnum verksmiðjuna þar sem sett væri upp hvernig hvalur er skorinn og hvemig allar afurðir af honum era unnar, allt væri þetta gert með nútíma tækni og látið líta sem eðlilegast út og í leiðinni út- skýrt hvað hvalveiðar og afurðir þeirra voru stór þáttur í daglegu lífi áður fyrr. Eg er alveg sannfærður um að þetta myndi vekja heimsathygli og gæti verið drjúg tekjulind bæði fyr- ir Hval hf. og ferðaþjónustan og kostaði ekki meira en sú upphæð sem nú þegar hefur verið látin í við- hald þessara tækja og það sem til stendur að láta í kynningar til að réttlæta hvalveiðar. Við gætum alveg eins rökstutt það að við ættum að taka upp mú- hameðstrú sem ríkisti'ú eins og að ætla að fá hvalavini til að sam- þykkja hvalveiðar. Höfundur cr framkvæmdíistjórí Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæð- inu. Jóhannes Þór Guðbjartsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.