Morgunblaðið - 27.03.1999, Page 28

Morgunblaðið - 27.03.1999, Page 28
28 LAUGARDAGUR 27. MARZ 1999 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Tengsl Viag og Algroup i óvissu Frankfurt. Reuters. HÆTTA leikur á því að ekkert verði úr 34 milljarða dollara samruna þýzku fyrirtækjasamsteypunnai- Viag og Algroup — sem áður hét Alusuisse — vegna ági'einings um virði fyrir- tækjanna samkvæmt blaðafréttum. Aðalframkvæmdastjóri Viag, Wil- helm Simson, og starfsbróðir hans hjá Algroup. Sergio Marchionne, munu koma saman til skyndifundar til að ræða ástandið samkvæmt netút- gáfu þýzka viðskiptablaðsins Wirtschaftswoche, Fyrirtækin eiga að skiptast á hlutabréfum og aðallega er deilt um í hvaða hlutfóllum það skuli gert. Einnig er hermt að di'egið hafi verið í efa að iðnaðareignir Viag og Algroup, sem er bæði málm- og lyfjafyrirtæki, hæfi hvort öðru. Gert hefur verið ráð fyrir að Sim- son verði forstjóri hins sameinaða fyrirtækis. Fyrirtækin sóttu um sam- þykki eftirlitsyfírvalda ESB fyrir viku og í ráði hefur verið að ganga frá samningi fyrir október. Bréf í Viag hækkuðu um 20 evrur í 511 evrur í Frankfurt og í Zurich hækkuðu bréf í Algroup um 16 sviss- neska franka í 1658 franka. AUGLÝSING ÞESSI ER EINGÖNGU BIRT ( UPPLÝSINGASKYNI Vaki fiskeidiskerfi hf. Hlutafjárútboð og skráning á Vaxtarlista Verðbréfaþings íslands Útgefandi Vaki fiskeldiskerfi hf., kt. 500288-2059, Ármúla 44,108 Reykjavík. Starfsemi Tilgangur félagsins, samkvæmt 3. gr. samþykkta, er þróun, framleiðsla og markaðssetning á tæknibúnaði m.a. fyrir fiskeldi, fiskveiðar, kjúkl- ingarækt og skyldar greinar sem og tæknibúnaði fyrir umhverfisvöktun o.fl. Nafnverð hlutafjár Heildarhlutafé Vaka fiskeldiskerfa hf. fyrir hlutafjárútboðið er kr. 35.000.000 að nafnverði og er það allt greitt. Fjárhæð útboðs Fjárhæð útboðsins er kr. 10.000.000 að nafnverði og er um að ræða nýtt hlutafé. Útboðsgengi Gengi bréfanna verður 4,5 á forkaupsréttartímabili og I almennri sölu. Sölutímabil Sölutímabil er tvískipt: Forkaupsréttartímabil er frá 31. mars til 14. apríl 1999. Hluthafar hafa forkaupsrétt í samræmi við hlutafjáreign sína. Félagið sendir upplýsingar um forkaupsrétt til þeirra hluthafa sem skráðir voru hjá hluthafaskrá félagsins þann 19. mars 1999. Þeir hluthafar sem ekki nýta forkaupsréttinn geta framselt hann að hluta eða öllu leyti. Áskriftareyðublöðum skal skilað til viðskiptastofu íslandsbanka eða á skrifstofu Vaka fiskeldiskerfa fyrir kl. 16.00 þann 14. apríl. Almennt sölutímabil er frá 16. apríl til 30. apríl 1999. Þau hlutabréf sem óseld kunna að verða að loknu forkaupsréttartímabilinu verða seld á þessu tfmabíli. íslandsbanki hf. mun (upphafi almennrar sölu tilkynna opinberlega nýtingu forkaupsréttar. í almennri sölu er lágmarksfjárhæð kr. 10.000 að nafnvirði eða kr. 45.000 að markaðsvirði á hverja kennitölu. Hlutabréf í almennu útboði skulu staðgreidd við kaup. Söluaðilar Bréfin verða til sölu hjá viðskiptastofu íslandsbanka og VÍB, Kirkjusandi, 155 Reykjavík og í öllum útibúum íslandsbanka hf. Skráning Verðbréfaþing (slands hefur samþykkt að skrá öll hlutabréf félagsins á Vaxtarlista þingsins eftir hlutafjárútboð félagsins. Skráning mun væntanlega verða í byrjun maí 1999. Niðurstöður hlutafjárútboðs verða tilkynntar i viðskiptakerfi VÞÍ ásamt upplýsingum um endanlega skráningardagsetningu. Útboðs- og skráningarlýsingu og önnur gögn er hægt að nálgast hjá viðskiptastofu íslandsbanka hf., Kirkjusandi, 155 Reykjavík og öllum útibúum hans eða hjá Vaka fiskeldiskerfum hf., Ármúla 44, 108 Reykjavik. JÓN G. Tómasson, formaður stjórnar SPRON, gerir grein fyrir starfsemi sparisjóðsins á aðalfundinum. Aðalfundur SPRON haldinn í gær Stofnfé verður mikið um helming AUKIN UMSVIF einkenndu síð- asta ár SPRON að því er kom fram á aðalfundi, sem haldinn var í gær, en þrátt fyrir það var afkoman öllu lakari en árið á undan. A fundinum var samþykkt að auka stofnfé sparisjóðsins um helming og rædd- ar hugsanlegar breytingar á formi SPRON til að styrkja eiginfjár- stöðuna enn frekar. Þá urðu þær breytingar á stjóminni að Ami Sigfússon var kosinn í stjómina af Reykjavíkurborg í stað Hildar Pet- ersen. 12% arður Fyrir fundinum lá tillaga um aukningu stofnfjár úr 150 milljón- um í 300 milljónir og einnig að hverjum eiganda væri heimiit að eiga 20 stofnfjárhluti í stað 10 eins og verið hefur. Þessar tillögur vom samþykktar samhljóða. Einnig samþykkti fundurinn að greiða 12% arð af stofnfjárbréfum sem er það hámark sem nú er heimilt að greiða. Guðmundur Hauksson spari- sjóðsstjóri gerði að umtalsefni breytt umhverfí fjármálastofnana á síðustu ámm sem þurfa í auknum mæli að byggja afkomu sína á öðm en hefðbundinni bankastarfsemi svo sem verðbréfaviðskiptum og afkomu dótturfyrirtækja, en af- koma dótturfyrirtækja SPRON var góð á síðasta ári. Þá ræddi Guðmundur möguleika á að treysta eiginfjárstöðuna eins og með því að gefa út B-deildar skírteini, með sameiningu sparisjóða, eða breyt- ingu SPRON í hlutafélag, en unnið hefur verið að sérstakri athugun á því hvort hlutafélagsformið myndi henta SPRON. Breyting á stjóm Á fundinum var kosin ný stjórn. Reykjavíkurborg tilnefnir tvo full- trúa í stjóm, Árna Þór Sigurðsson og Áma Sigfússon. Sá síðarnefndi tekur við af Hildi Petersen í stjóm- inni, en hún hefur setið í stjórninni í meira en tíu ár. Aðrir í stjórninni, eða fulltrúar stofnfjárhluta, vom nánast einróma endurkjörnir en það em þeir Jón G. Tómasson, sem verið hefur formaður stjómar, Hjalti Geir Kristjánsson og Þor- geir Baldursson. Fundarstjóri á aðalfundi SPRON var Björn Bjarnason menntamálaráðherra. Aukin umsvif í ræðum sparisjóðsstjóra Guð- mundar Haukssonar og formanns stjómar, Jóns G. Tómassonar, kom fram að SPRON hefur aukið hlut- deild sína í innlánum um 33,1% en meðalaukning annarrar banka- starfsemi var 15,3 %. Þrátt fyrir aukin umsvif var rekstrarafkoman lakari á síðasta ári en undanfarin ár eða 50,6 milljónir eftir skatta. Á fundinum kom fram að ástæður lakari útkomu ársins voru sérstak- lega taldar aukið framlag á af- skriftarreikning en hann var í árs- lok tæplega 318 milljónir. Til marks um aukin umsvif Sparisjóðsins hefur hann tryggt sér rétt til byggingar á lóðinni Kr- inglunni 9. Ekki er þó gert ráð fyr- ir að hefja byggingarframkvæmdir fyrr en eftir nokkur ár. SAMHERJI HF AÐALFUNDUR1999 Aðalfundur SAMHERJA HF verður haldinn mánudaginn 12. apríl 1999 í NÝJA BÍÓ á Akureyri og hefst kl. 16:00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. grein 4.04 í samþykktum félagsins. 2. Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins. 3. Tillaga um heimild félagsstjórnar til kaupa á eigin hlutum skv. 55. gr. laga nr. 2/1995. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar skriflega í hendur stjórnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins fyrir árið 1998 munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, sjö dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og fundargögn ver>a afhent á skrifstofu félagsins að Glerárgötu 30, Akureyri, 7. - 9. apríl kl. 10:00 - 12:00 og fundardag til kl. 12:00. Stjórn Samherja hf. mbl.is i \ I I :

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.