Morgunblaðið - 27.03.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 27.03.1999, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 27. MARZ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Betur má Bjöm Hluti þessara 60 prósenta tekur ekki námslán vegna þess einfaldlega að þau lán sem er að kafa hjá LIN eru svo lág að þau duga engan veginn fyrir fram- fœrslu. Og heita þau þó þessu virðulega nafni: Framfœrslulán. að er eðlilegt að námsmenn og samtök þeirra gefí seint eftir kröfur sínar um jöfn- un fjárhagslegra möguleika til menntunar fyrir tilstuðlan Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Námsmenn mega aldrei láta sér lynda það hlut- skipti að vera skammtað úr hendi ráðherra eða annarra stjómmálamanna bara af því að kosningar eru í nánd. Það eru ekki ráðherrar eða aðrir stjómmálamenn sem ráða því að menntun er til góðs. Og menntun er ekki fyrst og fremst til góðs með VIÐHORF !,(:ini hætti að —— hún sé hag- Eftir Kristján kvæm fyiir ís- Arngrímsson lensku þjóðina, þótt það sé hún auðvitað líka. Það er fádæma þröngsýni að líta svo á, að menntun sé til þess eins fallin að gera manni auðveldara um vik að komast í hálaunuð störf. Menntun er eins og heilbrigði, hún telst til frumgæða og þess vegna ber að leitast við að tryggja öllum möguleika á henni skilyrðislaust. Hvað felst í þessu? Framgæði era þau gæði sem ekki era forsenda neinna ann- arra, æðri gæða. Það er stundum sagt að framgæði hafí gildi í sjálfum sér. Þau era það sem allt annað stuðlar að. Það er til dæmis eitthvað at- hugavert við það að maður líti á heilbrigði sem forsendu einhvers annars sem skipti í rauninni meira máli. Það er ekkert vit í því að segja að maður þurfi á heilbrigði að halda í þeim til- gangi að geta unnið. Ef maður er þessarar skoðunar þá hefur mað- ur þar með sett vinnuna ofar heilbrigði. (Þetta gerir reyndar fjöldi fólks, en líklega flestir beinlínis af illri nauðsyn.) Þetta sama á við um menntun. Menntun er hagkvæm, hún stuðlar að aukinni framleiðni og auknum hagnaði, mikið rétt. En menntun er líka það sem ís- lenska orðið sjálft á rót sína að rekja til, það að verða mann- eskja; að menntast er að þroskast, verða að því sem í manni býr. Þá skiptir engu máli hvort maður er að læra ópera- söng eða byggingaverkfræði, öll menntun - hvort sem hún er beinlínis af „hagkvæmu" gerð- inni eða ekki - felur í sér þennan huglæga þátt. Engir stjórnmálamenn fá nokkra um þetta breytt, og það skiptir nákvæmlega engu máli hvað ráðherram og öðrum stjórnmálamönnum finnst um menntun eða hvað þeir telja sig hafa ákveðið að hún sé. Þess vegna geta viðhorf þessara manna til menntunar aldrei verið hin eiginlega forsenda ákvarðana um hvort styrkja beri fólk, sem þarf á styrkjum að halda, til að afla sér menntunar. Ráðherrar og stjómmálamenn eiga einvörðungu að hlutast til um það hvemig fara eigi að því að veita þessu fólki þá aðstoð sem það þarf. Rétt eins og það er hlutverk ráðamanna að sjá til þess að heilsugæsla sé með skál- virkasta hætti og öllum aðgengi- leg gersamlega án alls tillits til efnahags eða annarra ytri að- stæðna. Lánasjóður íslenskra náms- manna var hugsaður sem tæki til að tryggja fjárhagslega jöfn tækifæri til menntunar. (Með áherslu á fjárhagslega.) Margir era svo heppnh- að þurfa ekki fjárhagslega aðstoð til að stunda nám og eiga því ekki erindi við Lánasjóðinn. Önnur ástæða þess að sumir námsmenn njóta ekki fjárhagsstuðnings frá sjóðnum er sú, að þeir era í námi sem ekki telst lánshæft (hvemig svo sem slíkt má vera) eða þeir era sjálfir ólánshæfir (í fleiri en einni merk- ingu). Þetta síðasttalda er at- hyglisvert, vegna þess að það skekkir myndina af fjárstuðn- ingsþörf námsmanna. Þessi skekkja verður með eft- irfarandi hætti: Oft era þau lán, sem LIN býður upp á, svo skert vegna fáránlega reiknaðs frí- tekjumarks, að námsmenn velja fremur að seinka námi sínu og vinna sjálfir fyrir framfærslu sinni (og taka rokdýr bankalán). I þessum hópi er fólk sem í raun- inni þyrfti á aðstoð Lánasjóðsins að halda, en þetta fólk virðist (og þar verður skekkjan til) hins vegar falla í þann hóp sem ekki þarf á fjárhagsaðstoð að halda þar eð það tekur ekki lán. Þenn- an hóp munu fylla um 60% náms- manna við Háskóla Islands. Sú tala er því alls ekki rök- semd fyrir því að ekki þurfi að auka veg LIN, heldur þvert á móti. Hluti þessára 60 prósenta tekur ekki námslán vegna þess einfaldlega að þau lán sem er að hafa hjá LIN era svo lág að þau duga engan veginn fyrir fram- færslu. Og heita þau þó þessu virðulega nafni: Framfærslulán. Það er gömul og sennilega séríslensk venja að segja að námsmenn eigi sko barasta að vera þakklátir fyrir að fá að læra, og að námsmenn séu al- ræmdar frekjur. Þetta er álíka gáfulegt og að segja að það sé bara frekja í skrílnum að krefj- ast heilbrigðisþjónustu. Reyndar var það viðhorf algengt meðal aðalsmanna í Evrópu (og kannski víðar) fyrr á öldum, en finnst ekki lengur meðal sið- menntaðra. (Skyldi þó ekki vera að aukin menntun hafí breytt einhverju þar um?) Reyndar eru held ég flestir námsmenn þakklátir fyrir hlut- skipti sitt. En þeir era ekki þakklátir neinum ráðherra. Námsmenn era þakklátir þeim sem hafa kennt þeim og þar með gert líf þeirra betra. Þess vegna er ekki nema eðli- legt að samtök stúdenta krefji menntamálaráðherra enn um, að það sem gera þarf verði gert. Þótt eitthvað hafi þokast er stað- an enn ósköp miðaldaleg. Og sú hugmynd að nýorðin hækkun námslána og frítekjumarks hafi ekkert með það að gera að kosn- ingar eru framundan er álíka sennileg og sú hugmynd að Birni Bjarnasyni hafi alveg yfirsést að það er stutt í að kjósendur fá möguleika á að velta honum úr sessi. MAGNÚSÍNA MAGNÚSDÓTTIR + Magnúsína Magnúsdóttir fæddist í Bolungar- vík 17. maí 1909. Hún lést í Stykkis- hólmi 18. mars síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Magnús Guðmunds- son, f. á Hjöllum í Þorskafirði 22. júní 1863, lést á Deild- ará á Múlanesi 24. nóvember 1948, og Ingibjörg Sigurðar- dóttir, f. á Gils- brekku í Súganda- firði 4. janúar 1874, og lést á Deildará í Múlanesi 30. janúar 1955. Systkini Magnúsinu eru Guðjón, f. 1900, bjó í Hnífsdal; Albert, 1902, bjó í Keflavík; Halldóra, f. 1906, bjó á Deild- ará; Sigríður, f. 1915, bjó á Minni Bakka f Skálavík. Utför Magnúsínu fer fram frá Stykkishólmskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. í dag er kvödd frá Stykkishólms- kirkju móðursystir mín Magnúsína Magnúsdóttir. Hún var systir henn- ar mömmu okkar og kölluðum við hana ávallt Sínu frænku í daglegu tali. Sína var fædd í Bolungarvík og átti hún heima þar fyrstu æviárin með foreldrum sínum og systkinum. Þegar Sína var fimm ára veiktist hún mikið og bar hún merki þess alla ævi. Er Sína var sjö ára missti faðir hennar sjónina og lá þá ekkert fyrir fátækri fjölskyldu með fimm börn annað en að flytjast á fæðingarsveit afa. Það var Gufudalssveit í Austur- Barðastrandarsýslu. Það gat amma ekki hugsað sér. Hún hafði fyrr á lífsleiðinni eignast góða vinkonu sem var frú Jónína Eyjólfsdóttir í Flatey. Henni skrifaði amma og gat Jónína útvegað ömmu vinnu á Verts- húsinu í Flatey hjá Þorbjörgu og Magnúsi vert. Fór hún þangað með afa og tvær yngstu dætumar, Magnúsínu og Sigríði. Sonunum, sem vora el- stir bamanna, kom hún fyrir við Djúp og móðir mín Halldóra fór að Deildará á Múla- nesi. Amma gleymdi hjálpsemi frú Jónínu aldrei og dáði hana alla tíð. Þegar þau vora nýkomin til Flateyj- ar kom Hallfríður Aradóttir sem mamma og amma töluðu alltaf um sem frænku afa og bauð fram hjálp sína. Bauðst hún til að taka annað bamið. Fór þá Sína, sem var eldri, til Hallfríðar og manns hennar Pét- urs Kúld Péturssonar. Sína var með þeim eftir það meðan þau lifðu. Fyrst í Bjameyjum og síðar í Flat- ey-. Eg man hvað amma og afi bára hlýjan hug til þessa fólks sem reyndist þeim svo vel. Móðir mín Halldóra varð síðan húsfreyja á Deildará árið 1936 og tók hún þá fljótlega foreldra sína til sín. Oft heyrði ég í uppvexti mínum ömmu rifja upp ævi sína og erfiðleika eftir að afi missti sjón- ina. Sína sagði mér oft að hún myndi vel eftir þegar hún fór frá foreldr- um sínum enda þá orðin sjö ára gömul. Minntist hún oft á hve vænt henni þótti um pabba sinn. Sína var svo heppin að hún fór til góðs fólks þar sem hanni leið vel alla tíð. Leit hún á afkomendur Hallfríðar og Péturs sem sína fjölskyldu. Sína kom vanalega einu sinni á ári í AÐALHEIÐUR VALDIMARSDÓTTIR Aðalheiður Valdimarsdóttir húsmóðir var fædd á Fáskrúðsfirði 15. mars 1914. Hún lést á Dvalarlieimilinu Uppsölum á Fá- skrúðsfirði 18. mars siðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Ingibjörg Jó- hanna Björgólfs- dóttir frá Þernunesi á Reyðarfirði, f. 31. júlí 1884, d. 1917, og Valdimar Sig- urðsson sjómaður frá Djúpavogi, f. 12. október 1888, d. 10. febrúar 1970. Systir Aðalheiðar var Guðrún Björg, f. 15. maí 1916, d. 17. júlí 1994. Aðalheiður ólst upp hjá fóstur- foreldrum frá þriggja ára aldri og voru þau Sigurður Einarsson og Rristín Gunnarsdóttir frá Odda í Fáskrúðsfirði. Árið 1937 giftist Aðalheiður Bjarna Guðlaugi Guðjónssyni, f. Elsku mamma. Þung voru spor okkar þegar við fengum fregnir af því að þú værir dáin, aðeins þrem dögum eftir 85 ára afmælisdaginn þinn. Við glöddumst öll með þér þennan dag. Daginn eftir vorum við Sissý í heimsókn hjá þér og fórum við þá að rifja upp tímann þegar við bjuggum öll í Sand- brekku. Þú varst alveg með þann tíma á hreinu, þegar fjölskyldan var samankomin úti í Sandbrekku og verið var að spila á spil. Þá varst þú í stuði, sönglandi, bakandi kökur og fleira góðgæti. Undanfarin jól höfum við átt góð- ar stundir með þér á okkar heimili og munum við sakna þeirra. Við 1. mars 1915, d. 8. ágúst 1979, sjó- manni frá Gvendar- nesi á Fáskrúðs- firði. Þau eignuðust sex börn. Þau eru: Axel, f. 18. febrúar 1938, Leifur, f. 15. júlí 1939, d. 30. jan- úar 1987, Sigfríð, f. 29. október 1941, Valdimar, f. 17. nóvember 1943, Þórhildur, f. 3. mars 1948, Krist- jana, f. 16. febrúar 1952. Aðalheiður vann á sínum yngri árum ýmis störf í Reykjavík og á Fáskrúðs- firði. Frá 1937 til 1987 bjó hún í Sandbrekku á Fáskrúðsfirði, en fluttist þá á Dvalarheimilið Uppsali á Fáskrúðsfirði og bjó þar til dauðadags. Aðalheiður verður jarðsungin frá Fáskrúðsfjarðarkirkju í dag, og hefst athöfnin klukkan 14. fundum að þú varst farin að þreyt- ast á síðustu jólum, þegar við ætl- uðum að ná í þig sagðist þú vera með hálfgerða lumbru. Elsku mamma, við huggum okk- ur við það að nú ertu komin til pabba sem þú saknaðir svo sárt, en hann kvaddi þennan heim fyrir tuttugu áram. Megi góður Guð varðveita og blessa minningu þína. Guð veri með okkur öllum. Þín dóttir, Kristjana Guðlaugsdóttir. Kynni mín af ástkærri tengda- móður minni Aðalheiði Valdimars- dóttur frá Sandbrekku ná allt aftur heimsókn að Deildará eftir að mamma hóf að búa þar. Það voru miklar samgöngur af Múlanesinu til Flateyjar og fór pabbi oft út í Flatey á bátnum sín- um. Kom þá Sína með honum og dvaldi milli ferða. Hún náði þannig góðu sambandi við foreldra sína og systur á nýjan leik. Sína var þá óþreytandi að leika við okkur systk- inin því hún var mjög barngóð og hafði, gaman af bömum. Eftir að af- komendur Hallfríðar og Péturs fluttu í Stykkishólm var Sína hjá Vigfúsi Stefánssyni. En hún hafði oft frá því hún kom til Flateyjar verið hjá Vigfúsi og Ingibjörgu konu hans. Þegar Vigfús flutti svo líka úr Flatey fór Sína inn í Svefneyjar til Nikulásar Jenssonar og fjölskyldu hans. Allt þetta fólk reyndist Sínu vel og þegar fólkið í Svefneyjum flutti burtu fór hún í Stykkishólm. Þar átti hún alltaf góða að sem vora hjónin Ágúst Pétursson og Ingveld- ur kona hans. Hún fór fljótlega eftir komuna í Stykkishólm á Dvalar- heimili aldraðra og hafði verið þar í um 20 ár þegar hún lést 18. mars sl. Sínu leið mjög vel á Dvalarheimil- inu og undi hún þar hag sínum vel við gott atlæti starfsfólks og for- stöðukonu. Hún hafði gott herbergi sem hún kunni vel við sig í. Oft undi hún sér við að kíkja í sjónauka sín- um og sjá bátana fara og koma. Fyrstu árin sem hún var á Dval- arheimilinu var góð vinkona hennar Guðlaug Vigfúsdóttir forstöðukona þar. Fékk Sína þá að hjálpa til við eldhúsverkin. Því hafði hún mjög gaman af. Sína talaði oft um Laugu við mig enda var hún henni mjög góð. Sína hafði mjög skerta heym seinni hluta ævinnar og háði það henni talsvert því hún komst ekki upp á lag með að nota heyrnartæki sem hún átti. Þegar aldurinn er orðinn eins hár og hann var hjá Sínu frænku og heilsan farin að bila er hvíldin oft kærkomin. Hún var svo heppin að þurfa ekki að liggja lengi ósjálf- til ársins 1969 er ég hóf sambúð með yngstu dóttur þeirra hjóna, Öllu og Guja í Sandbrekku. Strax frá fyrstu stundu var mér tekið opnum örmum af þeim hjónum og fljótlega urðum við bestu vinh- þannig að aldrei bar skugga á öll þessi ár. Alla var skemmtilegur félagi, hún hafði ákveðnar skoðanir, var óhrædd að láta þær í ljós og stóð fast á þeim. Um mörg ár var Alla mjög virkur félagi bæði í kvenfélagi staðarins og í slysavarnadeildinni Hafdísi. Eitt af einkennum Öllu var létt lund og alltaf var stutt í hlátur- inn hjá henni. Oft var fjör í Sand- brekku á þessum árum og stuð á henni Öllu minni þegar hún hafði öll börnin og barnabörnin í kring- um sig. Elsti sonur okkar, Sigurð- ur, bjó hjá þeim ömmu og afa ásamt móður sinni í tvö ár, meðan ég var í námi. Ólst hann þar upp við mikið ástríki þeirra ömmu og afa og var alla tíð síðan mjög hændur að þeim. Hinn 8. ágúst 1979 lést Guð- laugur, þá 64 ára, og var það mikið áfall fyrir alla í fjölskyldunni. Alla bjó áfram í Sandbrekku ásamt Valdimar syni sínum og um tíma bjó þar einnig Sigfríð dóttir hennar ásamt sinni fjölskyldu. Árið 1987 flutti Alla á dvalar- heimilið Uppsali og lést hún þar. Oft rifjuðum við upp gömlu góðu dagana í heimsóknum til Öllu að Uppsölum. Hugur hennar var alltaf í Sandbrekku þar sem hún hafði búið í 50 ár. Þó að minnið væri farið að daprast síðustu árin sem hún lifði, hafði hún þennan tíma alveg á hreinu og mikla ánægju af að rifja hann upp. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég þig nú, elskuleg tengda- móðir og amma barna minna. Eg þakka þér fyrir árin sem ég fékk að þekkja þig og umgangast. Megi góður Guð blessa og varðveita minningu þína. Jens P. Jensen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.