Morgunblaðið - 27.03.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
• Þegar árþúsundaskiptin bresta loks
á ... mun ekkert okkar taka skyndileg-
um stakkaskiptum. Við munum ekki
láta jarðnesku gallabuxurnar okkar og
stuttermabolina í skiptum fyrir geim-
búning ..."
Hillary Rodham Clinton.
• „Árþúsundið er hlaðið sögulegum
symbólisma og sálfræðilegu dulmagni.
Það snýst ekki um hlutlæga útreikn-
inga heldur eingöngu það sem fólk yf-
irfærir á það - væntingar og áhyggjur
... Árþúsundið er fyrst og síðast at-
burður ímyndunaraflsins.“
Times, haust 1992.
------■------------
------m------------
Tvísýnt með kampavínið?
SKJÁLFTI hefur hlaupið í vín-
áhugamenn vegna hinnar um-
fangsmiklu hátíðar sem er í
uppsiglingu. Franskir vínbænd-
ur hafa nefnilega bent á að vín-
kjallarar í Champagne-héraði
kunni að verða tómir þegar ár-
ið 2000 brestur á, enda hyggist
milljónir manna skála fyrir
nýja árþúsundinu.
Almenningur hefur þegar
tekið að hamstra útvalda ár-
ganga léttvíns og kampavins
og eru árgangarnir Veuve
Cliquot 1990, Roederer Cristal
1989 og Bollinger RD 1985 nú
uppseldir.
Flestir líta hins vegar svo á
að spár um vínþurrð séu aðeins
sölubrella vínbænda. Engin
þörf sé að örvænta en vissulega
megi búast við að bestu ár-
gangamir stígi í verði þegar
eftirspurn eykst enn frekar.
Reuters
FYRSTA maraþon árþúsundsins verður haldið á Nýja Sjálandi og verður hlaupið ræst í dagrenningu á nýársdag.
Engar skuldir,
allir vinir
HÉR eru fáein dæmi um verk-
efni sem hugmyndaríkt fólk um
allan heim er með á prjónunum í
tilefni árþúsundaskiptanna:
Skuldlaust árþúsund
Samtökin Jubilee 2000 hafa
lagt til að skuldahali fátækra þró-
unarríkja verði strikaður út í til-
efni árþúsundaskiptanna. Sam-
tökin hyggjast afhenda bænaskrá
þessa efnis á fundi sjö helstu iðn-
ríkja heims í ár og vonast for-
svarsmenn Jubilee 2000 til þess
að safna fleiri undirskriftum á
eina bænaskrá en dæmi eru um í
mannkynssögunni. Fyrra met er
13 milljónir undirskrifta.
Einir um áramót
Norðmenn eru meðal fárra
þjóða sem huga sérstaklega að
einstæðingum um aldamótin.
Peir hafa hrundið í framkvæmd
áætluninni Millennium Places, en
hún felst meðal annars í því að
koma upp 435 fundarherbergj-
um, einu í hverju héraði landsins.
Til fundar er boðið öllum sem að
öðrum kosti sjá fram á að fagna
árþúsundaskiptunum einir síns
liðs.
Áramótamaraþon
Fyrsta maraþonhlaup nýja ár-
þúsundsins verður haldið í borg-
inni Hamilton á Nýja-Sjálandi.
Hlaupið hefst um sólarupprás og
liggur brautin um götur borgar-
innar. Þeir sem ekki treysta sér í
fullt maraþon geta tekið þátt í 10
km skemmtiskokki eða 5 km
göngu, en búist er við á fimmta
þúsund þátttakenda.
Heimssýningin 2000
Pýska borgin Hannover er
gestgjafi Expo 2000 og hefur sýn-
ingin þegar slegið öll met í þátt-
töku þjóða og mikilsmetinna al-
þjóðasamtaka. Þema heimssýn-
ingarinnar verður „Mannkyn,
náttúra, tækni“ og með hjálp
sýndarveruleika mun gestum gef-
ast færi á að skyggnast ofan í
jörðina og inn í mannslíkamann,
auk þess sem ferðast má um
helstu heimsborgir á sýningar-
svæði sem samsvarar þrettán
knattspymuleikvöngum að stærð.
Jötunsteinn á írlandi
Á meðan stálturnai' og gler-
hallir eru byggðar um veröld víða
hyggjast Irar reisa minnismerki
sem að líkindum mun standast
tímans tönn betur en önnur. Eitt
þúsund unglingar (einn fyrir
hvert ár komandi árþúsunds)
munu með handafli og reipum
reisa 25 tonna jötunstein við St-
anford-fjörð til marks um sam-
hug og samstöðu ólíkra samfé-
laga. Tíu metra hátt bjargið mun
að auki þjóna sem kennileiti fyrir
sjófarendur á Stanford-firði.
LAUGARDAGUR 27. MARZ 1999 43
Hvert á að fara til þess
að flýja árþúsundið?
Flóttinn
mikli
EKKI eru allir jafn uppveðraðir yfir ár-
þúsundaskiptunum og gefa fremur lítið
fyrir tilstandið sem þeim mun fylgja. Til
þess að mæta þörfum hinna rólyndu er í
leiðarvísinum The Millennium - A Rough
Guide leitast við að svara spumingunni
„Hvert á maður að fara til þess að flýja
árþúsundaskiptin?" Svarið er í nokkrum
liðum:
„Þú gætir reynt að fara í langt leyfi til
Kína þar sem ártalið mun verða 4698.
Kínveijar hafa reyndar þegar sent sjón-
varpstökulið tíl Nýja-Sjálands til þess að
mynda árþúsundaundirbúninginn þannig
að það er ekki víst að þú losnir við hann í
Kína.... íslamstrúarlönd em að líkindum
ömggur kostur því ártalið verður 1420 á
íslamska dagatalinu. Fjarlæg svæði í As-
íu, Afríku og Suður-Ameríku munu verða
laus við áhrif árþúsundaskiptanna, nema
þar sem kaþólikkar búa,“ segir í bæk-
lingnum.
Bent er á að lítið þýði að leita í klaustur
og aðra andans staði - þeir verði líklega
þéttsetnir vegna trúarlegrar tengingar
ártalsins 2000, að ekki sé talað um -
Qallstinda. „Strangtrúaðir kristnir menn
hafa verið hvattir til þess að klifra upp á
fjallstinda og bíða þar Endurkomunnar
og nýaldarsinnar halda að eina leiðin til
þess að Iifa af yfirvofandi umbrotatíma sé
að hafast við á fjalli og bíða þess að birti
af öld Vatnsberans."
Einn af valkostunum er að silja heima
og láta sem ekkert sé að gerast, en í því
tilfelli er varað við að rýna í fjölmiðla.
„Þeir verða yfirfullir af upprifjunum um
þróun siðmenningarinnar og árangur
mannkyns siðustu 100, 1000 eða 2000 ár-
in, ásamt endalausum úrvalslistum yfir öll
möguleg fyrirbæri síðustu tveggja árþús-
unda.“
Þeir sem hyggjast hunsa árþúsunda-
skiptin eiga þannig fótum fjör að launa á
gamlárskvöld og líklega langt fram á
komandi ár.
Opið laugardag 13-17
PEUGEOT
Ljón 4 i/ejimtiff
1800 cc, 103 hestöfl, sjálfskiptur, 14” álfelgur, vindskeið, fjarstýrðar samlæsingar,
þjófavörn, 2 loftpúðar, 4 höfuðpúðar, útvarp stillt með stöng í stýri, þokuljós að framan og aftan, regnskynjari o.fl