Morgunblaðið - 27.03.1999, Blaðsíða 92

Morgunblaðið - 27.03.1999, Blaðsíða 92
MORGUNBLADID, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RlTSTJtSMBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 27. MARZ 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ YSK Olafur Olafsson nýr stjórnar- formaður Islenzkra sjávarafurða . Gert er ráð fyrir hagnaði í ár REKSTRAEÁÆTLUN íslenzkra sjávarafurða gerir ráð fyrir hagnaði af rekstri samstæðunnar í heild, en á síðasta ári var rekstrartapið 668 milljónir króna. í skýrslu stjórnar á aðalfundi félagsins í gær kom fram, að reksturinn fyrstu tvo mánuði ársins sé í flestum tilfellum í sam- ræmi við áætlanir eða betri en áætl- anir gerðu ráð fyrir. Þá hefur sala afurða aukizt miðað við sama tíma í fyrra. „Það eru sem betur fer vísbend- ingar um að tekizt hafi að stöðva hinn mikla og alvarlega taprekstur sem orðið hefur á tveimur síðustu árum. Þær benda einnig til þess að þær aðgerðir sem gripið var til á síðari hluta ársins 1998 muni bera tilætlaðan árangur. Rétt er þó að undirstrika að hér er um of stutt tímabil að ræða til að draga af því Flutt á sjúkrahús eftir slys á vélsleða almenna ályktun um afkomu ársins. Þegar uppgjör fyrir fyrstu fjóra til sex mánuði þessa árs liggur íyrir verður Um haldbetri upplýsingar að ræða og vonandi staðfestingu á því að stefni í rétta átt,“ sagði Hermann Hansson, fráfarandi formaður stjórnar ÍS, á aðalfundinum. Heildarskuldir ÍS-samstæðunnar eru nú um 2,3 milljarðar króna að frátöldum rekstrarleigusamningi vegna búnaðar í fiskréttaverksmiðj- una vestanhafs að upphæð 1,1 millj- arður króna. Á fundinum var lagður fram breyttur ársreikningur frá þeim sem áður hafði verið gefinn út. Breytt hafði verið tekjufærslu að upphæð 95 milljónir króna, hún færð úr reglulegri starfsemi í óreglulega, en það breytti í engu heildarniðurstöðu. Ársreikningur- inn var samþykktur athugasemda- laust á fundinum. Olafur Ólafsson, forstjóri Sam- skipa, var í gær kjörinn formaður stjórnar ÍS í stað Hermanns Hans- sonar, sem ekki gaf kost á sér til áframhaldandi formennsku. Á fund- inum var samþykkt heimild til hlutafjárútboðs að upphæð 400 milljónir króna að nafnvirði. ■ Verðum að/35 Morgunblaðið/Ásdís Unnið af kappi í slippnum SÓLARGANGINN er farið að lengja og vorið nálgast óðfluga. Veður hefur verið gott undanfar- ið en í gær kyngdi niður snjó á suðvesturhorninu. Töldu sumir að veðurguðirnir hefðu ruglast eitthvað í rúninu en aðrir tóku snjókomunni með jafnaðargeði. f slippnum við höfnina í Reykjavík gekk allt sinn vanagang og var unnið af kappi við að standsetja skipin sem þar voru, þegar ljós- myndara Morgunblaðsins bar að garði. Bflvelta á Holtavörðu- heiði BIFREIÐ valt á Holtavörðuheiði um einum kílómetra ofan við efstu brúna yfir Norðurá um klukkan 18 í gær. Ökumaðurinn, sem var einn í bif- reið á leið suður, slapp með lítilshátt- ar meiðsl, en bifreiðin, sem fór tvær veltur, skemmdist talsvert og var dregin á brott með kranabifreið. Fljúgandi hálka myndaðist í ná- grenni Borgamess í gærkvöldi og uppi á Holtavörðuheiði. Varar lög- reglan í Borgamesi vegfarendur við hálku sem getur myndast skyndilega á vegum. RÚMLEGA þrítug kona, sem var farþegi á vélsleða, var flutt með bak- meiðsl í þyrlu Landhelgisgæslunnar til rannsóknar á Sjúkrahús Reykja- víkur eftir slys austan við Skarðs- mýrarfjall á Hellisheiði í gærkvöldi. Konan bar öryggishjálm á höfði og rak kjálkann harkalega í bak öku- manns sleðans, þegar sleðanum var ekið yfir mishæð í landslaginu. Að sögn lögreglunnar á Selfossi, sem barst tilkynning um slysið klukkan 19.35, var talið ráðlegt að flytja konuna með þyrlu á sjúkrahús, þegar ljóst var að hún hafði hlotið bakmeiðsl vegna höggsins. Konan og ökumaðurinn vom í hópi fleiri vélsleðamanna sem óku í röð eftir sömu leið og taldi lögreglan að orsök slyssins yrði hvorki rakin til mikils ökuhraða né ófullnægjandi ör- yggisbúnaðar. * Halldór Asgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, á miðstjórnarfundi Tilbúnir að vinna að nýrri sátt um sj ávarútveginn HALLDÓR Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, lýsti því yfir við upphaf miðstjómarfundar í gær að flokkurinn væri tilbúinn að vinna að nýrri sátt um sjávarútveginn og skoða hvaða tillögu sem kæmi upp á borðið í því efni. Honum sýndist að afmarkaðar breytingar á núverandi kerfi væra líklegastar tO að skila þjóðinni mestum afrakstri enda hefði það í grundvallaratriðum gefist vel. Halldór sagði að sjávarútvegur væri mikilvæg undirstaða efnahags íslendinga og lög um hann þyrftu að vera í stöðugri endurskoðun. Lög um fiskveiðistjórnun þyrftu að skila há- marksarði til samfélagsins sem ætti auðlindina og einnig þyrftu þessi lög að vera í takt við réttlætiskennd fólks. Ýmislegt væri umdeilt í þess- um málum og gagnrýni hefði á Skáli Jöklarannsóknafólagsins í Esjufjöllum gjörónýtur eftir ofsaveður „Eins og skálinn hafí sprungiða SKÁLI Jöklarannsóknafélagsins í Esjufjöllum í Vatnajökli sem staðið hefur um árabil er spýtna- brak eitt, að því er virðist eftir atgang óveðurs á þessum slóðum fyrir um hálfum mánuði. „Það er eins og skálinn hafi sprungið, það er ekkert eftir nema brak og fh'sar dreifðar um stórt svæði,“ segir Ögmundur Jón Guðnason, starfsmaður Jöklaferða á Horna- firði, sem ætlaði að vitja skálans í gær ásamt félögum sínum. „Við vorum í dagsferð á vélsleðum með ferðamenn og ætluðum að æja við skálann og borða þar nesti. Þegar við kom- um að fannst mér eitthvað ein- kennilegt við það sem við blasti þar sem hvergi var skálann að sjá. Við fórum nær og athuguð- um málið betur og sáum þá að skálinn var í tætlum í hh'ðinni. Hann er í þúsund molum, smá- flygsum ef svo má segja,“ segir Ögmundur Jón. Virðist hafa tvístrast þar sem hann stóð Ögmundur Jón segir að skál- inn hafi minnt á gamlan vega- gerðarskúr og í honum hafi ver- ið að finna sex kojur, þannig að um ágætlega rúmgóðan skála hafi verið að ræða. „Það er vont að átta sig á hvað hefur gerst, ekki síst þar sem sumt af brakinu er undir snjó. Eg myndi þó telja að hleri hafí opnast eða dyrnar, þannig að þegar vindsveipur hefur myndast hefur komist í hann loft með þessum afleiðingum, eða þá að stögin hafi losnað. Ég held þó að skálinn hafi tvístrast þar sem hann stóð, fremur en að hann hafi oltið af stað. Þarna var mjög hvasst fyrir um hálfum mánuði og meðal annars voru bflar að fjúka hjá Kvískerjum og þá hefur þetta sennilega gerst. Hins vegar hafa engir verið á ferðinni þannig að tjónið upp- götvast ekki fyrr en nú,“ segir Ögmundur. Hann kveðst hafa tilkynnt forsvarsmönnum Jökla- rannsóknafélagsins umsvifalaust um afdrif skálans og hafi þeir harmað þau. Ögmundur telur mikilvægt að nýr skáli verði reistur á þessum slóðum, enda hafi hann þjónað sem neyðarskýli og verið áfanga- staður á leið ferðalanga auk þess sem ferðir hafi verið skipulagðar í skálann um páskana. stundum verið hörð. En ekki mætti gleyma þeim árangri sem náðst hefði. Kerfi fiskveiðistjórnar hefði skilað þeim árangri sem að var stefnt og endalausu tapi fyrri ára hefði verið snúið í hagnað. Tillaga stjómarandstöðunnar um auðlindanefnd er mikilvæg sáttatil- raun í sjávarútvegsmálum að mati Halldórs og hann kvaðst binda vonir við að á tillögum nefndarinnar mætti reisa þjóðarsátt til langrar framtíðar um fískveiðistjóm íslendinga. Evrópumálin þarf að ræða Halidór Ásgrímsson gerði Evr- ópumálin að umtalsefni í ræðu sinni og sagði að íslendingar hefðu styrkt samband sitt við Evrópusambandið á þessu kjörtímabili með aukinni þátt- töku í margvíslegum samstarfsverk- efnum. Evrópusambandið væri í stöðugri framþróun og breyttist ört. „Við eigum ekki að óttast að ræða hvort það þjóni framtíðarhagsmun- um okkar Islendinga að skoða aðild að Evrópusambandinu,“ sagði Hall- dór. „Ég er ekki að leggja til að ís- land sæki um aðild að Evrópusam- bandinu - heldur að möguleikar okk- ar í þessu efni sem öðrum séu skoð- aðir. En það er beinlínis óverjandi gagnvart komandi kynslóðum að láta eins og Evrópusambandið sé ekki til.“ ■ Ástæðulaust/10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.