Morgunblaðið - 27.03.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
MARGMIÐLUN
LAUGARDAGUR 27. MARZ 1999 45
Linux
hugbún-
aður ársins
ÞÝSKA tölvublaðið CHIP kynnti á
CeBIT árleg verðlaun sín um það
markverðasta sem til sýnis var.
Ríflega þúsund ábendingar og til-
nefningar bárust blaðinu, en verð-
laun eru veitt í fjórum flokkum.
Besti hugbúnaður ársins er Linux-
stýrikerfið að mati ritstjórnar
CHIPS, og atti kapp við annað
stýrikerfi, BeOS 1.1, nýtt umbrots-
kerfi frá Adobe, sem kallast
InDesign og WordPerfect hugbún-
aðarvöndulinn frá Corel.
Besti vélbúnaður var valinn
Microdrive ördiskurinn frá IBM,
sem er ekki nema fjórir fersenti-
metrar og vegur 20 grömm. Annar
vélbúnaður sem til greina kom að
mati CHIPS-manna var CapShare
handskanninn frá Hewlett-
Packard, All-In-Wonder skjákortið
frá ATI, sem er með innbyggðum
sjónvarpsmóttakara og mynd-
bandsupptökubúnaði, og K7 ör-
gjörvinn nýi frá AMD.
Besti samskiptabúnaður að mati
CHIPS-manna er EPOC stýrikerf-
ið með Jini stuðningi. EPOC stýri-
kerfið frá Symbian er meðal ann-
ars notað í Psion-lófatölvurnar, en
með Jini stuðningi, sem Sun skaff-
ar, er það ætlað fyrir ýmislegan
búnað eins og farsíma, sjónvörp og
ýmsan húsbúnað. Til greina komu
einnig WebPad-tölvutengingar-
skjárinn frá Cyrix, nýi Nokia sím-
inn, 7110, sem er með netbúnað
innbyggðan, og samskiptahugbún-
aðurinn David 1 frá Tobit.
I flokknum Vísindi og rannsókn-
ir hlaut sérstaka viðurkenningu
gervigreindarstofnun tækniháskól-
ans í Dresden fyrir skjá sem sýnt
getur hluti og hreyfimyndir í þrí-
vídd án þess að áhorfandi þurfi til
sérstök þrívíddargleraugu eða
halda sig við fyrirfram ákveðið
sjónarhorn. Annar vamingur sem
til greina kom við úthlutun verð-
launanna var ódýrir þynnuhátalar-
ar frá Siemens og GTI Audio, nýr
kristalsskjár frá IBM og fjar-
skiptabúnaður frá Heinrich-Hertz
stofnuninni sem nýtir leysigeisla til
að flytja 2.000 ISDN-línur.
----------------
Offíce 95-
vöndullinn
bættur
STYTTIST í árið 2000 og tölvu-
menn eru margir fullir kvíða. Það
eru þó ekki bara tölvurnar sem þarf
að hafa áhyggjur af, í talsverðu af
hugbúnaði eiga menn eftir að
bregðast við 2000-vandanum áður
en hann brestur á.
Fram að þessu hafa notendur
hugbúnaðar frá Microsoft flestir
talið sig lausa við Y2K-vandann eins
og hann kallast upp á ensku, en á
vefslóð Microsoft er nú hægt að
sækja sér viðbætur við Office 95-
vöndulinn sem tryggja á að forritin
í honum bregðist ekki rangt við ár-
talinu. Á slóðinni officeupda-
te.microsoft.com/nonIE4/art-
icles/o95y2kfactsheetnonie4.htm
kemur fram að meðal vandræða
vegna ársins 2000 er að Word muni
ekki skilja dagsetningar rétt, þ.e. ef
notandi slær inn árin 00-29 telur
Word 95 að hann eigi við 2000 til
2029. Ef hann aftur á móti slær inn
30-99 telur Word að hann eigi við
árin 1930 til 1999. Álíka vandkvæði
eru í Excel 95, Query 2.0, Access 95,
Power Point 95 og Schedule+ 95.
Microsoft leysir úr áravandanum í
Office 95 með svonefndum 29 ára
rökglugga, en ekki stendur til að
endurskrifa hugbúnaðinn svo hann
vinni með fjögurra tölustafa ártöl.
Að sögn Microsoft-manna er Office
97-vöndullinn fyllilega búinn undir
áramótin örlagaríku, enda notar
hann fjögurra tölustafa ártöl.
UMRÆÐUR um friðhelgi einka-
lífsins hafa verið áberandi á Net-
inu undanfarið, ekki síst í Ijósi
þess að í örgjörvanum nýja frá
Intel, Pentium III, er raðtala
sem má nota til að rekja slóð
tölvunnar sem örgjörvinn er í.
Varla voru Intel-menn búnir að
lúffa fyrir mótmælum tölvunot-
enda en komst upp um
Microsoft, því fyrirtækið hefur
lengi safnað upplýsingum um þá
sem notað hafa Office-hugbúnað-
arvöndulinn.
Samkvæmt yfirlýsingum fram-
mámanna Intel var raðtölunni
ætlað að auka öryggi manna á
Netinu, þ.e. tryggja að enginn
gæti sagst vera annar en hann
væri og að rekja mætti slóð mis-
indismanna í tölvuna sem þeir
notuðu til illra verka. Almennir
Vegið að
tölvunotendur vildu þó ekki
sætta sig við að njósnað væri um
alla til að klófesta fáa og gerðu
harða hríð að fyrirtækinu sem
lét á endanum undan að hluta.
Þannig er raðtalan nú óvirk, þ.e.
hún er enn á sinum stað, en hug-
búnaði ókleift að kalla á hana
nema notandi viðkomandi tölvu
ákveði að svo eigi að vera. Þetta
þótti mörgum hálfur sigur og
betri en enginn, en umræðan
blossaði upp að nýju þegar
spurðist að Microsoft hefur lengi
safnað upplýsingum um notend-
ur og búið svo um hnútana að
hægt væri að rekja sumt sem
friðhelgi
þeir væru að gera og senda frá
sér.
I kjölfar umræðunnar um Penti-
um III ákvað forritari vestur í
Bandaríkjunum að kryfja hug-
búnað frá Microsoft, þar á meðal
verkfæri sem þeir nota sem vilja
skrá hugbúnað sinn hjá fyrir-
tækinu og fylgir til að mynda
Office-hugbúnaðarvöndlinum.
Þá rakst hann á það að til við-
bótar við nafn og aðrar upplýs-
ingar sem viðkomandi fyllti út
sendi hugbúnaðurinn sérstaka
raðtölu, kallaða GUI, til
Microsoft og gerði fyrirtækinu
þannig kleift að halda gagna-
grunn um þá sem skrá hugbúnað
sinn á Netinu. Intel fékk kárínur
fyrir að gera kleift að rekja
stakar tölvur, en öllu verra þótti
mönnum að með gagnagrunni
Microsoft var hægt að tengja
einstakling tölvu og síðan að
rekja Excel- eða Word-skjal til
viðkomandi.
Microsoft-menn hafa svarað
gagnrýni með því að þessi mögu-
Ieiki hafi verið hugsaður til
hægðarauka fyrir viðskiptavini
fyrirtækisins og reyndar hafi
verið hætt við að nota hann, en
gleymst að fjarlægja. Á næstunni
verður hægt að komast yfir end-
urbættar útgáfur Offíce-forrit-
anna sem verða án þessa mögu-
leika, aukinheldur sem gagna-
grunninum sem hýsti alla skrán-
inguna verður eytt snimmhendis.
Sumir stjórnendur geta
hallað sér aftur í stólnum \
Þeir vita að FRAMLEGÐ er tekjur að frádregnum
breytilegum kostnaði. Þeir vita líka að starfsfólk myndar
tekjur með VINNU sinni.
NETHÖGUN (e. network architecture) er rökleg
skipan tölvunets og reglur um notkun pess. í nethögun
felst RÁÐGJÖF (úttekt á öryggismálum, þarfa-
greining og áætlanagerð), HÖNNUN víðnets og
nærnets, UPPSETNING netsins með viðurkenndum
búnaði og loks ÞJÓNUSTA (viðhald, eftirlit með álagi
og árásarprófanir).
Nethögun eykur VINNUFRAMLAG starfsfólks og þar
með framlegð þess.
Nethögun fæst hjá EEJS.
EJS vinnur samkvæmt ISO 9001 vottuðu gæöakerfi + EJS / 563 3000 / www.ejs.is / Grensásvegi 10 / 108 Reykjavík